Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Bílar Ford C-Max 2/2104 ekinn aðeins 115 þ. Km. Diesel. Sjálfskiptur. Álfelgur. Samlitur. Ofl. Ný skoðaður. Rúmgóður fjölskyldubíll á góðu verði. Verð: 1.450.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 17. nóvember verður spjall á Face- booksíðu eldri borgara starfs Grafarvogskirkju. Spjallið hefst kl. 13. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka þátt eru nú þegar inná síðunni. Seltjarnarnes Vegna lokana á sundstöðum er engin vatnsleikfimi í dag. Pútt á Skólabraut kl. 10.30 ef veður leyfir. Öll önnur dagskrá liggur niðri. Kaffikrókurinn er eingöngu opinn fyrir íbúa Skólabrautar. Munum fjöldatakmarkanir, handþvott og sprittun. heiði, sem kenndi okkur flókna mannkynssögu. Hún kenndi okk- ur líka að hneigja okkur fallega, setjast á stól og standa upp af hon- um aftur, opna dyr og loka þeim aftur, án þess að láta heyrast í okkur. Fröken Ragnheiður kenndi okkur líka að búa til majo- nes, þegar vel lá á henni. Hún átti það til að slá á létta strengi. Frú Guðrún (síðar doktor og skóla- stjóri) var besti íslenskukennari sem við skólasysturnar vorum sammála um að hefði kennt okkur. Til að auðvelda stafsetninguna útbjó hún hefti sem hún kallaði „reglurnar mínar“, sem voru auð- skiljanlegar og skýrar. Hún lagði metnað sinn í að við værum vel skrifandi á íslensku. Innan veggja Kvennó vorum við líka aldar upp á ýmsan hátt, gleymdum ekki að þéra og ávarpa kennarana frú þetta og hitt og svo „ætlaði“ mað- ur ekki að fá frí heldur „bað“ um það. Þetta var nú uppeldið okkar Guðbjargar, þó svo að hún hafi löngu kunnað þetta allt saman úr foreldrahúsum. Guðbjörg var kletturinn í bekknum okkar, hljóðlát, úrræðagóð og hjálpsöm. Hún hafði líka tilfinningu fyrir því hvort einhver okkar ætti í erfið- leikum og þá var hún strax komin til að hlúa að viðkomandi. Æsku- heimili Guðbjargar var ætíð opið fyrir vinkonum og skólasystrum, þar sem unnið var að verkefnum fyrir skólann og boðið upp á kakó og kökur. Guðbjörg gleymdi ekki dönskum vinkonum móður sinnar, þótt móðir hennar væri fallin frá, og sinnti þeim vel. Eftir kvennaskólaárin lágu leiðir okkar Guðbjargar saman sem skiptinemar til Bandaríkj- anna. Eftir heimkomuna var Guð- björg í „nefndinni“ sem undirbjó fyrstu skiptinemana, sem komu til Íslands sumarið 1961. Síðar á ævinni tengdumst við fjölskylduböndum, því systurson- ur minn og börnin hennar Guð- bjargar eru þremenningar og þar af leiðandi er sá frægi maður Vig- fús Grænlandsfari langafi allra þeirra barna. Svona er nú heim- urinn lítill. Við skólasystur og samferða- konur Guðbjargar sendum Guð- bjarti og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð- bjargar verður sárt saknað, en það er ljúft að hafa verið hennar samferðakona. Blessuð sé minning Guðbjargar Tómasdóttur. Kristín Anna Sigurð- ardóttir og bekkjarsystur Guðbjargar í z-bekknum í Kvennó. Minningar okkar um Guð- björgu Tómasdóttur eru hlýjar og fullar þakklætis. Þakklætis fyrir að hafa fengið að vera henni sam- ferða í áratugi, bæði í leik og starfi. Fyrstu minningar okkar um hana eru frá þeim tíma er við störfuðum saman í Hagaskóla. Þá vorum við kornungar og einatt glatt á hjalla í hressum kennara- hópi og margt brallað og bullað. Oft voru farnar skemmtiferðir haust og vor, gjarnan í Munaðar- nes, og kannski leitað „eggja á haustin og berja á vorin“. Það var ávallt tilhlökkunarefni að koma á einstaklega fallegt heimili þeirra Guðbjarts á Greni- mel. Þar voru bornar fram eðal- veitingar á afar smekklegan hátt. Við sögðum að þarna birtust dönsku genin, m.a. hið listræna auga Katrínar móður hennar. Guðbjörg hafði einstakt lag á því að láta gestum líða vel og njóta stundarinnar. Guðbjartur sá aftur á móti um gamansögurnar og stríðnina. Við ferðuðumst árum saman til margra framandi landa með Guð- björgu og Guðbjarti. Þau voru skemmtilegir ferðafélagar. Gott var að drekka morgunkaffið með þeim, spá í ævintýri dagsins hvort sem fyrir lá heimsókn í Taj Mahal við sólarupprás, ganga á Kína- múrnum eða upplifa hið ævintýra- lega Macho Picchu. Fá sér síðan rauðvínstár að kvöldi og rifja upp ævintýri dagsins og hlæja dálítið meira. Í þessum skemmtilegu ferðum voru hjónin alltaf óþreyt- andi að fræðast og njóta þannig að eftir var tekið. Þrátt fyrir að Guðbjörg hafi ekki verið hávær var tekið eftir henni. Ekki síst fyrir hennar fal- legu og fáguðu framkomu. Það var borin virðing fyrir skoðunum hennar og því sem hún lagði til málanna. Í okkar huga var hún hefðarkona bæði til orðs og æðis. Hún var réttsýn og orðvör, vildi öllum vel og var fljót að bregðast við þegar einhver var hjálpar- þurfi. Guðbjörg var viðkvæm en líka glettin og kunni að gleðjast með glöðum. Eins og sést þá er erfitt að skrifa um Guðbjörgu án þess að minnast á Guðbjart svo samstiga voru þau alla tíð. Þau kynntust ung, Arnfirðingurinn vaski og heimskonan hægláta. Samband þeirra var fallegt og þótt þau væru ólík voru þau afar samrýnd og báru virðingu hvort fyrir öðru. Við fráfall Guðbjargar er höggvið stórt skarð í samhenta fjölskyldu og stóran vinahóp. Við vottum Guðbjarti og fjöl- skyldu innilega samúð. Blessuð sé minning Guðbjargar Tómasdóttur. Hafdís og Svava. Kær vinkona mín, Guðbjörg Tómasdóttir, er fallin frá. Það var gæfa mín að foreldrar mínir fluttu á Víðimel í Reykjavík þegar ég var átta ára. Þar kynnt- ist ég jafnöldru minni og ná- granna Guðbjörgu, fyrst sem leik- félaga en síðan bundumst við sterkum vináttuböndum sem ent- ust okkur alla tíð. Ég á margar góðar minningar um Guðbjörgu og tengsl okkar voru alltaf mikil. Við vorum sessu- nautar í fjóra vetur í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Þar naut hún sín vel enda mjög góður náms- maður. Þá hleyptum við heim- draganum 17 ára gamlar og fórum sem skiptinemar til Bandaríkj- anna á vegum AFS-samtakanna en þetta var annað eða þriðja árið sem þau samtök störfuðu hér á landi. Eftir að heim var komið hóf Guðbjörg nám við Kennaraskól- ann í Reykjavík og seinna einnig við Háskóla Íslands þar sem hún stundaði dönskunám. Kennsla varð síðan starfsvettvangur henn- ar. Guðbjörg var einstök mann- eskja búin miklum mannkostum. Hún var jákvæð og hjálpsöm öðru fólki og sinnti fjölskyldu sinni og vinum af mikilli ræktarsemi. Hún var skarpgreind, fáguð og yfirveg- uð og þá var snyrtimennska henni eðlislæg. Öll hennar samskipti einkenndust af hógværð og virð- ingu fyrir öðrum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta vináttu Guð- bjargar í 70 ár, sterkrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Hún reyndist mér alla tíð afskaplega vel, ekki síst eftir að ég greindist með erfiðan sjúkdóm fyrir rúmum 20 árum. Alltaf studdi hún mig með umhyggju og reglulegum heimsóknum. Því kveð ég kæra vinkonu mína með sárum söknuði. Eftirlifandi eiginmanni Guð- bjargar, Guðbjarti Kristóferssyni, börnum þeirra og barnabörnum sendum við Hjörleifur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Benney Ólafsdóttir. Fundum okkar Guðbjargar bar fyrst saman í Norræna húsinu einn heiðskíran haustdag fyrir hálfri öld. Þarna var saman kom- inn nokkur hópur fólks sem hugð- ist hefja nám í dönsku við Háskóla Íslands. Við vorum á ýmsum aldri og með ólíkan bakgrunn, en þarna myndaðist fljótlega góður og sam- stilltur hópur og héldu sum okkar góðum tengslum að námi loknu. Okkur Guðbjörgu varð strax vel til vina. Við fundum líka sam- eiginleg tengsl þar sem faðir hennar og tengdafaðir minn höfðu verið góðir vinir og skólabræður á árum áður. Við höfðum báðar valið dönsku sem aðalfag og ensku sem annað fag og fylgdumst við að öll há- skólaárin. Guðbjörg var frábær náms- maður. Hún hafði nokkuð forskot í dönskunni því hún átti danska móður en hún var svo sannarlega óspör á aðstoð og góð ráð. Ég minnist margra góðra stunda frá samveru okkar gegnum árin. Í Háskólanum höfðum við marga skemmtilega kennara og oft var efnt til fagnaðar. Íslenskum dönskukennurum gafst árum saman kostur á að að sækja sum- arnámskeið í Danmörku. Þangað áttum við Guðbjörg oft samleið og áttum þaðan góðar og skemmti- legar minningar. Þegar kennsluferli Guðbjargar lauk vann hún stundum í Lista- safni Íslands. Þar hittumst við oft og skruppum í kaffi og litum á sýningar. Þá naut ég leiðsagnar hennar því hún var vel heima í myndlist eins og öðru. Guðbjörg var einstaklega vel gerð manneskja, fáguð og vönduð í orðum og gjörðum. Ég er inni- lega þakklát fyrir að hafa átt hana að vinkonu og samferðamanni í öll þessi ár. Guðbjarti, sem var hennar styrka stoð, og fjölskyldu þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Ég vil kveðja Guðbjörgu með versi sem faðir minn orti í orða- stað stúlku sem misst hafði kæra vinkonu: Ég vel þér þá kveðju er virði ég mest von sem í hjarta geymi annist þig Drottins englar best í öðrum og sælli heimi. (Valdimar Jónsson) Halla Valdimarsdóttir. Hratt flýgur stund. 60 ár flogin. Gamli kennaraskólinn. Ég kem þar inn, sest við hliðina á Möggu frænku minni. Fyrir framan okk- ur situr stúlka með fallegt dökkt hár, vingjarnlegt athugult augna- ráð, brosið bjart og hlýtt, hógværð og fágun í svip og látbragði. Þetta var hún Guðbjörg mín kæra vin- kona. Næsta haust tókum við Guð- björg próf upp í 3. bekk og kynnt- umst þá nýjum félögum. Við sett- umst á næstaftasta bekk og héldum okkur til hlés. Fyrir aftan okkur sat ljóshærður strákur að vestan. Hann fór að spjalla við okkur, smástríðinn. Ég svaraði í sömu mynt, en Guðbjörg af sinni meðfæddu kurteisi tók lítinn þátt í þessu stríðnistali en fylgdist kank- vís með. Samkvæmt stafrófsröð- inni lentu þessi tvö saman í æf- ingakennslunni. Fljótt fór að bera á því að þau skiluðu sér seint úr skólaheimsóknunum og svo hafði sést til þeirra saman í bíó eitt kvöldið. Það var deginum ljósara að vestfirski víkingurinn hann Guðbjartur hafði tekið fallegu borgardömuna með trompi. Ljón- heppin bæði. Minningar, minning- ar. Sett var á svið sena úr íslenskri baðstofu. Guðbjörg lék húsfreyj- una eins og fædd í hlutverkið, sviphrein, stillt og föst fyrir. Og þá ekki síður sem geislandi ítölsk senjorína í verki sem gerist í brúðuleikhúsi um Harlekin og Kólumbínu með söng og dansi við tónlist Tsjækovskis. Þökk sé Guð- bjarti, ljósmyndaranum á kantin- um, eigum við ljóslifandi minning- ar um þennan atburð. Eftir kennaraprófið flutti ég fljótlega í sveitina en þau bjuggu í borginni. Fundum fækkaði eðli- lega en það kom ekki að sök. Það var alltaf eins og við hefðum sést í gær. Slíkt er eðli sannrar vináttu. Mörgum árum síðar urðum við nágrannar í Vesturbænum. Þá varð hægara um vik að finnast. Ég óska þess aðeins nú að samveru- stundir okkar hefðu verið marg- falt fleiri. En kvöldheimsóknirnar á Grenimelinn eru mér dýrmætar minningar. Þetta fallega menn- ingarheimili bar húsmóðurinni fagurt vitni. Þar ríkti ró og jafn- vægi. Svo var snarlað og dreypt á gæðavíni og allt rætt milli himins og jarðar. Þar birtust hinir góðu kostir Guðbjargar. Næmi hennar á annað fólk, sanngirni, mann- skilningur, notalegur húmorinn. Þar var á engan hallað, jákvæðnin réð ferðinni. Þótt leiðirnar á Mel- unum séu ekki langar þá klæddu hjónin sig í skjólföt og gengu með mér heim. Á dimmum vetrar- kvöldum var það vel þegið. Þessir góðu vinir mínir heim- sóttu mig fyrir ekki svo löngu í sveitina mína. Við nutum þess að skoða fegurð Þjórsárdalsins í fal- legu veðri og samverunnar langt frá öllum ys og þys. Þessa er gott að minnast. Áformað var að end- urtaka þetta hið fyrsta, en það varð um seinan. Þótt Guðbjörg hafi tekist á við erfið veikindi í seinni tíð þá skein hennar innri fegurð í gegn til hinstu stundar. Ég þakka forsjón- inni fyrir vinskapinn við hana. Að þekkja hana var mannbætandi. Það var fallegt að sjá hvernig Guðbjartur annaðist hana af alúð þegar mest lá við. Þar sýndi hann svo ekki varð um villst úr hverju hann er gerður. Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar, kæri vinur. Jóhanna Steinþórsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Tómasdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Gunnar Har-aldsson fædd- ist í Reykjavík 15. ágúst 1953. Hann lést á heimili sínu 28. október 2020. Foreldrar hans eru Elín Erlends- dóttir og Haraldur Örn Tómasson sem lést 14. febr- úar 2004. Bræður Gunnars eru Hörð- ur Haraldsson og Trausti Har- aldsson. Börn Gunnars eru: 1) Elín Bubba Gunnarsdóttir, f. 1970 (móðir Andrea Stein- arsdóttir), maki Guðmundur Hrannar Pétursson, dætur þeirra eru: Eva Sólveig, Ásdís Eir, maki Hrannar Heimisson, börn þeirra eru Kári, Erla Margrét. 2) Haraldur Örn Gunnarsson, f. 1973 (móðir Sólveig Victorsdóttir), maki Anna Margrét Gunnarsdóttir, dóttir þeirra er Sólveig Dögg, börn Haraldar með Unni Helgu Ólafsdóttur eru Embla Rut, maki Guðmundur Kort Nikulásson, börn þeirra eru Ronja, Victor Orri og Yngvi maður um íþróttir og fylgdist grannt með öllu sem þar gerð- ist. Hvort sem um var að ræða enskan eða amerískan fótbolta, hafnabolta, tennis, golf eða billiard, maður kom ekki að tómum kofunum hjá honum þegar íþróttir voru annars vegar. Hann var sjálfur efni- legur íþróttamaður, en hann spilaði knattspyrnu með Fram og náði að spila nokkra meist- araflokksleiki með liðinu, enda Frammari frá því í móðurkviði að undanskildum tíma í ÍR þar sem hann spilaði handbolta með meistaraflokki. Gunnar var ekki bara efnilegur í fót- bolta og handbolta heldur var hann einnig frambærilegur golfari, slyngur skákmaður auk þess að vera vel liðtækur bridgespilari. Árið 2006 ferðaðist Gunnar til Svíþjóðar þar sem hann gaf Herði bróður sínum beinmerg, en Hörður var þar til lækninga við hvítblæði. Hann hafði síðastliðin ár glímt við heilsubrest, en virtist undir það síðasta vera að ná nokkrum bata og því kom and- lát hans flestum að óvörum. Útförin fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 17. nóv- ember 2020, kl. 15. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Reyr. 3) Elísabet Kelly Gunn- arsdóttir, f. 1988 (móðir Victoria Ann Kelly), maki Jeremy Wayne Caldwell, barn þeirra er Ryan Odinn, barn El- ísabetar með Þór- ólfi Julian Dags- syni er Olivia Soley. 4) Ava Kelly Gunnarsdóttir, f. 1991 (móðir Victoria Ann Kelly), hún lést árið 2016. Gunnar ólst upp í Álfheim- unum, gekk í Langholtsskóla og seinna Vogaskóla. Hann var vel gefinn og ágætur náms- maður. Hann fetaði í fótspor föður síns og útskrifaðist sem framreiðslumaður 1974 og fékk meistararéttindi árið 2010. Hann vann lengstum á Hótel Sögu, en eftir að hann lét af störfum sem fram- reiðslumaður gekk hann um skeið í starf húsvarðar í skóla, tók að sér starf hjá Símanum og vann sem bifreiðarstjóri. Gunnar var mikill áhuga- Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín dóttir Elín Bubba. Gunnar Haraldsson Guðbjörg Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.