Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2020. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Þróunarstjóri leiðir rannsóknir og þróun og stýrir stefnumótun í allri rannsókna- og þróunarstarfsemi
fyrirtækisins. Sérstakur fókus er á tölvusjón og gervigreindarlausnir og gerum við ráð fyrir aukningu
í þessari starfsemi og fjölgun starfsmanna. Þróunarstjóri mun einnig samræma starfsemi og vinna
náið með þróunardeild móðurfyrirtækisins.
ÞRÓUNARSTJÓRI
Helstu verkefni:
• Lykilmaður í forystuhóp Vaka, ábyrgur fyrir allri
þróunarstarfsemi fyrirtækisins
• Forysta, leiðsögn og yfirstjórn þróunarteymisins
• Ábyrgð á ákvörðunum þróunardeildar og endanlegum
útfærslum lausna
• Ábyrgð á og stjórnun verkferla
• Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana þróunardeildar og
eftirfylgni þeirra
• Ábyrgð á flutningi frumgerða úr þróunarferli í
framleiðslu
• Ábyrgð á stuðningi og eftirfylgni með öllum vörum
• Ábyrgð á skrásetningum, vottunum og einkaleyfum
Hæfniskröfur:
• Meistaragráða í verkfræði eða álíka greinum
• Reyndur þróunarstjóri með sterkan tæknilegan
bakgrunn
• Mikil reynsla af stjórnun þróunarverkefna
• Reynsla og þekking á uppbyggingu þróunarhópa
• Góð þekking á tækjum verkefnastjórnunar
• Reynsla af stjórnun verkefna í tölvusjón, gervigreind
og skýjalausnum
• Þekking á þörfum fiskeldisfyrirtækja er stór kostur
• Góð tungumálakunnátta nauðsynleg
Vaki fiskeldiskerfi var stofnað árið 1986
og er leiðandi fyrirtæki í hönnun og
þróun á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi
um allan heim. Fiskiteljarar byggðir
á tölvusjón telja fisk á öllum stigum í
eldinu; í seiðastöðvum, í brunnbátum
og við aflúsun. Annað sérsvið Vaka
er búnaður til að stærðarmæla fisk í
sjókvíum og gefur hann nákvæmar
upplýsingar um meðalþyngd,
stærðardreifingu og vöxt fisksins í
kvíunum. Dæling og flokkun á fiski,
svo og loftun í sjókvíum, eftirlit og
stýringar ýmiskonar er einnig stór hluti
af vörulínu Vaka. Dótturfélög í Noregi,
Chile og Skotlandi, ásamt þjónustu- og
umboðsaðilum víða um heim, veita
viðskiptavinum ráðgjöf, þjónustu og
þjálfun.
Árið 2019 keypti MSD Animal Health allt
hlutafé í Vaka og nú sem hluti af MSD
eru uppi spennandi áform um stækkun
og eflingu fyrirtækisins. Aukin áhersla
verður lögð á vöruþróun og þjónustu
í nánu samstarfi við viðskiptavini og
munu nýjar lausnir knýja framþróun
fiskeldis um allan heim. Frekari
upplýsingar á www.vaki.is
Verkfræðingurinn er sérfræðingur í tölvusjón og tekur þátt í þróun á tæknibúnaði sem byggir á
tölvusjón og gervigreind.
VERKFRÆÐINGUR
Helstu verkefni:
• Þróun á tæknibúnaði sem m.a. byggir á tölvusjón og
gervigreind
• Úrvinnsla gagna frá mælitækjum
• Forritun og prófanir á hugbúnaði
• Þjálfun gervigreindarlíkana
• Þátttaka í gerð notkunarleiðbeininga
• Samskipti við umboðsmenn, tæknimenn, þjónustuaðila
og notendur
• Þátttaka í þróunarverkefnum almennt
Hæfniskröfur:
• Meistaragráða í verkfræði eða álíka greinum
• Reynsla af hönnun á vélbúnaði og/eða hugbúnaði
• Reynsla úr þróunar- eða hönnunarteymum
• Þekking á myndgreiningu, myndvinnslu og gervigreind
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
• Góð tungumálakunnátta
Hugbúnaðarverkfræðingur tekur þátt í þróun á gagnagrunns- og skýjalausnum Vaka sem halda utan
um mælingar og skýrslur viðskiptavina víða um heim.
HUGBÚNAÐARVERKFRÆÐINGUR
Helstu verkefni:
• Þróun á gagnagrunns- og veflausnum (skýjalausnum)
• Úrvinnsla og framsetning gagna frá mælitækjum
• Forritun og prófanir á hugbúnaði
• Þátttaka í þróunarverkefnum
• Þátttaka í gerð notkunarleiðbeininga
• Samskipti við tæknimenn, þjónustuaðila og notendur
• Þjálfun þjónustuaðila
Hæfniskröfur:
• Meistaragráða í verkfræði, tölvunarfræði eða
sambærilegum greinum
• Reynsla af hönnun og hugbúnaðarþróun
• Þekking á gagnagrunnum, þróunartólum og
skýjalausnum (AWS og/eða AZURE)
• Þekking á netöryggismálum
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
• Góð tungumálakunnátta
Þjónustufulltrúi er í beinum samskiptum við viðskiptavini og leysir og/eða miðlar málum til þess að
þau fái lausn á sem skilvirkastan hátt. Þjónustufulltrúi er í miklum samskiptum við allar deildir innan
Vaka við úrvinnslu mála og mun öðlast víðtæka þekkingu á hinum ýmsu vörum Vaka.
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Helstu verkefni:
• Eftirfylgni með þjónustusamningum
• Skoðun og eftirlit með tækjum í gegnum fjartengibúnað
• Uppfærsla á hugbúnaði, innleiðing nýrra lausna fyrir
viðskiptavini
• Eftirfylgni með nýjum búnaði með það að markmiði að
fyrsta upplifun viðskiptavinar sé sem best
• Samskipti við viðskiptavini á heimsvísu í gegnum síma
og netpóst
• Ráðgjöf og upplýsingagjöf
• Skráning á vandamálum og úrlausnum inn í
gagnagrunn
Hæfniskröfur:
• Rafeindavirkjun eða sambærileg menntun
• Góð enskukunnátta, þekking á norsku er kostur
• Hæfni í bilanagreiningu á tölvum og öðrum
tæknibúnaði
• Þekking á MS Office
• Þjónustulund, drifkraftur og metnaður
• Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar
VAKI VEX – VILT ÞÚ VERA MEÐ?