Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 446536 Lexus Nx300h f-sport hybrid ‘18, sj.skipt. ekinn 31 þús. km. Verð: 7.290.000 kr. 446362 Opel Mokka Innovation ‘18, sjálfskiptur, ekinn 71 þús. km. Verð: 3.390.000 kr. 446516 Nissan Qashqai Acenta ‘20, sjálfskiptur, ekinn 17 þús. km. Verð: 4.890.000 kr. Land Rover Evoque ‘13, sjálfskiptur, ekinn 153 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. 446531 BMW X5 xdrive 30d ‘11, sj.skiptur, ekinn 187 þús.km. Verð: 3.490.000 kr. 112900 591039 446473 446505 SsangYong Korando DLX ‘19, sjálfskiptur, ekinn 66 þús.km. Verð: 3.690.000 kr. 446537 446405 Notaðir bílar Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Bílasala Suðurnesja Sími: 420 3330 Selfoss Fossnes A Ib bílar Sími: 480 8080 Akureyri Lónsbakka Bílaríkið Bílabúð Benna Sími: 461 3636 Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 * Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Mikið úrval 4x4 á Krókhálsi 9 SsangYong Tivoli HLX ‘20, sjálfskiptur, ekinn 21 þ. km. Verð: 3.590.000 kr. SsangYong Rexton DLX ‘17. sjálfskiptur, ekinn 76 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. Suzuki Vitara Gl+ ‘19, sjálfskiptur, ekinn 63 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. SsangYong Tivoli XLV DLX ‘17, sjálfskiptur, ekinn 69 þús. km. Verð: 2.690.000 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök atvinnurekenda á sunnan- verðum Vestfjörðum gagnrýna ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja við Norlandair um sérleyfi í áætlunarflugi til Bíldudals og óttast að þjónustan versni til muna frá því sem verið hefur í höndum Ernis. Vegagerðin bauð út fyrr á þessu ári sérleyfi á nokkrum flugleiðum sem niðurgreiddar eru af ríkinu og flugfélagið Ernir hefur sinnt um ára- bil. Ágreiningur hefur verið um framkvæmdina og er hann ekki enn útkljáður en eftir að kærunefnd út- boðsmála aflétti stöðvun framgangs málsins í annað sinn og heimilaði samninga gekk Vegagerðin til samn- inga við þá sem hún taldi lægstbjóð- endur. Samið var við Erni um áframhald- andi flug á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði og við Norland- air um flug til Bíldudals og Gjögurs. Norlandair mun hefja flug á sína staði næstkomandi mánudag. Ætluðu að fá stærri vél Friðrik Adolfsson, framkvæmda- stjóri Norlandair, segir að félagið muni nota níu sæta flugvél með jafn- þrýstibúnaði við áætlunarflug til Bíldudals og Gjögurs í vetur, eins og krafist var í útboði. Gert var ráð fyrir fimmtán manna vél á sumrin. Frið- rik segir að félagið hafi ákveðið að fá nýja og stærri vél til að sinna þessum verkefnum. Það hafi ekki gengið eft- ir þar sem ekki sé hægt að þjálfa áhöfn vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Málið verði endurskoðað þegar séð verður hvaða verkefni verða eftir að faraldrinum lýkur. Samtök atvinnurekenda á sunnan- verðum Vestfjörðum lýsa yfir þung- um áhyggjur vegna frétta af breyt- ingum á flugi til Bíldudals. Það er sagt reiðarslag að flufélagið Ernir eigi nú skyndilega að hverfa af vett- vangi eftir umdeilt útboð. Félagið hafi veitt afbragðsþjónustu og sé með flugvélar sem henti þjónustunni vel. Í staðinn eigi að bjóða helmingi minni flugvél sem búin er jafnþrýsti- búnaði og 50 ára gamlan Twin Otter án jafnþrýstibúnaðar. Sé þetta stökk niður á við í þjónustu. Friðrik lýsir sig ósammála þessu. Vélin þeirra henti betur fyrir Bíldu- dalsflugvöll en sú sem notuð hefur verið. Hann tekur fram að ekki sé ætlunin að nota Twin Otter-vélar fé- lagsins í þetta verkefni, þær séu upp- teknar í verkefnum í Grænlandi sem skapi uppistöðuna í tekjum fyrir- tækisins. Twin Otter-vélar eru not- aðar við áætlunarflug félagsins út frá Akureyri, til Þórshafnar, Vopna- fjarðar og Grímseyjar. Friðrik segir að Grænlandsverkefnin verði að hluta til gerð út frá Reykjavík og það fari ágætlega saman við áætlunar- flugið. Norlandair verður með afgreiðslu hjá Air Iceland Connect á Reykja- víkurflugvelli og inni í bókunarkerfi þess. Bendir Friðrik á að ódýrustu fargjöld á áfangastaðina fyrir vestan séu í upphafi 12.350 kr. sem hann tel- ur mun lægra verð en hagkvæmustu fargjöld hafi verið til þessa. Pólitískur þrýstingur Flugfélagið Ernir er áfram með áætlunarflugið til Hafnar og flýgur einnig til Húsavíkur en án samnings við ríkið. Vegna fækkunar farþega til Vestmannaeyja í kórónuveiru- faraldrinum var flugi þangað hætt. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir að félagið sé með fleiri verkefni en býst ekki við að þau nægi fyrir flugvélar hans og mannskap. Hann bendir einnig á að mörg flug- félög eigi í erfiðleikum vegna farald- ursins. Telur Hörður að Vegagerðin hafi brotið lög. Það sé della að það varði almannahagsmuni að semja áður en málin eru útkljáð hjá kærunefnd. Telur hann að pólitískur þrýstingur frá Akureyri kunni að hafa ráðið niðurstöðunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjögur Flugvélarnar taka jafnt farþega sem póst og annan varning í áætlunarflugi innanlands. Atvinnurekendur óttast lakari þjónustu  Norlandair tekur við flugi til Bíldudals og Gjögurs Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir auknar birgðir af lambakjöti ef ekki rætist úr með inn- anlandsmarkað og útflutning. Sala á lambakjöti dróst mjög saman í sum- ar, frá því sem verið hefur. Forstöðu- maður stórrar kjötafurðastöðvar ótt- ast að ef mikið verður flutt inn af kjöti á næstu mánuðum muni mark- aðurinn hrynja. Það eina rétta sé að stöðva innflutning á meðan verið er að vinna úr birgðunum. Hrun varð í sölu kindakjöts í sum- ar. Ef miðað er við sölu frá framleið- endum dróst sala á dilkakjöti saman um þriðjung á þriðja ársfjórðungi, í júlí til september, en um 28,5% ef lit- ið er á allt kindakjöt. Sala annarra innlendra kjöttegunda stóð í stað í sumar eða dróst saman. Framleiðsla á dilkakjöti í slátur- tíðinni í haust hélt áfram að minnka. Kemur það eitthvað á móti minnk- andi sölu. Mest fer til Bretlands Útflutningur á kindakjöti hefur gengið fremur illa vegna kórónu- veirufaraldursins. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir að Bretland hafi haldið út- flutningnum uppi. Færeyjar taki alltaf sitt. Nánast ekkert hafi farið til Spánar í haust. Það grundvallast á því að helsti kaupandi afurðanna þar á enn birgðir frá fyrra ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Ágúst segir að lítið hafi farið til Noregs af sömu ástæðu, þar séu færri munnar að metta. Hins vegar hafi þau skila- boð borist frá stærsta innflytjandan- um þar að búast megi við að kvótinn fyrir næsta ár, 600 tonn, verði nýttur á næsta ári. Ágúst segir þó að það fari vitaskuld eftir því hvenær hjólin fari að snúast á ný. Þá hefur lítið farið til Þýskalands, Danmerkur og Ítalíu í haust. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hefur svipaða sögu að segja. Lítið fari á Spánarmarkað. Segir Steinþór að SS sé að flytja út 330 tonn þessar vikurnar sem er 80 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Telur hann þó að útflutningurinn eigi að duga, það er að segja ef salan hér heima kemst í samt lag. Ágúst segir að ágætisskilaverð fá- ist fyrir útflutt kjöt. Þar hjálpi lækk- un á gengi krónunnar til. Erfið samkeppni Steinþór telur að þótt fáir ferða- menn hafi komið til landsins í ár komi það á móti að Íslendingar séu meira heima. Meðalmannfjöldi í landinu sé því svipaður. Hins vegar hafi ferðamenn borðað meira af kjöti en Íslendingar. Telur hann að sam- drátt í kjötneyslu megi að hluta rekja til efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, meðal ann- ars aukið atvinnuleysi. Fólk kaupi ódýrari mat. Þá hafi samkomubann áhrif, fólk komi minna saman á ætt- armót og fleiri samkomur þar sem oft er mikið borðað af kjöti. Ágúst segir að minni tollvernd á kjöti og óheftur innflutningur hafi áhrif á okkar eigin framleiðslu. Hægt sé að fá ódýrt kjöt í Evrópu nú og flytja inn tollalaust eða með lág- um tollum. Erfitt sé að keppa við það. Það leiði til birgðasöfnunar á innlendu kjöti. Segir hann að framleiðsla á kinda- kjöti hafi minnkað það mikið á und- anförnum árum að ekki ætti að vera vandamál að fleyta birgðunum áfram þangað til ferðamennirnir fari að skila sér aftur. Ef hins vegar of mik- ið verði flutt inn af kjöti á meðan ástandið er erfitt, geti markaðurinn hrunið. Telur hann það eina rétta að stöðva innflutning á meðan verið er að vinna úr málum. Innflutningur verði stöðvaður  Birgðir af kindakjöti aukast þrátt fyrir minni framleiðslu  Salan hrynur Morgunblaðið/RAX Slátrun Hætt er við að birgðir safn- ist upp í frystigeymslum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.