Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Íslenskmyndlist 25%Afsláttur afinnrömmuní nóvember Vilt þú bóka ÞINN tíma ramma@simnet.is Síðumúla 34 • Sími 533 3331 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mygla í húsum getur haft áhrif á raddbönd þeirra sem þar búa eða starfa ekki síður en á öndunarfær- in, að mati dr. Valdísar Ingibjarg- ar Jónsdóttur talmeina- og radd- fræðings. Bili röddin bendi það gjarnan til þess að eitthvað sé að líffærunum sem búa hana til. „Það má segja að það sé sköp- unargalli í okkur að raddböndin eru fórnarlömb alls konar utanað- komandi áreitis. Þau eru tilfinn- ingalaus og vara mann ekki við með sársauka ef eitthvað fer úr- skeiðis. Ég hef oft óskað þess að fólk hefði þó ekki væri nema pínu- litla sársaukatilfinningu í radd- böndunum til að vara það við,“ sagði Valdís. „Svo eru raddböndin í miðjum öndunarveginum. Allt sem þú andar að þér lendir á þessu lífsnauðsynlega líffæri sem framleiðir röddina. Ef mygla hefur skaðleg áhrif á lungun þá getur þú ímyndað þér hvort forstofan í lík- amanum sleppur eitthvað betur en stofan!“ Valdís segir að benda þurfi á að börn jafnt sem fullorðnir þurfi að anda að sér myglugróum þar sem þau eru til staðar. Þar með eru raddböndin komin í hættu. Hún segir að þetta viðkvæma líffæri, eða talfæri, sé mjög viðkvæmt og geti skaðast. „Ég hef fengið til mín marga kennara með raddvandamál. Það er algengt að bæði íþróttakenn- arar og leikskólakennarar lendi í vandamálum með röddina enda eru þau störf sannkallaðir radd- banar. En mér fannst óvenju margir kennarar koma úr tiltekn- um skóla og svo kom í ljós að þar var mikil mygla,“ sagði Valdís. „Þessir kennarar komu ekki til mín vegna þess að kennslan væri eitthvað verri eða erfiðari í þess- um skóla en öðrum heldur voru þeir bara að vinna í myglu. Það er mín reynsla að fari maður að skoða baklandið hjá þeim sem til mín hafa leitað hafa of margir komið úr þessum tiltekna skóla. Hann hefur skilað til mín fleiri kennurum með raddvandamál en aðrir skólar. Ef það er mygla í um- hverfi fólks þá er ekkert annað að gera en að forða sér!“ Valdís segir að röddin sé at- vinnutæki meira en þriðjungs þjóðarinnar. Einkenni þess að eitt- hvað sé mögulega að í raddbönd- unum geta verið þau að fólki finn- ist það vera með kökk í hálsinum, ertingartilfinning, mikil ræskinga- þörf, hæsi og ræma. Nánari upp- lýsingar er að finna á heimasíðu Valdísar (rodd.is). Hún segir að mikið þekkingarleysi ríki um rödd- ina. Það sé mjög mikilvægt að fólk láti sér annt um raddfærin ekki síður en aðra líkamshluta. Morgunblaðið/Hari Umhverfi Mygla í skólum getur haft áhrif á rödd þeirra sem þar starfa, að sögn talmeinafræðings. Mynd úr safni. Raddböndin eru við- kvæm fyrir myglu  Talmeinafræðingur segir að vernda þurfi raddfærin Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræð- ingur, lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Ís- lands árið 1968. Hún nam síðar heyrnar- og talmeina- fræði við Danmarks Lærerhøj- skole árið 1974, lauk meistara- prófi í raddvísindum frá Jordan Hill College í Skotlandi árið 1997 og doktorsprófi frá háskól- anum í Tampere í Finnlandi árið 2003. Valdís sagði í samtali við Morgunblaðið í sumar að það að eignast heyrnarlaust barn, sem henni var gert að senda í Heyrn- leysingjaskólann, hefði orðið til þess að hún fór í langskólanám og menntaði sig í því sem laut að eiginleikum málsins og radd- arinnar. Byrjaði sem kennari TALMEINAFRÆÐINGUR Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umsækjendum sem hlotið hafa al- þjóðlega vernd í öðrum ríkjum og sækja svo um slíka vernd hér á landi hefur fjölgað mikið. Af 73 Palestínu- mönnum sem sóttu hér um alþjóðlega vernd í september og október á þessu ári hafði t.d. 71 þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki, samkvæmt upplýs- ingum frá Útlendingastofnun. Um- sækjendurnir frá Palestínu komu hingað frá öðrum Evrópulöndum. Útlendingastofnun segir að um- sóknum einstaklinga sem þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum hafi al- mennt fjölgað að undanförnu. Ekki er vitað hvers vegna umsóknum Palest- ínumanna í þessum hópi hefur fjölgað svo mikið síðustu tvo mánuði. Alls bárust 82 umsóknir um al- þjóðlega vernd hér á landi í október- mánuði. Við lok mánaðarins höfðu borist alls 596 umsóknir á þessu ári. Annan mánuðinn í röð bárust flestar umsóknir frá fólki frá Palestínu eða 38. Það eru 46% allra umsókna í mán- uðinum. Umsóknir frá Palest- ínumönnum í september voru 35 af 80 umsóknum í þeim mánuði eða 44% umsókna. Það sem af er árinu hafa borist 114 umsóknir um vernd frá Palestínumönnum og eru þeir orðnir fjölmennastir þegar umsækjendur eru flokkaðir eftir uppruna. Aðstæður allra eru metnar Útlendingastofnun var spurð hvernig brugðist væri við fólki sem þegar hefur fengið vernd? „Flóttamannakerfið er neyðarkerfi og er ekki hugsað fyrir þá sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki (sbr. 1. mgr. 36. gr. laga um út- lendinga). Áður en tekin er ákvörðun um endursendingu til þess ríkis þar sem umsækjandi hefur hlotið vernd fer hins vegar ávallt fram ítarlegt og heildstætt mat á einstaklings- bundnum aðstæðum viðkomandi og aðstæðum og ástandi í viðtökulandi,“ segir í svari stofnunarinnar. Einnig kemur þar fram að þegar sérstakar ástæður eru til staðar, umsækjandi hefur tengsl við landið eða tilteknir tímafrestir eru liðnir, sé íslenskum stjórnvöldum skylt að taka mál þeirra sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki til efnismeðferðar hér á landi og rannsaka hvort um- sækjandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi sem flóttamaður. Með „sérstökum ástæðum“ er m.a. vísað til þess að einstaklingar geti verið í viðkvæmri stöðu t.d. vegna heilsufars, eða átt erfitt í viðtökulandi sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns. Þá er heimilt að líta til tengsla umsækjanda við landið vegna fjöl- skyldutengsla eða fyrri dvalar, hafi umsækjandi áður verið með útgefið dvalarleyfi hér á landi í eitt ár eða lengur. Umsóknum Venesúela- manna fækkaði Margir Venesúelamenn sóttu hér um alþjóðlega vernd fyrstu þrjá mán- uði þessa árs en eftir það dró mjög mikið úr umsóknum þeirra. Það sem af er árinu hafa borist 104 umsóknir frá Venesúelamönnum. Þar af barst 91 umsókn í janúar til mars. Rík- isborgarar Venesúela eru und- anþegnir áritunarskyldu inn á Schen- gen-svæðið, að sögn Útlendingastofnunar. Þess vegna áttu þeir tiltölulega greiða leið til Evrópu og hingað þar til ferðatak- markanir Evrópusambandsins (ESB) og Schengen tóku gildi vegna Co- vid-19-faraldursins um miðjan mars sl. Ríkisborgurum Venesúela er enn óheimilt að ferðast til Schengen- svæðisins nema í brýnum erinda- gjörðum. Þrátt fyrir það hefur um- sóknum þeirra um vernd fjölgað á ný í Evrópu, aðallega á Spáni, en ekki hér á landi. Samsetning umsækjenda um vernd á Íslandi 100% 80% 60% 40% 20% 0% Frá öruggum upprunalöndum Með vernd í öðru ríki Frá Venesúela Aðrir 2019 2020 Heimild: Útlendingastofnun okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. Eru með vernd en sækja um hér  Umsækjendur um alþjóðlega vernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.