Morgunblaðið - 28.11.2020, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
þessi fyrsta heimsókn til hennar
yrði líka sú síðasta. Við nutum
þessa samfunda í botn, rifjuðum
upp gamla daga og hlógum mik-
ið. Hún var glöð og létt en sorg-
in vegna nýlegs missis Guggu,
elstu dóttur hennar, var rétt
undir yfirborði. Á leiðinni heim
vorum við að leggja drög að
næstu heimsókn til hennar og
töluðum um það að við munum
gera það af og til úr þessu.
Ég kynntist Gróu og fjöl-
skyldu hennar á Flateyri árið
1976, 24 ára gömul, þangað sem
ég var komin sem erlent vinnu-
afl til að vinna í fiski. Á Flateyri
saug ég í mig allt sem íslenskt
var með ljufri hjálp Gróu og
Hadda og barnanna þeirra sex.
Með tímanum gerðist ég tíður
gestur á heimili þeirra þar sem
ég fann fyrir hlýju, stuðningi og
öryggi. Á Flateyri bjó ég í 7 ár
og allan þann tíma umgengst ég
þau ansi mikið. Haraldur og
Gróa voru einyrkjar og störfin
þeirra tengdust sjó og fiski og
ég var oft handlangari í mörgu
því sem þau tóku sér fyrir hend-
ur. Gróa tók mig sem einu af
börnunum þeirra og mér leið
alltaf vel í návist hennar enda
hún með eindæmum létt í lund,
björt og brosgjörn.
Eftir að ég fluttist frá Flat-
eyri til Reykjavíkur árið 1983
tengslin losnuðu þó nokkuð en
ég vissi alltaf af henni og heyrði
rödd hennar minnst einu sinni á
ári þegar Gróa hringdi suður á
afmælinu mínu.
Ég heimsótti hana á ferðum
mínu um Vestfirði, síðast á Hlíf
á Ísafirði sem hún var þá komin
með huggulega litla íbúð.
Nú höguðu örlögin því þannig
að hún fluttist aftur í þetta sinn
hingað suður og þegar ég hélt
að leiðin væri orðin breið þá lok-
aðist hún óvænt. Gróa hringir
ekki oftar á afmælisdegi mínum
og það er ekkert eftir fyrir mig
en að þakka henni fyrir að hafa
kennt mér að búa í landinu og
njóta þess.
Nú fylgi ég Gróu ekki í henn-
ar síðustu ferð vestur en leið
mín mun örugglega liggja þang-
að, til hennar, í þennan fallega
heimafjörð hennar og mín, ein-
hvern tíma í framtíðinni.
Katrín Kinga Jósefsdóttir
(Kasia).
Elsku Gróa amma mín. Ég er
ekki alveg að ná þessu enn þá.
En ég veit fyrir víst að þú ert
komin á góðan stað og veit að
það taka margir á móti þér
þarna uppi.
Ég man vel eftir því þegar við
bjuggum á Flateyri og maður
kíkti í heimsókn, það var alltaf
veisla þegar maður kom í heim-
sókn til Gróu ömmu. Pabbi fór
til þín á hverjum degi og fékk
sér kaffi og var að ræða málin
með þér. Stundum fór ég með
pabba en ég fór oft daglega til
þín. Það var alltaf gaman að
taka vinkonu með í heimsókn til
þín. Þú varst svo góð við alla og
varst alltaf tilbúin að bjóða öll-
um í kaffi. Þú sagðir oft að þú
ættir ekkert til en komst fram
með fleiri fleiri diska af kræs-
ingum. Það var ekkert betra en
ömmupönnsur og ömmukleinur.
Mér fannst kleinur og pönnu-
kökur ekki góðar nema hjá þér.
Ég man þegar pabbi reyndi að
gera pönnukökur og þær voru
ekki nærri því eins góðar og hjá
þér. Það var alltaf gaman að
koma á Grundarstíginn og fá að
leika sér í kjallaranum og bíl-
skúrnum og skoða allt dótið sem
var til
Ég man svo vel eftir því þeg-
ar það var svo mikil snjóflóða-
hætta að við fluttum niður í
kjallarann í nokkra daga. Maður
var lítill og hræddur en þú róað-
ir mann og sagðir að þetta yrði í
lagi. Svo man ég að eina nóttina
vaknaði ég og fór upp og þú
varst frammi í stofunni með
slökkt ljósin. Svo héldum við að
það væru konfektmolar á gólfinu
en það var hundaskítur. Þá vor-
um við með ungan hund sem var
hræddur. Við hlógum mikið og
lengi að þessu.
Þú kenndir mér margt amma.
Sem ég verð ævinlega þakklát
fyrir. Þú kenndir mér meðal
annars að maður klárar alltaf
mjólkina úr glasinu, maður á að
borða eins mikið og maður get-
ur, troða í sig.
Þegar ég byrjaði svo í hesta-
mennskunni varstu svo stolt af
mér og fannst gaman að þessu.
Það var líka alltaf svo gaman að
segja þér frá hvað maður var
með inni og hvernig mér gekk
að þjálfa eða keppa. Þér fannst
gaman að hlusta á mig og fannst
hestamennskan mín skemmtileg.
Sem mér þótti mjög vænt um.
Þér fannst æðislegt þegar ég
eignaðist Kötlu og sagðir að ég
myndi ekki sjá eftir því. Svo
þegar hún átti folaldið varstu
glöð með nafnið og litinn. Þú
sagðir að þeir væru góðir vinir
sem ekki svíkja mann og eru til
staðar. Sem er alveg rétt þar
sem það er mjög gott að fara til
þeirra þegar manni líður illa.
Þér fannst einnig frábært
þegar ég fékk mér smalahund
og vissir að hann yrði bæði góð-
ur hundur og vinur.
Mér fannst mjög gaman að
tala við þig í síma og segja þér
fréttir, símtalið var aldrei
styttra en tuttugu mínútur.
Það sem þú hefur þurft að
þola elsku amma er hræðilegt,
og það ætti enginn að þurfa að
ganga í gegnum svona mikið.
Það að missa manninn þinn
snemma, fjögur börn og eitt
barnabarn, öll langt fyrir aldur
fram er alveg hræðilegt. Kvöldið
sem pabbi dó hugsaði ég mikið
til þín og hversu erfitt þetta
myndi vera fyrir þig. Ég vildi
bara knúsa þig og aldrei sleppa.
Amma mín, ég er glöð að hafa
fengið að vera nafna þín og ég
elska Gróunafnið okkar.
Ég mun sakna þín alveg rosa-
lega og þú mátt knúsa alla
þarna uppi fyrir mig.
Guð geymi þig, elsku amma,
ég elska þig.
Gróa Hinriksdóttir.
Elsku amma, ég elska þig
mest af öllu, ég sakna þín rosa
mikið, vildi að ég gæti hitt þig
aftur. Ég hugsa alltaf um ef ég
hitti þig aldrei aftur. Þú varst
skemmtilegasta og besta amma
sem til er, þú varst svo góð og
jákvæð. Leist alltaf á björtu
hliðarnar. Þér þótti vænt um
alla. Man eftir því þegar við
bökuðum jólaköku saman og á
Flateyri, eftir leikskóla, fórum
við Elín alltaf í heimsókn til þín
að fá pönnsur og köku. Svo í
kvöldmat var oft saltkjöt og eft-
irréttur var aðalbláber og rjómi.
Það var uppáhaldsparturinn af
deginum mínum, að vera heima
hjá þér. Ég sakna þín og elska
þig og trúi ekki að þú sért farin.
Ég hélt að þessi tími myndi
aldrei renna upp. Ég hugsa um
þig á hverjum degi og reyni að
sætta mig við það að ég muni
ekki hitta þig aftur. En ég bara
get það ekki, það er svo erfitt.
Mun aldrei gleyma okkar bestu
stundum, ég skemmti mér svo
vel með þér. Óska þess að þeir
tímar myndu aldrei hætta.
Sakna þín mest af öllum. Órétt-
látt þetta líf. Missti Væja afa
minn fjögurra ára, pabba minn
sjö ára og þig núna ellefu ára.
Og ég sakna ykkar allra. En þú
ert komin á betri stað. Pabbi,
Gugga, Gummi, Gunnhildur og
afi taka á móti þér. Vildi að ég
gæti hitt þig einu sinni enn.
Elska þig amma,
Þorvarður Hinriksson
(Þorri).
Elsku amma, ég sakna þín
rosa mikið, alltaf þegar ég kom
til þín fékk ég saltkjöt og
pönnukökur. Þú ert besta amma
í heimi og ég vildi að þú værir
hjá mér. Vona að pabbi, afi og
hin börnin þín taki vel á móti
þér. Ég mun aldrei gleyma þér,
ég man líka þegar við bjuggum
á Flateyri. Þá fórum við og
Þorri alltaf eftir leikskóla heim
til þín. Fengum pönnukökur og
fleira góðgæti. Við fengum alltaf
ís með bláberjum og rjóma í eft-
irrétt og það var uppáhaldið
mitt. Ég vona að þér líði vel og
ég mun sakna þín, gefðu pabba
knús frá mér.
Þín ömmustelpa
Elín.
Hjartgóð, traust, jákvæð og
alltaf svo brosmild. Yndislega
tengdamamma mín, það var
alltaf svo gott að tala við hana,
ég gat sagt henni allt.
Okkar fyrstu kynni eru þegar
ég er að stefnumótast með
Hinna. Við Hinrik komin vestur,
mætt á Vagninn en ég ætlaði
rétt að skjótast til þín eftir
vatnsglasi. Þá er búið að dekka
upp borð, fullt af kökum, heitt
súkkulaði og rjómi. Þetta var
mögulega ekki alveg það sem ég
hafði hugsað mér þetta kvöld en
ekki sagði maður nei við svona
boði. Boðin voru líka mörg, það
var alltaf nægur matur. Elín
mín hafði sérstakt dálæti á mat-
argerðinni þinni, hún fékk oftar
en ekki saltkjöt og þið hlóguð
saman að því hvernig Elín saug
beinin, þú sagðir alltaf að svona
ætti að gera þetta.
Þau 7 ár sem við Hinrik
bjuggum á Flateyri með börn-
unum okkar var alltaf svo gott
að koma við hjá Gróu ömmu og
það gerðum við nánast daglega
og áttum góðar stundir. Ein
yndisleg minning eru síðustu
jólin þín á Grundarstígnum. Það
var búið að vera mjög vont veð-
ur, mikið rafmagnsleysi svo við
ákváðum að flytja inn til þín og
vera saman yfir hátíðirnar.
Yndislegur tími með þér og
börnunum, amma sagði já við
öllu og krökkunum þótti svo
spennandi að sofa í kjallaranum.
Við fórum margar ferðirnar
yfir á Ísafjörð í búðaráp og
stundum fengum við okkur kaffi
í bakaríinu hans Sævars bróður
og ekki fórum við tómhentar
þaðan. Þú vildir hins vegar oft-
ast frekar fara með Hinna því
þú sagðir börnunum mínum að
ég væri svo mikill glanni, við
hlógum mikið að því.
Mikið varstu glöð þegar þú
fékkst nöfnu, Gróu mína. Þið
tvær áttuð yndislegt samband
alla tíð. Hinni minn heitinn var
líka mikill mömmustrákur.
Hann hringdi daglega í þig til
að segja þér frá hvað börnin
okkar væru að gera. Þér þótti
alltaf vænt um að heyra það.
Börnin mín minnast ömmu
með hlýju, pönnukökum, jóla-
köku, aðalbláberjum með sykri
og nóg af honum svo ekki sé tal-
að um kleinurnar.
Elsku Gróa, það verða fagn-
aðarfundir hjá ykkur Hinna
mínum ásamt mörgum góðum
sem taka á móti þér. Þú hefur
misst mikið um ævina en alltaf
hélstu í jákvæðnina. Knúsaðu
elsku Hinrik minn frá mér og
börnunum, við söknum hans
sárt og þín verður sárt saknað.
Þín tengdadóttir.
Elínbjörg Katrín
Þorvarðardóttir.
Nú hefur hún Gróa, hjartkær
dýrmæt uppáhaldsfrænka mín
og vinkona, kvatt. Hún gekk
með sérlega fallegri reisn í gleði
og sorgum, einstök mannkosta-
kona með fallega smitandi lífs-
gleði og léttu lundina sína. Gróa
hlúði svo fallega að öllum ást-
vinum, frændfólki og vinum og
var mikill dýravinur. Hrafninn
var vinur hennar og gaf hún
honum og smáfuglunum hvorum
sínu megin við heimilið sitt.
Hennar fyrsta minning var er
mamma hennar, sem gat ekki
haft hana hjá sér, bar hana á
bakinu út að Mosvöllum og þar
ólst hún upp hjá pabba og við
mikið ástríki ömmu. Þar bjó
fatlaður frændi sem hún frá
unga aldri bar um allt, um-
hyggjan henni svo eðlislæg og
hún sá allt það góða i öllum og
hlúði að. Mosvellir er þvert í
þjóðbraut og þar var mikill
gestagangur, sveitungar komu
gjarnan við á leið yfir heiðarnar.
Það voru dýrmætar stundir eins
og hún hefur oft sagt mér frá,
margt ungt fólk i sveitinni og
dalnum og þau hittust og minnt-
ist hún þess er þau dönsuðu iðu-
lega á Grundunum á hjarninu i
tunglsljósi og þar voru ævivinir
hennar úr bæjunum í Hjarðar-
dal, m.a. mamma, Dúi og Eirný
og systkinin úr Innri-Hjarðar-
dal. Gróa giftist Hadda, þau
fluttu og byggðu sér fallegt
heimili á Grundarstíg á Flateyri
og eignuðust Gumma, Guggu,
Jónu, Gunnhildi, Gógó og Hin-
rik. Það er þyngra en tárum
taki að hún hefur misst bónda
sinn, fjögur börn og barnabarn.
Í ágúst sl. féll Gugga dóttir
hennar snögglega frá og þá
brast stengur i hjartanu hennar
en Gugga hafði búið á Hlíf sl.
þrjú ár og hlúð fallega að
mömmu og áttu þær góðar
stundir saman. Eftir lifa Jóna
og Gógó. Hvernig hún með ein-
stöku æðruleysi og kærleik af-
komenda vina og samferðafólks
tókst á við þetta, trúin hjálpaði
henni mikið. Þau hjón áttu
Garða og verkuðu harðfisk, grá-
sleppu og fleira sem var einstök
verkun og færri fengu en vildu.
Þau áttu litla skektu sem þau
reru á og snyrtimennskan var
þeim báðum í blóð borin. Ég
skrapp oft í bíltúr í kaffi til Gróu
og það var alltaf hlaðborð og
bakkelsi, ef við systkinin vorum
að mála á Flateyri lét hún ná í
okkur. Það var svo gott og
mannbætandi að ræða við hana,
þessa fróðu konu, og er ég
þakklát fyrir hvað hún sagði
mér mikið um mitt fólk. Ég var
virkilega ánægð er hún bað mig
um að sækja um íbúð fyrir sig á
Hlíf á Ísafirði. Gróa bjó þar í 7
ár og og naut sín virkilega vel
þar innan um gott fólk og í góðri
umönnun. Áttum við frænkur
yndislegar stundir oftast dag-
lega, símtöl á kvöldin er hún
söng gömul lög og fór með ljóðin
hans Davíðs. Í sumar flutti Gróa
mín á Sólvelli, nær fjölskyld-
unni. Það fór vel um hana en svo
breyttist allt. Gugga fellur frá
og svo kemur þessi skæða veira
sem lagði frænku mína en hún
var svo tilbúin í sína för, enda
hvíldin þreyttum kær.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir yndislega frænku mína
sem hefur verið vinkona mín frá
því ég var lítil. Guð gefi henni
fallega heimkomu til ástvina
sem fóru fyrr.
Elsku Gógó, Jóna og ástvinir.
Hjartans einlægustu samúðar-
kveðjur frá okkur fjölskyldunni
og íbúarnir á Hlíf báðu fyrir
innilega samúð vegna fráfalls
mömmu og Guggu.
Bjarndís.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
RAGNAR HARALDSSON,
Skálagerði 5,
Akureyri,
lést sunnudaginn 15. nóvember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
30. nóvember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni
verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju –
beinar útsendingar.
Áslaug Magnúsdóttir
Gunnar Pálsson Giti Chandra
Arshia Eyrún Gunnarsdóttir
Ashali Ásrún Gunnarsdóttir
Sigurlaug Björnsdóttir Jóhannes Jónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG KONRÁÐS JÓNASDÓTTIR,
Laula,
Aðalgötu 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
3. desember klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana munu einungis nánustu aðstandendur
vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/gudlaugk
Ágúst Lúðvíksson Honey Lore Sales
Jónas Lúðvíksson Bryndís Heimisdóttir
Unnur K. Lúðvíksdóttir Elmar Ingibergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar elskaði faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÚLFAR H. NATHANAELSSON
kaupsýslumaður,
frá Þingeyri við Dýrafjörð,
lést á heimili sínu 4. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Líknarteymi HERU eru færðar hjartans þakkir fyrir einstaka
umhyggju og alúð.
Sigríður Ída Úlfarsdóttir
Úlfhildur S. Úlfarsdóttir Marteinn St. Jónsson
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Petrína Sæunn Úlfarsdóttir Eiríkur Jónsson
Þorsteinn E. Úlfarsson Sandra K. Úlfarsson
Ólafur Helgi Úlfarsson Anna J. Svavarsdóttir
Erlingur Pétur Úlfarsson Lilja Kristín Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
TEITUR GYLFASON,
Sæbólsbraut 17,
Kópavogi,
lést laugardaginn 21. nóvember á
líknardeild Landspítalans.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Fjölskyldan vill þakka starfsfólki nýrnadeildar,
krabbameinsdeildar, Heru og líknardeildar fyrir hlýju og góða
umönnun.
Soffía Friðbjörnsdóttir
Gylfi Pálsson
Embla Ýr Teitsdóttir
Nanna Teitsdóttir Elmar Geir Unnsteinsson
barnabörn
Eiginkona mín,
HELENA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Baddý,
frá Landlyst í Vestmannaeyjum,
til heimilis að Háaleitisbraut 25,
er látin.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Arnar Sigurðsson frá Hellissandi