Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Landspítali Morgunsólin í vikunni kastaði glóandi geislum sínum á Landspítalann í Fossvogi, líkt og hann stæði í ljósum logum. Svo var nú ekki en álagið er svo sannarlega mikið þessa dagana. Árni Sæberg Þótt norræn ríki séu smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa þau deilt grunngildum og hags- munum og lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs um frið, öryggi og umhverfisvernd. Með sjálf- bæra þróun í forgrunni hafa Norðurlönd ákveðið að vinna saman að því að útrýma hungri og fátækt, draga úr ójöfnuði, stuðla að friði og farsæld og vernda náttúru og líffræðilega fjölbreytni. Loftslagsbreytingar, sem eru ein stærsta áskorun 21. aldar, munu hafa áhrif á stöð- ugleika, velmegun og öryggi í öllum heims- hlutum, ýta undir fólksflutninga og fjölda flóttamanna á heimsvísu. Ekki síst meðal fá- tækasta hluta heimsins. Þeirri áskorun verður aðeins mætt með alþjóðlegri samvinnu. Fyrir Norðurlönd er því skynsamlegt að leita samvinnu með vanþróuðum ríkjum vegna loftslagsmála. Það er allra hagur. Í sameiningu get- um við dregið úr fátækt og barist gegn loftslagsbreytingum. Þann- ig uppfyllum við skyldur okkar sem ábyrgar þjóðir í samfélagi þjóða; minnug þess hvernig okk- ur sjálfum hefur tekist að byggja upp efnahagsstyrk og ríkan fé- lagsauð þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Norræni þróunarsjóðurinn Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun nor- rænu ríkjanna, sem veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Til hans var stofnað árið 1989 og aðalskrifstofa hans er í Helsinki. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslags- breytinga og aðlögun þeirra í löndum sem eru síst þróuð og búa við viðkvæmar aðstæður. Þannig verði grænni umbreytingu hraðað og stuðlað verði að loftslagsmarkmiðum Par- ísarsáttmálans. Annað mikilvægt markmið er valdefling kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Þannig yrði fjármagni stýrt í sjálfbærar fjár- festingar um leið og ýtt er undir félagslegt réttlæti. Samvinna er bæði með opinberum aðilum, einkageiranum og frjálsum félagasamtökum. Áhersla er á sjálfbærni, mengunarvarnir, hringrásarhagkerfi og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Mikilvæg endurfjármögnun Í síðustu viku samþykktu Norður- landaþjóðirnar fimm að tvöfalda afl þróun- arsjóðsins með 350 milljóna evra endur- fjármögnun, eða tæplega 60 milljarða króna. Hlutur Íslands er 1,5 prósent eða um 870 millj- ónir króna sem greiðist á árunum 2022-2031. Samkvæmt nýrri stefnu sjóðsins fyrir tíma- bilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 pró- sentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afr- íku sunnan Sahara og hið minnsta helmingur fjármögnunar miðist við verkefni sem stuðla að aðlögun að loftslagsbreytingum. Veitt verða margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana færi til að styrkja grænan vöxt og örva atvinnusköpun. Áfram gildir að í öllu mun sjóðurinn styðja frumkvæði sem byggist á norrænum gildum eins og félagslegri þátttöku, mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Valdefling kvenna og stúlkna er lykillinn að árangursríkri fram- kvæmd. Á Norðurlöndum er jafnrétti ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahags- stefna. Það gildir ekki síður í fátækustu ríkjum heims. Eftir Davíð Stefánsson »Nýlega samþykktu Norð- urlöndin að tvöfalda afl sjóðsins með um 60 milljarða króna endurfjármögnun. Davíð Stefánsson Höfundur er í stjórn Norræna þróunarsjóðsins. Norræn rödd í þróunarsamvinnu Fjórða árið í röð hyggjast stjórn- völd skerða rekstr- arfé til hjúkr- unarheimila með svonefndri að- haldskröfu. Að endingu mun ríkið greiða um 2,3 millj- örðum króna minna til rekstrar hjúkrunarheimila og dagdvala á tímabilinu frá 2018 til 2021 þrátt fyrir að sífellt veikari ein- staklingar flytjist til heimilanna á hverju ári samfara mjög stífri forgangsröðun. Gert er ráð fyrir auknum fjárveitingum til heilbrigðisþjón- ustu á vegum ríkisins á árinu 2021, þó ekki til sjálfstætt starfandi hjúkrunarheimila þótt þau sinni lögbundinni þjónustu fyrir hönd ríkisins. Því verður ekki hjá því komist að krefja heil- brigðisráðherra um svör við því hvar hann vilji skera niður í þjónustu við íbúa. Vilja stjórn- völd t.d. draga úr læknis- og hjúkrunarþjón- ustu heimilanna og að þess í stað verði veikir íbúar sendir á sjúkrahús? Eða hvar eiga þeir að búa sem þurfa mikla umönnun? Eiga heimilin að leggja niður tóm- stundarstarf í þágu íbúa og segja því starfsfólki upp störfum sem sinnir því mikilvæga starfi? Eða ætti að leggja niður heilsu- eflandi starf í formi sjúkra- og iðju- þjálfunar í þágu aukinna lífsgæða og sjálfsbjargar? Ráðherra verður að svara því hvar eigi að spara til samræmis við stöðugan niðurskurð fjárveitinga. Engar álagsgreiðslur til hjúkrunar- heimila vegna Covid-19 Ríkisvaldinu finnst greinilega ekki nægja að skerða árlegar fjárveitingar til hjúkrunar- heimilanna heldur hafa heimilin einnig verið algerlega sniðgengin í aukafjárveitingum vegna aukins kostaðar sem hlotist hefur af vegna veirufaraldursins. Sá viðbótarkostnaður mun að öllum líkindum vara allt næsta ár og nema nokkur hundruð milljónum króna vegna aukinna sóttvarna, sótthólfa, sóttkvía starfs- fólks og íbúa og fleiri þátta. Slíkt kallar á stíf- ari verkferla á mörgum sviðum starfseminnar rétt eins og raunin er t.d. á Landspítalanum, en þar hefur fjárveitingavaldið lofað spít- alanum viðbótarframlögum en ekki hjúkr- unarheimilunum. Til að toppa framkomu heil- brigðisráðherra gagnvart hjúkrunarheimilunum ákvað ráðherra einnig að greiða milljarð til handa starfsfólki heil- brigðisþjónustu ríkisins vegna Covid-19. Ann- að heilbrigðisstarfsfólk í velferðarþjónustunni virðist ekki eiga slíka umbun skilda þrátt fyrir að hafa staðið sig framúrskarandi vel við að vernda viðkvæman hóp íbúa fyrir veirunni, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur einn- ig á heimsmælikvarða. Í þessu samhengi er líka áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna Vífilsstaðir, sem Landspítalinn rekur sem biðdeild eftir varanlegu hjúkrunarrými, fá nærri 40% hærri daggjöld á sólarhring en önn- ur hjúkrunarheimili sem veita þó mun meiri og betri þjónustu en unnt er að veita á Vífils- stöðum. Hvaða skilaboð er verið að senda? Við sem störfum að öldrunarmálum, sem eru órjúfanlegur og mikilvægur þáttur heil- brigðisþjónustunnar í landinu, erum að vonum döpur yfir þeirri sniðgöngu sem heilbrigðisyf- irvöld sýna hjúkrunarheimilunum, íbúum þeirra og starfsfólki. Hvaða skilaboð eru stjórnvöld að senda? Ef það er vilji stjórnvalda að sjálfstætt starfandi hjúkrunarheimili hætti starfsemi og ríkið taki yfir reksturinn væri heiðarlegast að segja það beint út og skil- merkilega í stað þess að svelta þau til upp- gjafar með sífelldum skerðingum. Við skorum því á stjórnmálaflokkana að efna fögur fyr- irheit á sviði öldrunarmála. Við viljum vera bjartsýn og trúa á heiðarleika stjórnmála- manna í þeirri von að stjórnvöld efni þau fyr- irheit sem gefin voru í stjórnarsáttmála rík- isstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að hugað yrði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkr- unarheimilanna. Raunin er að þveröfugt hefur verið farið að í þeim efnum. Eftir Hálfdan Henrysson og Maríu Fjólu Harðardóttur » Sé það vilji stjórnvalda að sjálfstætt starfandi hjúkr- unarheimili hætti starfsemi og ríkið yfirtaki reksturinn væri heiðarlegast að segja það beint út. Hálfdan Henrysson Höfundar eru formaður sjómannadagsráðs og forstjóri Hrafnistu. Er það markmið stjórnvalda að sjálfstætt starfandi hjúkrunarheimilum verði lokað? María Fjóla Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.