Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
Knattspyrnukonan Gunn-
hildur Yrsa Jónsdóttir er einn
uppáhaldsíþróttamaðurinn
minn, ekki aðeins innan vallar
heldur utan hans líka.
Gunnhildur er grjóthörð á
vellinum, hendir sér í tæklingar
og er afar skemmtilegt að fylgj-
ast með henni. Hún gefur aldrei
tommu eftir. Þá er Gunnhildur
mjög fjölhæf og getur spilað
bæði á miðjunni og sem hægri
bakvörður.
Það má segja að hún sé
svolítið vanmetin, en sóknar-
menn landsliðsins stela oftast
fyrirsögnunum á meðan hún
vinnur erfiðisvinnuna þar fyrir
aftan. Leikurinn gegn Svíþjóð í
síðasta mánuði var 74. lands-
leikur Gunnhildar og er ljóst að
hún hefur lagt líf og sál í öll sín
verkefni í landsliðstreyjunni.
Gunnhildur, sem er samn-
ingsbundin Utah Royals í banda-
rísku atvinnumannadeildinni,
var fljót að koma aftur til Ís-
lands og semja við Val þegar
hún sá að það var vænsti kost-
urinn í stöðunni þegar kom að
landsliðinu. Hjá Val gat hún
áfram spilað og verið í leikformi
og nýst landsliðinu betur á með-
an bandaríska deildin fór í frí.
Hún setti íslenska landsliðið í
fyrsta sæti, sem er aðdáun-
arvert.
Hún kom ekki inn í íslensku
deildina bara til að vera með,
heldur var hún einn allra besti
leikmaður Vals síðari hluta sum-
ars, skoraði mörk og var algjör
leiðtogi á miðjunni í liði sem er
fullt af leiðtogum.
Gunnhildur átti stórleik í
3:0-sigri Vals á HJK Helsinki í
Meistaradeildinni í gær og sýndi
enn og aftur að hún er ein besta
knattspyrnukona landsins.
Grjóthörð á vellinum en virkar
síðan ljúf sem lamb utan hans.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Í HÖLLINNI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland fer afar vel af stað í undan-
keppni EM karla í handknattleik
en íslenska liðið vann sannfærandi
36:20-sigur á Litháen í Laugardals-
höll í gærkvöld. Íslenska liðið var
betra frá fyrstu mínútu og var sig-
urinn aldrei í hættu.
Íslenska liðið fór mjög vel af stað
á báðum endum vallarins. Sóknir
Íslands voru stuttar og hnitmiðaðar
og enduðu oftar en ekki með góðum
færum og mörkum. Hinum megin
voru sóknir Litháa langar og þung-
ar og varnarleikur íslenska liðsins í
afar góðu lagi.
Hákon Daði Styrmisson byrjaði í
vinstra horninu og Eyjamaðurinn
nýtti tækifærið gríðarlega vel og
skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik.
Hvað eftir annað gaf Aron Pálm-
arsson flottar sendingar á Hákon
sem nýtti færin óaðfinnanlega. Há-
kon hlýtur að gera tilkall til að vera
í hópnum á HM í Egyptalandi í jan-
úar eftir frammistöðu sem þessa.
Eftir ójafnan fyrri hálfleik var
staðan 19:10. Hákon Daði, Aron og
Elvar Örn Jónsson léku gríðarlega
vel í sókninni á meðan Ýmir Örn
Gíslason var eins og veggur í vörn-
inni. Björgvin Páll Gústavsson
varði aðeins fjögur skot í fyrri hálf-
leik, en það var fyrst og fremst
vegna þess að hann fékk lítið að
gera, með glæsilega vörn fyrir
framan sig.
Ísland hélt áfram að gefa í fram-
an af í seinni hálfleik og var staðan
25:13 þegar 20 mínútur voru til
leiksloka. Lokakaflinn fer seint í
sögubækurnar, en bæði lið virtust
slaka á í lokin, enda úrslitin löngu
ráðin.
Alls komust tólf leikmenn ís-
lenska liðsins á blað í markaskorun
í leiknum, sem er afar jákvætt.
Fjögur lið eru í riðlinum í undan-
keppninni en Ísland leikur í 4. riðli
með Litháen, Portúgal og Ísrael.
Portúgal vann öruggan sigur á Ísr-
ael þegar þjóðirnar mættust í
Portúgal í gærkvöld. Lokatölurnar
urðu 31:22.
Betri frá fyrstu mínútu
Lið Litháa vafðist ekki fyrir íslenska karlalandsliðinu í handknattleik í gær
Fjórtán marka stórsigur Íslands í fámennri Laugardalshöllinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markahæstur Hákon Daði Styrmisson fékk tækifæri í vinstra horninu. Hér svífur hann vel inn úr horninu í Laugardalshöllinni í gær.
Manchester United tapaði sínum
öðrum leik í röð þegar liðið heim-
sótti Istanbul Basaksehir í Meist-
aradeild Evrópu í knattspyrnu á
Faith Terim-vellinum í Istanbúl í
Tyrklandi í gær.
Demba Ba og Edin Visca skoruðu
mörk Tyrkjanna í fyrri hálfleik áð-
ur en Anthony Martial minnkaði
muninn fyrir Manchester United og
lokatölur því 2:1 í Istanbúl.
Það hefur verið pressa á Ole
Gunnar Solskjær, knattspyrnu-
stjóra United, í upphafi tímabilsins
en United hefur ekki þótt sannfær-
andi í fyrstu leikjum leiktíðarinnar.
„Fyrsta markið sem við fáum á
okkur kemur eftir hornspyrnu sem
við fáum,“ sagði Solskjær í samtali
við BT Sport eftir leikinn.
„Við gleymum að dekka þeirra
fremsta mann sem er ófyrirgefan-
legt,“ bætti norski stjórinn við en
þrátt fyrir tap gærdagsins er Unit-
ed í góðri stöðu með 6 stig í H-riðli
keppninnar. bjarnih@mbl.is
Ófyrirgefanleg mistök hjá
United í Meistaradeildinni
AFP
Ósáttur Ole Gunnar Solskjær var ómyrkur í máli eftir tap gærdagsins.
Laugardalshöll, undankeppni EM
karla, miðvikudaginn 4. nóvember
2020.
Gangur leiksins: 3:1, 6:3, 10:4, 12:7,
16:9, 19:10, 23:11, 25:13, 27:15,
29:16, 33:18, 36:20.
Mörk Ísland: Hákon Daði Styrmis-
son 8, Arnór Þór Gunnarsson 5/2,
Elvar Örn Jónsson 5, Viggó Krist-
jánsson 4, Aron Pálmarsson 3, Óðinn
Þór Ríkharðsson 2, Janus Daði
Smárason 2, Ýmir Örn Gíslason 2,
Arnar Freyr Arnarsson 2, Gísli Þor-
geir Kristjánsson 1, Orri Freyr Þor-
Ísland – Litháen 36:20
kelsson 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson
11, Björgvin Páll Gústavsson 4.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Litháen: Lukas Simenas 5,
Aidenas Malasinkas 5/4, Mindaugas
Dumicius 3, Mykolas Lapiniauskas 3,
Gabrielius Zanas Virbauskas 2,
Skirmantas Pleta 1, Valdas Drabavi-
cius 1.
Varin skot: Edmundas Peleda 4, Vi-
lius Rasimas 2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Áhorfendur: Engir.
Knattspyrnu-
samband Evrópu,
UEFA, er ekki
með í pípunum að
breyta fyrir-
komulagi EM
karla næsta sum-
ar, en mótið verð-
ur spilað í tólf
mismunandi
borgum. Átti það
upprunalega að
fara fram síðasta sumar, en var
frestað um eitt ár vegna kórónuveir-
unnar og áhrifa hennar.
Franska dagblaðið Le Parisien
greindi frá því á dögunum að sam-
bandið væri að íhuga að færa allt
mótið til Rússlands vegna útbreiðslu
veirunnar í Evrópu, en sambandið
sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að
stefnan væri enn sett á að leika í
borgunum tólf.
„UEFA stefnir að því að halda
EM með sama fyrirkomulagi og í
sömu borgum og tilkynnt var fyrr á
árinu. Við erum í samvinnu við alla
gestgjafana í undirbúningi. Við ein-
beitum okkur að því að undirbúa
mót í tólf borgum og með stuðnings-
mönnum,“ segir í yfirlýsingunni.
Ísland mætir Ungverjalandi í
hreinum úrslitaleik um sæti á loka-
mótinu í Búdapest 12. nóvember
næstkomandi. johanningi@mbl.is
Óbreyttar
áætlanir
hjá UEFA
A. Ceferin, forseti
UEFA.