Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 33

Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 33
MINNINGAR 33 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Magnea, jafn- aldra mín og sam- starfsmaður, hefði orðið 51 árs í dag. Ég kynntist Magn- eu fyrst í Fjölbrautaskóla Suður- nesja þar sem við stunduðum báðar nám til stúdentsprófs. Við útskrifuðumst saman í desember 1988 og ég man þegar Magnea var kölluð upp og hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í tungumálum. Ég hafði alltaf vit- að af Magneu fyrir tíma okkar saman í FS enda var mikill sam- gangur á milli 1969-árganganna úr Njarðvík og Keflavík. Og Magnea var áberandi í sínum ár- gangi með sitt fallega, síða rauða hár. Það var svo ekki fyrr en haust- ið 2012 sem leiðir okkar lágu aft- ur saman. Þá hóf ég störf sem skólastjóri Akurskóla en Magnea hafði starfað við skólann frá 2010. Magnea kenndi aðallega íslensku og dönsku á unglingastigi og var einnig umsjónarkennari um tíma. Magnea snerti líf fjölmarga nem- anda í Innri-Njarðvík. Hún var farsæll kennari sem miðlaði af Magnea Ólafsdóttir ✝ Magnea Ólafs-dóttir fæddist 28. nóvember 1969. Hún lést 6. júlí 2020. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. sinni miklu þekk- ingu á frjóan og skemmtilegan hátt. Hún átti góða vini í skólanum sem hún treysti og oft var mikill hlátur í hópn- um þar sem Magnea var. Hún var svo mikill húmoristi þó hún hefði ekki manna hæst eða reytti af sér brand- arana. Hennar grín var svo sjálfsprottið, átti alltaf svo vel við og var alltaf svo settlegt og pent. Dóttir Magneu, Sara, gekk í Akurskóla og var yndislegt að fylgjast með sambandi þeirra mæðgna og fá að fylgjast með Söru vaxa úr grasi og verða að sjálfstæðri ungri konu. Sara var augasteinn Magneu og þær höfðu búið sér gott líf í bænum. Magnea var í veikindaleyfi frá störfum sínum sl. skólaár en stefndi á að koma aftur til vinnu um leið og heilsan leyfði. Hún veiktist síðan alvarlega 19. júní og lést á Landspítalanum 6. júlí. Magneu verður sárt saknað af nemendum og starfsmönnum Akurskóla. Söru, foreldrum og öðrum að- standendum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna Akur- skóla, Sigurbjörg Róbertsdóttir. ÁSKIRKJA | Tónlist, ritningarorð og morgun- hugvekja flutt á heimasíðu kirkjunnar; askirkja.is, kl. 9.30 á sunnudögum og fimmtudögum. Almennar sunnudagsguðsþjónustur í Áskirkju falla niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19-veirufaraldursins. Prestur og djákni Ássafnaðar eru til viðtals eftir samkomulagi í síma Áskirkju, 588 8870. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Streymi kl. 11 frá guðsþjónustu á www.breidholtskirkja.is og á: Breiðholtskirkja | Facebook. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Org- anisti er Örn Magnússon. Sjö stúlkur syngja og kveikja á aðventukransinum. Einsöngur Bergþóra Linda Ægisdóttir. Streymi kl. 14 frá Alþjóðlega söfn- uðinum á www.breidholtskirkja/english og á: Int- ernational Congregation of National Church of Ice- land | Facebook. Prestur er Toshiki Toma. GRAFARVOGSKIRKJA | Fyrsta sunnudag í að- ventu 29. nóvember verður streymt aðventuhátíð á facebooksíðu Grafarvogskirkju. Streymið hefst kl. 17. Prestar kirkjunnar þjóna. Steinunn Ása Þor- valdsdóttir flytur hugvekju. Kórfélagar syngja óska- sálma jólanna við undirleik Hákonar Leifssonar og Hilmars Arnar Agnarssonar. Barnakór Grafarvogs- kirkju flytur nokkur lög. Stjórnandi barnakórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir. GRENSÁSKIRKJA | Nethelgistund í tilefni aðvent- unnar á grensaskirkja.is og kirkja.is, einnig á FB- síðum kirknanna og youtuberásinni Fossvogs- prestakall: Nemendur úr Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík spila og syngja aðventu- og jólatónlist. Meðleikari er Ásta Haraldsdóttir. Sr. María G. Ágústsdóttir og Daníel Ágúst Gautason djákni þjóna. Kyrrðarstund er send út í þriðjudagshádegi ásamt núvitundarstund síðdegis á fimmtudegi, hug- vekjum og sunnudagaskólanum. HALLGRÍMSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. á fyrsta sunnudegi í aðventu. LANGHOLTSKIRKJA | Aðventusamvera á Lang- holtinu kl. 17 fyrsta sunnudag í aðventu. Safnast verður saman fyrir utan Langholtskirkju kl. 17. Lúðrasveitin Svanur leikur og Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar org- anista. Magnús mun einnig leiða viðstadda í söng, söngtextar inni á fésbókarsíðu Langholts- kirkju. Munum sóttvarnareglur, mætum vel klædd. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi kl. 11 á fésbókarsíðu kirkjunnar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Guðrún Lóa Jóns- dóttir syngur. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Ólafur Egilsson og Sigurður Júlíus Grét- arsson lesa ritningarlestra. Elísabet Bjarnadóttir les bænir. Þorsteinn Þorsteinsson les Aðventu eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Sveinn Bjarki Tómasson er tæknimaður. Bænastund í streymi á facebooksíðu Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 12. ORÐ DAGSINS: Köllun Leví (Lúk. 5) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ísafjarðarkirkja ✝ Kristján Grantbifreiðastjóri fæddist 9. júlí 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 15. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru Ellen Dyrga- ard Grant, f. 5. ágúst 1911 í Dan- mörku, d. 17. nóv- ember 1983, og Karl J. Grant, f. 10. janúar 1905, d. 31. ágúst 1976. Systkini Kristjáns: Erna Grant, f. 1935, látin, Bryndís Grant, f. 1939, látin, Ásgeir F. Grant, f. 1945, býr í Danmörku, og Einar Örn Grant, f. 1949, býr á Ak- ureyri. Eiginkona Krist- jáns er Anna Árna- dóttir, börn þeirra: Karl Grant, f. 1963, Árni Grant, f. 1966, og Anna Kristín Grant, f. 1967. Börn Kristjáns fyrir hjónaband eru Pétur Kristjánsson, f. 1955, og Ellen Sigurðardóttir, f. 1962. Útförin fer fram í kyrrþey. Þann 15. nóvember sl. lést á heimili sínu Kristján Grant bif- reiðarstjóri. Kristján var borinn og barnfæddur Akureyringur og bjó alla tíð á Akureyri. Hann ólst upp á eyrinni og gekk snemma til allra verka, enda vinnusamur alla ævina. Hann var einn af fyrstu mönnum til að eignast vél- sleða og var í hópi sem um margra ára skeið ferðaðist víða um fjöll yfir vetrartímann. Við sem stóðum að hópi þessum byggðum m.a. fjallaskálann Landakot sem oft var gististaður okkar í fjallaferðum. Mörg eru þau kvöldin sem í hugum okkar geyma dýrmætar minningar og ekki síst sögurnar hans Krist- jáns en hann hafði frá mörgu að segja. Hann var skemmtilegur sögumaður og skreytti oft sög- una með leikrænum tilburðum. Ævistarf hans hafði verið tengt ferðalögum enda starf hans að vera bifreiðarstjóri bæði á eigin bifreið eða hjá öðrum. Í fjalla- ferðunum var hann oftast í for- ystu og var ótrúlega ratvís enda voru þá ekki komin siglingatæki nútímans. Kristján hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var óhræddur við að tjá sig um málefnin. Við ferðafélagar hans á fjöllum viljum með þess- um fáeinum línum kveðja góðan vin og félaga. Við vottum eig- inkonu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Þorsteinn Pétursson. Kristján Grant Í dag kveðjum við Elsu E. Sigur- finnsdóttur, sam- starfskonu og vin- konu til margra ára. Elsa var stolt og samviskusöm í störfum sínum sem sjúkraliði og sinnti starfi sínu af fagmennsku og natni. Hún naut sín vel í starfi, var frábær leiðbeinandi og vin- sæl meðal nema. Elsa átti tvær dætur, þær Dagnýju og Sóley, sem hún tal- aði um af mikilli hlýju. Þær áttu greinilega fallegt og gott mæðgnasamband. Elsa greindist fyrir fjórum ár- um með erfiðan sjúkdóm. Það var ekki annað hægt en að dást að hennar baráttu og dugnaði við þennan óboðna gest en hugur hennar stefndi alltaf að því að koma aftur til vinnu. Það er með miklum trega og söknuði sem við kveðjum þessa góðu konu. Dætrum hennar, tengdasyni, barnabörnum, vini, foreldrum og systur sendum við innilegar samúðarkveðjur. Með þessum fáu orðum viljum við þakka þér samfylgdina á lífs- leiðinni. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fyrrverandi og núverandi Elsa Ester Sigurfinnsdóttir ✝ Elsa Ester Sig-urfinnsdóttir fæddist 2. janúar 1963. Hún lést 7. nóvember 2020. Útför Elsu fór fram 27. nóvember 2020. starfsmenn B-2 taugalækninga- deild, Sigríður Magnúsdóttir. Lífið gefur og líf- ið tekur. Það þekkti Elsa betur en við flest enda lengst af sjúkraliði á Vífils- stöðum og Borgar- spítala við góðan orðstír. Ýmsir eiginleikar Elsu hafa án efa komið sér vel á þeim vettvangi. Elsa átti þær Dagnýju og Sól- eyju og tvær ungar ömmustelp- ur. „Jæja, það er best að byrja að prjóna“ sagði Elsa við mig í fyrra þegar von var á þeirri yngri. Við Elsa kynntumst í gegnum dætur okkar sem voru í sama bekk í Hlíðaskóla frá 7 ára aldri. Góð vinátta myndaðist og margar góðar samverustundir með stelpunum. Elsa var einstök, sterk, jarð- bundin, traust og hafði fallega framkomu. Myndarskapur, gest- risni og skagfirsk skemmtileg- heit einkenndu Elsu. Segja má að við Elsa höfum endurkynnst, þegar við greind- umst báðar með krabbamein um svipað leyti. Ferli Elsu var því miður óvenjuerfitt, margir upp- skurðir, fjöldi meðferða innan- lands og utan. Inn á milli birti yfir og Elsa geislaði af gleði og bjartsýni. Dæturnar gáfu henni mjög mikinn styrk. Við Elsa nut- um báðar þjónustu Ljóssins. Sóttum þar ýmsa fræðslu og námskeið, fórum svo í bútasaum til skemmtunar. Þá sáust vel óaðfinnanleg vinnubrögð Elsu. Fórum saman með dætrunum í jólahlaðborð Ljóssins sem haldið var á fínu hóteli. Við Elsa fórum líka í high tea með Ljósakonum. Elsa var þá eins og oft áður, svo fín og flott, eins og klippt út úr tískublaði. Það sást sko ekki hvað hún var að ganga í gegn- um, hetjan. En eitt sinn í Ljósinu var Elsu við brugðið, hún var á leið í erfiða aðgerð tveimur dögum síðar. Hvað gat ég gert? Jú, boðið henni í óvissuferð síðdegis og hún þáði það. Við sátum í sólinni, við sjó, grænt gras og gróður, gott spjall og veitingar. Þegar við kvöddumst var Elsa á ný orðin glöð í bragði og sjálfri sér lík. Mér þykir svo vænt um þessa minningu, því hún sagði mér að allt hefði gengið svo vel. Næstu vikur birti aldeilis yfir og betri tímar tóku við þar sem Elsa naut lífsins. Í fyrravetur lækkuðu svo blóðgildin og Elsa var leið því hún komst ekki í þá lyfjameð- ferð sem nauðsynleg var. Nú voru góð ráð dýr en við ákváðum að hún myndi prófa ís- lensku kjötsúpuna í ríflegu magni. Viti menn, glöð í bragði hringdi Elsa nokkrum dögum seinna og þá var lyfjagjöfin yf- irstaðin. Það gladdi mig mjög og aftur birti yfir um tíma en í sumar tók svo við strangt ferli en góðir tímar á milli. Við Sóley dóttir mín litum við hjá Elsu í haust, þá var hún hress og kát. En skjótt skipast veður í lofti og við Elsa munum því miður ekki oftar njóta sólar saman hér á jörð. Er þess þó fullviss að í dag er Elsa þar sem ljósið skín. Okkar dýpstu samúðarkveðj- ur til dætra Elsu og aðstand- enda allra. Þórdís Leifsdóttir og Sóley Jónsdóttir. Elsku Elsa mín. Nú er hetju- legri baráttu þinni lokið elsku vinkona. Minningin um þig mun ávallt lifa hjá mér. Þú varst fyr- irmynd mín, ekki bara sem frá- bær sjúkraliði og minn mentor heldur sem yndisleg, óeigin- gjörn, hjálpsöm og jákvæð vin- kona og góð manneskja. Í bar- áttunni og veikindum þínum varstu alltaf jákvæð og bjartsýn alveg sama hvað, aldrei heyrði ég þig kvarta. Elsku Elsa mín, í draumalandinu mun einhver um- vefja þig örmum og passa vel upp á þig eins og þú passaðir vel upp á aðra. Ég mun þakka fyrir það á hverjum degi að hafa feng- ið að kynnast þér og ég mun hugsa til þín og þinna með hlý- hug. Elsku Elsa mín, takk fyrir sólskinið sem þú færðir mér inn í líf mitt alltaf þegar við hittumst. Þín vinkona, Linda Dröfn. Kær vinkona er fallin frá og rífur það í hjartað að vita að gleðigjafinn hún Elsa okkar fái ekki að fylgja litlu ömmusnúll- unum sínum, þeim Maríu Ósk og Elsu Rós, og yndislegu dætrun- um, þeim Dagnýju Björk og Sól- ey Ósk, inn í fallega framtíðina. Svo óendanlega sárt en Elsa mun áfram fylgjast vel með sín- um trúi ég og munu ljúfar minn- ingarnar um yndislega móður og ömmu, kæra dóttur, systur og unnustu vonandi ná að verma í sorginni og lýsa ykkur veginn á nýrri vegferð. Elsa, sem ávallt var svo traust, heilsteypt, dríf- andi og dugleg, auðgaði lífssýn okkar sem fengum að njóta sam- skipta við hana í leik og starfi og einnig mun dillandi hláturinn og glettnin sem náði svo fallega til augnanna fylgja okkur um ókomin ár. Elsa mín elskuleg, hvíl í friði, við munum hlúa að elskunum þínum. Bróðurdætur mínar ljúfu, Dagný Björk og Sóley Ósk, hug- urinn er hjá ykkur og fólkinu ykkar og biðjum við þess að framtíðin reynist ykkur afar björt og gæfurík. Gott er til þess að vita að yndismolarnir ykkar litlu veita ómælda gleði og yl í hug og hjarta og munu létta ykkur lífið á þessum erfiðu tím- um. Jóhanna Harðardóttir og fjölskylda. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.