Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  271. tölublað  108. árgangur  ÞRÓUÐU ENN BETRI BJÖRG- UNARJEPPA GERÐUR KRISTNÝ HLAUT VERÐLAUN JÓNASAR HAGGAÐIST EKKI Í FLUGI NORÐUR Á GJÖGUR VIÐURKENNING SEM VEGUR ÞUNGT 28 FYRSTU FERÐIRNAR 11BÍLAR 16 SÍÐUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins, segir nýrri verslun á Hverfisgötu 94-96 meðal annars ætlað að höfða til ungs fólks sem er að koma sér fyrir í miðborginni. „Unga kynslóðin hugsar mikið um að endurnýta hlutina. Við sjáum þetta birtast í breytingu á viðskipta- mannahópnum í Fellsmúla en sala til yngra fólks hefur aukist mikið síð- ustu tvö ár. Ég held að unga kyn- slóðin sé orðin vel meðvituð um þessa hluti. Ég heyri þetta þegar ég ræði við unga viðskiptavini. Þetta er raunveruleg breyting í verslun.“ Húsgögn úr Airbnb-íbúðum Ruth segir mikla sölu nýrra hús- gagna í ár skila sér í auknu framboði á notuðum húsgögnum. Þau komi meðal annars úr Airbnb-íbúðum sem hafi verið teknar úr leigu í kór- ónuveirufaraldrinum. »12 Morgunblaðið/Eggert Á Hverfisgötu Verslunin verður opnuð á fimmtudag. Þar eru m.a. húsgögn. Góði hirðirinn með miðborgarverslun  Höfðar til yngra fólks sem vill notað Höskuldur Daði Magnússon Aron Þórður Albertsson Meðferð hefst að nýju á Reykja- lundi á morgun eftir nokkurt hlé sem var af völdum kórónuveir- unnar. Stefán Yngvason, fram- kvæmdastjóri lækninga, segir að húsnæði stofnunarinnar hafi verið sótthreinsað og skerpt hafi verið á sóttvarnahólfum. „Við höfum í heildina tekið á móti nálægt 70 beiðnum frá fólki um meðferð við eftirköstum Covid. Það eru um 12-15 manns í hverjum með- ferðarhópi og hóparnir verða tveir fram að jólum. Nú erum við að kalla fólk inn í endurhæfingarmat. Þá er farið vandlega yfir alla þætti hjá því og gerðar mælingar til að finna réttu úrræðin,“ segir hann. Bæði er um að ræða fólk sem þurfti að leggjast inn á spítala vegna kórónuveirunnar og fólk sem vísað hefur verið áfram, til að mynda frá heilsugæslunni. Einn af fylgikvillum Covid virð- ist vera áhrif á heyrn, að sögn Ell- isifjar Katrínar Björnsdóttur, lög- gilts heyrnarfræðings hjá Heyrn. Að hennar sögn er gríðarlega mikilvægt að þeir sem hafi smitast af Covid fari í heyrnarmælingu þeg- ar bata hefur verið náð.Morgunblaðið/Eggert Reykjalundur Mikil ásókn er í end- urhæfingu vegna kórónuveirunnar. Um 30 í endurhæfingu  Nálægt 70 manns hafa óskað endurhæfingar vegna Covid-19  Um 12-15 í hverjum með- ferðarhópi á Reykjalundi  Sjúkdómurinn virðist hafa áhrif á heyrn þeirra sem sýkjast MEftirköst Covid-19 »4 Þessar stúlkur úr Norðlingaskóla létu reyna á þykkt íssins sem nú hefur lagst yfir Rauðavatn. Þær reyndu ýmislegt í tilraunum sínum og hopp- uðu jafnvel á ísnum. Undir þeim hluta íssins á Rauðavatni sem stúlkurnar prófuðu er einungis grunnt vatn svo engum var stefnt í hættu, nema þá skónum sem hefðu getað vöknað. Það gerðu þeir ekki og því ljóst að Rauðavatn er á góðri leið með að komast í almennilegan vetrarbúning. Morgunblaðið/Eggert Létu reyna á þykkt íssins á Rauðavatni Hreinir rafmagnsbílar hafa verið í mikilli sókn á þessu ári, en í ár hefur það í fyrsta sinn gerst, að hefð- bundnir bílar knúðir bensíni eða dís- il eru í minnihluta nýskráðra bíla. Tvinntengilbílar og blendingar eru enn vinsælir, en það eru rafbílarnir sem mest sækja á. Miðað við að tæp 5% bílaflotans séu endurnýjuð á ári hverju, er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir því að rafbílar verði komnir í meirihluta fólksbíla eftir áratug eða svo. Þeir eru nú um 16 þúsund tals- ins, en alls eru um 357 þúsund vélknúin ökutæki í landinu, þar af um 220 þúsund fólksbílar. Árið 2014 voru hefðbundnir bílar um 97% ný- skráninga, en eru 45% það sem af er þessu ári og engin teikn um að það sé að breytast. Nú þegar eru ný- orkubílar um 11% bílaflotans og því óhætt að segja að rafbílabylting sé hafin. »Bílablað Rafmagn Kort af rafhleðslustöðvum landsins. Rafbílum fjölgar ört. Nýorkubíl- ar í meiri- hluta 2020  Rafbílabylting Útlendingastofnun segir að umsókn- um þeirra sem þegar hafa hlotið al- þjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi fjölgað að undanförnu. Þannig höfðu til að mynda 71 af 73 Palest- ínumönnum sem sóttu um alþjóðlega vernd hérlendis í september og október síðastliðnum þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Við lok októbermánaðar höfðu alls 596 umsóknir um alþjóðlega vernd hérlendis borist á árinu. Í október bárust flestar umsóknir frá Palest- ínumönnum annan mánuðinn í röð. Þannig voru 38 umsóknir, af þeim 82 sem bárust, frá fólki frá Palestínu. Það sem af er ári hafa borist 114 um- sóknir um vernd frá Palest- ínumönnum og eru þeir nú orðnir fjölmennastir þegar umsækjendur eru flokkaðir eftir uppruna. Í svari Útlendingastofnunar við skriflegri fyrirspurn blaðamanns kemur fram að flóttamannakerfið sé ekki hugsað fyrir þá sem hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Samt fari ávallt fram mat á að- stæðum hvers umsækjanda. »10 Fleiri verndaðir sækja um  Palestínskum um- sækjendum fjölgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.