Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 35

Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 35
Mávanesinu, á Ítalíu, auk þess að eiga með þeim ljúfar stundir þegar við fögnuðum saman út- skriftum Ásbergs og Ella vorið 2012 í Bandaríkjunum. Síðustu árin á Barðastöðum varð maður vitni að því hvernig Úlfar ann- aðist Dísu, æskuástina sína og lífsförunaut í yfir sextíu ár af ein- lægri ást og umhyggju í veik- indum hennar. Við kynntumst Úlfari á dýpri hátt síðastliðinn áratug, þegar hann tók trúaraf- stöðu sína með ákveðnari hætti. Hann fól líf sitt og sálu frels- aranum Jesú Kristi. Hann mætti reglulega í kirkjustarfið sem Ás- dís konan hans hafði stundað svo dyggilega og átt drúgjan þátt í að byggja upp. Þar hittumst við reglulega og áttum margar góð- ar stundir. Úlfar var vitur, ráða- góður og víðsýnn, hjálplegur og á bak við afstöðu hans og viðhorf bjó yfirleitt djúp rökstudd hugs- un, byggð á mikilli reynslu. Hann reyndist okkur eins og svo mörg- um afar vel. Hann var stólpi fyrir marga og hans er sárt saknað. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst svona yndislegum manni eins og Úlfari. Við vottum fjölskyldu hans, ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúð. Hulda, Erlingur, Ágústa María og Arnljótur. Við sem ólumst upp á 7. ára- tugnum í úthverfum höfuðborg- arinnar kynntumst flest hefð- bundnum hlutverkamynstrum inni á heimilum. Það var ekki raunin með þau Úlfar og Ásdísi. Á þessu mannmarga heimili þar sem voru sjö börn, foreldrar og amma vann Ásdís úti, eins og það var þá kallað, og Úlfar sat heima á skrifstofunni og reyndi að hafa hemil á krakkaskaranum þaðan sem hann sat við skrifborðið. Heimilið var opið og frjálslegt og vinir barnanna nutu þess að ganga þar inn og út og leika sér að vild í þessari krakkaparadís. Úlfar var sjálfur líka á fartinni. Hann ók á drossíum og þurfti að snatta í tengslum við innflutning og sölu. Á tímabili flutti hann inn sælgæti. Við Petrína dóttir hans dirkuðum upp skáp með gotteríi sem við gæddum okkur á svo mánuðum skipti án þess að nokk- ur tæki eftir því. Mörgum árum síðar lét Úlfar okkur vita að hann hefði nú orðið þess áskynja og brosti í kampinn. Það var svolítið lýsandi fyrir Úlfar að hann lét okkur komast upp með þetta. Hann sá meira en hann sagði, og þegar hann sagði eitthvað við okkur, þá skipti það máli. Eitt sinn sat hann með okkur Petu þegar við vorum yngri og ég var að tala fjálglega um eitthvað og hann bara hlustaði. Svo þegar samtalinu var lokið kom hann til mín og sagði: „Þú varst núna að krítísera allt nema sjálfa þig.“ Ég hef oft hugsað um þessa setn- ingu. Ásdís kona Úlfars er ekki síð- ur eftirminnileg og ég held að hún hafi dáðst að dugnaði Úlfars. Hún sagði einu sinni við okkur að mestu skipti hve hann hugsaði vel um sína fjölskyldu og sæi henni farborða. Hann byggði hús í Mávanesi 2 með fleiri herbergj- um en þekktist á frumbyggjaár- um Arnarness. Móðir hans, sem ól hann ein og einan upp, fékk stærsta herbergið og bjó með fjölskyldunni uns yfir lauk. Úlfar var frumkvöðull í ýmsu, eins og t.d. í innflutningi frá Kína. Og á allra síðustu árum setti hann upp vefsíðu til að selja skrautmuni á netinu. Alltaf að leita viðskiptatækifæra. Aldrei að gefast upp, eins og sást best í þeirri umhyggju sem hann bar fyrir Ásdísi sinni þegar hún var orðin veik og lasburða. Nú kveðja börnin og afkomendur hans þau bæði, og geta svo sann- arlega glaðst yfir minningum um gott fólk sem fór eigin leiðir og þorði að vera það sjálft. Blessuð sé minning þeirra. Sigríður Þorgeirsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 ✝ IngvaldurRögnvaldsson fæddist á Akureyri 18. mars 1931. Hann lést á Landa- koti 17. nóvember sl. Hann var sonur hjónanna Rögn- valds Jónssonar, f. 25.3. 1890, d. 13.12. 1938, og Jóhönnu Aðalsteinsdóttur, f. 29.3. 1892, d. 18.11. 1989. Systkini Ingvalds voru Axel, Ragna, Kristín, Hulda og Pálmi Rögnvaldsbörn, sem öll eru lát- in. Ingvaldur kvæntist Hafdísi Gústafsdóttur, f. 13.9. 1937, frá Reykjavík árið 1956. Þau eign- f. 4.4. 1960. Börn hans og Þór- eyjar Jónsdóttur, f. 30.8. 1963, eru: a) Elísa, f. 26.11. 1982, maki Scott Roberts, f. 17.9. 1982, og b) Atli, f. 26.10. 1990. 5) Eyrún, f. 9.11. 1967, d. 19.3. 2014, maki Sigurður Gunn- arsson, f. 22.9. 1966. Börn þeirra eru: a) Elfa, f. 9.5. 1990, maki Sigurður Sveinsson, f. 15.8. 1979 og b) Andri, f. 25.10. 1994. Langafabörnin eru orðin 10. Ingvaldur ólst upp á Ak- ureyri til 17 ára aldurs og flutti þá til Reykjavíkur. Bjó síðan í Kópavogi frá árinu 1957. Hann hóf nám í rafvirkjun hjá SÍS og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi iðnnemasambandsins og var formaður þess um tíma. Vann í fjölda ára við rafvirkjun hjá Pálma bróður sínum. Hann vann í Rafbúð SÍS frá árinu 1970 til 1993 og síðan hjá Raf- vörum hf. til ársins 1998. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. uðust fimm börn: 1) Þóra, f. 17.2. 1957, maki Pétur Krist- jánsson, f. 31.7. 1952, barn þeirra er Avantí Ósk Pét- ursdóttir, f. 1.7. 1995. 2) Haukur, f. 5.8. 1959, maki Henny Kartiga Sary, f. 20.4. 1971. 3) Hörður, f. 12.10. 1960, d. 18.12. 2010, maki Sigrún Hallsdóttir, f. 29.9. 1960. Börn þeirra eru: a) Tinna, f. 15.8. 1981, maki Brynj- ar Þór Bjarnason, f. 18.10. 1975. b) Jens, f. 13.7. 1984, maki Aleksandra Pantic, f. 29.8. 1987. 4) Barði, f. 18.3. 1962, maki Valgerður Ragnarsdóttir, Stóllinn hans Ingvaldar tengdapabba er orðinn tómur. Í stofunni hjá honum og Hafdísi tengdamömmu a Ásbrautinni er úrval góðra bóka. Bækur um svo margt sem skiptir máli – land og þjóð. Um þetta gátum við spjall- að löngum stundum. Þekkingin auðgar mannsandan og öfugt. Djúpberg, eldgos, baggalútar, landrof, jarðmyndun, jafnrétti, samstaða, mannlífið, sagan, kaup og kjör, verkalýðsbarátta og hel- vítis íhaldið. Allt saman kraftar sem takast á í sífellu. Nu standa meira að segja orðabækurnar að því er virðist orðlausar. Tíminn hefur alltaf betur þegar mannsævin er undir. En tíminn hefur margar mein- ingar. Örlítil snerting við hina slitnu Íslensku orðabók í stofunni fær hana til að tjá sig á ný: „tími, –a, –ar K 1 það horf tilverunnar að atburðarás er raðgeng, eitt gerist á eftir öðru.“ Þetta var nafnorðið. Lýsingarorðið er hins- vegar: „tíminn L örlátur, osink- ur; sanngjarn.“ Og svoleiðis var Ingvaldur, –tíminn. Ég kom fyrst á Ásbraut 21 snemma á attunda áratug tuttugasta aldar. Heima- sætan, hún Þóra kom með mig heim til að sýna foreldrum sínum þennan unga mann sem hún hafði valið sem lífsförunaut. Ég steig inn fyrir og svo átti ég bara heima þar. Við hófum búskap í svefnherberginu hennar Þóru. Þetta var ekkert flókið, börnin voru jú bara fimm og svefnher- bergin þrju, nóg að bíta og brenna og svo áttum við öll eftir að tala og gera svo mikið saman í allaveganna um það bil fimmtíu ár að það var betra að byrja strax. Fjárlögin á heimilinu voru „mitt er þitt – það er nóg handa öllum.“ Ingvaldur gat gert við allt. Ef ekki var hægt að gera við það þá lagaði hann það bara. Enn eru á okkar heimili raftæki sem voru dæmd ónyt fyrir fjörutíu árum sem hann lagaði og virka enn full- komlega. Hann og fjölskyldan hafði og hefur mikla ást á landinu og vissi meira um það en nokkur maður sem ég hef kynnst á æf- inni. Steinasöfnun var hans ástríða og á efri árum afhjúpaði hann mikla listræna hæfileika þegar hann hóf samvinnu við náttúruöflin og fór að skapa list- muni og skartgripi ur steinasafn- inu af mikilli athafnasemi. Finna má verk eftir hann mjög víða. Ekki síst var hann umhyggju- samur og elskulegur heimilisfað- ir sem reyndist fjölskyldu sinni og tengdum frábærlega og besti afi og langafi í heiminum. Elsku Hafdís og fjölskyldan öll; sorgin er fylgifiskur ástarinnar, en ástin vinnur alltaf að lokum. Ég sam- hryggist ykkur innilega. Þó ég viti ekki hvert allir góðir menn fara þegar þeir deyja þá veit ég að Ingvaldur fer þangað. Góða ferð elsku Ingvaldur. Petur Kristjánsson „Hann var ljúfmenni sem allt vildi fyrir mann gera.“ Þetta voru orð eins af viðmælendum mínum sem ég hringdi í þegar ég var að taka saman þetta greinarkorn. Í þessum einkunnarorðum og mörgu fleiru birtust mannkostir þessa vinar míns sem hér er kvaddur. Ingvaldur stundaði nám í raf- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík veturinn 1954-1955 og vann jafnframt sem iðnnemi á náms- samningi hjá Rafmagnsdeild SÍS á Hringbraut 121. Meistari hans var Haraldur Jónasson rafvirkja- meistari. – Það var á þessum ár- um sem leiðir okkar Ingvalds lágu saman í samtökum iðnnema. Hann var kjörinn formaður Iðn- nemasambands Íslands (INSÍ) haustið 1954 og endurkjörinn 1955. Haustið 1954 beitti hann sér m.a. fyrir stofnun Iðnnema- félags Akureyrar. Ég sat með honum sem ritari í stjórninni fyrra árið og sem varaformaður það síðara. Fyrra árið voru með okkur í stjórninni þeir Baldur Geirsson og Magnús Guðmunds- son, báðir nemar í rafvirkjun, og Óskar Valgarðsson, nemi í vél- virkjun. Við Baldur, Magnús og Ingvaldur tengdumst á þessum árum vináttuböndum sem entust vel. Síðast hittumst við í sum- arbústað Baldurs og Fríðu í Grímsnesi sumarið 2012. Baldur lést 2018. Það er margs að minnast frá árunum í iðnnemasamtökunum. Skrifstofa Iðnnemasambandsins var á þessum tíma í ca. 30 fm leiguhúsnæði á jarðhæð á Óðins- götu 17. Þar hittist sam- bandsstjórnin til funda og þar þinguðu líka stjórnir nemafélag- anna. Þegar málgagn samtak- anna, Iðnneminn, kom út var safnað liði til að ganga frá blaðinu til áskrifenda. Það var vissulega sími á skrifstofunni, en farsímar voru ekki til á þessum tíma og því gat það verið þrautin þyngri að boða til skyndifunda, því nemar sem bjuggu í leiguhúsnæði úti í bæ höfðu sjaldnast aðgang að síma. - Seinna fluttist skrifstofan á Þórsgötu 1 og síðar á Skóla- vörðustíg 19 sem var fyrsta hús- næðið í eigu iðnnemasamtak- anna. – Um störf samtakanna má lesa í bókinni ’Með framtíðina að vopni – Hreyfing iðnnema og lífs- kjör í 100 ár’ eftir Helga Guð- mundsson, sem út kom 1998; afar fróðleg bók. Barátta iðnnemasamtakanna á þessum tíma beindist vissulega einkum að bættum kjörum og menntun iðnnema, jafnt í skóla sem á vinnustað. En Ingvaldur horfði víðar um sviðið. Hann var róttækur í skoðunum, skipaði sér í raðir sósíalista og vinstri manna og studdi málstað verkafólks al- mennt. Í „stóra verkfallinu“ 1955 fannst honum t.d. sjálfsagt að við byðum fram krafta okkur á verk- fallsvaktir um helgar og jafnvel eftir að vinnudegi lauk. Við fé- lagarnir vorum stoltir af Ingvaldi þegar hann hélt ræðu á útifundi Fulltrúaráðs verkalýðfélaganna á Lækjartorgi 1. maí 1954 og þegar hann ávarpaði 26. þing Al- þýðusambandsins 1958. Og á sín- um tíma skipaði hann sér í raðir hernámsandstæðinga. – Eftir að Ingvaldur lét af störfum í Iðn- nemasambandinu var hann í hópi ungmenna sem beittu sér fyrir stofnun Æskulýðsfylkingar í Kópavogi. Farsælu dagsverki er lokið, en minningin lifir. Ég sendi Haddý, börnunum og skyldmennum öll- um hlýjar samúðarkveðjur. Gunnar Guttormsson. Ingvaldur Rögnvaldsson ✝ Jóhann Péturfæddist 5. júlí 1926 á Ísafirði. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða 17. nóv- ember 2020. For- eldrar hans voru Guðrún Arnbjörg Hjaltadóttir, f. 25. júní 1903 á Ísafirði, d. 27. janúar 1995 og Ragnar Bene- diktsson Bjarnarson skipstjóri, f. 23. maí 1899, d. 18. febrúar 1941. Jóhann Pétur var næst- elstur í röð sjö systkina, elstur Hjalti, Ragna Guðrún, Guðni Jóhannes, Þórunn Maggý, Stef- án Ævar og yngst Karen. Eig- inkona Jóhanns Péturs var Sól- veig Sigríður Pétursdóttir, f. 20. október 1934, d. 11. sept- ember 1964. Foreldrar hennar Eva og Guðmundur Atli. 2. Guð- mundur Jens, f. 19. janúar 1959, maki Soffía Þóra Einarsdóttir, f. 24. apríl 1961. Börn þeirra eru: a) Ragnar Arnbjörn, f. 31. október 1984, maki Þóra Matt- híasdóttir, f. 30. mars 1986, börn þeirra eru Óskar Helgi, Þórunn og Jóhann Pétur, b) Einar Ási, f. 24. febrúar 1986, maki Guðbjörg Ebba Högna- dóttir, f. 5. apríl 1992, börn þeirra eru Guðmundur Högni og Hilmir Þór, c) Sólveig Guð- munda, f. 31. janúar 1991, maki Valtýr Þórarinsson, f. 2. apríl 1991. Jóhann Pétur ólst upp á Ísa- firði fyrstu árin, sex ára fór hann í sveit að Látrum í Aðalvík og var þar í tvö sumur. Átta ára fór hann að Gerðhömrum í Dýrafirði en þar bjó Guð- mundur Jens Benónýsson ásamt ráðskonunni Júlíönu Hjaltadótt- ur. Þar leið Jóhanni Pétri eins og hann hefði alltaf átt þar heima. Þegar hann var fjórtán ára réð hann sig sem vinnu- mann til Valdimars Krist- inssonar á Núpi. Þar var hann í tvö ár sem vinnumaður og póst- ur frá Núpi út á Ingjaldssand. Hann stundaði sjómennsku og síðar smíðar í nokkur ár. 1950 fór Jóhann Pétur að vinna við bílaviðgerðir, hann fór til Reykjavíkur og lærði réttingar í Bílasmiðnum og síðan Kól- umbus. Hann starfaði á Straum- nesfjalli hjá Bandaríkjaher. Eft- ir það fór hann að vinna á bílaverkstæði en um 1960 stofn- aði Jóhann Pétur bílaverkstæði ásamt félaga sínum Halldóri Halldórssyni, en það hét Bíla- verkstæði Halldórs og Jóhanns, seinna meir Bílaverkstæði Ísa- fjarðar. Síðustu 30 árin starfaði Jóhann Pétur nær eingöngu við að rétta laskaða bíla og almenn- ar boddýviðgerðir. 78 ára hætti hann á bílaverkstæðinu og fór að sinna aðaláhugamálinu en hann var búinn að vera hobbí- bóndi síðan 1960, árið sem þau hjón Jóhann Pétur og Sólveig flytja í Efri-Tungu, þar sem hann átti heima alla tíð síðan. Útför Jóhanns Péturs fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 28. nóvember 2020, kl. 14. voru Pétur Jón- atansson og Guð- munda Kat- arínusdóttir, bændur í Neðri- Engidal, Skut- ulsfirði. Börn Jó- hanns og Sólveigar eru: 1. Guðrún, f. 17. maí 1957, d. 16. mars 2014, sam- býlismaður Björn Bergsson, f. 26. janúar 1951, börn Guðrúnar og Guðmundar Kjartanssonar, f. 7. ágúst 1952: a) Jóhann Pétur, f. 16. mars 1977, maki Nanna Vil- borg Harðardóttir, f. 14. ágúst 1985, sonur Eyjólfur, móðir hans er Sigurborg Magn- úsdóttir, b) Bjarki, f. 10. janúar 1979, maki Þórdís Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 3. ágúst 1981, börn þeirra eru Guðrún Elsku Jóhann Pétur afi, afi í Tungu. Við hittumst fyrst á Ísafirði þegar ég var nýfæddur í þenn- an heim. Ég var skírður Ragnar eftir pabba þínum og langafa mínum og Arnbjörn eftir mömmu þinni og langömmu minni. Fljótlega mynduðum við mjög sterk tengsl sem áttu eftir að að styrkjast enn frekar þeg- ar fram liðu stundir. Ég man vel eftir því hversu frábært var að koma í Tungu og vera hjá afa. Á tímabili átti ég hálfpart- inn heima í fjárhúsunum þar sem maður fékk að gefa roll- unum og læra margt sem mað- ur hefur notið góðs af í gegnum lífið. Ég man það sumar þegar ég fékk fyrst að fara með þér í laxveiði í Laugardalinn. Þá hafði góðvinur þinn Kristinn fallið frá og þú bauðst mér að koma með þér. Næstu árin urðu ferðirnar í laxveiði fleiri og það var merkilegt hvað þú náðir alltaf að setja í fisk. Árin liðu og alltaf hófust okkar samræður í þessa áttina: „Jæja hvernig hef- urðu það afi?“ „Ragnar, ég er alltaf hress.“ Sem sagt, það var aldrei neitt sem amaði að hjá þér. Það var hreint magnað að fylgjast með þér í öllu sem þú gerðir. Mjög yfirvegaður, já- kvæður með eindæmum, húm- oristi með mikið jafnaðargeð og einstaklega góður maður. Ég er mjög glaður með það að hafa hitt á þig áður en þú kvaddir og getað sagt þér allt af létta. Þeg- ar ég var ungur maður var ég ákveðinn í því að ef ég myndi einhvern tímann eignast dreng þá myndi ég skíra hann eftir þér. Í dag á ég tvo drengi og eina stúlku, annar drengjanna er alnafni þinn. Flestallir krakkar eiga sér sínar hetjur í lífinu, hetjur sem geta allt í þeirra augum, þú varst ein af mínum hetjum. Ég vil þakka þér fyrir alla okkar samleið í gegnum lífið. Þín verður sárt saknað alla tíð en maður mun brosa við að hugsa um allar góðu stundirnar, um einstakan mann og afa. Ragnar Arnbjörn. Elsku langi var góður langafi. Það var gaman með honum í elt- ingaleikjum í stofunni hjá Gumma afa og Þóru ömmu. Það var líka skemmtilegt að koma í heimsókn í Efri-Tungu, leika með dótið og fá kex. Svo var alltaf gaman að fara út í fjár- húsin og sjá allar kindurnar hans. Ég sakna langafa mikið og ég man eftir honum í huganum mínum. Þetta var góður langafi. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Guðmundur Högni. Jóhann Pétur Ragnarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.