Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er mikilsér-fræðidýrkun
í tilverunni síðustu
áratugi. Menn hafa
það sem kæk að
hrópa að þeir sem
fá umboð sitt frá al-
menningi eigi að
selja það vand-
meðfarna vald til sérfræðinga,
sem séu að auki fullkomlega
ábyrgðarlausir. Bandarískir
fjölmiðlar hafa stundað það frá
byrjun árs að segja Donald
Trump útbreiðslustjóra kór-
ónuveiru heima hjá sér. Allt
sem hann hefur sagt var sam-
stundis tætt þannig að fæstar
fullyrðinganna áttu nokkru
sinni viðkomu í munnholi
Trump. Vissulega var Trump
tekinn í bólinu þegar veiran
bankaði. En allar þúsundir sér-
fræðinganna voru í því bóli á
undan honum.
Fyrir þremur mánuðum
sagðist Trump telja eftir samtöl
sín við þá sem bestu máttu vita
að fært myndi verða að kynna
bóluefni til sögu vel fyrir jól. Er
einhver til sem man ekki tryll-
inginn sem rann á fjölmiðla
vestra yfir þessari spá? En sex
dögum eftir kosningar kynnti
lyfjabransinn að hann væri
komninn með efnin og að öryggi
þeirra væri 90-95%. Það þætti
kraftaverk ef NYT eða Wash-
ington Post birtu frétt byggða á
fullkomlega áreiðanlegri heim-
ild sem hefði 5% tryggingu fyr-
ir að væri að marka. En nú eiga
Bandaríkjamenn og við sem
lengra erum í burtu að trúa því
að bóluefnin hafi orðið pottþétt
þegar fimm dagar voru frá
kjördegi. Við gerum ekki at-
hugasemdir við það sem blýfast
er á þeirri bók sem við höfum
gert upp við okkur að gefa
meiri tiltrú en þeim ritlingum
sem koma og fara. Þar eru vís-
bendingar um að almáttugur,
sem við höllum okkur mörg að,
hafi ekki þurft lengri tíma til að
skapa heim. En það dagatal lýt-
ur lögmálum og sá vari hafður á
að hver dagur sé sem þúsund ár
og sú góða líking er ekki daga-
tal. Lyfjakompaníum treystir
enginn lengra en nauðsynlegt
er og þá ekki því að fimm dagar
hafi ráðið úrslitum í leit að efni
sem skilur heiminn frá daglegri
nánd við kórónudauðann.
Við höfum fengið útvarpað í
okkur „staðreyndum“ æði
óstöðugum þessa tæpu 10 mán-
uði sem veiran hefur verið með
mannkynið innan sinnar seil-
ingar. Þetta er ekki sagt „sér-
fræðingum“ eða öðrum til æru-
taps. Okkar fólk hefur vafalaust
gengið eins ærlega fram og það
mátti. Það fólk var bundið af
upplýsingum og getgátum sér-
fræðinga víða frá. Það var þó
með ólíkindum hve lengi var
ætlast til þess að umheimurinn
tryði marx-maóistanum sem
settur var fremstur
á flet SÞ í heil-
brigðismálum.
Við, almúginn
hér og þar, þykj-
umst nú orðið vita
að séum við hlýðin
og góð í þrjár vikur
í senn þá láti veiru-
drottningin með
kórónuna eins og að hún sé far-
in, og minnir á leikræna til-
burði Grýlu ef við, börnin á öll-
um aldri, sýnum okkar bestu
hlið um jól. Helstu vitmenn og
sérfræðingar í Grýlu segja
börnum um ár og aldir að nú sé
sú gamla dauð vegna yf-
irgengilegrar hlýðni ungdóms-
ins á hverri stund. En Grýla
mætir svo fyrst á ný þegar jólin
liggja í lofti.
Við erum ekki búin að
gleyma því að staglast var á að
fólk skyldi ekki að leggja of
mikið upp úr því að koma sér
upp möskum og grímum. Alls
ekki væri síðra að hnerra með
hnykk öllu því sem úr æstri nös
kæmi upp á jakka- eða peysu-
ermina. Það var ekki fyrr en
síðar sem upplýst var að þessi
hvíta lygi hefði verið óhjá-
kvæmileg íferð til að tryggja að
fólkið sem þjóðin átti allt undir
fengi maska. Ekki skal úr því
dregið að slíkt hafi mátt rétt-
læta á viðkæmasta augnabliki.
En hafa má þá skoðun að hefð-
um við, múgurinn, fengið slík
skilaboð hefði enginn möglað.
Hann Ari litli var á köflum
þreytandi rétt eins og Björn
Ingi þegar hann fór mest. En
litli karlinn Ari setti þó aðeins
fram eina ófrávíkjanlega kröfu:
Þið eigið að segja mér satt. Ari
myndi til dæmis spyrja hvers
vegna íslenskir sporgöngu-
menn smitaðra, jafnvel þeir
sem renndu sér beint úr brekk-
unni forðum inn í nýjan veiru-
leika geti fengið stimplað heið-
urskort frá „þríeykinu“ um að
þeir séu útvaldir og allir vegir
færir. En það gildir ekki um
Boris Johnson. Um daginn
böðlaði einn af þingmönnum
hans sér inn á ráðherrann, bull-
andi smitaður. Og öllum á óvart
var Boris settur í einhverja sér-
staka gerð af sóttkví, en við og
þegnar hans trúðum því að
hann og Trump væru í lávarða-
deild smitaðra, en heimurinn
yrði að halda áfram að koma í
veg fyrir að Biden sleppi upp úr
kjallaraholunni sem hann hefur
húkt í mánuðum saman og nái
sér í smit.
Við vitum reyndar mörg að
svokölluð sóttkví Bidens geng-
ur út á það, að hann hlaupi ekki
um og spyrji alla sem hann hitt-
ir hvenær hann megi setjast
aftur í öldungadeildina fyrst
fjölmiðlar hafi úrskurðað að
hann hafi náð kjöri. En auðvit-
að teldi Ari að reyna mætti að
segja Biden satt, ef það eru
ekki of viðkvæm mál að ræða.
Það á að viðurkenna
að á ólíkindalegri
vegferð veirunnar
hafi menn ekki endi-
lega verið vissir í
sinni sök}
Hreinskilni borgar sig
E
nginn kemst á áfangastað nema
vita hvert ferðinni er heitið! Skýr
markmið eru forsenda þess að
árangur náist. Við gerð nýrrar
menntastefnu hafa þau sannindi
verið höfð að leiðarljósi. Ég mun í dag mæla
fyrir þingsályktun um menntastefnu til ársins
2030. Það er mín von að þingheimur verði sam-
stiga í því brýna samfélagsverkefni að varða
menntaveginn inn í framtíðina.
Meginmarkmiðið er að tryggja Íslendingum
framúrskarandi menntun alla ævi. Stefnan
byggist á fimm stoðum, sem saman mynda
traustan grunn til að byggja á. Við viljum 1)
jöfn tækifæri fyrir alla, 2) að kennsla verði í
fremstu röð, 3) að nemendur öðlist hæfni fyrir
framtíðina, 4) að vellíðan verði í öndvegi í öllu
skólastarfi og 5) gæði í forgrunni. Undir stoðunum fimm
hafa 30 áhersluþættir verið skilgreindir, sem eiga að
skapa öflugt og sveigjanlegt menntakerfi – kerfi sem
stuðlar að jöfnum tækifærum til náms, enda geta allir lært
og allir skipta máli. Verði þingsályktunartillagan sam-
þykkt verður unnin aðgerðaáætlun með árangursmæli-
kvörðum til þriggja ára í senn, sem metin verður árlega.
Menntastefnan var unnin í víðtæku samráði, með að-
komu fjölmargra aðila úr skólasamfélaginu. Stefnumót-
unin byggðist m.a. á efni og umræðum á fundum með
skólafólki og fulltrúum sveitarfélaga um allt land, sam-
ræðum á svæðisþingum tónlistarskóla, samstarfi við for-
eldra, börn og ungmenni, atvinnulíf, Efnahags-
og framfarastofnunina (e. OECD) og fleiri hags-
munaaðila. Stefnudrög fengu jákvæð viðbrögð í
samráðsgátt stjórnvalda, þaðan sem gagnlegar
ábendingar bárust og voru þær m.a. notaðar til
að þétta stefnuna og einfalda framsetninguna.
Fyrir vikið er textinn aðgengilegur og skýr, sem
er ein af forsendum þess að allir hlutaðeigandi
skilji hann á sama hátt og sammælist um mark-
miðin.
Menntun er lykillinn að tækifærum framtíð-
arinnar. Hún er eitt helsta hreyfiafl samfélaga
og á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra
tæknibyltinga verða þjóðir heims að búa sig
undir aukinn breytileika og sífellt flóknari
áskoranir. Framtíðarhorfur íslensku þjóð-
arinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni
íslenska menntakerfisins. Velgengni byggist á vel mennt-
uðum einstaklingum með skapandi og gagnrýna hugsun,
félagsfærni og góð tök á íslensku og erlendum tungu-
málum til að takast á við hnattrænar áskoranir.
Menntun styrkir, verndar og eflir viðnámsþrótt ein-
staklinga og samfélaga. Með menntastefnu verður lögð
áhersla á að styrkja viðhorf Íslendinga til eigin menntunar
með vaxtarhugarfar að leiðarljósi. Þekkingarleitinni lýkur
aldrei og menntun, formleg sem óformleg, er viðfangsefni
okkar allra, alla ævi.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Þrautseigja og þekking,
hugrekki og hamingja
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Íslands í gegnum EES-samninginn.
Að lokum er það fyrirkomulag
fiskveiða og er það talið mjög erfitt
úrlausnar þrátt fyrir að sjávar-
útvegur sé hvorki fyrir ESB né Bret-
land efnahagslega fyrirferðarmikill.
Vandinn felst í að samningsafstaða
Breta virðist með öllu ósamrýmanleg
afstöðu ESB. Aukið sjálfræði yfir lög-
sögu Breta var mikilvægur liður í
herferðinni til að koma Bretlandi úr
Evrópusambandinu og kusu sjávar-
plássin í Bretlandi í miklum mæli
með úrsögninni.
Á sama tíma hefur ESB gefið
það út að það sé ekki í boði að gera
samning sem felur ekki í sér aðgang
evrópskra fiskveiðiskipa að breskum
hafsvæðum enda hafa sjómenn frá Ír-
landi, Spáni, Portúgal, Frakklandi,
Belgíu, Hollandi og Danmörku stund-
að veiðar umhverfis Bretland í ára-
raðir.
„Það hefur ekki tekist að minnka
bilið milli afstöðu beggja aðila svo ein-
hverju muni,“ sagði Simon Coveney,
utanríkisráðherra Írlands, í viðtali á
írsku sjónvarpsstöðinni RTÉ í gær.
Þá sagði hann að skilyrði samnings-
umboðs Barniers á sviði sjávar-
útvegsmála væri ósamrýmanlegt lof-
orðum sem bresk stjórnvöld hefðu
veitt breskum útgerðum.
Coveney gerir ráð fyrir að þessi
vika verði sú erfiðasta til þessa í
samningaviðræðunum. „Við verðum
að finna leið til að skapa málamiðlun í
sambandi við fiskinn, sem báðir aðilar
geta lifað með.“ Hvatti hann aðila til
að draga úr stóryrtum yfirlýsingum.
Viðræður Breta og
ESB steyta á skeri
Bretland
Krúnusamband við Bretl.
Aðild að ESB
Sameiginleg fiskveiði-
stefna Evrópusambands-
ins (ESB) heimilar aðildar-
ríkjum að veiða innan
200 mílna efnahagslög-
sögu annarra aðildarríkja
Veiðisvæði
ESB
Heimild: Institute for Government
ÍSLAND
Út-
haf
Færeyjar*
NOREGUR
BRETLAND
ÍRLAND
FRAKKLAND
BEL..
HOLL.
ÞÝSK.
DAN.
Önnur ríki utan ESB
*Sjálfsstjórn innan danska konungsríkisins. Á ekki aðild að samningum ESB
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Samningaviðræður Bretlandsog ESB vegna viðskipta-samningsins sem á að takavið þegar griðatími úrsagnar
Breta úr sambandinu líður undir lok
um áramótin virðast vera komnar í
hnút, meðal annars vegna ósættis um
tilhögun fiskveiða. Óformlegur frestur
til að móta drög að samningi rennur
út á fimmtudag og á að vera búið að
ganga frá öllum þáttum í desember.
David Frost, sem leiðir samn-
inganefnd Breta, hélt til Brussel í gær
til að halda áfram viðræðum við Mic-
hel Barnier sem fer fyrir samn-
inganefnd ESB. „Við erum að vinna
að því að koma á samkomulagi, en eini
samningurinn sem er í boði er samn-
ingur sem samræmist fullveldi okkar
og endurheimtir valdið yfir lagasetn-
ingu, viðskiptum og lögsögu,“ tísti
Frost í gær. „Þetta hefur verið afstaða
okkar frá upphafi og ég mun ekki
breyta henni.“
Leiðtogafundur ESB sem hald-
inn verður á fimmtudag er talinn síð-
asti séns til að kynna einhver samn-
ingsdrög ef Evrópuþingið eigi að hafa
nægilegan tíma til að taka samninginn
til efnislegrar meðferðar og sam-
þykkja innleiðingu samnings. Þannig
eru aðeins þrír dagar og þrjár nætur
til stefnu. Samningsaðilar hafa komið
sér saman um drög að samningstexta
að mestu leyti, að sögn Frosts sem
bendir þó á að enn þurfi að leysa úr
veigamiklum þáttum og hét hann því
að vinna að samkomulagi. „En okkur
mun kannski ekki takst það,“ bætti
hann við.
Stoppar á fiskveiðum
Það eru þrír meginþættir sem
skilja samningsaðila að. Í fyrsta lagi á
enn eftir að komast að samkomulagi
um hvernig eigi að stýra framkvæmd
samningsins, en ESB leggur til að
Evrópudómstóllinn verði réttur stað-
ur til að útkljá deilumál. Á móti telja
Bretar það valdaframsal til dómsvalds
sem þeir eiga ekki aðild að. Í öðru lagi
hefur framkvæmdastjórn ESB
áhyggjur af því að samkeppnisstaðan
kunni að skekkjast Bretum í vil ef
ekki er hægt að tryggja sömu tak-
markanir á ríkisstyrki og skattaaf-
slætti til fyrirtækja og eru í gildi á
innri markaði ESB, sem nær einnig til
Deilur breskra yfirvalda og ESB
um tilhögun fiskveiða eru aðeins
einn angi fiskveiðimálsins þar
sem samkomulag við ESB á því
sviði leysir ekki skort á samn-
ingum um nýtingu deilistofna
sem ESB áður samdi um fyrir
hönd Breta við Færeyinga, Norð-
menn og Íslendinga.
Á undanförnum vikum hafa
Bretar gengið frá samningum við
Færeyinga, Grænlendinga og Ís-
lendinga hverja fyrir sig um sjáv-
arútvegsmál, en þar er aðeins
um að ræða eins konar vilja-
yfirlýsingar um samstarf og felur
í sér engar skuldbindingar hvað
varðar nýtingu deilistofna.
Fari svo að áramótin komi án
samnings um fiskveiðar milli
Breta og ESB lokast bresk haf-
svæði fyrir evrópskum skipum
og óljóst hvaða áhrif slíkt mun
hafa á samningsvilja aðila þegar
kemur að sameiginlegri nýtingu
deilistofna. Jafnframt er ekki vit-
að hvort Bretar séu mögulegir
bandamenn Íslendinga í við-
ræðum, en ljóst er að samnings-
umhverfið verður gjörbreytt.
Úrlausnar-
efnið flókið
FISKVEIÐISAMNINGAR