Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður svakaleg framkvæmd en það er allt komið á tíma í laug- inni,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri hjá ÍTR. Miklar endurbætur eru fyrirhug- aðar á Laugardalslaug á næstu ár- um. Að sögn Steinþórs er búið að eyrnamerkja 2,5- 3 milljarða króna á næstu þremur til fjórum árum til verksins. Strax á næsta ári verður 50 milljónum varið í að hefja undirbún- ing fyrir þessar framkvæmdir. Og raunar hefur forskot þegar verið tek- ið á sæluna því unnið hefur verið að þakviðgerðum að undanförnu meðan laugin hefur verið lokuð. Steinþór segir að ekki sé búið að ákveða nákvæma útfærslu á endur- bótunum. Ljóst sé þó að bygga þarf útilaugina sjálfa upp að nýju. „Laug- arkerið þarfnast endurnýjunar og það þarf að byggja það upp í nýrri mynd. Þetta verður að líkindum 50 metra laug áfram en spurning hvort hún verður jafn breið. Ég held svo að allir vilji halda hringlaga pottunum, hvort sem þeir verða steyptir upp að nýju eða hvað,“ segir Steinþór. Hann segist aðspurður gera sér grein fyrir að mörgum sé annt um laugina í núverandi mynd og stíga þurfi varlega til jarðar með breyt- ingar. Um 750 þúsund gestir koma í Laugardalslaug á venjulegu ári og margir eru fastagestir. „Ég hugsa að leitað verði til rýni- hópa um útfærsluna, meðal annars fastagesta og sundfélaga,“ segir Steinþór og bætir við að reynt verði að haga útfærslunni þannig að hægt verði að halda úti sem mestri starf- semi meðan á framkvæmdum stend- ur. Þá á eftir að ákveða hvernig stúk- an við laugina verði nýtt í framtíð- inni. Nú má finna á vefnum Betri Reykjavík tillögu um endurbætur á henni og af viðbrögðum borgarbúa að dæma virðast afar skiptar skoð- anir vera um ágæti hennar og mik- ilvægi. Sumir telja stúkuna, sem Ein- ar Sveinsson teiknaði, eitt af kennileitum svæðisins en aðrir telja einfaldast að rífa hana, enda sé stúk- an aldrei notuð sem slík. Málið er þó ekki svo einfalt því eins og Steinþór bendir á er allur stjórnbúnaður laug- arinnar undir stúkunni og ráðast þarf í endurnýjun á honum. Hann segir að stúkan verði hluti af þessum framkvæmdum en eftir eigi að koma í ljós hvernig hún verði nýtt í fram- tíðinni. „Það má heldur ekki gleyma því að hún er ákveðin táknmynd fyrir laugina og reyndar dýrmætur skjól- veggur líka.“ Morgunblaðið/Eggert Breytingar Endurgera þarf sundlaugina en útfærsla liggur ekki fyrir. Þá verður sömuleiðis hugað að stúkunni. Fastagestir verði með í ráðum við endurbæturnar  Þrír milljarðar ætlaðir í endurgerð Laugardalslaugar Morgunblaðið/Eggert Pottar Ljóst er að gömlu hringlaga pottarnir þarfnast viðhalds á næstunni. Andrés Magnússon andres@mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í dag um aðgerðir Reykja- víkurborgar til viðspyrnu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem leggist þungt á bæði fólk og fyrirtæki. Þær eru ætlaðar til þess að koma til móts við rekstr- araðila, sem orðið hafa fyrir tekjufalli af völdum farald- ursins, svo þeir geti hjarað þar til hann er yfirstaðinn, en einnig miða þær að því að koma fólki í vanda til hálpar. Tillögurnar eru fimmþættar, en að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, er markmiðið að aðgerðirnar komi að gagni nú þegar, að þær rúmist innan fjárhagsáætlunar og valdi ekki frek- ari búsifjum. „Það er mikilvægt fyrir Reykjavík að byggja upp viðspyrnu fyrir vorið, það er margt sem dettur út um ára- mót. Borgin boðaði í vor að það kæmu fleiri úrræði og það er kominn tími á þau. Það getur ekki beðið.“ Lagt er til að fasteignasköttum á ferðaþjónustu verði frestað og að Reykjavíkurborg gefi landsmönnum 3.000 kr. ferðagjöf. Einnig eru að- gerðir til stuðnings húsnæðisupp- byggingu og byggingariðnaði lagðar til, m.a. með tímabundninni frestun og/eða dreifingu byggingarréttar- gjalda og lækkun gatnagerðar- gjalda, auk afsláttar af þessum gjöldum vegna vistvænt vottaðra bygginga. Gagnvart fólki í vanda er lagt til að velferðarsvið komi upp ráðgjafar- torgi, bæði vegna félagslegs og fjár- hagslegs vanda sem af faraldrinum hlýst, sem og vegna andlegrar líð- anar. Loks er lagt til að börn njóti matarþjónustu í grunnskólum þrátt fyrir skert skólahald. Þrengirnar megi ekki bitna á þeim, segir Eyþór. Eyþór kveðst ekki eiga von á öðru en að meirihlutinn undir forystu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra taki tillögunum vel. „Það getur verið að þeim lítist misvel á einstaka þætti, en eitthvað þarf að gera og ég fæ ekki séð að í þessu séu einhver póli- tísk ágreiningsefni.“ Hann segir vandann blasa við öllum borgar- fulltrúum. „Vandinn er einna mestur í Reykjavíkurborg, atvinnuleysi er einna mest í Reykjavík, ferðaþjón- ustan og rektsraraðilar í miðborg- inni hafa farið mjög illa út úr ástand- inu, svo það skyti skökku við ef menn færu að draga lappirnar í þessu. Það er akkúrat rétti tíminn núna fyrir borgina að stíga fram.“ Vilja viðspyrnuaðgerðir borgarinnar  Sjálfstæðismenn í borgarstjórn með tillögur vegna faraldursins  Dreifing eða frestun bygginga- réttar- og gatnagerðargjalda  Frestun fasteignagjalda fyrirtækja  Matarþjónusta við skólabörn Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurborg Í vor voru boðaðar viðnámsaðgerðir vegna faraldursins. Eyþór Arnalds Breytingar verða gerðar á hlutverki og störfum þula á Rás 1 hjá Ríkis- útvarpinu á næstunni og skerpt á ýmsu í hlutverki þeirra. Skipta á verkefnum í tvennt; annars vegar munu Pétur Grétarsson, sem er ný- kominn í starf þular, og Rakel Edda Guðmundsdóttir sinna því að halda utan um og kynna dagskrá Rásar 1. Sigvaldi Júlíusson verður hins vegar þulur auglýsinga og tilkynninga. Arndís Björk Ásgeirsdóttir verður áfram þulur í afleysingum. „Það hefur lengi truflað okkur að sami þulur kynni dagskrá Rásar 1, sé í dagskrárgerð með tónlistarinn- slögum, auk þess að lesa auglýsing- ar. Í raun fer þetta ekki saman þegar ströngustu hlutlægnissjónarmið eru höfð í huga, sem sé að sami þulur kynni dagskrána og lesi auglýsing- ar,“ segir Þröstur Helgason dag- skrárstjóri – og enn fremur: „Hin ástæðan er sú að auglýsinga- og tilkynningalestur hefur verið fyr- irferðarmikill í starfi þula á Rás 1. Jafnvel er það svo að þulur hefur ekki haft nægjanlega mikið svigrúm til þess að halda utan um dagskrána, kynna hana, tala til hlustenda, velja tónlist og fleira. Ef vel á að vera krefst þessi vinna tíma og einbeit- ingar sem við teljum að dagskrár- þulir, eins og við köllum þá nú til að- greiningar frá auglýsingaþul, hafi í auknum mæli með þessu nýja fyrir- komulagi.“ Fréttatengt í hádeginu Fleiri breytingar á dagskrá Rásar 1 standa fyrir dyrum. Í undirbúningi er fréttatengd dagskrá sem verður send út fyrir og eftir hádegisfrétt- irnar. „Við bindum miklar vonir við að þetta eigi eftir að styrkja frétta- tengda umfjöllun á Rás 1. Við kynn- um þessa þætti betur þegar dregur nær desember,“ segir Þröstur Helgason. sbs@mbl.is Sigvaldi aðeins í auglýsingalestri  Breytt á Rás 1  Verkum þula skipt Sigvaldi Júlíusson Þröstur Helgason Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.