Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 víkur, Kaupmannahafnar og Stav- angurs þar sem hún heimsótti sína norsku afkomendur. Eftir fráfall móður okkar hafa þau Guð- björg og Guðbjartur haldið upp- teknum hætti og láta sig ekki vanta þegar móðurfólkið er sam- ankomið. Minningar kalla fram atvik og sýna gestrisnina á Grenimel 41 og áhuga þeirra Guðbjargar og Guð- bjarts á að kynna Ísland. Þetta leyndi sér ekki þegar fjölskyldan frá Noregi og ættingjar frá Dan- mörku komu í heimsókn: Guð- björg systir stendur efst í stigan- um, hallar sér yfir handriðið og býður alla velkomna með sínu hlýja fallega brosi og faðmar fólk- ið að sér þegar upp er komið. Þessi yndislega mynd er meðal margra minninga sem tengir syst- ur okkar náið nöfnu hennar, Guð- björgu Árnadóttur föðurömmu okkar, en gestrisni var aðalsmerki þeirra beggja. Guðbjörg systir var alltaf vel tilhöfð, klæddist fallegum fötum með hárið fallega greitt og sitt hjartahlýja bros. Hennar er sárt saknað. Þökkum henni einlæga sam- fylgd og vottum nánustu fjöl- skyldu innilega samúð. Elsa og Karen. Á árunum um og eftir 1970 starfaði fjöldi af ungu fólki við Hagaskóla. Nemendum fjölgaði hratt og einnig varð töluverð end- urnýjum meðal starfsfólks. Eins og gengur fylgdi þessu nýja fólki töluverð fyrirferð og galsi og einn- ig samkvæmislíf sem makar tóku fullan þátt í. Úr þessu þróaðist vinátta sem haldist hefur allt fram á þennan dag þótt hópurinn dreifðist í ýmsar áttir. Nú er farið að kvarnast úr hópnum eins og gengur, nú síðast kveðjum við Guðbjörgu Tómasdóttur. Hún og maður hennar Guðbjartur hófu mjög ung kennslu við skólann, nokkru fyrr en flest okkar hinna Hagalagðanna eins og við kölluð- um okkur þegar flestir í hópnum voru hættir störfum við skólann. Þau hjón voru því í hlutverki þeirra reyndu og ráðsettari og mikil þungamiðja í hópnum. Guð- bjartur með sína tækniástríðu og sérstæða vestfirska húmor en Guðbjörg með hæglæti og ein- staklega vönduðu framkomu við alla. Hún tók engan þátt í háreysti og fyrirgangi okkar hinna, enginn var lágstemmdari en átti samt traust allra. Guðbjörg er okkur öllum sér- lega minnisstæð, bráðskörp og sérstaklega vel að sér í tungumál- um enda voru þau hennar aðal- kennslugreinar, einkum danska og íslenska. Jákvæðni og góðvild lýstu af henni og við munum aldrei eftir að henni væri hallmælt af nemendum og enn síður að hún legði illt orð til nokkurs manns. Hún var einnig góður hlustandi og það er ekki lítill kostur í skóla- starfi. Oft nutum við gestrisni þeirra hjóna á heimili þeirra á Grenimelnum þar sem glatt var á hjalla og hlýjan réð ríkjum. Svo fóru börnin þeirra að tínast í skól- ann og ekki skemmdi það, enda einkenndust þau af uppeldinu. Við sendum Guðbjarti og fjöl- skyldunni allri okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Einar Magnússon, Haraldur Finnsson, Hagalagðar. Eitt það dýrmætasta í lífinu er að kynnast góðu fólki. Það var því mikil gæfa fyrir fjölskyldu okkar systkina þegar Tómas Vigfússon byggingameistari tók að sér að byggja hús yfir stórfjölskylduna að Neshaga 15 um miðja síðustu öld. Samskipti, sem hófust með viðskiptasamningi tveggja manna, þróuðust fljótt í trausta vináttu tveggja fjölskyldna sem spannað hefur marga áratugi. Þótt fjölskylduhúsið væri risið hélt Tómas áfram að líta við og spjalla og fjölskyldurnar hittust reglulega, bæði á heimilunum í Vesturbænum og utan borgarinn- ar. Árum saman vorum við til dæmis boðin á Víðimelinn á annan í jólum – til þeirra hjóna og dætr- anna Elsu, Guðbjargar og Karen- ar. Það var einn af föstu punkt- unum í tilverunni. Sterkust voru þó einstök vin- áttubönd móður okkar, Fríðu Bjargar Loftsdóttur, og Katrínar Vigfússon, eiginkonu Tómasar. Þær urðu afar nánar og segja má að í Katrínu hafi mamma, sem ung missti móður sína, fundið trúnað- arvinkonu, móðurímynd og fyrir- mynd. Þær hittust vikulega eða oftar á meðan Katrín lifði og gaf samveran þeim báðum mikið. Eft- ir lát Katrínar árið 2000 skapaðist því mikið tómarúm. En mamma var svo lánsöm að Guðbjörg og Karen tóku upp þráðinn og litu mjög oft til mömmu og komu þá iðulega færandi hendi. Þegar Elsa, sem býr í Noregi, var á land- inu kom hún líka alltaf við á Nes- haganum. Þessar heimsóknir systranna voru móður okkar ómetanlegar og fylgdist hún með afkomendum Katrínar eins og hún ætti í þeim hvert bein. Það var sárt að heyra af veik- indum og andláti Guðbjargar Tómasdóttur. Hún var hlýr og heilsteyptur fjölskylduvinur, sem aldrei brást, og við fáum ekki full- þakkaða þá ræktarsemi sem hún sýndi móður okkar til hinstu stundar. Jafnvel eftir að mamma var flutt á hjúkrunarheimili og farin að missa tengsl við umheim- inn vegna heilabilunar hélt Guð- björg áfram að koma til hennar. Hún mætti með falleg blóm og sagði helstu fréttir af fjölskyld- unni, ávallt róleg, lágmælt og ljúf í fasi, enda lifnaði yfir mömmu í hvert sinn sem Guðbjörg birtist. Hvílíkt trygglyndi og umhyggja. Við systkinin minnumst Guð- bjargar með djúpri virðingu og þakklæti. Ef allir ræktuðu vina- fólk sitt eins og hún gerði væri heimurinn sannarlega betri. Guð- bjarti, Tómasi, Hákoni, Ingi- björgu, Elsu, Karenu og fjölskyld- um þeirra sendum við samúðarkveðjur. Stefanía Magnúsdóttir. Jónína Leósdóttir. Árni Leósson. Við vorum heppnar að eiga Guðbjörgu sem samstarfskonu og vinkonu. Hún var einstaklega vönduð kona, hlý, fáguð, jákvæð og opin fyrir nýjungum. Við kynntumst í dönskudeildinni í Verzlunarskólanum og vorum samstarfskonur í áraraðir. Mikið og náið samstarf varð fljótlega að góðri og sterkri vináttu. Það var ómetanlegt að eiga hana sem sam- starfsfélaga og það var ekki síðra að eiga hana að vini. Í dönskudeildinni áttum við í einstaklega gefandi, skemmtilegu og uppbyggilegu samstarfi bæði hér heima og í námsferðum í Dan- mörku. Vinnuherbergið okkar umlukti víðfeðmt og skapandi samfélag, sem að mestu snerist um unglinga og kennslu, en líka innihaldsríkar samræður um áhugamál okkar og einkalíf. Dýnamíkin í dönskudeildinni byggðist á gagnkvæmri virðingu fyrir ólíkum skoðunum, því við vorum oft alls ekki sammála um kennsluaðferðir og –efni, en við ræddum þá málin og komumst að niðurstöðu sem allar gátu sætt sig við. Styrkur Guðbjargar var mik- ill: hún hafði mikla þekkingu á móðurmáli sínu, var nákvæm með afbrigðum og praktísk. Þegar henni þóttu hugmyndir okkar of háfleygar og viðamiklar gat hún á sinn rólega og yfirvegaða náð okk- ur niður á jörðina. Samstarf okkar varð að vináttu vegna þess að við áttum, þótt ólík- ar værum, gott skap saman. Við áttum ekki bara í nánu samstarfi, heldur snertu samskipti okkar ýmislegt sem ekki kom kennsl- unni við, s.s. bókmenntir, mynd- list, tónlist og ekki síst matargerð- arlist. Þegar svo fór að síga á seinni hluta starfsævinnar leituð- um við leiða til að halda samband- inu lifandi – geta haldið áfram að hittast, slúðra, hlæja, lesa góðar bækur og borða góðan mat. Nið- urstaðan var bókaklúbburinn okk- ar sem hefur nú starfað í hartnær 15 ár. Guðbjörg naut virðingar innan skólans og samstarfsfólkið lagði alltaf við hlustir þegar hún lagði eitthvað til málanna á sinn hæv- erska hátt. Hún hafði góða kímni- gáfu og hafði húmor fyrir litrík- ustu karakterunum í nemenda- hópnum og hjálpaði óeigingjarnt þeim sem virkilega þurftu á stuðn- ingi að halda. Hún var sterk kona og hafði mikil áhrif á okkur vin- konur hennar og minningin um hana mun lifa með okkur um ókomin ár. Guðbjörg átti stóra og góða, mjög samheldna fjölskyldu sem var stoð hennar og stytta í blíðu og stríðu. Við vottum Guðbjarti, Tómasi, Hákoni, Ingibjörgu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Bertha, Brynhildur og Kirsten. Kær skólasystir úr Kvenna- skólanum í Reykjavík, Guðbjörg Tómasdóttir, er fallin frá. Við vor- um í þeim árgangi, sem útskrif- aðist vorið 1959. Við vorum ekki háar í loftinu haustið 1955 þegar við settumst í 1. bekk z, feimnar og hljóðlátar stúlkur. Feimnin rjátlaðist þó af okkur og fljótt þurfti að þagga niður í fjörmiklum stelpum, hvort sem það var í frí- mínútum eða í handavinnustof- unni í fatasaumi eða bróderíi. Ekki vorum við allar afkastamikl- ar í þeim fræðum, þótt kennarar okkar væru útskrifaðir frá fínustu handavinnuskólum í Danmörku og allar af vilja gerðar til að kenna okkur réttu handtökin. Ingveldur Lilly handavinnukennari opnaði síðar hannyrðaverslun og var oft að fá til sín gamla nemendur sem þurftu aðstoð við flókin verkefni síðar á ævinni. Við vorum stilltar og prúðar í sögutímum hjá skóla- stjóranum okkar, fröken Ragn- SJÁ SÍÐU 22 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS ÓLAFUR MAGNÚSSON frá Veiðileysu, Árneshreppi, lést á Hjúkrunarheimilinu Höfða þriðjudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Magnús Guðberg Elíasson Guðmundur Elíasson Unnar Aðalsteinn Elíasson Margrét Þórðardóttir Ingibjörg Anna Elíasdóttir Þröstur Karlsson barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, HELGA PÁLSDÓTTIR, Snorrabraut 56b, lést á líknardeild LSH fimmtudaginn 12. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Gunnlaugur Ingvarsson Guðrún Edda Andradóttir Auður Ingvarsdóttir Mímir Ingvarsson Erna Bára Magnúsdóttir Kjartan Ingvarsson Nathalie Simon Sigurður Ólafur Ingvarsson Ólöf Vala Ingvarsdóttir Helgi Áss Grétarsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR ARASON, fv. iðnrekandi og framkvæmdastjóri, lést á Landakoti 8. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: beint.is/streymi/thorhallur Ágúst Á. Þórhallsson Hallbera Friðriksdóttir Helgi Þórhallsson Bryndís Þorvaldsdóttir Valdimar Á. Þórhallsson Nína Ármann barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HALLGRÍMSSON verkfræðingur, sem lést sunnudaginn 8. nóvember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á Youtube og er nóg að leita þar að Magnús Hallgrímsson. Einnig má nota slóðina rb.gy/oxxkil eða hlekk á andlátsvef Morgunblaðsins, mbl.is/andlát. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Hörður Magnússon Linda Björk Þórðardóttir Hallgrímur Magnússon Elín Sigurveig Sigurðardóttir Óskar Magnús Harðarson Ásta Hlíf Harðardóttir Snædís Hallgrímsdóttir Magnús Snær Hallgrímsson Halldís Ylfa Hallgrímsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTHA STEFANÍA SIGTRYGGSDÓTTIR, Heiðarási 26, lést á heimili sínu aðfaranótt 14. nóvember. Helena Hákonardóttir Sveinbjörn Sigurðsson Harri Hákonarson Lísa Birgisdóttir Tryggvi Hákonarson Sólveig Árnadóttir og barnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, INGIBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Akurhvarfi 7, varð bráðkvödd á heimili sínu miðvikudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/zMM-HTiGiTY Brynjar Stefánsson Tinna Jóhönnudóttir Baldur Freyr Stefánsson Sóldís Dröfn Kristinsdóttir Darri Jökull, Ársól, Sesar Jan, Emiliana Ósk Elías Orri, Fanney Rán og Sonja Sól Ólína Þorleifsdóttir Hansína Ásta, Þorleifur, Jón Björgvin, Eyþór og Elín Ebba Björgvinsbörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR KRISTINSDÓTTIR, Háaleitisbraut 49, lést 8. nóvember á Reykjalundi. Útför fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. nóvember klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Benjamín Guðmundsson Helga E. Sigurðardóttir Auður Benjamínsdóttir Atli Þór Annelsson Lórý Benjamínsdóttir Diego Pagliaro Guðmundur Benjamínsson Anna Helen G. Vinther og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÁLSDÓTTIR, Hofteigi 22, lést á Landspítalanum mánudaginn 9. nóvember. Útför fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 15 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Þökkum auðsýnda samúð. Páll R. Guðmundsson Guðrún B. Bjarnadóttir Hákonía J. Guðmundsdóttir Elín B. Guðmundsdóttir Grettir Hreinsson G. Skúli Guðmundsson Elizabeth Sargent barnabörn og langömmubarn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, ÞÓREY HVANNDAL, Tóta, lést 5. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. nóvember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. H. Þóra Hvanndal Andri H. Guðmundsson Eydís Björt A. Hvanndal Aldís Ósk A. Hvanndal Jón Eggert Hvanndal Dóra Hvanndal Björg Hvanndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.