Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020
Innflutningur á
kindakjöti til landsins
hefur nánast enginn
verið, nema talið sé
með það smáræði sem
flutt var inn 2019. Þá
var látið líta svo út að
vegna mikillar sölu
væri fyrirsjáanlegur
skortur á lambakjöti.
Skorturinn var eng-
inn þegar betur var að
gáð og hryggir sem
áttu að vera uppseldir fundust við
leit í frystigeymslum sláturleyf-
ishafa og innflutningurinn sem hlut-
fall af framleiðslu var hverfandi og
hefði líklegast enginn orðið ef rétt
hefði verið greint frá birgðastöðu
kindakjötsins.
Úr þessu varð samt heilmikill
hvellur og það svo, að enn er fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra og
fyrrverandi formaður Framsókn-
arflokksins að heyra í kjötinu
„jarmið“ eins og hann kemst að
orði.
Samningurinn
Innflutningur á öðrum kjötvörum
en kindakjöti hefur aukist eftir að
samningur þar um var gerður við
ESB 2015 og ætti það ekki að koma
á óvart. Ástæða þess að afleiðingar
samningsins hafa ekki komið fram
af fullum þunga fyrr en nú er hinn
mikli ferðamannafjöldi sem verið
hefur í landinu. Rétt er að minna á
að núverandi formaður Framsókn-
arflokksins var landbúnaðarráð-
herra þegar samningurinn var
gerður og það var hann sem talaði
fyrir málinu.
Tilgangurinn með samningnum
var að auka innflutning á nauta-,
svína- og alifuglakjöti o.fl. til lands-
ins í skiptum fyrir aðgang að mark-
aði Evrópusambandsins fyrir ís-
lenskt lambakjöt. Vissulega er
hægt að finna slíkan
markað, en það er
markaður sem ekki
stendur undir íslensk-
um framleiðslu- og
umsýslukostnaði.
Markaður að
hrynja
Sagt var frá því í
Morgunblaðinu fyrir
nokkrum dögum
(13.11.) að innlendur
kjötmarkaður, þ.e.
kindakjötsmarkaður,
væri að „hrynja“ og í
umfjölluninni kom fram að kinda-
kjötframleiðendur væru þeirrar
skoðunar að stöðva ætti innflutning
á kjöti á meðan ástandið væri að
lagast.
Í inngangi fréttarinnar sem ber
yfirskriftina „Innflutningur verði
stöðvaður“ segir eftirfarandi:
„Útlit er fyrir auknar birgðir af
lambakjöti ef ekki rætist úr með
innanlandsmarkað og útflutning.
[…]. Forstöðumaður stórrar kjöt-
afurðastöðvar óttast að ef mikið
verður flutt inn af kjöti […] muni
markaðurinn hrynja.“
Hann vill sem sagt láta stöðva
innflutning á öðru kjöti en kinda-
kjöti, sem eins og áður sagði er
ekki flutt inn. Hugmyndin er
greinilega að skapa slíkan skort á
kjöti að takast megi að selja kinda-
kjötið!
Rætt er líka við forstjóra SS en
hann telur að meðalmannfjöldi í
landinu sé svipaður og var fyrir Co-
vid-19, vegna þess að Íslendingar
haldi sig innanlands. Telur hann
ástæðu fyrir minni kjötsölu vera þá
að landinn borði minna kjöt en út-
lendingarnir og bætir við að hann
telji „að samdrátt í kjötneyslu megi
að hluta rekja til efnahagslegra af-
leiðinga kórónuveirufaraldursins,
meðal annars aukið atvinnuleysi.
Fólk kaupi ódýrari mat.“ Greining
SS-mannsins er dýpri en þess sem
rætt er við frá KS og forstjóri SS
bendir einnig á að fólk komi minna
saman til veisluhalda vegna sam-
komubannsins.
Stöðvun innflutnings
Forstöðumaður kjötiðnaðar-
stöðvar KS sér málið öðruvísi og
skýrir það með eftirfarandi hætti:
„Minni tollvernd á kjöti og óheftur
innflutningur hafi áhrif á okkar eig-
in framleiðslu. Hægt sé að fá ódýrt
kjöt í Evrópu nú og flytja inn tolla-
laust eða með lágum tollum. Erfitt
sé að keppa við það. Það leiði til
birgðasöfnunar á innlendu kjöti.“
Fram kemur að hann telur að „það
eina rétta [sé] að stöðva innflutning
á meðan verið er að vinna úr mál-
unum.“
Niðurstaðan
Það á samkvæmt þessu að mati
mannsins frá KS að taka þannig á
málinu að stöðvaður verði innflutn-
ingur á kjöti til að fólkið í landinu
neyðist til að borða kindakjötið.
Honum sést yfir að framleiddar eru
margar aðrar tegundir kjöts en
lambakjöt í okkar ágæta landi og
að það er liðin tíð að almenningur
láti bjóða sér svona markaðsbrögð.
Vel gæti verið að staðan á Norð-
vesturlandi væri betri ef bændur á
því svæði hugsuðu meira um að
framleiða það sem fólkið vill neyta,
en minna um að framleiða það sem
þá langar sjálfa til að framleiða.
Kjötframleiðendur
dregnir í dilka
Eftir Ingimund B.
Garðarsson »Hugmyndin er
greinilega að skapa
slíkan skort á kjöti að
takast megi að selja
kindakjötið!
Ingimundur B.
Garðarsson
Höfundur er vélfræðingur og fyrrver-
andi formaður Félags kjúklinga-
bænda.
Í Morgunblaðinu
28.10. 2020 er grein
eftir Agnesi M. Sigurð-
ardóttur biskup, Sól-
veigu Láru Guðmunds-
dóttur og Kristján
Björnsson, vígslubisk-
upa. Þegar ég hafði
lesið grein þeirra varð
mér undarlega innan-
brjósts. Meginefni
greinarinnar snýst um
peninga og það að vera ekki lengur
opinber starfsmaður, heldur starf-
maður þjóðkirkjunnar sem ríkið á
og fjármagnar. Á að skilja þetta sem
eitthvert OHF-fyrirbrigði? Eins og
sannir fjármálamenn gerið þið líka
fyrirvara um það að þeir sem eru
óánægðir með fjármálaviðhorf ykk-
ar séu neikvæðir út í kirkjuna. Er
þar um þöggunartilraun að ræða,
eða afsökun fyrir að svara ekki and-
mælum? Enn hefur ekkert svar bor-
ist við fyrri skrifum mínum.
Kannski flokkuð sem andmæli utan
svarskyldu.
Þegar eitthvað sem ég les eða
heyri angrar undirvitund mína sest
ég ævinlega niður og tengi mig við
leiðbeinendur mína hjá Fræðslu-
sviði alheimsvitundar, sem hafa
veitt mér ágæta leið-
sögn frá unga aldri. Ég
bað um hjálp við að
skilja hvað í þessum
skrifum æðstu forystu-
sveitar kirkjunnar fæl-
ist. Í fyrstu kom ekk-
ert svar en síðan kom
með sorgarhljómi. –
Þau hafa villst að heim-
an. – Ég bað um leið-
sögn við lestur grein-
arinnar og hún var
svona:
„Grundvöllur undir
starfi greinarskrifenda ætti að vera
boðun kærleika meðal manna en
ekki fjármálaumsvif eða veraldleg
velgengnisbarátta. Jesú sýndi forð-
um í musterinu hið rétta viðhorf
kærleikans til þeirra sem setja fjár-
málaöryggið ofar auðmýkt kærleik-
ans. Í greininni er án ásetnings
reynt að villa um fyrir lesendum
með því að prestar eru ekki lengur
opinberir starfsmenn, heldur þjónar
þjóðkirkjunnar, sem er ríkiseign
allra. Þarna er viðhafður orðaleikur
víxlaranna. Blekkingarleikur, því
þeir vita að þjóðkirkjan er sama op-
inbera stofnunin, fjármögnuð af rík-
inu, eins og hún hefur alla tíð verið
og verður meðan hún heitir þjóð-
kirkja. Einfalda svarið við spurn-
ingu þinni var: að þau hefðu villst að
heiman. Þetta þarfnast nánari skýr-
ingar. Áður var minnst á viðhorf
Jesú til víxlaranna sem stunduðu
fjármálastarfsemi sína í musterinu.
Fjármálaumsýsla boðenda, til ann-
arra þátta en að deila fjármunum
meðal hinna þurfandi, getur ekki
samræmst stöðu boðenda, mann-
kærleika, virðingar og auðmýktar
sem eiga að vera hornsteinar þjóð-
kirkjunnar. Fjárhirðar í ritningunni
eru dæmisaga, fyrst og fremst tákn-
mynd fyrir alla þá sem gæta verð-
mæta og sjá um að viðhalda þeim
verðmætum sem þeim var trúað fyr-
ir og leitast við að þau vaxi eftir
þörfum, en ekkert umfram það.
Þetta litla dæmi ætti að sýna glögg-
lega að þær tvær mikilvægu leiðir
lífsgöngu sem hér hafa verið nefnd-
ar þurfa að vera samferða svo vel
gangi. Hin andlega leið boðendanna
þarf þó að vera skrefinu á undan
hinni veraldlegu leið fjárhirðanna.
Því boðendur fá leiðsögn sína frá
hljóðri innri vitund. Samband við
þessa vitund missa boðendur ef há-
vaði hins veraldlega umhverfis nær
inn í friðland þeirra. Friður og
kyrrð eru því mikilvægustu lífsgæði
boðendanna. Meira höfum við ekki
að segja um þetta málefni því annað
í þessum skrifum skýrist út frá því
sem hér hefur verið sagt.“
Ég hef oft haft orð á því um síð-
ustu áratugi að með afskiptum
presta af fjárhagsmálum safnaða
sinna væru þeir að færa sig fjær
hreinni boðun kærleikans, eftir því
sem amstur víxlaranna jókst í hug-
um þeirra. Fjárhagsumsvif flestra
safnaða hafa aukist mikið án þess að
tilgreindur væri tiltekinn aðili hvers
safnaðar, sem bæri alla rekstrarlega
ábyrgð safnaðarins. Presturinn á,
eðli starfs síns vegna, einungis að
sinna hinni andlegu næringu safn-
aðarins sem sínum verkahring. Ver-
aldlega umhverfið sjá aðrir um.
Er lífskjarninn vindmylla?
Í umræddri grein er fjallað um
„samhengi lífsins sem skýrt kemur
fram í athöfnum hennar“. Einnig
segir: „Allt er breytingum háð. Nýj-
ar kynslóðir komi með nýjan hugs-
unarhátt.“ Um þetta efni hef ég áð-
ur fengið svar sem hljóðar á þessa
leið: „Ef þú ætlar að sigra tiltekið
markmið þarf hlaupabraut þín að
vera skýrt mörkuð og þér frá unga
aldri kennt að þekkja braut þína og
temja huga þinn til að sigrast á öll-
um villtum hugrenningum ungviðis-
ins, sem sífellt á í erfiðleikum með
að halda orku sinni við eitt og sama
viðfangsefnið í langan tíma.
Er þarna ekki eitt ljósasta dæmið
um að boðendur kærleika Krists
hafi villst að heiman. Ég fæ hér inn
ábendingu um að um langt skeið
hafi einna mikilvægustu eiginleikar
við uppeldi og menntun verið van-
ræktir af öllum aðilum sem áttu að
rækta þá. Það eru stjórnendur ríkis
og sveitarfélaga, foreldrar barna og
ungmenna, skólastofnanir og starfs-
greining kennara, íþróttaþjálfarar,
fyrst og fremst barna og ungmenna,
og síðast en ekki síst prestar eða
kennimenn af hvaða trúarbrögðum
sem er. Hið gleymda er: Heiðarleiki,
hreinleiki, kærleikur, umburð-
arlyndi, miskunnsemi, samúð og
virðing fyrir sjálfum sér og öðrum.
Mikilvægasta undirstaða lífsins er
að læra að birta framantaldar und-
irstöður farsældar af auðmýkt og
virðingu. Er þetta ekki „samhengi
lífsins“? Slík verðmæti breytast
aldrei.“
Eftir Guðbjörn
Jónsson » Grundvöllur undir
starfi greinarskrif-
enda ætti að vera boðun
kærleika meðal manna
en ekki fjármálaumsvif
eða veraldleg velgengn-
isbarátta.
Guðbjörn Jónsson
Höfundur er fv. ráðgjafi.
Er þjóðkirkjan samhengi lífsins?
Það var gott framtak hjá
Lyfjastofnun og heil-
brigðisráðuneyti að koma
á umboðsskyldu við af-
greiðslu lyfja og skilríkja-
skyldu þess sem tekur út.
Fyrst var beðið um um-
boðið á pappír, en nú skal
það rafrænt og er auðvit-
að miklu betra og hýgen-
ískara en að stússast með þvælda
merarseðla milli staða.
En öðru mætti líka breyta og gera
tvennt í einu, minnka hættu á mis-
notkun og spara ríkinu stórfé, – og
kannski bæta lýðheilsuna, því að eng-
inn er bættari að gleypa of mikið af
lyfjum og allar pillur hafa
einhverjar aukaverkanir.
Ég er að tala um
skammtastærðirnar á lyf-
seðlunum. Þær eru oft og
tíðum fullríflegar og hafa
verið lengi. Auðvitað er
tími læknanna dýrmætur
og ekki tekur lengri tíma
að skrifa út 100 töflur en
30, en samt, það má ímynda sér þær
ógnarbirgðir sem hlaðast upp af
ónýttum og ónýtum lyfjum.
Mætti ekki byrja að spara þarna og
finna svo eitthvað annað gat til að
stoppa í? Ekki veitir víst af.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Ofskömmtun í boði ríkisins
Þungun hefst við
getnað og endar þeg-
ar fóstrið hefur skilið
líkamlega við móður
sína. Þungunarrof
getur átt sér stað alla
meðgönguna og með
eða án vilja kon-
unnar. Við getnað
verður til nýtt líf sem
móðirin tekur í fóst-
ur. Fyrstu vikurnar
getur fóstrið ekki lif-
að án móðurinnar en eftir um það
bil 22 vikur er hægt að fjarlægja
fóstrið úr móðurkviði og halda
uppvextinum áfram án aðkomu
móður.
Það ætti að vera augljóst að
samfélagið ber ábyrgð á barni sem
fjarlægt hefur verið lifandi úr
móðurkviði. Þannig hlýtur það að
vera skylda samfélagsins að gera
allt mögulegt til þess að vernda
barnið og konan getur engan veg-
inn ákveðið að barnið skuli líf láta.
Samkvæmt ofanritaðu væri
hægt að rökstyðja að konur ættu
rétt á þungunarrofi alla meðgöng-
una en stóra spurningin er hvort
það sé með eða án fóstureyðingar.
Núverandi lög á Íslandi gera ráð
fyrir að konur geti fengið þung-
unarrof með fóstureyðingu fram
að lokum 22. viku.
Eftir lok 22. viku er
einungis heimilt að
framkvæma þung-
unarrof með fóstur-
eyðingu ef lífi kon-
unnar er stefnt í
hættu við áframhald-
andi þungun eða ef
fóstur telst ekki líf-
vænlegt til frambúðar.
Því miður virðist þess
ekki vera krafist að
lífvænlegt fóstur sé
verndað og það hljóta
að vera mistök. Það getur engan
veginn verið rétt að samfélagið
heimili að lífvænlegt fóstur sé tek-
ið af lífi.
Samkvæmt ofanrituðu væri
hægt að banna fóstureyðingar með
því að banna þungunarrof þar til
eftir 22 vikur.
Þungunarrof, með
eða án fóstureyðingar
Eftir Richard
Þorlák Úlfarsson
Richard Þorlákur
Úlfarsson
» Samkvæmt ofanrit-
uðu væri hægt að
banna fóstureyðingar
með því að banna þung-
unarrof þar til eftir 22
vikur.
Höfundur er verkfræðingur