Morgunblaðið - 13.11.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.11.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Eftirvænting Mikil eftirvænting ríkti meðal meðlima Tólfunnar, en nokkrir úr þeirra hópi ákváðu að horfa á landsleik Íslands og Ungverjalands á Spot, allavega þar til staðnum yrði lokað. Eggert Samanburður á ferli Donalds Trumps, frá- farandi Bandaríkja- forseta, og Joes Bi- dens, verðandi forseta, sýnir hvers vegna þeir taka ákvarðanir og vinna að lausn mála á gjörólíkan hátt. Trump er einráður kaupsýslu- maður, eigandi glæsi- bygginga sem bera gullslegið nafn hans. Lögfræðing- urinn Joe Biden var kjörinn í öld- ungadeild Bandaríkjaþings 29 ára fyrir réttum 48 árum. Biden verður 78 ára nú 20. nóvember. Hann stjórnar í krafti málamiðlana. Donald Trump birtist eins og stormsveipur í bandarískum stjórn- málum árið 2016 og síðan sem for- seti í janúar 2017 með þann boðskap á vörunum að hann ætlaði að ræsa út mýrina í Washington, ýta þeim til hliðar sem ráðið hefðu för og fjar- lægst þjóðina á valdastólunum. Þetta dugði til að virkja grasrótina gegn Hillary Clinton, fulltrúa kerf- isins og ráðandi afla. Fjórum árum síðar tapar Trump fyrir sér eldri manni sem hefur í hálfa öld lifað og hrærst í „mýrinni“ og sótti fylgið sem að lokum þurfti til að vinna Trump til þeirra í flokki repúblikana sem þoldu ekki stór- bokkahátt flokksbróður síns í Hvíta húsinu. Þungamiðjan í kosn- ingaboðskap Bidens var að benda á karakter Trumps sem enn situr við sinn keip. Trump getur vel unað við tölurnar sem birtar hafa verið um fylgi hans. Raunar er magnað að hann hafi fengið um 71 milljón atkvæða. Hann fékk meira fylgi meðal blökkumanna og fólks af spænskum ættum en áður. Honum tókst margt vel í forsetatíð sinni en hafði ekki réttu skapgerðina til að ná endurkjöri. Við upphaf forseta- ferils Trumps voru uppi kenningar um laumuspil manna hans eða jafnvel hans sjálfs með Rússum. Gefið var til kynna að ekki væri unnt að treysta Trump til að gæta þjóðaröryggis. Með ásökunum um að ekki sé rétt staðið að kosningum í Bandaríkjunum vegur Trump að rótum lýðræðisins. Hann býr sig undir baráttu gegn Biden sem for- seta án lögmæts umboðs. Stjórnarhættir Trumps urðu að nokkru skjól fyrir þá sem vega að frjálslyndu, lýðræðislegu stjórn- kerfi. Telji hann Bandaríkjamenn ófæra um að efna til lýðræðislegra kosninga grefur Trump undan bar- áttu þeirra sem berjast gegn vald- höfum á borð við Alexander Lukasj- enko í Hvíta-Rússlandi. Vegna reynslu sinnar í öld- ungadeildinni veit Joe Biden betur en aðrir að án meirihluta þar eru Bandaríkjaforseta settar verulegar skorður. Um meirihlutann er óvíst þar til kjör tveggja öldungadeild- arþingmanna verður endurtekið í Georgíu-ríki 5. janúar 2021. Haldi repúblikanar meirihluta í öldungadeildinni fá þeir stöðv- unarvald á mörgum mikilvægum sviðum vegna skattheimtu og op- inberra útgjalda og við val á mönn- um í ráðherra- og dómaraembætti, auk þess að halda formennsku í lyk- ilnefndum deildarinnar. JoeBiden er miðjumaður og boð- skapur hans sem verðandi forseti er að hann ætli að bera græðandi smyrsl á pólitísk sár í Bandaríkj- unum. Það tekst ekki láti hann und- an öfga-vinstrisinnum innan eigin flokks. Þeir efldust fengju demó- kratar meirihluta í öldungadeildinni þar sem Bernie Sanders og Eliza- beth Warren sitja. Biden sigraði þau í prófkjörinu til að halda aftur af öfg- um. Miðjustefnu sinni á Biden auð- veldara með að fylgja fái repúblik- anar meirihluta í öldungadeildinni. Öryggismál Orðin Foggy Bottom eru notuð um bandaríska utanríkisráðuneytið. Nafnið er dregið af þeim hluta Washington-borgar þar sem ráðu- neytið, Watergate-byggingin og Kennedy-listamiðstöðin standa svo að nokkuð sé nefnt. Með orðunum er vísað til þokulæðunnar sem lá yfir mýrinni. Donald Trump vildi sem minnst vita af diplómötum og fyrrverandi starfsmenn í Foggy Bottom skrifuðu greinar um að hann ætlaði í raun að eyðileggja utanríkisráðuneytið. Hann styddist frekar við herforingja en diplómata og duttlungar hans réðu meiru en framkvæmd ígrund- aðrar utanríkisstefnu. Herforingjar þekkja hörmungar vegna hernaðarátaka manna best. Stjórnartíð Trumps hefur einkennst af viljaleysi hans til að beita banda- rísku hervaldi. Hann hefur hins veg- ar eflt hernaðarmátt Bandaríkjanna. Í tíð Trumps hefur bandaríski flotinn til dæmis látið meira að sér kveða á Norður-Atlantshafi en áður í 30 ár. Samstarf við Norðurlönd í varnar- og öryggismálum eykst jafnt og þétt ekki síst við Svía og Finna. Ólíklegt er að þessi stefna breytist með Biden í Hvíta húsinu. Unnið er að gerð áætlana sem koma til framkvæmda stig af stigi. Einn liður í þeirri vinnu var heim- sókn bandaríska flotaforingjans Ro- berts Burkes, yfirmanns bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, hingað til lands í lokaviku október. Flotafor- inginn kynnti áhuga bandaríska flot- ans og NATO á hafnaraðstöðu í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi. Í september 2015, í forsetatíð Baracks Obama, fór Robert O. Work, vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna til Íslands, Noregs og Bretlands. Hann ræddi við ráða- menn og kynnti sér mannvirki og búnað sem kynni að nýtast banda- rískum herafla yrði hann sendur til Íslands og Noregs. Síðan samþykkti Bandaríkjaþing fjárveitingar til end- urbóta og mannvirkjagerðar á Keflavíkurflugvelli. Fjölþjóðasamstarf Bandaríkjastjórn hafði forystu um fjölþjóðlegt samstarf reist á alþjóða- lögum að lokinni síðari heimsstyrj- öldinni. Viðurkenning Bandaríkja- manna á sjálfstæði Íslands skipti sköpum við stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. Nokkrum vikum síðar sat íslensk sendinefnd fundinn ásamt fulltrúum 43 annarra ríkja í Bretton Woods í New Hampshire-ríki og lagði grunn að Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum og í raun því fjölþjóðlega stofnana- og samstarfsneti sem síðan hefur þróast. Í tíð Donalds Trumps hefur hann haft horn í síðu margra þessara stofnana og dregið úr starfi og áhrif- um Bandaríkjamanna innan þeirra. Frægust er úrsögn hans úr Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Joe Biden hefur boðað það sem eitt fyrsta verk sitt að Bandaríkin gangi aftur í WHO og verði þar með í for- ystu í baráttunni gegn Covid-19- faraldrinum. Þetta er fagnaðarefni og stuðlar að sigri á veirunni en hitt skiptir ekki minna máli að með þátttöku Bandaríkjastjórnar sé stuðlað að varðstöðu um þá heimsskipan í krafti alþjóðalaga sem hefur reynst vel í þrjá aldarfjórðunga. Tómarúm- ið sem leitt hefur af brotthvarfi eða áhugaleysi Bandaríkjastjórnar und- ir forsæti Donalds Trumps hafa þeir reynt að fylla sem virða frjálslynd lýðræðisviðhorf að vettugi. Athygli beinist að stefnubreyting- unni sem verður á loftslagsstefnu Bandaríkjanna með valdatöku Bi- dens sem vill virða Parísarsamning- inn um markmið gegn gróðurhúsa- lofttegundum. Þrátt fyrir andstöðu Trumps við samninginn hefur stjórn hans lagt áherslu á rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á norð- urslóðum. Trump viðurkenndi þær í verki með ákvörðun um smíði bandarískra ísbrjóta. Stærsta sjáanlega breytingin við bandarísku stjórnarskiptin birtist í fyrirsjáanleika um hver er í raun stefna Bandaríkjastjórnar. Þetta styrkir tengsl hennar við banda- menn sína og veldur þáttaskilum í starfi fjölþjóðastofnana en breytir ekki grundvallarþáttum stefnunnar. Eftir Björn Bjarnason » Joe Biden er miðju- maður og ætlar að bera græðandi smyrsl á pólitísk sár í Bandaríkjunum. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Sátt en ekki sundrung í Washington

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.