Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vel var tekið á móti flugmönnum
Norlandair sem í gær fóru fyrstu
ferðirnar vestur á firði, á grunni
samninga við Vegagerðina um reglu-
legt áætlunarflug félagsins þangað. Í
morgunsárið var flogið til Bíldudals
og eftir hádegi á Gjögur. Flogið var á
Beechcraft King Air 200, níu sæta
vél, og við stjórnvölinn voru flug-
stjórarnir Bragi Már Matthíasson og
Fáfnir Árnason.
Spennandi tækifæri
„King Air-vélarnar eru hannaðar
sérstaklega fyrir stuttar flugbrautir,
rétt eins og eru á Vestfjörðum. Þá er
vélin búin jafnþrýstibúnaði og öllum
öðrum nauðsynlegum tækjum. Við
sjáum ekki betur en þetta dæmi eigi
alveg að ganga upp,“ segir Friðrik
Adolfsson, framkvæmdastjóri Nor-
landair, í samtali við Morgunblaðið.
Afgreiðsla Norlandair er hjá Air
Icelandair Connect á Reykjavíkur-
flugvelli og bókunarkerfi félaganna
samtvinnuð. Flug til Bíldudals er á
áætlun sex daga vikunnar, alla daga
nema laugardaga. Friðrik segir
spennandi tækifæri felast í flugi á
þann áfangastað. Atvinnulífið á
sunnanverðum Vestfjörðum, fiskeldi
og ferðaþjónusta, sé í sókn sem aftur
kalli á góðar samgöngur.
Flugvélin haggaðist ekki
Gjögurflugið verður tvisvar í viku,
á mánudögum og föstudögum, og því
má lýsa sem loftbrú byggðar í Árnes-
hreppi við umheiminn. Nú þegar
langt er liðið á nóvember er leiðin úr
Bjarnarfirði og norður úr orðin
þungfær. Hún lokast svo með öllu
þegar lengra líður á veturinn og þá
verður fólk og frakt ekki flutt öðru-
vísi en loftleiðina. „Við að minnsta
kosti byrjum með flug á Strandir
hvort á sínum enda vikunnar,“ segir
Friðrik. Hann bætir við að þessu
megi svo alltaf breyta ef þarfir og
óskir heimamanna séu aðrar.
Einn farþegi var í fluginu norður á
Gjögur í gær, Gunnsteinn Gíslason,
oddviti Árneshrepps til áratuga og
máttarstólpi í sinni sveit. Hann var
raunar síðasti farþeginn suður með
Erni, sem fór í sína síðustu ferð á
Gjögur fyrir helgina.
„Ég hef sjaldan farið þægilegra
flug frá Reykjavík hingað á Gjögur
en í dag. Vélin hreinlega haggaðist
ekki,“ sagði Gunnsteinn við blaða-
mann. „Já, við hér í Árneshreppi eig-
um mikið undir fluginu. Síðasta vet-
ur var landleiðin hingað lokuð vegna
snjóa um langan tíma og þá var flug-
ið eina leiðin sem hingað var fær. Svo
raskast flugsamgöngur líka oft
vegna veðurs, en flugmennirnir
reyna og koma þegar fært er.“
Flotinn verður stækkaður
Höfuðstöðvar Norlandair eru á
Akureyri, en þaðan er félagið með
áætlunarferðir til Grímseyjar, Þórs-
hafnar og Vopnafjarðar. Einnig
vikulegt flug til Constable Point,
öðru nafni Scoresbysunds, á austur-
strönd Grænlands. Þá sinnir flug-
félagið ýmsu þjónustuflugi á Græn-
landi, svo sem vegna námuvinnslu og
vísindarannsókna, og notar til þess
vélar af gerðinni Twin Otter. Þrjár
slíkar eru í flota félagsins, auk King
Air-vélarinnar sem fyrr er nefnd. Til
stendur að bæta við nýrri vél þegar
kórónuveirunni slotar og þar er horft
til þess að kaupa Dash-200, sem tek-
ur 37 farþega. Verður hún vænt-
anlega eitthvað notuð í Vestfjarða-
flugið, sem Friðrik Adolfsson segir
að heildstætt styrki starfsemi Nor-
landair til muna.
Norlandair fer á nýja staði
Flogið á Bíldudal og Gjögur Nýtt félag tekið við Fóru fyrstu ferðirnar vestur á firði í gær
Flogið á Beech-craft King Air 200-vél Loftbrú í afskekktar byggðir Eiga mikið undir fluginu
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Farkostur Beechcraft King Air 200-vél Norlandair á Bíldudalsvelli í gær.
Vél sem þessi hentar vel á stuttum brautum og er góð og kraftmikil.
Lokastefnan Flugbrautin á Gjögri er hér í augsýn og smurt inn á braut.
Stjórnborðið Bein lína og flugið úr
Reykjavík rétt um 35 mínútur.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Strandaflug Flugmennirnir Bragi Már Matthíasson, til vinstri, og Fáfnir Árnason, til hægri á Gjögri í gær. Á milli þeirra stendur Gunnsteinn Gíslason,
fyrrverandi oddviti Árneshrepps og máttarstólpi í sinni sveit, sem var að blaðamanni frátöldum eini farþeginn norður. Hann kvaðst ánægður með ferðina.
Úlfar Lúðvíksson tók til starfa sem
lögreglustjóri á Suðurnesjum í gær.
Annar lögreglustjóri tók einnig til
starfa í gær en það er Grímur Her-
geirsson sem tók við sem lög-
reglustjóri í Vestmannaeyjum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra skipaði lög-
reglustjórana í embættin en skip-
anirnar eru gerðar að undangengnu
mati hæfnisnefndar.
Úlfar hefur áralanga reynslu sem
lögreglustjóri og sem sýslumaður.
Grímur hefur víðtæka reynslu af
lögreglustörfum. Hann hefur tvisv-
ar verið settur lögreglustjóri á árinu
2020, síðast á Suðurnesjum.
Tveir nýir lögreglu-
stjórar hófu störf
Skipun Grímur Hergeirsson, Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir og Úlfar Lúðvíksson.