Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Við lifum á krefjandi tímum. Þetta ár hefur einkennst af djúpri og alltumlykjandi óvissu um hvað framtíðin beri í skauti sér og hvenær lífið verði orðið eðlilegt á ný. Það er áskorun að búa við óvissu og finn- ast maður ekki hafa stjórn á neinu. Okkar verkefni er að læra að lifa með óvissunni því hún er í raun eina vissan sem við höfum. Hér fyrir neðan eru sex leiðir til að takast á við óvissu. 1. Ekki streitast á móti. Það að streitast á móti gerir ekk- ert annað en magna þær krefjandi tilfinningar sem við upplifum. Betra er að æfa samþykki, sem felst í því að mæta raunveruleikanum eins og hann er og halda sínu striki frekar en að lamast af óvissu eða ótta. Þetta þýðir ekki að við séum ekki lengur svekkt, vonsvikin eða sorgmædd yfir ástandinu. Stór hluti samþykkis er að sætta sig við hvernig manni líður. Samþykki er ekki það sama og upp- gjöf. Að samþykkja aðstæðurnar þýðir ekki að þær muni aldrei batna eða verði óbreyttar að eilífu. Við samþykkjum aðeins hver staðan er á þessu augnabliki. 2. Ekki trúa öllu sem þú hugsar. Á þessum óvissutím- um er sérlega mik- ilvægt að trúa ekki verstu sviðsmyndinni sem við sköpum í hug- anum. Það getur vissu- lega verið gagnlegt að velta fyrir sér hvað gæti gerst til að vega og meta mögulegar hættur. Þegar við aftur á móti trúum nei- kvæðum hugsunum okkar höfum við tilhneigingu til að bregðast við eins og versta sviðsmyndin eigi sér þegar stað í raunveruleikanum, frekar en bara í höfðinu á okkur. Þá syrgjum við hluti sem við höfum í raun ekki glatað og bregðumst við atburðum sem eru ekki að gerast í raun og veru. Afleiðingin er að við verðum óörugg og reið. Þegar við búumst við því versta erum við oft of hrædd eða of þröngsýn til að grípa tækifæri eða bregðast við áskorunum með sköp- unarkrafti og hugrekki að leiðarljósi. 3. Taktu eftir. Andstæða óvissu er ekki vissa heldur nærvera. Í stað þess að ímynda okkur ógnvekjandi og óþekkta framtíð er gott að athuga með okkur sjálf. Í hvert skipti sem við þvoum okkur um hendur getum við t.d. spurt okkur: Hvernig líður mér akkúrat núna? Taktu eftir þeim tilfinningum sem þú upplifir og hvar í líkamanum þú finnur fyrir þeim. Vertu forvitin(n) og samþykktu upp- lifun þína. Jafnvel þó að okkur líði eins og við ráðum ekki neinu getum við stjórnað því hvað við einblínum á. Við getum hætt að dvelja við nei- kvæðar hugsanir með því að einbeita okkur að því sem er að gerast í okkar innri heimi, hér og nú. Það gerir okkur kleift að rækta með okkur ró og víðsýni. 4. Hlúðu að sjálfum/sjálfri þér. Persónan okkar er verðmætasta auðlindin sem við höfum og því er mikilvægt að hlúa að okkur sjálfum, t.d. með því að rækta nærandi sam- skipti við annað fólk, tryggja nægan svefn og gera ánægjulega hluti. Ein leið til að hlúa að okkur sjálfum er að finna heilbrigða huggun. Þegar við erum óörugg virkjar heilinn dópa- mínkerfin sem ýta okkur í áttina að þægindum eins og nammiskálinni eða aukaglasi af rauðvíni. Í stað þess að snúa okkur að ruslfæði, sam- félagsmiðlum eða áfengi til að róa taugarnar er betra að leita heil- brigðrar huggunar, t.d. með því að að taka lúr, hringja í góðan vin, fara í göngutúr eða hugleiða hvað við erum þakklát fyrir. 5. Hættu að bíða eftir að einhver bjargi þér. Þegar við upplifum okkur mátt- laus eigum við það til að bíða og von- ast eftir að einhver forði okkur frá eymdinni. Þó að áform annarra geti verið göfug er oft betra að treysta á sjálfan sig. Stundum hættum við að taka ábyrgð á eigin lífi þegar aðrir stökkva til og hjálpa okkur. Til að takast á við óvissu er gott að hætta að einblína á vandamálin og einbeita sér frekar að útkomunni sem við sækjumst eftir. Hvernig getum við gert það besta úr aðstæðunum? Hvernig getum við grætt á þeim? Þegar við tökum ábyrgð á eigin lífi fáum við vald til að skapa það líf sem við viljum lifa. 6. Finndu merkingu í ringulreið- inni. Merking er vitrænt og tilfinninga- legt mat okkar á því að hve miklu leyti okkur finnst líf okkar hafa til- gang, virði og áhrif. Við upplifum oft mestu hvatninguna þegar við erum einhvers virði fyrir annað fólk. Við vinnum meira og betur og erum ánægðari með verk okkar þegar við vitum að einhver annar nýtur góðs af því. Okkur líður vel þegar við hætt- um að hugsa um okkur sjálf og erum til staðar fyrir aðra. Gott er að velta fyrir sér hvaða færni eða þekkingu við getum lagt til? Hvernig getum við orðið að liði? Merking og tilgangur eru upp- spretta vonar og geta skapað jarð- tengingu þegar heimurinn virðist ógnvekjandi staður. Best er að bíða ekki eftir að bóluefni líti dagsins ljós heldur velta frekar fyrir sér hvað þig hafi alltaf langað til að gera. Hvaða útkomu vonastu eftir? Hvaða lífi langar þig að lifa? Eftir Ingrid Kuhlman » Okkar verkefni er að læra að lifa með óvissunni því hún er í raun eina vissan sem við höfum. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistara- gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. ingrid@thekkingarmidlun.is Sex leiðir til að takast á við óvissu Ástæða þess að ég tjái mig á þessum vettvangi að þessu sinni er góð og upp- lýsandi umfjöllun um málefni og framtíð hesthúsasvæðisins Víðidals í Reykjavík í Morgunblaðinu 5., 6. og 7. nóvember. Mér varð það á fyrir fimm árum, þegar ég flutti til Reykjavíkur eftir langa fjar- veru, að kaupa hesthús þar án þess að gera mér grein fyrir að lóðarleigusamningurinn til 25 ára frá árinu 1970 var löngu runninn út. Staða mín er því sú samkvæmt samningnum að hann framlengist sjálfkrafa um tvö ár sé honum ekki sagt upp. Þá hvílir sú kvöð á mér að ef til þess kæmi beri mér að afmá öll ummerki um að þarna hafi einhvern tímann staðið hest- hús. Það gefur augaleið að öryggi okkar, sem erum í þessari stöðu, er ekki meira en skilja má á orðanna hljóðan. Þetta gæti þýtt að vonlaust sé að selja þessi hesthús til þeirra sem vilja slást í hópinn þegar við, sem eldri erum, kjósum að draga okkur í hlé eða minnka við okkur, eins og sagt er. Ég óttast að einn góðan veðurdag munum við standa uppi með verð- lausar eignir. Þessar aðstæður gera það einnig að verkum að við förum tæplega í kostnaðarsamar end- urbætur á húsum okkar. Ég kaus Víðidalinn á sínum tíma vegna þess að þar hafði ég stundað hestamennsku og útreiðar á árum áður. Það sem vó hvað þyngst í mínum huga var að svæðið býður útreiðarfólki upp á marga mismun- andi kosti; svokallaðan trippahring inni á svæðinu, stutta hringi um næsta nágrenni, eins og í kringum Rauðavatn og í gegnum Rauðhóla. Loks liggja leiðir frá svæðinu um víðan völl. Allir helstu reiðvegir á Fákssvæðinu eru ruddir strax eftir að snjóað hefur og lýsing er víða með ágætum. Algjörlega til fyr- irmyndar. Ég hef aftur á móti fundið fyrir því á eigin skinni að á þeim fimm árum sem ég hef stundað hestamennsku frá Víði- dalnum hefur umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda stóraukist á mörgum þeim leiðum sem hestamenn hafa hingað til tal- ið að væru eingöngu flokkaðar sem reiðvegir. Segja má að ástandið hafi verið þannig síðastliðið vor, þegar kórónu-kófið var hafið, að stórhætta hafi stafað af. Víða eru hjóla-, göngu- og reiðstígar að- skildir enda um brýnt öryggismál að ræða. Annars staðar er slíku ekki til að dreifa og þar þarf að bæta úr; stundum gætu skýrari merkingar leyst vandann. Á þessu fimm ára tímabili hefur byggðin austan við hesthúsahverfið stækk- að í áttina að Víðidalnum og því er ekki skrítið að maður fari að hugsa sinn gang og spyrji þeirrar spurn- ingar hvort að því geti komið þeg- ar síst varir að við hesthúsa- eigendur þurfum að hirða pjönkur okkar í Víðidalnum og láta okkur hverfa eða að hasla okkur völl með tvær hendur tómar í Almannadal. Ef marka megi orð Dags B. Egg- ertssonar borgarstjóra í Morg- unblaðinu 6. nóvember sl. þá sé ekkert í kortunum sem bendi til þess að breyting verði á skipulagi svæðisins á næstunni og því séu áhyggjur mínar óþarfar. „Spurður um framtíðarstefnu Reykjavík- urborgar varðandi hestasvæðið efst í Elliðaárdalnum segir Dagur að í hans huga séu hesthúsasvæðin í borginni komin til að vera og hluti af einkennum Reykjavíkur og þeim lífsgæðum sem fylgja því að búa þar /… / Samkvæmt gildandi aðalskipulagi til 2030 er landið undir hesthúsalóðirnar í Víðidal skilgreint sem sérhæft íþrótta- svæði. Það er ekki gerð breyting á því í nýjum viðauka á aðalskipulagi til 2040 sem er á leið í auglýsingu. Víðidalur er og verður paradís hestamanna og heimavöllur hesta- íþróttarinnar um fyrirsjáanlega framtíð í mínum huga.“ (bls. 9) Ég spyr: Ef sú er raunin sem borgarstjóri lýsir hér; af hverju er þá ekki unnt að finna leið að samningum milli borgarinnar og hesthúsaeigenda í Víðidal sem tryggja sanngirni og jafnræði? Sjálfur geri ég ekki endilega kröfu um samning til 50 ára, ef það er málið, en ég tel mestu skipta að sett verði í samninginn ákvæði um uppkaup ef vera kynni að húsin þyrftu að víkja fyrir íbúðabyggð. Um leið mætti gera ráð fyrir því að fasteignamat húsanna hækkaði og þar með fasteignagjöld til borg- arinnar. Það mætti einnig freista þess að koma á samkomulagi um eitthvert gjald. Reykjavík- urflugvöllur hefur verið mér of- arlega í huga í þessu samhengi að undanförnu. Ég bjó á landsbyggð- inni í rúma tvo áratugi. Starfs míns vegna á Akureyri og Laugum þurfti ég í ótalin skipti að ferðast flugleiðis í erindagjörðum fyrir stofnun mína á milli höfuðstaðar Norðurlands og höfuðborgarinnar. Ég hef fylgst með umræðunni um framtíð og fyrirhugaðan flutning Reykjavíkurflugvallar um langt skeið. Á þessum tíma hefur verið þrengt mjög að honum um leið og krafturinn hefur minnkað í innan- landsfluginu. Margt bendir til þess að farþegaflug innanlands muni leggjast af ef heldur fram sem horfir enda framtíðarstaðsetning ekki fundin fyrir það í nágrenni borgarinnar. Ég verð að við- urkenna, að á meðan óvissan er svo mikil um framtíð hesthúsa í Víðidal, sem raun ber vitni, þá ótt- ast ég að örlög svæðisins gætu orðið þau sömu og Reykjavík- urflugvallar. Því legg ég til að að- ilar setjist niður og komist að sam- komulagi sem báðir aðilar geta unað við. Eftir Hjalta Jón Sveinsson » Á meðan óvissan er svo mikil um framtíð hesthúsa í Víðidal óttast ég að örlög svæðisins gætu orðið þau sömu og Reykjavíkurflugvallar. Hjalti Jón Sveinsson Höfundur er skólameistari og eigandi hesthúss í Víðidal Um framtíð Víðidalsins Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.