Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði í fyrsta sinn í gær að hann
myndi rýma forsetaskrifstofuna og
Hvíta húsið staðfesti kjörmanna-
fundur Joe Biden sem sigurvegara
bandarísku forsetakosninganna.
Áfram kvartaði Trump þó sáran
undan því sem hann kallaði „hag-
rædd“ úrslit.
Trump hefur freistað þess að fá
úrslitum kosninganna breytt en þess
eru engin dæmi í sögu kosninganna.
Hann neitar enn að játa sig sigraðan
og dreifir enn villandi kenningum
um stolin atkvæði. Efndi hann til
rúmlega 30 dómsmála en þeim var
öllum hafnað eða vísað frá sem til-
hæfulausum.
Erfitt að kyngja ósigri
Trump sagt fyrir svörum á blaða-
mannafundi í fyrsta sinn frá kosn-
ingunum 3. nóvember og virtist þá
hafa færst nær því að sætta sig við
tilhugsunina um að hann myndi ekki
sitja annað kjörtímabil í Hvíta hús-
inu. Biden verður svarinn inn sem
46. forseti Bandaríkjanna 20. janúar
næstkomandi.
„Vissulega geri ég það, og það
veist þú,“ svaraði Trump spurningu
blaðamanns um það hvort hann
muni yfirgefa Hvíta húsið ef kjör-
mennirnir staðfesta sigur Bidens.
„En geri þeir það þá eru það mistök.
Það verður afar erfitt að kyngja því
að þurfa játa sig sigraðan. Ég held
að margt eigi eftir að gerast frá í dag
og fram til 20. janúar,“ sagði Trump.
Kjörmannasamkoman sem úr-
skurðar um nýjan forseta kemur
saman 14. desember til að staðfesta
sigur Bidens sem fékk 306 kjörmenn
í kosningunum 3. nóvember en
Trump 232. Kjörmennirnir fara nær
ætíð að vilja kjósenda og greiða sitt
atkvæði þeim frambjóðanda sem
varð ofan á. Þeim er þó unnt hunsa
vilja kjósenda en í þeim tilvikum
sem það hefur verið gert breytti það
engu um niðurstöðu kosninganna.
„Kosningarnar voru svindl,“ sagði
Trump aftur og án þess að rökstyðja
það neitt á blaðamannafundinum
sem fór fram rétt eftir að forsetinn
hafði átt fjarfundi með fulltrúum
bandaríska heraflans vegna þakkar-
gjörðarhátíðarinnar. Hann lýsti
uppbyggingu og skipulagi kosninga-
kerfisins eins og „þetta væri þriðja
heims ríki.“ Fyrr um daginn tísti
Trump á samfélagsmiðlum að „þetta
væru 100% hagræddar kosningar“.
Biden hefur sagt að Bandaríkja-
menn myndu ekki standa með til-
raunum til að keyra kosningarnar af
sporinu. Hvatti hann landsmenn
sína til að sameinast í viðureigninni
við kórónuveirufaraldurinn, sem
gerðist umfangsmeiri og erfiðari við-
ureignar með degi hverjum. Rúm-
lega 260.000 manns hafa dáið af
völdum kórónuveirunnar í Banda-
ríkjunum og undanfarið hafa 2.000
manns á dag bæst í þann hóp.
Engar sannanir
Stuðningsmenn Trumps, sem er
74 ára, telja að með framkomu sinni
sé hann að gefa til kynna að hann sé
byrjaður að búa sig undir framboð í
forsetakjörinu 2024. Meðal annarra
samsæriskenninga forsetans er að
kosningavélarnar hafi verið af
ásettu ráði verið látnar eyða millj-
ónum atkvæða sem greidd hefðu
verið honum. Sérstök öryggisstofn-
un kosninganna tók ekki undir það,
heldur sagði að kosningarnar fyrir
rúmum þremur vikum hafi verið
þær „öruggustu í sögu Bandaríkj-
anna“.
Trump ráðgerði að fara til
Georgíuríkis í dag og efna þar til
fundar til styrktar tveimur fram-
bjóðendum Repúblikanaflokksins
vegna kosninga um tvö öldunga-
deildarsæti 5. janúar nk. Niðurstaða
þeirra ræður því hvor flokkurinn
ráði öldungadeild Bandaríkjaþings.
Trump segist rýma skrifstofuna
Segja Donald Trump Bandaríkjaforseta byrjaðan að búa sig undir framboð í forsetakjörinu árið 2024
AFP
Bandaríkjaforseti Donald Trump lét sig ekki vanta á golfvöllinn í Sterling í
Virginíuríki í gær. Hér hefur hann heimferð. Völlinn á Trump sjálfur.
Harðneskju lögreglu var mótmælt í París í gær
og um leið lögum sem banna eiga að taka og
dreifa myndum af lögreglu að störfum þar sem
þekkja má andlit laganna varða. „Ykkar vopn
gegn myndavélum okkar,“ segir á skilti l.t.h.
og á öðru er krafist afsagnar innanrík-
isráðherrans Darmanin. Emmanuel Macron
forseti sagði myndir af framgöngu lögregl-
unnar gegn mótmælum um síðustu helgi hafa
hneykslað sig og taka yrði hart á lög-
reglumönnum sem létu kylfur dynja á þeldökk-
um söngvara, Michel Zecler.
AFP
Mótmæla lögreglunni í París
Íranskur kjarneðlisfræðingur, Mohsen Fakhriza-
deh, lést af völdum sára sinna á spítala í borginni
Absard við Teheran eftir að honum var sýnt morð-
tilræði í útjaðri bæjarins í gær. Íranska varnar-
málaráðuneytið sagði „vopnaða hryðjuverka-
menn“ hafa veitt bifreið Fakhrizadeh fyrirsát og
þar hefðu Ísraelar verið að verki.
Fakhrizadeh er sagður hafa særst alvarlega er
árásarmennirnir létu til skarar skríða en til vopn-
aðs bardaga kom milli þeirra og öryggisvarða
kjarneðlisfræðingsins. Íranska sjónvarpið sagði
að Ísraelar hefðu löngum haft horn í síðu Fak-
hrizadeh og Zarif utanríkisráðherra sagði „alvar-
legar vísbendingar“ um aðild þeirra að tilræðinu.
Íranska fréttastofan Tasnim og blaðið Fars,
sem bæði tengjast írönskum öryggisstofnunum
náið, sögðu að „sprengja hryðjuverkamanna“
hefði grandað bílnum og síðan hefði skothríð
þeirra dunið á bifreiðinni.
Fakhrizadeh var yfirmaður rannsóknar- og þró-
unarstofnunar íranska varnarmálaráðuneytisins
og sem slíkur einn helsti kjarnorkuvísindamaður
Írana. Þar sem læknum hefði mistekist að lífga
hann við hefði Fakhrizadeh dáið píslardauða,
sagði í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins.
Mohsen Fakhrizadeh er sagður hafa farið fyrir
rannsóknum þess efnis að smíða kjarnorkuvopn í
Íran en því hafa yfirvöld í Teheran þráfaldlega
neitað. Hann er almennt talinn vera „faðir“ kjarn-
orkusprengjuáætlunar Írana. Hann var eðlisfræ-
ðiprófessor við Imam Hussein-háskólann í Teher-
an.
Mohsen Fakhrizadeh er ekki fyrsti íranski
kjarnorkuvísindamaðurinn sem veginn er í heima-
landinu. Milli áranna 2010 og 2012 voru fjórir stall-
bræður hans launmyrtir í Íran. Kenndu Íranar
Ísraelum um að hafa verið þar að baki.
Hvorki einstaklingur né samtök hafa lýst
sprengjutilræðinu á hendur sér.
Fakhrizadeh var á lista Sameinuðu þjóðanna yf-
ir menn sem sættu alþjóðlegum refsingum og
ferðabanni vegna athafna sinna. Mohammad Ja-
vad Zarif, utanríkisráðherra Írans, fordæmdi
árásina og sagði að um ekkert nema „ríkisrekið
hryðjuverk“ hefði verið að ræða.
Vestrænar leyniþjónustur eru á því að Fak-
hrizadeh hafi stjórnað leynilegri kjarnorkuvopna-
smíði Írana. „Velji Íran einhvern tímann að vopna-
væðast [auðga úran] yrði litið á Fakhrizadeh sem
föður írönsku kjarnorkusprengjunnar,“ sagði
vestrænn stjórnarerindreki við Reuters-fréttstof-
una árið 2014.
Vesturveldunum stendur stuggur af kjarnorku-
áætlun Írana sem eru sagðir hafa aukið auðgun
úrans undanfarin misseri. Það er ómissandi hluti
bæði í raforkuframleiðslu í friðsamlegum tilgangi
og til smíði kjarnorkusprengju. Íranar eru sakaðir
um að hafa safnað 12 sinnum meiri birgðum af
auðguðu úrani en kjarnorkusamningur þeirra og
Vesturlanda kveður á um. Þeir standa fastar en
fótum á því að kjarnorkuáætlun þeirra einskorðist
alfarið við friðsamlegan tilgang.
agas@mbl.is
Kjarneðlisfræðingur drepinn
Ísraelar hafi lengi haft horn í síðu hans Sagður faðir kjarnorkuáætlunar Írans
Norðmenn sam-
þykktu í gær að
framselja mann
sem grunaður er
um að tengjast
tilræði sem kost-
aði sex manns líf-
ið í París 9. ágúst
1982.
Ákvörðunin
var tekin á sér-
stökum ráðherrafundi norsku
stjórnarinnar og er ekki unnt að
áfrýja henni til dómstóla. Verður
henni fullnægt innan tíu daga að
sögn talskonu norsku leyniþjónust-
unnar, PST.
Walid Abdulrahman Abu Zayed
er 61 árs gamall Palestínumaður og
hlaut norskan ríkisborgararétt árið
1977. Frakkar hafa lengi grunað
hann um að vera einn þeirra sem
réðust á Jo Goldenberg-veitinga-
húsið í gyðingahverfi Parísar. Auk
sex sem biðu bana í árásinni særð-
ust 22. Var skuldinni skellt á liðs-
menn Abu Nidal-samtakanna,
klofningshóps úr hinum herskáu
Fatah-samtökum Palestínumanna.
Abu Zayed hefur búið í Noregi frá
1991. Gengur hann þar undir nafn-
inu Osman. Hefur hann haldið fram
sakleysi sínu og kveðst hafa verið í
Mónakó á árásardaginn.
MEINTUR HRYÐJUVERKAMAÐUR
Abu Zayed
Norðmenn framselja
Norskir embættismenn hafa kallað
eftir aðstoð almennings við að upp-
lýsa hvernig á mikilli kertavax-
mengun í mynni Óslóarfjarðar
stendur.
Sömuleiðis er almenningur
hvattur til að hreinsa paraffínvaxið
hvíta. Rune Bergstrøm hjá norsku
strandgæslunni segir að talið sé að
vaxið komi úr báti, en engar til-
kynningar hefðu þó borist um
skipsskaða á sjó.
Rannsóknir á vaxinu hafa leitt í
ljós að hér sé um „hreint“ paraffín
að ræða með lítt rokgjörnu efna-
innihaldi, að sögn Bergstrøm. Pa-
raffínvax er aðallega brúkað til
kertaframleiðslu.
„Jafnvel þótt ekki sé það beinlín-
is eitrað þá er brýnt að hreinsa
þetta upp úr sjónum. Paraffín er
hægðalosandi og gæti því haft
óheppilegar afleiðingar fyrir til
dæmis börn, fugla og þar fram eftir
götunum,“ sagði Bergstrøm í til-
kynningu strandgæslunnar.
agas@mbl.is
NOREGUR
Kertavax veldur
heilabrotum