Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 22
eftir Yrsu í rússneskri þýðingu sem telst til tíðinda því það eru allmörg ár síðan íslensk glæpasaga kom út þar í landi. Auk þeirra þriggja þá hafa höfundar eins og Lilja Sigurðardóttir, Árni Þórarinsson, Jónína Leósdóttir, Eva Björg Ægisdóttir og Sólveig Pálsdóttir öll komið út í erlendum þýðingum. Fleiri morð í bókum en reynd Hrefna segir skýringuna á vinsældum ís- lenskra glæpasagna ekki síst liggja í miklum áhuga á Íslandi og því sem ís- lenskt er í út- löndum. Þá spyrji margir bókaáhugamenn erlendis sig hvers vegna þjóð, þar sem morð séu eins fátíð og raun ber vitni, skrifi svona margar glæpasög- ur. „Mörg- um þykir þetta merkilegt, það er að morð séu mun tíðari í bókum en veruleikanum á Íslandi.“ Hrefna segir um- gjörð sagnanna einnig skipta máli. Hrátt íslenskt um- hverfið, myrkrið, snjóinn og einmanaleikann í fásinn- inu. „Þetta þykir mörgum heillandi og spennandi.“ Helstu markaðir fyrir íslenskar glæpasögur eru Frakkland, Þýska- land, Norðurlöndin, Bretland og M ér líður eins og það hafi gerst í gær að maður nokkur rölti inn á ritstjórn Morgun- blaðsins í Kringlunni með sína fyrstu glæpasögu undir hendinni. Sætti sú útgáfa tíðindum, enda lítið verið um glæpasögur á Íslandi fram að því, og ég átti stutt viðtal við hinn nýja höfund í sér- stöku bókablaði sem Morgunblaðið gaf þá út síðustu vikurnar fyrir jólin. Hvorugan okkar óraði fyrir því á þeirri stundu að hér væri á ferðinni fyrsta blaðaviðtalið við höfund sem næstu tvo áratugina ætti eftir að gnæfa yfir aðra höfunda á Íslandi þegar kæmi að sölu bóka hér heima og erlendis. Jú, maðurinn var Arnaldur Indriðason og bókin Synir duftsins. Í téðu samtali hafði hann meðal annars þetta að segja: „Ég hafði ekkert fiktað við skáldsöguna áð- ur og hafði mjög gaman af að setjast niður og sjá hvernig hún verður til – í þessu tilviki varð hún eiginlega til af sjálfu sér. Síðan fannst mér líka tími til kominn að búa til spennu í íslensk- ar skáldsögur, setja „plot“ inn í þær, það vant- ar átakanlega.“ Bókinni lýsti Arnaldur með þessum orðum: „Þessi saga er ráðgáta og við getum hvort sem er kallað hana húmoríska hrollvekju eða bara spennusögu – það rúmast svo mikið í því hug- taki. Ég lagði reyndar ekki upp með spennu- sögu sérstaklega, heldur að skrifa spennandi sögu, með knappri frásögn, mörgum samtölum og stuttum köflum sem myndi halda athygli lesandans fram til söguloka.“ Þetta var í nóvember 1997, fyrir heilum 23 árum, sem minnir mann enn og aftur á þá stað- reynd hvað tíminn er afstæður og skrýtin skepna. Meðan margir fögnuðu framtaki Arn- aldar, löngu væri tímabært að byggja upp glæpasagnahefð á Íslandi, voru aðrir fullir efa- semda. Það gæti aldrei orðið sannfærandi að skrifa um morð í Vesturbænum eða Breiðholt- inu, hvað þá á Hvammstanga eða Djúpavogi. Arnaldur var á hinn bóginn snöggur að stilla miðið og öll þekkjum við söguna síðan; hver glæpasagnahöfundurinn af öðrum hefur sprottið fram, Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Lilja Sigurðardóttir og fleiri og fleiri. Og þessar bækur seljast ekki bara vel hér heima, heldur margar hverjar í bílförmum erlendis líka. Hverju skyldi þetta sæta? Áhugi á nýjum höfundum Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta í kringum tuttugu styrki til þýðinga glæpa- sagna á erlend mál – og fleiri slíkar koma út víða um heim, án þýðingarstyrkja. Nokkur helstu lönd/svæði þar sem íslenskar glæpasögur hafa komið út eru Þýskaland, Frakkland, Norð- urlöndin, Bretland, Bandaríkin, Austur- Evrópa og líka fjar- lægari lönd eins og Japan, Kína, Suður- Kórea og mörg fleiri. „Við finnum áhuga erlendra útgefenda á nýjum íslenskum höf- undum, þeir hafa góða reynslu af að gefa út íslenskar glæpasögur og vilja kynna nýja höfunda til leiks,“ seg- ir Hrefna Haralds- dóttir, fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Arnaldur Indriðason hefur komið út á flestum tungumálum, um fjöru- tíu. Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir hafa bæði komið út á um þrjá- tíu tungumálum. Nú al- veg nýlega kom út bók Bandaríkin. „Bækurnar ferðast um þessar slóðir og aðrar og fjarlægari líka og eru þýdd- ar jafnt og þétt. Arnaldur er til að mynda stór- stjarna í Frakklandi, á Norðurlöndunum og víðar og Ragnar hefur verið að gera það mjög gott í Þýskalandi og fleiri löndum. Þá er ís- lenskum höfundum alltaf að fjölga á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum en eins og gefur að skilja er mjög gott að fá bækur þýddar yfir á ensku. Þá eru þeim oft allir vegir færir,“ seg- ir Hrefna. Ekki vanmeta orðsporið Það má heldur ekki vanmeta orðsporið. „Arn- aldur ruddi brautina erlendis fyrir allmörgum árum en tíminn frá því að hann haslaði sér völl erlendis er orðinn býsna langur. Bækur ís- lenskra höfunda þykja almennt góðar og fólk vill fá almennilegt lesefni. Það á við um unn- endur glæpasagna sem aðra. Það er smekkur fólks sem ræður.“ Hrefna sér fyrir sér að framhald verði á út- rás íslensku glæpasögunnar. „Mér finnst eins og ekkert lát sé á þessum vinsældum; þetta heldur áfram, hægt og bítandi. Nýir höfundar eru stöðugt að ryðja sér til rúms og nægir þar að nefna Evu Björgu Ægisdóttur sem komin er á fulla ferð, hér heima sem erlendis.“ Síðast en ekki síst nefnir Hrefna að glæpa- sagnahöfundarnir okkar séu upp til hópa bón- góðir og fyrir vikið duglegir að koma fram og fylgja verkum sínum eftir á erlendri grundu, þegar aðstæður leyfa. „Þau eru góð í að tala um bækurnar sínar, land og þjóð og allt vinnur þetta saman.“ Gæðin alltaf að aukast Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, bendir á að glæpasögur njóti mikillar hylli um allan heim og fyrir vikið sé stór og sterkur markaður fyrir hendi sem ís- lenskir höfundar eigi að sjálfsögðu erindi inn á. „Arnaldur Indriðason gaf tóninn en hann hefur sýnt að glæpasögur eru ekki verri bók- menntir en hverjar aðrar og því betur sem þessar sögur eru skrifaðar þeim mun meiri at- hygli vekja þær. Gæði bókanna eru alltaf að Colorbox Glæpur og umbun Íslenskar glæpasögur njóta vaxandi hylli úti í hinum stóra heimi og vinsælustu höfundarnir hafa komið út á þrjátíu til fjörutíu tungumálum. Viðmælendur Sunnudagsblaðsins sjá ekki annað en að vegurinn verði beinn og breiður áfram enda séu þessar sögur í senn vandaðar og fjölbreyttar. Hver höfundur hafi sína rödd. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Arnaldur Indriðason Bryndís Loftsdóttir Eva Björg Ægisdóttir Ragnar Jónasson Hrefna Haraldsdóttir Lilja Sigurð- ardóttir Kristján Atli Ragnarsson 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 BÆKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.