Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 32
Ástralska poppstjarnan Kylie Minogue hefur náð þeim áfanga fyrst kvenna að koma breiðskífu í fyrsta sæti breska plötulistans fimm áratugi í röð, að því er fram kemur á vef dagblaðsins The Guardian. Nýútkomin plata Minogue, Disco, er nú í toppsæti listans og er það fimmtánda hljóðversskífa Minogue. Hún hefur í tvígang náð toppsætinu með safnplötum yfir helstu smelli sína, árið 1992 og 2019, og hinar eru Enjoy Yourself árið 1989, Fever árið 2001, Aphrodite árið 2010 og Golden árið 2018. Velska söngkonan Shirley Bassey setti einnig met í vikunni þegar hún varð fyrst kvenna til að eiga plötu í efstu 40 sæt- um breska plötulistans sjö áratugi í röð en nýjasta plata hennar, I Owe It All to You, er nú í fimmta sæti. Bas- sey er nú 83 ára. Cliff Richard náði svo þeim áfanga í síðustu viku að eiga plötu í efstu fimm sætum listans átta áratugi í röð en hann er nú áttræður. Rich- ard komst fyrst á listann árið 1959. Minogue á toppnum í fimm áratugi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafþór Hilmarsson O’Connor, tölv- unarfræðingur hjá Sensa, heldur úti rás (youtube.com/user/haffi78), þar sem hann safnar saman ýmsum fróðleik um rafmagnsbíla og ekki síst af tegundinni Tesla. Fyrir skömmu hóf hann að streyma frá lífi nýju Teslu-fjölskyldunnar í Árbæn- um og fylgdust yfir 600 manns með henni í beinni útsendingu um helgina. Þegar önnur bylgja kórónuveiru- faraldursins skall á í sumar var tíkin Tesla tveggja ára og orðin nógu gömul fyrir fyrsta got. Vera Svein- björnsdóttir, lögfræðingur í sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- inu og eiginkona Hafþórs, segir að hjónin hafi séð fram á að þurfa að vinna mikið heima um óákveðinn tíma og þar sem Tesla hafi verið að verða lóða hafi verið góður tími til að leyfa henni að eignast hvolpa. Þau hafi fundið rakka í samráði við rækt- andann og tveimur mánuðum síðar, 11. október, hafi fjórir hvolpar fæðst. „Það er góð tala fyrir þessa tegund en þeir geta verið frá einum og upp í sjö,“ segir Vera. Féllu fyrir Coton Fjölskyldan ákvað að fá sér lítinn hund 2012 og þá féllu hjónin fyrir tík af sömu tegund, Coton de Tulear. „Við vorum með ung börn, sem eru sjö ára, 10 og 16 ára núna, vildum fá tegund sem hentaði vel fjölskyld- unni og búsetu í borg og þurfti pass- lega hreyfingu,“ segir Vera um valið. Þau hafi velt fyrir sér svipuðum teg- undum eins og Bison Friese og Maltese, en Coton-hundur hafi verið í húsinu við hliðina og hann hafi gert útslagið. „Þá skráðum við okkur á biðlista og biðum í um það bil ár eftir að fá tík. Tegundin fer ekki úr hár- um, er ofnæmisprófuð. Hundarnir eru sérstaklega þægilegir fyrir fjöl- skyldur, mikill leikur er í þeim og gott að þjálfa þá.“ Fyrri tíkin gaut fimm hvolpum fyrir um fimm árum og fjölskyldan var því reynslunni ríkari nú. „Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í en höfðum ekki fengið tækifæri til þess að fá got fyrr, því maður vill ekki skilja nýfædda hvolpa eftir eina heima,“ segir Vera. Hjónin fengu sér Teslu-rafmagns- bíl fyrir um ári og því var tíkin Tesla fyrr í hús. „Það er tilviljun að hún heitir það sama og bíllinn,“ segir Vera, en til aðgreiningar er farar- tækið nefnt Thundercat á heimilinu. „Nafnið er fengið úr teiknimyndum sem voru mjög vinsælar á Stöð 2 þegar við vorum krakkar,“ segir Hafþór. Hvolparnir hafi líka fengið gælunöfn eftir Teslu-tegundum, Model S, Model 3, model X og Model Y, en það komi í hlut væntanlegra eigenda að gefa þeim nöfn. Hafþór vinnur mikið við að streyma og aðstoða fólk með fjar- fundi hjá Sensa. Í samkomu- takmörkunum vegna veirunnar hafi legið beint við að streyma frá lífi Teslu og hvolpanna. „Venjulega fylgjast kaupendur hvolpa reglulega með því hvernig þeir braggast, koma í heimsókn og skoða þá. Við fundum vel fyrir því hvað mikla hamingju og gleði þessar krúttbombur gefa manni og ákváðum því að streyma frá þeim fyrir alla.“ Hvolparnir mega fara að heiman eftir 6. desember og verður streymt frá þeim eins og hægt er þangað til. Tesla ekki sama og Tesla Nýja Tesla-fjölskyldan Tíkin með hvolpana sem fæddust 11. október.  Streyma Teslu og Model S, Model 3, Model X og Model Y næstu vikur  Bíllinn kallaður Thundercat til aðgreiningar Fjölskyldan Védís Viktoría, Hafþór, Helena, Valtýr og Vera ásamt hundum. ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir og læri- konur hennar í sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristian- stad leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins. Kristianstad var stofnað árið 1998 en Elísabet tók við þjálfun félagsins árið 2009 og var tímabilið í ár hennar tólfta sem þjálfari liðsins. Liðið hafnaði í þriðja sæti deildarinnar og er þetta besti árangur félagsins í efstu deild frá upphafi. Elísabet mun stýra liðinu á komandi leiktíð en óvíst er hvað tekur við hjá henni eftir það. »26 Langþráður draumur að koma Kristianstad í Meistaradeildina ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.