Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 17
Maradona ólst upp við aðstæður þar sem draumarn-
ir sem rætast eru fágæti, og sjálfsagt snúið fyrir
draumana að koma sér að þar sem martraðir eiga
heiminn. Diego Maradona varð magnþrungin kveikja
drauma í því myrkri, sannindamerki um að þrátt fyrir
allt væri von. Hann var reyndar ekki sá eini, en
kannski var hann sá óvenjulegasti.
Og lát hans í vikunni staðfesti að draumarnir sem
margir lifðu í gegnum hann höfðu ekki yfirgefið þá.
Goðinu tókst sjálfu misvel að halda utan um frægð
sína og ómælda velvild sem snilli hans kallaði á.
En það breytti ekki öllu fyrir þá, sem frá fyrstu
frægðarstund hans höfðu í það minnsta átt hlut í betra
lífi í draumaveröld hans, en þeirri sem veruleikinn
bauð þeim upp á.
Gripið inn í
Það er almennt betra að búa við ríkisstjórn sem er
seinþreytt til vandræða, eins og það heitir, en hina
tegundina. Og það má bæta því við að ríkisstjórn er
auðvitað rétt að hugsa sig tvisvar um áður en hún beit-
ir afli valdsins og það þótt það sé vafalaust til staðar
þar til hún er sannfærð um að mildari tök hafi reynst
haldlaus. Það er stundum nefnt að tilteknar stéttir séu
þýðingarmeiri en aðrar. Það mat fer þó eftir ýmsu.
Hafi maður verk er læknir ofarlega á lista. Springi
heitavatnsrör inni þá þarf pípulagningamann án tafar.
Falli barn í sprungu þá þarf þyrlu og það þolir enga
bið.
Gangverk nútímaríkis er þannig vaxið að mikilvægt
er að enginn hlaupi út undan sér eða misnoti sér
sterka stöðu í þjóðfélaginu. En með sama hætti má
vinnuveitandi ekki nýta sér að starfsmaður geti ekki
með góðu móti knúið á um sanngjarnar bætur launa
með atbeina verkfallsleiðar. Sú tilfinning er í þjóð-
félaginu að sumar stéttir séu frekari til verkfallsvopna
en ýmsar aðrar. Sú tilfinning hefur heyrst í umtali um
flugumferðarstjóra, flugvirkja og ýmsa aðra. Það má
vel vera að slíkur dómur sé ekki endilega sanngjarn.
Það er einnig svo að algeng nálgun á því, hvaða stétt
sé svo mikilvæg að endurspegla þurfi í launahækk-
unum, er ekki endilega keypt af öðrum og ýtir undir
kapphlaup sem setur allt á hliðina.
Eiga gott skilið en verða að gæta sín
En hitt er einnig til að aðstæðurnar sem skapa hina
sterku stöðu starfshóps verða um leið helsti veikleiki
hennar. Örfáir menn geta, vegna stöðu sinnar, sem
mikilvægir útsendarar almannavaldsins, skapað öng-
þveiti og jafnvel leitt til þess að ríkisvaldið fái ekki
sinnt öryggishlutverki sínu. Það má ekki þola. Til þess
hefur ríkisvaldið ekki heimild.
Fyrir alllöngu síðan sat í stól ríkissaksóknara ágæt-
ur lögspekingur, hugrakkur maður og sanngjarn.
Honum varð eitt sinn litið út um glugga skrifstofu
sinnar og sá þá að lögreglan fór fylktu liði, einkenn-
isklædd með mótmælaspjöld í kringum Arnarhvol
með kjarakröfur sínar. Hvernig brást hinn ágæti sak-
sóknari við? Samstarfsmaður hans sagði að yfirmanni
sínum hefði vöknað um augu. Af hverju? Honum sárn-
aði dómgreindarleysið. Einkennisbúningur lögreglu-
mannsins er tákn um stöðu hans og heimildir og um
leið vernd fyrir hann.
Bréfritari veit ekki hvort það var við sama atvik sem
erlendur sendimaður hér hafði verið að fylgjast með
svipuðum atburðum. Þá stóðu yfir hörð verkfallsátök í
landinu og náðu bæði til ríkis og borgar. Þau stóðu vik-
um saman og höfðu skaðleg áhrif á allt og alla, eins og
allir máttu vita. Í þeim anda gerðist það að lögreglan
hafðist að eins og ríkissaksóknarinn hafði horft á út
um gluggann sinn. Sendimaður átti nokkru síðar er-
indi við bréfritara vegna þáverandi starfa hans. Þegar
hann hafði lokið erindi sínu sagðist hann vilja nefna
eitt atriði utan formlegs samtals. Hann hafði séð fyrr-
nefnt atvik. Bréfritari kannaðist við það og sagðist á
því augnabliki hafa verið inni á skrifstofu fjár-
málaráðherrans og þeir þar verið látnir vita um þetta.
„Og hver voru viðbrögðin?“ spurði sendimaður. Þess
var ekki minnst að þau hefðu verið nokkur. Hverjir
voru til varnar í ráðuneytinu? Það kann að hafa verið
einn húsvörður, var svarið. Eftir smá þögn sagði
sendimaður á þessa leið: Ég verð þess stundum var, að
þið Íslendingar veltið stundum fyrir ykkur hvort þið
séuð alvöruríki eða ekki. Þetta atvik var auðvitað
dæmi um að eitthvað vanti upp á það. Hvar sem væri í
heiminum hefði það þótt óhugsandi ögrun að lög-
reglan einkennisklædd umkringdi Stjórnarráðið. Ég
tel að engri lögreglu í alvöruríki léti sér koma slíkt í
hug. Og ef svo ótrúlega tækist til yrðu eftirköstin mik-
il, reiði þjóðarinnar ljós og yfirmönnum lögreglu ekki
sætt. Atvikið er enn þá alvarlegra vegna þess að hér er
herlaust land (amerískt varnarlið var hér enn, en að-
eins vegna erlendrar hættu en ekki innanlandsmála).
Sendimaður sagðist vita að viðmælandinn kæmi alloft
í höfuðborg síns lands og nefndi stóra byggingu í mið-
borginni og spurði hvort viðmælandinn þekkti til
hennar. Sá þekkti húsið en ekki hvað það hýsti. „Þarna
er herinn,“ sagði sendimaðurinn. „Þaðan er hann
þrjár mínútur í embættisbústað þjóðhöfðingjans og í
skrifstofu ríkisstjórnarinnar og fjórar fimm mínútur
til þinghúss og Seðlabanka.“ „Og hvenær fer herinn
þangað?“ var hann spurður. „Aldrei. Hernaðar-
yfirvöld hafa sjálfsagt aldrei hugsað sér að lögreglan
kynni að umkringja þessar stofnanir vegna kjardeilna
og að herinn þyrfti að verja þær fyrir lögreglu. En all-
ir þeir sem eru með mótmæli, þar sem lögreglan hefur
það hlutverk að gæta þess að mál fari ekki úr böndum,
vita það að verði lögreglan brotin á bak aftur, þá mæt-
ir herinn. Það vilja þeir ekki og það vill ekki lögreglan
og það vill enginn. Þess vegna hefur það aldrei gerst.“
Þá þakkaði hann fyrir komuna og fór.
Ekki er langt síðan lögreglumenn fóru einkenn-
isklæddir inn í dómssal til að fylgja eftir hagsmuna-
máli. Það sýndi einnig dómgreindarbrest en ekki er
vitað um eftirköst.
Bréfritari hefur um langa hríð átt ánægjuleg sam-
skipti við lögregluna og kynnst þar mörgum góðum og
eftirminnilegum mönnum. Hann hefur lengi verið
þeirrar skoðunar að það hafi skort á að koma með
sanngjörnum hætti til móts við lögregluliðið og
styrkja stöðu þess að öðru leyti. Hefur það oft verið
áréttað hér en er önnur saga.
Myndir sem vantar eða voru ekki til
Fyrr var Albert Guðmundsson nefndur til sögunnar í
framhjáhlaupi. Margar minningar, sumar ógleyman-
legar, eru til um hann. Ævisaga hans í samtalsformi
kom út 1982. Albert gaf bréfritara bókina númeraða
og áritaða með elskulegri kveðju.
Margar ljósmyndir eru í heimilissafninu og þar á
meðal myndir af fjölmörgum samferðamönnum að
fornu og nýju. Það mætti segja tölvuvanvitanum að
slíkar myndir muni geymast betur en óendanlega
margar símamyndir augnabliksins. En stundum hefur
verið hugsað til mynda sem hljóta að hafa verið til en
finnast ekki. Og eins er oft hugsað til mynda sem láð-
ist að taka. Bréfritari hefur reynt mjög að finna mynd
af langafa sínum, Davíð Jónatanssyni, enda skírður
eftir honum. Davíð langafi dó 17. janúar árið 1939 og
er því dálítið sérstakt að engin mynd finnist af honum.
Seinast starfaði hann við að halda utan um hross
Thorsara á Grundarstígnum í Reykjavík. Það er
myndin sem vantar. En ein af þeim myndum sem
skaði er af að láðist að taka á rætur í frásögn Alberts í
samnefndri bók.
Albert varð vinur Jónasar frá Hriflu og segir
skemmtilega sögu af þeirra fyrstu kynnum þegar Al-
bert var þingsveinn. Seinna fór Albert í samvinnu-
skólann fyrir tilstuðlan Jónasar og enn síðar heimsótti
Jónas Albert þegar hann var atvinnumaður í knatt-
spyrnu í Mílanó á Ítalíu. Jónas langaði mjög til að
skoða Scala-óperuna og þangað héldu þeir Albert, en
komu að lokuðum dyrum. Þeir eru að snúa burt þegar
bíll rennur að og út steig Arturo Toscanini, tónskáld
og hljómsveitarstjóri, en þeir Albert höfðu kynnst fyr-
ir tilviljun og ræktað þau kynni nokkuð. Toscanini
sagðist vera á leið til Ameríku og hefði viljað kasta
kveðju á Albert þegar hann sá hann úr bíl sínum. Al-
bert segist þá vera með fyrrverandi ráðherra frá Ís-
landi sem hafi langað til að sjá Scala en óperuhúsið sé
lokað. Tónskáldið lætur þá opna Scala og fer með þá
Jónas um allt. Og þar kemur einmitt myndin sem
vantar: Jónas frá Hriflu, Albert Guðmundsson og
Toscanini í hrókasamræðum á stóra sviðinu í Scala-
óperunni. Allir áttu þeir það sennilega sameiginlegt
að una sér einna best á stóra sviðinu. Allir áttu þeir
sviðið, hver með sínum hætti og hvaða svið var sögu-
frægara en þetta?
Kannski mætti teikn’ana?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
29.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17