Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
30 ára Emilía ólst upp
á Seltjarnarnesi en býr
núna í miðbæ Reykja-
víkur. Hún er menntað-
ur stjórnmálafræðingur
og stefnir á frekara
nám. Núna er hún
verslunar- og markaðs-
stjóri í Adam og Evu. Helstu áhugamál
Emilíu eru ferðalög, hestamennska og að
kynnast nýju fólki.
Maki: Arnar Leifsson, f. 1989, tölv-
unarfræðingur og vinnur hjá ráðgjaf-
arfyrirtækinu Expectus.
Börn: Birna Dís, f. 2008, og Sara Hrafn-
hildur, f. 2013.
Foreldrar: Birna Dís Scheving, f. 1963,
húsmóðir og Emil Karl Bjarnason, f.
1959, d. 2013, flugvirki.
Emilía Kristín Bjarnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vinir og vandamenn sækjast eftir
tíma þínum og þú átt að láta þeim hann í té
eftir fremsta megni. Byrjaðu strax.
20. apríl - 20. maí
Naut Segðu það sem þú meinar því mein-
ingin skín hvort eð er í gegn. Mundu að
maki þinn á ekki síður kröfur á þig en þú á
hann.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Grunnurinn þarf að vera góður til
þess að það sem á honum rís sé til fram-
búðar. Njóttu þess eins og þú frekast getur
og endurnýjaðu lífsþrótt þinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Heilbrigð sál þarf hraustan líkama.
Notaðu daginn til þess að segja, gera og
hafa hlutina eins og þú vilt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Með réttum félaga getur þú myndað
sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum
þínum í framkvæmd.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hafðu augun hjá þér og láttu einskis
ófreistað til þess að komast til botns í því
máli sem þú hefur tekið að þér. Leiðin á að
liggja fram á við og þokast þótt hægt fari.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er allt í lagi að vita ekki hvað tekur
við. Hafðu þetta í huga þegar þú velur þér
verkefnin. En þú hefur bara uppskorið þín
laun.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er óþarfi að byrgja allt inni
þegar þú átt aðgang að góðum sálufélaga.
Varastu samt að ofmetnast.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Viðamikið samstarfsverkefni
sem þú ert nú að taka þátt í krefst mikils af
þér. Stundum verða aðrir að fá að ráða för.
Gættu vel að því sem er þitt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ættir að líta vandlega í eigin
barm áður en þú kemur sökinni á aðra. En
skoðanir af því tagi knýja verkefnin þín
áfram í dag. Sýndu dugnað í starfi og
dirfsku í persónulegum málum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er svo sem gott og blessað
að telja sig geta lesið í hug annarra. Hlut-
irnir munu að öllum líkindum fara á allt
annan veg en þú gerir ráð fyrir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Blandaðu ekki saman einkalífi og
starfi þínu heldur haltu því aðskildu eins og
kostur er. Margar lausnir virðast vera fyrir
hendi en flýttu þér hægt því aðeins ein er
rétt.
júnkt við menntavísindasviðið en ár-
ið 2019 var ég ráðin sem alþjóða-
fulltrúi við Háskólann á Hólum og
árið 2020 sem rannsakandi við sama
skóla í rannsóknarverkefni um efl-
ingu sjálfbærni og seiglu samfélaga
á norðurslóðum en það er styrkt af
„Árið 1983 réð ég mig sem leið-
beinanda við Grunnskóla Bolung-
arvíkur og þar kynntist ég eigin-
manni mínum og saman fórum við
um vorið 1984 til Reykjavíkur til
náms. Eftir að námi lauk árið 1987
fluttum við aftur til Bolungarvíkur
þar sem ég réð mig sem kennara.
Þar bjuggum við í 24 ár og á þeim
tíma eignuðumst við strákana okk-
ar. Ég var svo ráðin aðstoðar-
skólastjóri árið 1991 og skólastjóri,
fyrst kvenna, við grunnskólann árið
1995 og starfaði sem slíkur til ársins
2004. Frá þeim tíma hef ég starfað
að ýmsum verkefnum, var deild-
arstjóri á Náttúrustofu Vestfjarða,
verkefnastjóri og kennari í
fullorðinsfræðslu hjá Fræðslu-
miðstöð Vestfjarða og kennari í
frumgreinanámi hjá Háskólasetri
Vestfjarða.“ Eftir góðan tíma fyrir
vestan fluttu hjónin til Reykjavíkur
árið 2011 og Anna hellti sér út í
doktorsnámið, sem hafði setið á
hakanum vegna anna. Meðfram því
kenndi ég hjá Mími símenntun og
eftir að því lauk var ég ráðin að-
A
nna Guðrún Edvards-
dóttir fæddist 17. nóv-
ember 1960 í Reykja-
vík. „Ég er fyrsta barn
foreldra minna sem
voru nú hálfgerð börn þegar ég
fæddist, móðir mín var 18 ára og
faðir minn 17. Fyrstu 10 ár ævi
minnar bjuggum við á Vesturgöt-
unni, fyrst á Vesturgötu 56 í fjög-
urra íbúða húsi sem ömmubræður
mínir byggðu og bjuggu þeir þar og
svo í litla timburhúsinu á Vest-
urgötu 58, en það hús byggði langafi
minn. Það hús vék fyrir fjölbýlishúsi
sem reist var á lóðinni á níunda ára-
tugnum og var flutt í Skerjafjörðinn
og gert upp.“
Þegar Anna var 10 ára flutti hún í
Fossvoginn en á þeim tíma var
hann að byggjast upp og fullt af ný-
byggingum sem krökkunum þótti
gaman að leika sér í, ekki síst þar
sem það var harðbannað. „Töluvert
var um opin svæði sem við notuðum
til leikja og vinsælt var að spila fót-
bolta. Yfirleitt vorum við tvær
stelpurnar sem spiluðum með strák-
unum en þar sem við vorum nokkuð
liðtækar fengum við að vera með.“
Á sumrin frá sex ára aldri og
fram á unglingsár var Anna í sveit
hjá Melkorku Benediktsdóttur og
Sigurbirni Sigurðsyni á Vígholts-
stöðum í Laxárdal í Dalabyggð.
„Það var góður tími þar sem manni
voru falin ábyrgðarstörf og þar
lærði maður að vinna. Eðalhjónin
Melkorka og Sigurbjörn búa enn á
Vígholtsstöðum og þangað förum
við fjölskyldan eins oft og við get-
um.“
Anna gekk alla grunnskólagöng-
una í Hlíðaskóla en þar var faðir
hennar kennari. Landsprófi lauk
hún síðan frá Vörðuskóla og fór í
Menntaskólann við Hamrahlíð og
lauk stúdentsprófi árið 1981. Eftir
að hafa verið á vinnumarkaðnum í
nokkur ár lá leiðin í Kennara-
háskóla Íslands og lauk hún grunn-
skólakennaraprófi árið 1987,
M.Ed.-prófi í stjórnun menntastofn-
ana frá sama skóla árið 2002 og
doktorsprófi í menntunarfræðum
frá menntavísindasviði HÍ árið
2016.
Horizon 2020. Frá árinu 2017 hef ég
verið einn af eigendum rannsóknar-
og ráðgjafarfyrirtækisins RORUM
ehf. sem sérhæfir sig í rannsóknum
í umhverfis- og byggðamálum en
byggða- og menntamál með áherslu
á sjálfbærni og seiglu samfélaga
með femínískum áherslum í for-
grunni eru mín sérsvið.“
Anna var bæjarfulltrúi Bolung-
arvíkurkaupstaðar frá 1990-1998 og
svo aftur frá árunum 2006-2011. „Á
þessum árum voru mér falin ýmis
trúnaðarstörf, ég sat í bæjarráði og
var formaður þess um tíma fyrst
kvenna í Bolungarvík. Þá var ég
fyrst kvenna forseti bæjarstjórnar
um tíma og sat í ýmsum nefndum á
vegum sveitarfélagsins. Á árinu
2006 var ég, fyrst kvenna, kjörin
formaður Fjórðungssambands
Vestfirðinga og gegndi því embætti
til ársins 2010. Á því tímabili var ég
einnig formaður Markaðsstofu
Vestfjarða, formaður samgöngu-
nefndar fjórðungssambandsins og
um tíma formaður atvinnuþróun-
arfélagsins.“ Hún segist gera sér
grein fyrir því núna að hún hafi
varðað ákveðna braut fyrir þær sem
á eftir henni komu því konur séu
miklu meira áberandi á sveit-
arstjórnarstiginu og gegni þar ýms-
um ábyrgðarstöðum.
„Ég er mikil keppnismanneskja
og með mikla hreyfiþörf enda er ég
sannfærð um að sem barn og ung-
lingur hefði ég verið greind með
ADHD en í þá daga var maður bara
stimplaður óþekkur og latur. Ég
stundaði íþróttir frá tólf ára aldri,
var í handbolta, fótbolta í Val og
körfubolta í ÍR og á tímabili í öllum
íþróttunum á sama tíma. Það gekk
ekki til lengdar og um tíma var ég í
fótbolta á sumrin og körfubolta á
veturna en hætti í fótboltanum og
einbeitti mér að körfunni. Ég á ein-
hverja Reykjavíkur-, bikar- og Ís-
landsmeistaratitla frá þessum tíma í
handboltanum og körfuboltanum en
ég lagði skóna á hilluna þegar ég
flutti vestur.
Í dag hleyp ég nokkrum sinnum í
viku og geng til skiptis og eftir að
barnabarnið okkar kom í heiminn
snýst lífið svoítið um hana enda er
Anna G. Edvardsdóttir alþjóðafulltrúi og rannsakandi við Háskólann á Hólum – 60 ára
Hjónin Anna Guðrún og Kristján
með barnabarnið Þórdísi Örnu.
Keppnismanneskja í húð og hár
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Doktorsvörnin Anna Guðrún að verja doktorsritgerð sína „Samspil þekking-
arsamfélagsins og byggðaþróunar á Íslandi og í Skotlandi“ við HÍ árið 2016.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Laufey Elsa
Þorsteinsdóttir og Friðrik
Friðriksson fögnuðu 35 ára
brúðkaupsafmæli sínu í
gær. Þau endurnýjuðu heit
sín í Landakotskirkju síð-
astliðið sumar, en myndin
er tekin við það tækifæri.
Kóralbrúðkaup
30 ára Alexandra
fæddist í Vestmanna-
eyjum og býr núna í
Kópavogi. Alexandra
er sjávarútvegsfræð-
ingur og vinnur sem
söluhönnuður hjá
Marel. Hún er núna í
meistaranámi í verkefnisstjórnun í HÍ.
Helstu áhugamál Alexöndru eru ferðalög
og nýjasta áhugamálið er golf.
Maki: Árni Freyr Arngrímsson, f. 1992,
sjávarútvegsfræðingur.
Börn: Tómas Ingi, f. 2011, og Jóhanna
Marín, f. 2015.
Foreldrar: Sólveig Eva Sveinsdóttir, f.
1967, býr á Spáni, og Birgir Þór Sverr-
isson, f. 1961, skipstjóri á Vestmannaey í
Vestmannaeyjum.
Alexandra Evudóttir