Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2020 Skeifunni 8 | Kring | g | 0640 | casa.is Jólagjöfin fyrir heimilið SPECKTRUM SPEGLAR Margar stærðir, gerðir og litir SIMPLICITY Line 80 cm 13.990,- 100 cm 19.990,- EDGE 105 x 105 cm 39.990,- HERRINGBONE 75 x 150 cm – 54.990,- lu Erlendir lesendur virðast taka rannsóknarlögreglu- manninum Konráði vel en hann er sem kunnugt er sögu- hetjan í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar þessi árin. Þetta segir Valgerður Benediktsdóttir, hjá Rétt- indastofu Forlagsins, og styður mál sitt með því að út- gefendur Arnaldar ytra, sem ýmist eru þegar teknir að gefa út Konráðsseríuna eða í þann mund að gefa hana út, hafi kallað eftir frekari upplýsingum um Konráð og bak- grunn hans til að koma til móts við fróðleiksþyrsta les- endur hans. Valgerður segir þetta merkilegt, ekki síst vegna þess hve Erlendur, sem lengi var í forgrunni í sög- um Arnaldar, var heitt elskaður og dáður. Í prófíl sem Forlagið hefur sent utan segir meðal ann- ars: „Konráð er Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 16. júní 1944, og finnst hvergi betra að vera en í borginni þegar sólin skín. Hann er fyrrum rannsóknarlög- reglumaður og kominn á eftirlaun, og því hættur að fá óvæntar upphringingar um miðjar nætur. [..] Konráð á það til að vera stríðinn og hefur húmor fyrir sjálfum sér. Hann er áhugamaður um knattspyrnu. Hann er gjarn á að týna símanum sínum. Konráð á við svefnleysi að stríða, hefur reynt margt, pillur, rauðvín, hugleiðslu, en lítið dugað. Hann getur átt erfitt með að hafa stjórn á skapi sínu og hefur sýnt á sér skuggahliðar.“ Á blaðsíðum 22 og 24 í blaðinu dag er fréttaskýring um gott gengi íslenskra glæpasagna erlendis. Arnaldur Indriða- son er vinsæll víða um lönd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kalla eftir upplýsingum um Konráð lögreglumann Erlendir lesendur Arnaldar Indriðasonar forvitnir um hagi Konráðs lögreglumanns og útgefendur hafa kallað eftir frekari upplýsingum héðan. Við Íslendingar erum sem kunn- ugt er mikil handboltaþjóð. Eitt- hvað voru kempurnar okkar þó illa fyrirkallaðar um þetta leyti fyrir sextíu árum, í lok nóv- ember 1960, ef marka má frétt Morgunblaðsins. „Ellefu leikir Reykjavíkurmótsins í handknatt- leik fóru fram á laugardag og sunnudag,“ sagði í fréttinni. „Var svipur þeirra heldur léleg- ur og eins og deyfð yfir hand- knattleiksmönnum. Það er ekki laust við að kenni kæruleysis eða þreytu í leik margra liðanna, að minnsta kosti er áhuginn og ákafinn ekki sá sami og áður.“ Sögulegastur var leikur Þrótt- ar og Víkings í 2. flokki B. „Var það dómarinn, sem þar var aðallega að verki, og varð hann fyrir nokkru aðkasti áhorf- enda. Sagt er að hann hafi verið að taka verklegt dómarapróf. Betri leik hefði nú mátt finna til að nota sem prófleik fyrir óreyndan mann. En fólk er nú orðið ýmsu vant í dómararmál- unum og kippir sér ekki upp við smáræði.“ Bestan leik meistaraflokksliða karla sýndi Fram. „Þó var leikur liðsins með engum glæsibrag.“ GAMLA FRÉTTIN Dómari í tuski við áhorfendur Þessi mynd úr leik Þróttar og Víkings í nóvember 1960 fylgdi fréttinni. Morgunblaðið/Sv. Þormóðsson ÞRÍFARAR VIKUNNAR Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Linda Blöndal sjónvarpskona Ingrida Simonyte forsætisráðherra Litháens

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.