Morgunblaðið - 28.11.2020, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
✝ Úlfar Hild-ingur Nathana-
elsson fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1932. Hann and-
aðist á heimili sínu
4. nóvember 2020.
Móðir hans var Ída
Pétursdóttir Bjarn-
arson kennari, f.
22.11. 1889, d. 8.12.
1982. Ída var dóttir
Hildar Amalíu Kar-
ólínu Sigurðardóttur en Sæunn
móðir hennar var dóttir sr. Þor-
leifs Jónssonar, prófasts í
Hvammi í Dölum, og konu hans
Þorbjargar Hálfdánardóttur
prests á Mosfelli. Faðir Ídu var
Pétur Magnús Bjarnarson, son-
ur Stefáns Bjarnarsonar, sýslu-
manns m.a. á Ísafirði, og konu
hans Karenar Emilie Bjarn-
arson. Faðir Úlfars var Nat-
hanael Mósesson, útgerðar- og
kaupmaður á Þingeyri, f. 14.4.
1878, d. 23.3. 1964. Hálfsystkini
Úlfars í föðurætt voru Kristinn
Ágúst vélfræðingur, f. 1917, d.
2003, Valdimar Viggó íþrótta-
kennari, f. 1903. d. 1998, og
Kristín húsmóðir, f. 1917, d.
2012.
Hinn 17. júlí 1953 kvæntist
Úlfar Ásdísi Erlingsdóttur sund-
kennara, f. 17.4. 1926, d. 17.1.
2016. Foreldrar hennar voru
Erlingur Pálsson yfirlög-
28.11. 1960, flugvirki. Maki
Sandra Callan kennari. Börn: a)
Avalon Nicole. b) Sabra Ásdís. c)
Sæfinna. 6) Ólafur Helgi, f. 25.6.
1963, markaðsfræðingur. Fyrr-
verandi maki Helga Gunn-
arsdóttir. Börn þeirra: a) Sara
Hrund. b) Gunnar Helgi. Maki
Anna Jóna Svavarsdóttir. Börn
þeirra a) Guðjón. b) Egill. c)
Anna Liv. d) Sólveig. 7) Erlingur
Pétur, f. 5.8. 1970, fram-
kvæmdastjóri. Maki Lilja Krist-
ín Gunnarsdóttir ljósmyndari.
Börn: a) Kristín Júlía. b) Róbert
Ísak. c) Ásdís.
Úlfar ólst upp hjá móður sinni
á Þingeyri við Dýrafjörð á um-
brotatímum stríðsáranna. Hann
hleypti heimdraganum 16 ára
gamall og hóf nám við Versl-
unarskóla Íslands í upphafi árs
1949. Um sumarið bauðst hon-
um vinna og starfsnám í skóg-
rækt á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Var þar lagður grunnur að ævi-
langri ástríðu Úlfars fyrir skóg-
og garðrækt. Löngun og lífs-
markmið Úlfars um að verða
kaupmaður vó þó þyngra. Hann
lauk verslunarskólaprófi vorið
1952 og gerði verslun og við-
skipti að ævistarfi sínu.
Úlfar og Ásdís reistu sér
heimili í Mávanesi 2 í Garðabæ.
Síðar á ævinni dvöldu þau lang-
dvölum í Bandaríkjunum í nánd
við syni sína, Þorstein og Pétur.
Heimili þeirra síðustu æviárin
var á Barðastöðum 7 í Graf-
arvogi.
Útför Úlfars fór fram í kyrr-
þey frá Grafarvogskirkju 26.
nóvember 2020.
regluþjónn í
Reykjavík, f. 3. nóv.
1895 á Árhrauni í
Árnessýslu, d. 22.
okt. 1966, og Sig-
ríður Sigurðar-
dóttir, f. 25. júlí
1896 á Hörgslandi í
V-Skaftafellssýslu,
d. 31. ág. 1974.
Börn Ásdísar og
Úlfars: 1) Sigríður
Ída, f. 9.10. 1953,
búfræðingur. Maki Jogesh Mah-
anti prófessor, f. 26.12. 1938, d.
23.12. 1998. Börn: a) Hildingur
D.C. b) Ásberg N.C. 2) Úlfhildur
Sigríður bankastarfsmaður, f.
11.11. 1954. Maki Marteinn
Steinar Jónsson sálfræðingur.
Börn: a) Úlfar Hildingur. b)
Steinar Ágúst. 3) Ólöf Pálína
kennari, f. 18.10. 1956. Maki
Anton Ingimarsson verslunar-
stjóri, f. 11.8. 1959, d. 31.8. 2011.
Börn: a) Úlfar Snæbjörn, faðir
Magnús Árnason. b) Ingimar
Hrafn Antonsson. Fyrir átti Ant-
on Elvu Rut. 4) Petrína Sæunn,
f. 23.12. 1958, hagfræðingur.
Maki Eiríkur Jónsson ritstjóri.
Börn: a) Ásdís, faðir Kjartan
Georg Gunnarsson. b) Björn Er-
lingur Flóki, faðir Björn Logi Ís-
foss. Stjúpbörn Petrínu eru:
Hanna, Baldur og Lovísa Eiríks-
börn og Brynhildur S. Björns-
dóttir. 5) Þorsteinn Erlingur, f.
Að kveðja pabba minn nú er
sárt því engan mann í veröldinni
virti ég og dáði meir en hann.
„Elsku besti pabbi minn, alltaf
besti vinur minn,“ sagði ég dag-
lega við hann síðustu æviár hans.
Og hann svaraði mér á sinn ein-
staka hátt sem verður bara á
milli okkar.
Pabbi ólst upp á Þingeyri við
Dýrafjörð hjá mömmu sinni sem
var kennslukona á Þingeyri. Hún
passaði einkabarnið sitt mjög vel
og þurfti hann að fara í háttinn á
hverju kvöldi klukkan átta þótt
vinir hans hafi fengið að vera
áfram úti að leika. Á hverju
sumri þegar amma var hætt
kennslu eftir skólaárið tók hún
drenginn sinn með til Reykjavík-
ur þar sem þau gistu hjá vinkon-
um hennar. Var þá margt brallað
hjá stráknum.
Pabbi flytur síðan 16 ára gam-
all til Reykjavíkur til að stunda
nám við Verslunarskóla Íslands.
Þar byrjar nýtt líf. Hann fluttur
til höfuðstaðarins og er fljótlega
farið að kalla hann greifann að
vestan sakir glæsileika, persónu-
töfra og ætternis.
Pabbi var margbrotinn per-
sónuleiki. Hugrekki hans og
áræði var magnað þegar hann
byrjaði 23 ára gamall að byggja
risahús, Brekkulæk 1 í Reykja-
vík, með fjármagn sem dugði að-
eins tæplega fyrir grunninum að
húsinu. En hann kláraði verkið
eins og annað. Upp var risin
verslunarmiðstöð með mjólkur-
búð, fiskbúð, matvörubúð og
sjoppu. Á efri hæðum voru íbúðir
til útleigu og þar fékk móðir hans
auðvitað stærstu íbúðina. Þar lét
hann ekki við sitja heldur hóf að
byggja glæsilegt einbýlishús á
Arnarnesi og var þar meðal
frumbyggja. Ég man gleðina og
tilhlökkunina þegar við fluttum í
Arnarnesið árið 1964, fuglar
sungu í túni, berin uxu villt við
bæjarlækinn og svo fjaran með
öllum sínum skeljum og kuðung-
um, heilt haf rétt við dyrnar.
Seinna byggði hann sundlaug í
garðinum fyrir mömmu og sagð-
ist hann með því sýna ást sína á
henni því hún væri sunddrottn-
ingin hans.
Í öllu sínu veraldarvafstri háði
pabbi nokkrar orrustur sem voru
misalvarlegar. En þá sýndi hann
hvaða mann hann hafði að
geyma. Aldrei bar hann kala til
óvildarmanna sinna; hann hristi
þá og orð þeirra af sér líkt og
kusk á kraga og hélt áfram veg-
inn.
Stundum þurfti ekki nema eitt
blik í auga og ég vissi hvað hann
ætlaði að segja. Nærvera hans
var gefandi og þegar ég var lítil
sóttist ég eftir að vera hjá hon-
um, fara með honum á kvöldin
þegar hann þurfti að stússa. Sát-
um við þá tvö í ameríska bílnum
hans og hann sagði mér sögur á
leiðinni. Svo fórum við í heim-
sókn og þá fékk ég að sjá pabba í
hlutverki viðskiptamannsins,
sagnameistarans og gleðigjafans
með öðru fólki utan fjölskyldunn-
ar. Þessar minningar eru með
því dýrmætasta sem ég á.
„Elsku besti pabbi minn, alltaf
besti vinur minn.“ Hjartað er
fullt af fallegum minningum. Nú
ertu farinn til mömmu en ástin
þín eina hefur beðið eftir þér í
fjögur ár. Nú haldið þið áfram
ykkar ástargaldri sem var og
verður alltaf máttugur og eilífur.
Þín
Petrína Sæunn (Peta).
Elskulegur faðir minn Úlfar
er látinn. Hann vissi í hvað
stefndi og nýtti vel tímann með
okkur fjölskyldunni. Minnist ég
sérstaklega ferðarinnar á Þing-
eyri nú í ágúst. Frá því ég man
eftir mér var faðir minn um-
hyggjusamur og hélt þétt utan
um okkur systkinin. Þótt hann
ætti sjö börn var ekkert óyfir-
stíganlegt fyrir honum. Hann
hvatti okkur öll til mennta og að
eiga okkur markmið í lífinu.
Sjálfur var faðir minn einbirni og
ólst upp hjá móður sinni Ídu Pét-
ursdóttur Bjarnarson, sem var
kennari á Þingeyri. Pabbi ólst
þar upp og gekk þar í barnaskól-
ann og síðan í Núpsskóla. Síðan
flutti hann til Reykjavíkur og fór
í Verslunarskólann og lauk það-
an verslunarprófi. Faðir minn
hafði ákveðið í samráði við tvo fé-
laga sína að þeir flyttu saman til
Ameríku um haustið 1952. Hann
þá aftur til Þingeyrar að vinna
sér fyrir ferðinni og fékk vinnu
við að mála þak á verslunarhúsi
Kaupfélags Dýrfirðinga. Þá vildi
svo til að móðir mín og frænka
hennar komu til Þingeyrar það
sumar. Lýsingin á upphafi þeirra
sambands sem varaði í 64 ár var
á þá leið að faðir minn var uppi á
þaki að vinna. Mamma var á
göngu framhjá verslunarhús-
næðinu og leit upp og þar byrjaði
ástin í lífi þeirra. Faðir minn
flutti með Ásdísi móður minni til
Reykjavíkur og þar með var Am-
eríkuferðin slegin af. Faðir minn
var stórkaupmaður en í dag væri
hann það sem kalla mætti frum-
kvöðull. Hann var stórhuga, já-
kvæður og bjartsýnn. Hann
byggði stórt verslunarhúsnæði
með íbúðum í, og hóf fljótlega
innflutning á flugeldum. Fyrst
flutti hann þá inn frá Japan en
síðan frá Kína. Með verslun við
Kína opnaðist stór markaður fyr-
ir hluti þaðan, og flutti faðir minn
inn silkiblóm, kerti og glös auk
ótal annarra vara og gekk þetta
afar vel. Faðir minn var mjög fé-
lagslyndur enda var hús foreldra
minn ætíð opið fyrir öllum. Þar
var ekki farið í manngreinarálit
eða spurt um tign eða völd. Allir
voru velkomnir. En mikil blessun
var yfir öllu hjá foreldrum mín-
um enda móðir mín mjög trúuð
og voru bænakonur fengnar til
að blessa þegar við átti. Faðir
minn hafði hæfileika til að hlusta
á fólk og ráðleggja því. Hann fór
sér hægt, hlustaði vel, og kom
svo með önnur sjónarhorn og
aðrar lausnir. Mætti segja að
meðan hægt var að sjá einn val-
kost í máli, þá greindi hann mun
fleiri möguleika. Hann gat verið
stríðinn og gamansamur og oft
var gleði og hlátur í kringum
hann. Ég syrgi föður minn sem
reyndist mér alltaf svo vel. Guð
blessi minningu föður míns.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, –
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín dóttir,
Ólöf Pálína.
Úlfar Nathanaelsson, tengda-
faðir minn, var sterkur persónu-
leiki. Hann bjó yfir fjölmörgum
eðliskostum; var skarpgreindur,
úrræðagóður, stórhuga og fram-
sækinn. Hann var áhugasamur
um málefni líðandi stundar en
hafði í mörgu ákveðnar skoðanir.
Úlfar hafði ríka kímnigáfu og
naut þess að kryfja mál til
mergjar. Hann var víðlesinn og
hafði góða frásagnargáfu, var
þess megnugur að gæða frásagn-
irnar lífi.
Aldrei ríkti nein lognmolla í
kringum tengdaföður minn. Með
tvær hendur tómar, rúmlega tví-
tugur að aldri, byggði Úlfar
verslunarhúsnæði á Brekkulæk 1
ásamt íbúðum á efri hæðum
hússins. Hann var eljusamur og
drífandi þótt oft og iðulega þyrfti
að takast á við erfiðar og krefj-
andi áskoranir. Úlfar reyndist
öllum vel sem til hans leituðu,
enda greiðvikinn og úrræðagóð-
ur með afbrigðum.
Fyrir rúmlega þrjátíu og
þremur árum kom ég inn í fjöl-
skyldu Úlfars og Ásdísar. Ég tók
fljótlega eftir því hversu traust
samband ríkti þeirra í milli.
Heimili Úlfars og Ásdísar bar
vott um sérstaka natni og rausn-
arskap. Garðurinn var glæsileg-
ur og til marks um metnað og út-
sjónarsemi Úlfars við að skapa
fjölskyldunni sælureit. Þetta
voru góðir tímar.
Ásdís tengdamóðir mín glímdi
síðustu æviárin við illvígan sjúk-
dóm og þurfti mikillar umönn-
unar við. Úlfar sinnti Dísu sinni
af einstakri alúð og ósérhlífni
fram til síðustu stundar. Kær-
leikur þeirra var gagnkvæmur,
aldrei hallaði á Ásdísi í þeim
samanburði.
Makamissir er ætíð þungbær:
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá hug þinn og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Ég tel víst að góðu minningarnar
um ástríkt samband þeirra hafi
veitt tengdaföður mínum þá
huggun og styrk sem hann þurfti
á að halda til að takast á við lífið
að Ásdísi genginni. Hann lét
aldrei deigan síga heldur fann
sér viðfangsefni er gagntóku
hugann. Jafnframt var það hans
gæfa að eiga stóra fjölskyldu og
traustan vinahóp.
Tengdafaðir minn sat sjaldan
iðjulaus. Síðustu æviárin tók
hann saman mikið magn upplýs-
inga, fjöldamargar frásagnir og
ljósmyndir um ættir hans og Ás-
dísar. Þetta ritverk, sem óneit-
anlega gefur góða innsýn inn í
örlög genginna kynslóða, á eftir
að verða niðjum Úlfars upp-
spretta hugmynda og farvegur
út í lífið.
Úlfar heimsótti æskustöðvar
sínar á Þingeyri við Dýrafjörð á
hverju ári og ræktaði tengsl sín
við vini og vandamenn. Síðasta
ferðin var farin í ágúst. Hann
gekk með okkur um þorpið og
rifjaði upp minnisstæð atvik.
Ferðin sem við áttum saman
sumarið áður var einnig mjög
eftirminnileg. Litla gula húsið,
æskuheimili Úlfars á Þingeyri,
hafði verið flutt í nálægan dal og
er nú sumarbústaður. Leiðin
þangað lá um illfæran fjallveg.
Að vitja æskuheimilisins kallaði
fram ljúfsárar minningar.
Úlfar tókst á við erfið veikindi
sín af æðruleysi. Bjargföst trú
hans á Jesú Krist veitti honum
hugarró. Hann lagði traust sitt á
orð frelsarans sem sagði: „… ég
lifi og þér munuð lifa.“ (Jóh.
14:19).
Marteinn Steinar Jónsson.
Elsku afi minn er nú farinn til
hinnar hinstu hvílu og hans verð-
ur sárt saknað. Afi var einstakur
maður. Hann var mikill húmor-
isti og það var alltaf stutt í góð-
látlegu stríðnina. Hann var mjög
vel gefinn, vel lesinn og alltaf
með nýjustu tækniþróanir á
hreinu. Hann var hokinn reynslu
úr viðskiptalífinu, hafði reynt
ýmislegt í bissness og var óspar
á að gefa ráð og miðla sinni
reynslu til þeirra sem vildu læra.
Aldrei hef ég kynnst eins ör-
látu fólki og þeim ömmu. Þau
opnuðu heimili sitt öllum þeim
sem leituðu þar skjóls. Mávanes-
ið varð því samkomustaður þar
sem alltaf var fjör. Á sunnudög-
um safnaðist fjölskyldan saman
og borðaði lambahrygg að lokn-
um Biblíulestri og sálmasöng. Á
virkum dögum var afi iðulega á
þeytingi út um allan bæ að sýsla
hitt og þetta með ömmu sér við
hlið. Hann kom heim á milli er-
inda og labbaði um gólf, talaði í
símann eða stríddi barnabörnum
þangað til amma hótaði að sækja
vatnsbyssuna.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga heima hjá þeim í
Mávanesinu á ýmsum köflum í
lífinu, fyrst í sjö ára bekk, síðan
aftur á unglingsárum og síðast
þegar ég flutti að heiman eftir
stúdent og fékk að leigja íbúðina
í kjallaranum þeirra. Fyrir það
er ég einstaklega þakklát í dag
enda þýddi þetta að ég fékk að
njóta meiri samveru við þau
ömmu en ella.
Á sama tíma og sorgin hellist
yfir mig og yndislegar minningar
um einstakan afa streyma fram
er ég þakklát því að afi hafi ekki
þurft að þjást lengi og er nú
kominn til Dísu sinnar í himna-
ríki.
Ég læt hér ljóð eftir Þorstein
Erlingsson fylgja sem á svo vel
við, því afi gekk með bros og
hamingju til sinnar síðustu
stundar. Ég talaði síðast við
hann í símann frá Danmörku,
nokkrum dögum áður en hann
lést, og þótt hann vissi í hvað
stefndi geislaði af honum já-
kvæðni og kærleikur. Þannig var
afi.
En hamingjan geymir þeim
gullkransinn sinn,
sem gengur með brosið til síðustu
stundar
fær síðan kvöldroða á koddann
sinn inn,
kveður þar heiminn í sólskini
og blundar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
björt minning þín mun lifa með
okkur sem eftir sitjum.
Ásdís.
Ég var sex ára, nýfluttur heim
frá Svíþjóð, hafði aldrei komið til
Íslands áður og nýja heimilið var
í blokk á Kleppsvegi 16.
Ég var fljótur að ná áttum.
Róluvöllur á hægri hönd þegar
maður kom út og stígur upp á
Brekkulæk á vinstri hönd. Þetta
var allur minn heimur og þótt
róluvöllurinn væri ágætur var ég
spenntari fyrir stígnum upp á
Brekkulæk því þar við enda
stígsins var sjoppa í nýbyggðri
verslunarmiðstöð sem þjónaði
hverfinu.
Stundum fékk ég gefins smá-
aur til að fara í sjoppuna og ef
ekki hnuplaði ég klinki úr buddu
mömmu því í sjoppuna vildi ég
fara. Þar fékkst þessi fíni lakkrís
með marsipanfyllingu, gott ef
hann hét ekki Appoló. Fyrsta
freisting mín og fíkn.
Maðurinn í sjoppunni var stór-
glæsilegur, svartklæddur með
skyrtuna fráhneppta á þriðju
tölu og hrafnsvart hárið smjör-
greitt aftur. Hann sýndi litla
drengnum með smáaurana vin-
semd og setti alltaf meira í pok-
ann en ég átti að fá. Baka til var
kona hans að sýsla í hillum, ka-
sólétt fegurðardís, og saman
minntu þau á kvikmyndastjörnur
sem Íslendingar sáu hvergi
nema í dönsku blöðunum.
Seinna komst ég að því að þau
hétu Úlfar Nathanaelsson og Ás-
dís Erlingsdóttir. Hitti þau ekki
aftur fyrr en hálfri öld síðar þeg-
ar þau urðu tengdaforeldrar
mínir. Litla barnið í maga móður
sinnar í sjoppunni þegar ég var
að kaupa lakkrísinn sex ára varð
eiginkona mín 50 árum síðar.
Kannski hefur ófædda barnið
heyrt rödd mína, feimna og lág-
stemmda, þegar ég bað um
lakkrís á bjagaðri íslensku? Alla
vega var eins og Peta, ástin mín,
eiginkona og dóttir Úlfars og Ás-
dísar í sjoppunni á Brekkulæk,
hefði þekkt mig alla tíð þegar
augu okkar mættust í fyrsta
sinn.
Svona er lífið, það tekur sinn
tíma og svo lýkur því. Blessuð sé
minning þeirra beggja, Úlfars og
Ásdísar.
Eiríkur Jónsson.
Úlfar kom eins og himnasend-
ing inn í Bjargsættina þegar
hann kvæntist systur og móður-
systur okkar, Ásdísi Erlingsdótt-
ur, og varð áberandi ættarstólpi
innan stórfjölskyldunnar. Hann
og Ásdís byrjuðu búskap sinn á
Bjargi, æskuheimili Ásdísar, og
fljótlega fetuðu þau í spor for-
eldra hennar, fyrst með því að
eignast sjö börn eins og þau og
síðar þegar þau byggðu mynd-
arlegt framtíðarheimili sitt á
Arnarnesinu, sem varð síðan
næsta „ættarsetur“ stórfjöl-
skyldunnar. Í Mávanesi var mik-
ill gestagangur og allir velkomn-
ir, þar var alltaf líf, fjör,
prakkaraskapur og mikið hlegið.
Þar hitti maður nána ættingja og
kynntist líka áður óþekktum ætt-
ingjum. Rætt var um landsins
gagn og nauðsynjar, stjórnmál,
trúmál og önnur málefni sem
lágu fólki á hjarta (þótt ekki
væru alltaf allir sammála, þá
voru samt allar skoðanir leyfð-
ar). Úlfar og Dísa voru höfðingj-
ar heim að sækja og sýndu þeim
sem til þeirra leituðu mikla
hlýju, trausta vináttu, ráðgjöf og
stuðning. Þegar Úlfar og Dísa
seldu Mávanesið og ákváðu að
flytja í nánd við elsta son sinn
Þorstein, sem bjó í Oklahoma-
ríki, fannst manni eins og verið
væri að selja manns annað æsku-
heimili.
Samband Úlfars og Dísu var
einstakt og einkenndist af vin-
áttu, gagnkvæmri virðingu, en
líka af húmor, skemmtilegum
samræðum og hlátrasköllum. Sú
einlæga vinátta og traust sem
ríkti á milli þeirra var öðrum fyr-
irmynd, ekki síst afkomendum
þeirra. Það var sérstaklega gam-
an að heyra þegar einn dóttur-
sonurinn sagðist vona að þegar
hann yrði gamall myndi hann
vilja vera í hjónabandi sem ein-
kenndist af sömu ást, trausti og
vináttu sem hann sá hjá „afa og
ömmu“. Úlli og Dísa hafa alla tíð
verið mikilvægur hluti af lífum
okkar og höfum við deilt með
þeim og afkomendum þeirra
mörgum góðum stundum, sem
með tímanum hafa breyst í dýr-
mætar minningar sem hlýja
manni um hjartarætur. Við átt-
um með þeim margar skemmti-
legar samverustundir á Bjargi, í
Úlfar Hildingur
Nathanaelsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET JÓHANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt
þriðjudags 17. nóvember.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigríður Ósk Einarsdóttir Viðar Baldursson
Sigurbjörg E.
Elísabetardóttir
Una Kristín Einarsdóttir
Ýr Harris Einarsdóttir Skúli Theodór Haraldsson
Guðmundur Elías Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn