Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 13
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Þurrk- grindur Laugavegi 29 | sími 552 4320 verslun@brynja.is | brynja.is 3 stærðir Vefverslun brynja.is Innan- og utandyra 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 10.980 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.220 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.900 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Andrés Magnússon andres@mbl.is Nýliðin kosningabarátta í Banda- ríkjunum reyndist sú langkostnaðar- samasta í sögunni. Talið er að sam- anlagður kostnaður vegna baráttu um forsetaembættið og þingsæti í bæði öldungadeild og fulltrúadeild, sem kosið var til á sama kjörseðli, hafi numið ríflega 14 milljörðum dala, sem er í námunda við 2.000 milljarða íslenskra króna, ef sá sam- anburður segir lesandanum eitt- hvað. Það er meira en tvöföld sú upp- hæð sem notuð var í síðustu kosningum vestra árið 2016. Varla kemur á óvart að stærsti hluti þeirra fjármuna fór í baráttuna um Hvíta húsið milli Donalds Trumps og Joes Bidens eða um 6,6 milljarðar dala. En það var líka ógrynni eytt í kosningabaráttu um einstök þingsæti, svo mjög að segja má að það sé komið út í tóma vit- leysu. Skautun í bandarískum stjórnmál- um hefur vafalaust haft sitt að segja, eins og endurspeglaðist í kjörsókn- inni, hinni mestu í meira en öld. Eins hefur netið breytt heilmiklu, því það er orðið svo miklu auðveldara að óska eftir fjárstuðningi þar og ekki þó síður að veita hann; einn smellur og þá fara $20 á þinn frambjóðanda. Eins hafa demókratar tileinkað sér nýja fjáröflun meðal stöndugs fólks, þannig að þeir hafa verið að afla 2-3 sinnum meira fjár en repúblikanar. Svo blandast þessar ástæður líka saman. Þannig er orðið mikið um það að fólk í einu horni Bandaríkjanna gefi í kosningasjóð þingframbjóð- anda í allt öðru kjördæmi, kannski vegna þess að því líst svona vel á hann, nú eða að það hafi þvílíkan ímugust á mótframbjóðandanum. Þetta mátti t.d. vel sjá á því að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona í New York, safnaði meira en 17 milljónum dala, heilmiklu utan rík- isins. Var hún þó ekki að leggja neina áherslu á fjársöfnun, enda í mjög öruggu demókratakjördæmi. Og þá kannski ekki síður á því, að Amy McGrath, sem bauð sig fram til öld- ungadeildarsætis í Kentucky gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblik- ana í deildinni, safnaði og eyddi um 90 milljónum dala í baráttuna! Þeir peningar söfnuðust nær alls staðar annars staðar en í Kentucky, frá stuðningsfólki demókrata sem vildi endilega fella þann lykilmann Er hægt að kaupa kosningar? McGrath notaði nær tvöfalt meiri peninga í baráttuna en McConnell, sem þó gaf duglega í. En allt kom fyrir ekki, hún skíttapaði og fékk að- eins 38% atkvæða á móti 58%. Af því ætti að vera augljóst að lykillinn að kosningasigri felst ekki í fjármagn- inu einu. Er McGrath þó frambæri- legur kandídat og McConnell ekki óumdeildur á heimavelli frekar en landsvísu. Þessir fjármunir eru miklir hvern- ig sem á er litið, en þegar haft er í huga að síðustu kosningar um öld- ungadeildarsæti í Kentucky kostuðu samanlagt „aðeins“ um 15 milljónir dala, sést vel hvað baráttan er orðin óstjórnlega dýr. Demókratar komust að þessum sannindum víðar um landið, ekki síst í baráttu um lykilsæti, þar sem óhemjumiklu fé var varið í kosninga- baráttu, sem svo reyndist til einskis. Þeir töpuðu þeim kosningum nær öllum og í stuttu máli má segja að þingkosningarnar hafi verið demó- krötum jafnmikil vonbrigði og þeir glöddust yfir forsetakosningunum. Að því leyti má segja að miklu for- skoti þeirra í fjársöfnun hafi verið sóað og að hefnigirni sé ekki gott er- indi í kosningabaráttu. Og þó re- públikönum hafi orðið meira úr aur- unum, sjá þeir örugglega eftir þeim líka. AFP/Getty Fjáraustur Stuðningsmenn Bidens fagna, en þrátt fyrir fjáraustur fóru demókratar verr út úr þingkosningunum. Peningaglás á glæ  Tvöfalt meira fé fór í kosningabaráttu vestra en síðast  Demókratar mun fjáðari en fjárausturinn skilaði sér ekki Mitch Demókratar spöruðu ekkert til þess að fella Mitch McConnell, leið- toga repúblikana í öldungadeildinni, eyddu mun meiru, en hann vann samt. Sóttvarnastofnun Evrópusam- bandsins lagði til í gær að aðild- arríki sambandsins myndu auka skimanir gegn kórónuveirunni á minkabúum eftir að stökkbreytt af- brigði hennar fannst í Danmörku. Sagði stofnunin þó að auknar smitvarnir fyrir starfsfólk og gesti búanna ættu að ráða við að hefta útbreiðslu afbrigðisins. Stofnunin setti hins vegar ekki fram neinar ráðleggingar um hvort rétt væri að slátra minkum í for- varnarskyni, líkt og dönsk stjórn- völd fyrirskipuðu í síðustu viku. Var stefnt að því að rúmlega 15 milljón minkum yrði slátrað, en rík- isstjórnin hætti svo við, þar sem lagagrundvöll skorti fyrir aðgerð- inni. Ríki auki skimanir á minkabúum AFP Minkahræ Dönsk stjórnvöld hugðust slátra öllum minkum vegna Covid. DANMÖRK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.