Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 Fólk er sérstaklega viðkvæmt þegar mik-ið gengur á. Þá erum við líklegri til aðtrúa öllu mögulegu og sumir sjá sam- særi í hverju horni. Til dæmis þegar heims- faraldur gengur yfir. Það eru sennilega ekki til betri veiðilendur fyrir þá sem vilja safna saman hræddum og reiðum sálum, rugla í þeim og vekja enn meiri ótta. Ég veit satt að segja ekki af hverju fólk gerir þetta en sagan er full af svona dæmum. Fólk sem kemur fram með stórkostlegar samsæriskenningar, sem yfirleitt eru þannig að það er möguleiki að halda þeim fram en erfiðara að afsanna þær. Þannig höfum við til dæmis fengið sam- særiskenningar um að sjálfur Hugo Chaves, fyrrverandi forseti Venesúela, hafi risið úr gröf sinni til að hafa áhrif á bandarísku for- setakosningarnar. Þar hafi vélarnar tekið völdin, í skjóli nætur, og hreinlega snúið við úrslitum kosninganna. Og ef það dugar ekki þá bætast við sögur um biðraðir í kirkjugörð- um af látnu fólki að kjósa og hóp fólks sem breytir atkvæðum. Nokkuð mögnuð kenning og frekar ótrúleg en alls ekki sú ótrúlegasta. Og stundum verða þær bara of skrýtnar og lygilegar til að þær gangi. Skyldi maður ætla og vona. Það hefur semsagt gerst. Í viðtali sem hef- ur farið mjög víða á netinu hefur dr. Christi- ane Northrup farið aðeins yfir bóluefnið sem nota á við Covid 19. Látum vera að viðtalið var tekið í byrjun október, löngu áður en bóluefnin höfðu fengið samþykki. Hún er með þetta á hreinu. Í bóluefninu eru róbótar sem breyta öllum í loftnet sem gerir það að verkum að hægt er að fylgjast með fólki með 5g-sendum og fá allar upplýs- ingar um það sem fólk gerir. Allt frá matar- æði til bólfara. Í efninu er líka nanóagnir, sem Bill Gates hefur fengið einkaleyfi á og látið setja í bóluefnið. Með því er hægt að sjá hvað fólk gerir alla daga ársins og það er einhvern veginn (á frekar óútskýrðan hátt) tengt rafmyntum. Og breytir okkur öllum í þræla. Og bara svona til að bæta aðeins við þetta, þá mun þetta líka breyta DNA fólks þannig að það verði tvöfalt, svo það geti jafnvel ver- ið að hálfu menn og að hálfu dýr. Og svo náttúrlega örmerking svo hægt sé að sjá hverjir hafi verið bólusettir og hafa eftirlit með þeim. Dr. Northrup er mjög sannfærandi og virðist vita hvað hún er að tala um. Fer í byrjun yfir menntun sína og viðurkenningar. Skautar aðeins framhjá því að hún er fæð- ingarlæknir, sem veitir sennilega ekki bestu þekkinguna á veirufræðum, ónæmi og því öllu en telur upp alls kyns metsölubækur og frægt fólk sem hún hefur hitt og að hún hafi tíu sinnum farið í þáttinn hjá Opruh! Í þessum tveim- ur dæmum er passað að vísa í einhverjar stað- reyndir. Til dæmis einkaleyfi Bills Gates, sem er vissulega til. Mið- ast hins vegar við búnað (til dæmis úr) sem fólk geng- ur með utan á sér og mælir hreyfingu. Það hafa líka verið hugmyndir í umræðum um bóluefni (gegn mislingum) þar sem efni er sprautað í húðina þannig að hægt er að sjá hver hefur verið bólusettur. Það á ekki við í þessu tilfelli. Það eru alltaf einhverjir sem trúa þessu. Af hverju ætti þetta fólk að vera að ljúga? Og eru stjórnvöld ekki alltaf að fela eitthvað fyrir okkur og reyna að fá okkur til að trúa því sem þeim hentar? Og hvað með þetta bölvaða djúpríki? Er það ekki alltaf í ein- hverju vafasömu? Svo ég segi það einu sinni enn: Ef eitthvað hljómar of ótrúlegt til að geta verið satt – þá er það líklega þannig. Og eins erfitt er að segja það, þegar við höfum gert okkar besta til að eyða fordómafullum og gildishlöðnum orðum, þá eru sumir bara eitthvað pínu klikk. ’Það eru alltaf einhverjirsem trúa þessu. Af hverjuætti þetta fólk að vera að ljúga?Og eru stjórnvöld ekki alltaf að fela eitthvað fyrir okkur og reyna að fá okkur til að trúa því sem þeim hentar? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Samsæri óttans Stóra verkefni Íslands á næstuárum verður að skapa nægi-lega mikil verðmæti til að vega upp efnahagsáfallið sem við stöndum frammi fyrir. Vandinn blasir m.a. við okkur í spá um þriggja ára samfelld- an hallarekstur hins opinbera, sem muni valda því að árið 2022 verði skuldir hins opinbera orðnar rúmlega tvisvar sinnum hærra hlutfall lands- framleiðslu en áður var stefnt að, eða 64% í stað 29% samkvæmt endur- skoðaðri fjármálaáætlun. Þetta er áskorun sem við skattleggjum okkur ekki út úr. Eina ráðið sem dugar er aukin verðmætasköpun. Líklegustu uppsprettur þessarar verðmætasköpunar eru ferðaþjón- usta og nýsköpun. Fréttir af mögu- legu bóluefni auka bjartsýni um að ferðaþjónustan komist fyrr af stað en verstu sviðsmyndir voru farnar að gera ráð fyrir. Um leið berast reglulega jákvæðar fréttir af vettvangi ný- sköpunar. Saman skapa þær fréttir mjög áhugaverða heildarmynd sem full ástæða er til að halda til haga. 17 milljarða fjárfestingar í íslenskri nýsköpun 2020 Ég lét nýlega taka saman tölur um umfang fjárfestinga í nýsköpunar- fyrirtækjum. Í ljós kemur að það sem af er þessu ári hefur verið fjárfest í ís- lenskum nýsköpunar- og tækni- fyrirtækjum fyrir um 17 milljarða króna. Það er meira en allt árið 2019. Umfang fjárfestinga frá erlendum aðilum er um 12 milljarðar eða 74% af heildarupphæðinni. Það sýnir tiltrú alþjóðlegra fjárfesta á íslensku hug- viti, íslenskum frumkvöðlum og ís- lensku nýsköpunarumhverfi. Fjárfestingarnar eru færri í ár en í fyrra, þó að heildarupphæðin sé hærri. Það er jákvætt í ákveðnum skilningi; það að færri fyrirtæki séu að sækja sér stærri fjárfestingar bendir al- mennt til þess að þau séu komin yfir fyrstu stigin í vaxtarferli sínu og nær því að taka næstu stóru skref. Þetta er þroskamerki fyrir nýsköpunar- umhverfið á Íslandi. Nokkur dæmi Íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa sem sagt verið að ná góðum árangri að undanförnu þrátt fyrir breyttar að- stæður í heimsfaraldri. Hér eru nokk- ur dæmi: Sidekick Health, sem gerir lækn- um kleift að beita stafrænni meðferð við lífsstílstengdum sjúkdómum, lauk nýlega fjármögnun upp á tæplega þrjá milljarða króna frá erlendum fjárfestum í kjölfar samninga við stór lyfjafyrirtæki á borð við Pfizer. Controlant, sem býr til búnað og hugbúnað til að fylgjast með við- kvæmum vörum í flutningi, lauk ný- lega fjármögnun upp á um tvo millj- arða króna. Lausnin er m.a. notuð til að fylgjast með flutningi á Covid- skimunarbúnaði. Dohop, sem smíðar hugbúnað fyrir flugfélög, hefur lokið stórri fjár- mögnun fyrir yfir milljarð króna frá erlendum sjóði og hyggst nýta fjár- magnið til að byggja upp starfsemina og fjölga starfsmönnum á Íslandi. CCP Games gaf nýlega út tölvuleik í Kína með góðum árangri. Avo, sem smíðar hugbúnað fyrir gagnaöflun og gagnavernd, varð fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera valið til þátttöku í Y Combinator, sem þykir besti viðskiptahraðall heims. Fyrirtæki sem hafa áður notið góðs af honum eru m.a. Airbnb, fjártækni- risinn Stripe, samfélagsmiðillinn Reddit og skýþjónustan Dropbox. Í kjölfarið sótti Avo sér fjármögnun upp á um 400 milljónir króna frá sér- hæfðum fjárfestum í Kísildal. Vísisjóðir í sókn Á Íslandi eru starfræktir nokkrir vísi- sjóðir sem sérhæfa sig í að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Á bak við þá eru Brunnur Ventures, Crowberry Capi- tal, Eyrir Ventures og Frumtak Vent- ures (sem rekur tvo sjóði), auk Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins. Flestir þessir aðilar og raunar fleiri eru nú að vinna að fjármögnun nýrra sjóða. Því er útlit fyrir að nýtt skeið fjárfest- inga í sprotafyrir- tækjum sé að hefj- ast. Það eru góð tíðindi. Stofnun Kríu, hvatasjóðs vísifjárfestinga með opinberu fjár- magni, mun styðja við þá þróun. Velgengni erlendis Allmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki fengu evrópska þróunarstyrki í fyrra. Styrkirnir námu alls um 1,5 milljörð- um króna. Hér hafa íslensk fyrirtæki sótt í sig veðrið á undanförnum miss- erum og sýnt og sannað að verkefni þeirra standast kröfur sem gerðar eru til styrkveitinga á alþjóðlegum vettvangi. Þau sem fengu evrópska styrki í fyrra voru lyfjafyrirtækið EpiEnda, margmiðlunarfyrirtækið Oz, heilsufyrirtækið Saga Natura, lækningavörufyrirtækið Kerecis og matartæknifyirrtækið Curio. Á þessu ári hafa a.m.k. þrír stórir evrópskir styrkir verið veittir til ís- lenskra verkefna: 2,5 milljarðar króna til rannsóknarverkefnisins Svefnbylt- ingin, um 400 milljónir til Orf líftækni og um 300 milljónir króna til Green- volt vegna þróunar á rafhlöðum með nanótækni. Það er aukin verðmæta- sköpun í farvatninu Í allmörg ár hafa ræður um íslenska nýsköpun oftast vísað til þriggja fyr- irtækja: Össurar, Marel og CCP. Öll eru þau glæsilegir fulltrúar íslenskrar nýsköpunar. Dæmin hér að framan – og raunar fleiri dæmi – benda til að þeim fulltrúum fari ört fjölgandi. Ég er sannfærð um að verið sé að byggja upp fyrirtæki sem stilla sér upp við hlið hinna þriggja hvað varðar árang- ur, umsvif og styrk. Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn og tekið stórar ákvarðanir til að styrkja þetta umhverfi og af því er ég stolt, en stærstan heiður eiga auðvit- að frumkvöðlarnir sjálfir fyrir þraut- seigju sína og hugvit. Réttilega er oft bent á að nýsköpun taki tíma. En við vorum ekki að byrja á henni í gær og erum nú þegar byrj- uð að uppskera. Sautján milljarða fjárfesting það sem af er þessu ári er skýr vísbending um að það er bjart yfir nýsköpun á Íslandi og veruleg verðmætasköpun í farvatninu. Bjart yfir nýsköpun Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Það sem af er þessu árihefur verið fjárfest í ís-lenskum nýsköpunar- ogtæknifyrirtækjum fyrir um 17 milljarða króna. Það er meira en allt árið 2019. Lauftré á Íslandi hefur verið uppseld í nokkur ár en er nú komin í annari prentun, með fjölda nýrra tegunda, nýjum myndum og auknum upplýsingum um eldri tegundir. Verð kr. 5.500,- Bókaflokkurinn Við ræktum fæst í öllum helstu bókabúðu og á heimasíðu okkar www.rit.is/baekur eða í síma 578 48

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.