Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 30
Á dagskrá sjónvarpsstöðvanna er
töluvert um barnaefni.
Auðvitað er margt af
því hreinlega óþol-
andi, eins og við er
að búast. Höf-
undar margs
barnaefnis virðast
halda að börn vilji
helst hávaða, læti og
alls kyns ruddaskap,
en svo eru sem bet-
ur fer aðrir sem
bjóða upp á efni
sem gleður börn og
þá fullorðnu sem fá að
horfa með þeim. Einn
slíkur þáttur var lengi
sýndur í Ríkissjónvarpinu
en hefur nú alllengi verið í
óverðskulduðu fríi. Er ekki
hægt að fá aftur á skjáinn
ljúfu stúlkuna Tillý,
sem eins og vera ber
hélt heimili með kan-
ínu, fíl, krókódíl,
grís og hænu? Ég
og mitt fólk
höldum því fram
að löngu sé tíma-
bært að hefja að
nýju sýningar á þessum
úrvalsþáttum.
Vongóður útvarpsgjaldsgreiðandi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Er hægt að fá Tillý aftur?
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Á árinu 2018 féllu
héraðsdómar í tveimur
málum sem höfðuð
voru af starfandi presti
gegn embætti biskups
Íslands og þjóðkirkj-
unni. Málin sem um
ræðir eru nr. E-3066/
2017 og E-2682/2018 og
er skemmst frá því að
segja að þjóðkirkjan
tapaði báðum málunum
fyrir héraðsdómi. Þá
var umræddur prestur búinn að
stefna þjóðkirkjunni í þriðja málinu
þegar gengið var til samninga við
hann um málalyktir.
Hvað er á seyði innan þjóðkirkj-
unnar sem gerir það að verkum að
prestur sér sig knúinn til að höfða
mál gegn henni hvað eftir annað? Og
hvað gefur það til kynna um þjóð-
kirkjuna þegar hún ítrekað tapar
slíkum málum? Er allt með felldu
innan þjóðkirkjunnar? Er þjóðkirkj-
unni treystandi?
Tvö dómsmál
Umrædd dómsmál eru nokkuð for-
vitnileg vegna þess vitnisburðar sem
þau fela í sér um það siðferði sem
finna má innan þjóðkirkjunnar um
þessar mundir. Upptök málanna
voru þau að upp reis ágreiningur
vegna viðgerða á prestssetrinu á
Staðastað. Var prestsbústaðurinn
þar illa farinn af rakaskemmdum og
myglu og taldi sóknarpresturinn að
ekki hefði verið nægilega vandað til
viðgerða. Leiddu deilurnar um þetta
til þess að biskup Íslands ákvað að
gera breytingu á embættisskipun
prestsins þannig að hann yrði ekki
sóknarprestur á Staðastað heldur
héraðsprestur á Vesturlandi. Þessi
stjórnvaldsákvörðun biskups Íslands
varð tilefni fyrra dómsmálsins. Taldi
biskup að með ákvörðun sinni hefði
presturinn einungis verið færður til í
embætti út þegar gildandi fimm ára
skipunartíma en presturinn taldi að
þar sem hann hefði verið færður í
nýtt embætti tæki við nýr fimm ára
skipunartími. Hafði presturinn betur
fyrir héraðsdómi en
dómsorðið í málinu er
sem hér segir: „Við-
urkennt er að að-
alstefnda, biskupi Ís-
lands, sé skylt að gefa
út erindisbréf stefn-
anda til handa í emb-
ætti héraðsprests í
Vesturlandsprófasts-
dæmi með gildistíma
frá 1. júlí 2017 til 30.
júní 2022.“
Dómur þessi féll hinn
14. maí 2018 en rúmum
tveimur vikum síðar,
hinn 30. maí 2018, barst prestinum
bréf biskups Íslands þar sem honum
var tilkynnt að hið nýja embætti hans
yrði lagt niður hinn 31. maí 2018, þ.e.
daginn eftir. Er vert að staldra við
þessa óvenjulegu og óvægnu ákvörð-
un biskups Íslands og velta fyrir sér
því siðferðisþreki sem að baki býr.
Vegna niðurlagningar embættisins
þurfti presturinn að höfða nýtt dóms-
mál. Í málatilbúnaði hans var m.a.
bent á að ákvörðun biskups um nið-
urlagningu embættis væri í andstöðu
við bindandi niðurstöðu héraðsdóms
og að stjórnvald gæti ekki tekið
ákvörðun sem væri beinlínis ætlað að
ógilda dóma. Þá var bent á að engar
efnislegar forsendur væru fyrir
ákvörðun biskups um niðurlagningu
auk þess sem hún væri í ósamræmi
við fyrri málflutningsyfirlýsingar
hans. Til viðbótar var svo bent á al-
varlega annmarka eins og brot á and-
mælarétti og rannsóknarreglu, sem
eru meðal meginreglna stjórn-
sýslulaga. Dómsorðið fól í sér eft-
irfarandi: „Viðurkennd er bótaskylda
stefnda, embættis biskups Íslands,
gagnvart stefnanda vegna ákvörð-
unar stefnda um að leggja niður
embætti stefnanda sem héraðsprests
í Vesturlandsprófastsdæmi hjá ís-
lensku þjóðkirkjunni.“
Það er ekki ætlun þess sem hér rit-
ar að stuðla að lagaþrætum um þessi
mál heldur einungis að staldra við
siðferðisþáttinn. Biskup Íslands
verður undir í dómsmáli og grípur þá
til þess ráðs í flýti að leggja niður ný-
stofnað embætti prestsins, sem hafði
betur gegn honum í dómsmálinu. Í
framhaldinu höfðar presturinn annað
dómsmál á hendur biskupi vegna nið-
urlagningar embættisins og hefur
aftur betur. Er bótaskylda lögð á
hendur biskupi, sem situr uppi með
þá dóma að hafa ítrekað tekið ólög-
mætar ákvarðanir, auk þess sem
ástæða er til að óttast að geðþótti, ef
ekki hefndarþorsti, hafi ráðið för við
ákvarðanatökurnar.
Biskup á ekki að
vera deilugjarn
Í Tímóteusarbréfum Nýja testa-
mentisins er sérstaklega tekið fram
um biskupa að þeir eigi ekki að vera
„deilugjarnir“ og ekki „fégráðugir“
en þess í stað skuli þeir „stunda rétt-
læti, guðrækni, trú, kærleika, stöð-
uglyndi og hógværð“. Í sömu bréfum
er á það bent að „sá sem keppir í
íþróttum fær ekki sigursveiginn
nema hann keppi löglega“. Þá segir
þar enn fremur: „Syndirnar hjá sum-
um mönnum blasa við áður en til
dóms kemur en hjá öðrum koma þær
síðar í ljós.“
Ekki verður fram hjá því horft að
málflutningur biskups Íslands í um-
ræddum dómsmálum felur í sér vitn-
isburð sem óhjákvæmilega vekur
ýmsar spurningar. Þá eru þessi
dómsmál ekki síst umhugsunarverð í
ljósi þeirra breytinga sem fram und-
an eru á lagaumhverfi þjóðkirkj-
unnar en þar mun starfsumhverfi
presta ekki njóta sömu lagaverndar
og presturinn á Staðastað hafði, þar
sem ráðningarsamband þeirra mun
framvegis heyra beint undir biskup
Íslands, sem efast má um að valdi
verkefninu eins og sakir standa.
Sigursveiginn fær
sá sem keppir löglega
Eftir Kristin Jens
Sigurþórsson » „Er vert að staldra
við þessa óvenjulegu
og óvægnu ákvörðun
biskups Íslands og velta
fyrir sér því siðferðis-
þreki sem að baki býr?“
Kristinn Jens
Sigurþórsson
Höfundur er síðasti sóknarpresturinn
sem sat Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd.
Varaþingmaðurinn
Teitur Björn Einarsson
hefur svarað grein
minni sem birtist hér í
Morgunblaðinu 7. nóv-
ember með tveimur
svargreinum birtum á
sama stað 11. og 14. nóv-
ember. Ein dugði ekki.
Í niðurlagi hinnar
fyrri greinar er að finna
athugasemd um að ég sé
mótfallinn vísindalegum
rannsóknum. Varaþingmaðurinn er
enn á villigötum. Í svargrein minni
frá 7. nóvember vakti ég athygli á
því að niðurstöður vísindalegra
rannsókna stjórnvalda tækju mið af
þeim forsendum sem þeim eru lagð-
ar til grundvallar. Ég benti á að
margar vísindalegar rannsóknir
gæfu til kynna að nálægð sjókvía við
ár með villtum laxi væri einhver
stærsti áhrifaþátturinn í áhættumati
á erfðablöndun við villta laxastofna.
Ég benti líka á að vísindalegar rann-
sóknir myndu eflaust leiða til þess
að banna bæri fiskeldi í Eyjafirði og
að bæði Hafrannsóknastofnun og
Fiskistofa styddu hugmyndir ráð-
herra um að friða fjörðinn. Þá benti
ég á að stundum færu vísindalegar
niðurstöður í bága við lög.
Að velja sér þóknanleg vísindi
Varaþingmaðurinn brigslar mér
engu að síður um að vera mótfallinn
vísindum og skrifar um það heila
grein sem birtist í Morgunblaðinu
14. nóvember. Hann virðist ekki átta
sig á því að stundum ganga vísinda-
legar niðurstöður hver gegn annarri.
Hann virðist heldur ekki átta sig á
því að eitt helsta einkenni vísinda er
sífelld endurskoðun vísindalegra
niðurstaðna. Sem dæmi má nefna að
sérstök nefnd vísindamanna, skipuð
af ráðherra, komst nýverið að þeirri
niðurstöðu í skýrslu sem kynnt hef-
ur verið á Alþingi að áhættumat
Hafrannsóknastofnunar um erfða-
blöndun hefði fjölmarga annmarka.
Til dæmis væri í því ekki tekið nægj-
anlegt tillit til áhrifa fiskeldis á um-
hverfið, vöktunaraðgerðir væru
„takmarkaðar að umfangi“ og
„ábótavant“ og umhverfislegri sjálf-
bærni væri lítill gaumur gefinn. Þá
kemur fram í skýrslunni að ákvörð-
un Hafrannsóknastofnunar um að
taka ekki litla villta hrygning-
arstofna með í áhættumatinu muni
hafa líffræðilegar afleiðingar.
Áhættumat Hafrannsóknastofnunar
var engu að síður vísindalegt og lagt
til grundvallar frekari útþenslu sjó-
kvíaeldis á Íslandi. Rýni annarra vís-
indamanna á aðferðafræði Hafrann-
sóknastofnunar leiddi hins vegar í
ljós annmarka á áhættumatinu. Í
þessu tilviki liggja fyrir vísindalegar
niðurstöður sem ber ekki að sama
brunni. Stjórnvöld byggja fiskeld-
isstefnu sína til næstu
ára á þeirri niðurstöðu
sem gengur nær nátt-
úrunni. Umræða um
vísindi dregur nefni-
lega oft dám af við-
horfum og hagsmunum
þeirra sem hafa völd –
eða seilast eftir völdum
– og þeir hafa tilhneig-
ingu til þess að halla
sér frekar að vísinda-
legum niðurstöðum
sem eru þeim þókn-
anlegar.
Þau vísindi sem varaþingmann-
inum verður svo tíðrætt um fela ekki
í sér endanlega niðurstöðu. Hug-
myndir hans um það eru var-
hugaverðar.
Gegn hagsmunum
í kjördæminu
Þrátt fyrir löng skrif um lögfræði
hefur varaþingmanninum, sem jafn-
framt titlar sig lögmann, láðst að
leiðrétta rangfærslur sem komu
fram í grein hans þann 2. nóvember.
Þar var því haldið fram að auglýsing
um friðun hafsvæða fyrir fiskeldi
hefði ekkert gildi. Þvert á móti
ítrekar hann þetta sjónarmið í grein
um vísindi frá 14. nóvember. Gildi
auglýsingarinnar er auðvitað ótví-
rætt. Hún byggist á lagaheimild sem
áður var í lögum um lax- og silungs-
veiði en hefur verið í lögum um fisk-
eldi síðan árið 2006. Í þessu tilviki
hefur varaþingmaðurinn ekki notað
rétta aðferð til þess að komast að
niðurstöðu.
Það er ekki ljóst hvaða tilgangi
allur þessi málflutningur varaþing-
mannsins gegnir en hann bendir til
þess að varaþingmaðurinn hafi hug-
myndir um að honum geti þótt skyn-
samlegt að stunda laxeldi í sjókvíum
í Faxaflóa, Breiðafirði, Húnaflóa,
Skagafirði, Skjálfanda, Þistilfirði,
Vopnafirði og Bakkafirði, en almenn
sátt hefur ríkt um friðun þessara
svæða fyrir eldisiðnaði í hartnær tvo
áratugi.
Varaþingmaðurinn virðist ætla að
slá tóninn fyrir prófkjörsbaráttu
sína með því að stökkva um borð hjá
fiskeldisfyrirtækjunum. Honum er
það frjálst en vert er fyrir hann að
hafa í huga að kjósendur í hans kjör-
dæmi byggja margir afkomu sína á
stangveiðum.
Varhugaverðar
hugmyndir
varaþingmanns
Eftir Elías Blöndal
Guðjónsson
Elías Blöndal
Guðjónsson
» Þau vísindi sem
varaþingmanninum
verður svo tíðrætt um
fela ekki í sér endanlega
niðurstöðu. Hugmyndir
hans um það eru var-
hugaverðar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands veiðifélaga.