Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
HÖRKUSPENNANDI MYND
BYGGÐI Á SANNRI SÖGU.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND
Nýju þjóðlögin
Morgunblaðið/Eggert
Blöndunartækni Ásgeir Ásgeirsson rennir íslenskum þjóðlögum í gegnum austræna síu.
sem komu að mál-
um þar. Árið eftir
lá leiðin til Búlg-
aríu og afrakst-
urinn platan Tra-
velling through
Cultures. Auk
Búlgara (Thrakia Ensemble m.a.)
tóku þátt í gerð plötunnar tónlist-
armenn frá Indlandi, Grikklandi og
Austurríki. Það er Hamid Khansari
sem sér um að stýra hljóðfæraleik-
urum þessarar plötu en hún var tekin
upp í Teheran, Istanbúl og á Íslandi.
Það er enginn aukvisi sem sér
um söng hér en Sigríður Thorlacius
viðrar hæfileika sína líkt og á fyrri
plötum. Einnig syngja þau Samin
Ghorbani og Egill Ólafsson gesta-
dúett í einu laganna og tíminn stóð
eiginlega í stað þegar eyru þess sem
þetta ritar nam undursamlega rödd
Egils. Persneski vegslóðinn er fjöl-
skrúðugur, flytjendur yfir fjörutíu
talsins frá átta löndum; kór, aust-
rænn strengjaoktett og fleira.
Ferill Ásgeirs er um margt
athyglisverður. Hann lék t.a.m. með
Samúel J. Samúelssyni í Sælgætis-
gerðinni en gerðist svo gítarleikari í
Sóldögg sem reið röftum á sveitaböll-
um landsins um nokkra hríð. Ásgeir
fluttist svo til Hollands um tíma.
Heimkominn hóf hann að leika með
Páli Óskari og í hljómsveitinni
Skuggamyndum frá Býsans sem
hann stofnaði með Hauki Gröndal
vini sínum. Þar er leikin grísk, make-
dónsk, búlgörsk og tyrknesk tónlist
og fræjum fyrir þetta verkefni því
sáð. Frá fyrstu plötunni hefur eitt
leitt af öðru eins og gerist. Borislav
Zgurovski, sem nefndur er fyrr í
greininni, er Búlgari og hann kynnti
Ásgeir fyrir Hamid Khansari sem
vélar um á þessari plötu. Eftir fimm
daga dvöl hjá Hamid í Teheran var
það handsalað að þriðja platan yrði
gerð í Íran en Hamid rak í rogastans
er hann fékk að hlýða á fyrsta diskinn
í þjóðlagaþríleiknum.
Og Ásgeir gefur áfram, því að í
ár kom einnig út nótna- og kennslu-
bók sem tekur yfir verkefnið allt.
Fyrri hluti hennar inniheldur nótur
og útsetningar en síðari hlutinn er
kennslutækni sem Ásgeir hefur til-
einkað sér í gegnum þetta magnaða
ferðalag, auk upplýsinga um nótna-
hugmyndir, skala og takta sem tíðk-
ast þar eystra.
Það er meira en að segja það að
láta vaða í svona tilraunastarfsemi.
Blöndun og samruni eru auðvitað jafn
gömul manninum, stefnur og straum-
ar verða auðvitað ekki til í tómarúmi.
Það er engu að síður giska áhrifamik-
ið að fylgjast með tónlistarmanni slá
meðvitað saman þessum tiltölulega
ólíku menningarheimum og leitast
við að búa til eitthvað nýtt, einstakt
og fallegt.
» Blöndun og sam-runi eru auðvitað
jafn gömul manninum,
stefnur og straumar
verða auðvitað ekki til í
tómarúmi
Ásgeir Ásgeirsson gaf
út fyrir stuttu þriðju
þjóðlagaplötu sína,
Persian Path – Ice-
landic Folksongs, Vol.
3, hvar íslenska þjóð-
lagið er sett í nýjan og
framandi búning. Hef-
ur Ásgeir ferðast æ
austar á bóginn vegna
þessa metnaðarfulla
verkefnis og er nýja
platan tekin upp með
írönskum tónlistar-
mönnum.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Nýsköpunin og áræðið er al-gert hvað þetta verkefni Ás-geirs ræðir, að fara út í það
að tengja íslenskar stemmur við aust-
rænar og dírka upp form og hljóma
sem ganga upp. Að hlusta á „Stóð ég
úti í tunglsljósi“ með þessum hætti,
þekkja melódíuna en heyra forláta
slaggígjur frá Persíu flytja hana, er
upplifun.
Þetta er fimmta sólóplata
Ásgeirs þegar allt er talið en þriðja
platan í nokkurs konar þjóðlaga-
þríleik. Undanfarinn áratug hefur
Ásgeir numið og kynnt sér tónlist
Austur-Evrópu og Mið-Austurlanda,
farið á námskeið og sótt einkatíma í
m.a. Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi,
Marokkó, Indlandi og Íran. Útsetj-
arar ásamt Ásgeiri hafa verið þeir
Yurdal Tokcan, Borislav Zgurovski
og Hamid Khansari en fyrsta platan,
Two sides of Europe, kom út fyrir
þremur árum og voru það nokkrir af
fremstu hljóðfæraleikurum Tyrkja
Píanótríóið Tríó Vest heldur hálf-
tímalanga tónleika í streymi á
morgun, sunnudag, kl. 12.15. Tríóið
skipa Áslaug Gunnarsdóttir á
píanó, Sigríður Bjarney Baldvins-
dóttir á fiðlu og Victoría Tarevsk-
aia á selló. „Þær eru allar kennarar
við Tónmenntaskóla Reykjavíkur
og hafa leikið saman í ýmsum
kammermúsíkhópum og hljóm-
sveitum um árabil,“ segir í tilkynn-
ingu. Á efnisskránni er Píanótríó
Opus 17 eftir Clöru Schumann.
Streymið fer fram á facebooksíðu
Hannesarholts.
Tríó Vest í streymi
hjá Hannesarholti
Kennarar Píanótríóið Tríó Vest.
Hannesarholt býður upp á Syngjum
saman í beinu streymi á morgun,
sunnudag, kl. 14. Um söngstundina
sjá að þessu sinni hjónin Valgerður
Jónsdóttir tónmenntakennari og
söngkona og Þórður Sævarsson gít-
arleikari. „Þau hafa unnið saman í
tónlistinni frá unglingsaldri, gefið
út eigið efni og komið fram á ótal
tónleikum og viðburðum á Íslandi, í
Danmörku og fleiri löndum. Síðast-
liðin tvö ár hafa þau starfað undir
nafninu Travel Tunes Iceland við
að kynna íslensk þjóðlög fyrir
ferðafólki. Valgerður hefur stjórn-
að fjölda söngstunda fyrir börn og
fullorðna og stýrir þremur kórum á
Akranesi, þar sem þau Þórður eru
búsett.“ Streymið verður á face-
booksíðu Hannesarholts.
Syngjum saman
í beinu streymi
Hjón Þórður og Valgerður.