Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 24
aukast og það hefur verið lyftistöng fyrir ís- lenska höfunda,“ segir Bryndís en nítján nýjar glæpasögur komu út hér á landi í fyrra og hún á ekki von á að þær verði færri í ár. Og návígið getur verið mikið. „Nú er einmitt verið að taka upp aðra sjónvarpsseríu eftir bókum Stellu Blómkvist, meðal annars í göt- unni hjá mér,“ segir Bryndís hlæjandi. Styrkur íslenskra glæpasagna er einnig fólginn í fjölbreytninni, að áliti Bryndísar. „Undirflokkar glæpasagna eru að minnsta kosti tuttugu; það eru sagnfræðilegar glæpa- sögur, lögfræðilegar glæpasögur, rétt- armeinaglæpasögur, sálfræðilegar glæpasög- ur, notalegar glæpasögur að hætti Agöthu Christie og þannig mætti lengi telja. Glæpa- saga er ekki bara glæpasaga. Íslenskir höf- undar elta ekki hverjir aðra og sömu formúl- una heldur finna sinn eigin stíl og rödd. Búið er að gera heilmikil fræði úr þessu.“ Þykir heillandi samfélag Bryndís er á því að áhuginn á íslenskum glæpasögum sé hluti af almennum áhuga á landi og þjóð. Sumir lesi landkynningarbækur áður en þeir stefna skónum hingað á norð- urhjara veraldar, aðrir leiti í glæpasögur og bókmenntir almennt. „Áhugi á okkar smá- vaxna og skrýtna samfélagi hefur aukist mikið á síðustu árum og fyrir fólk sem býr í stórborgum getur samfélag þar sem allir þekkja alla verið mjög áhuga- vert og heillandi. Síðustu ár hafa erlendir ferðamenn aðallega verið að rekast á aðra er- lenda ferðamenn á ferðum sínum um landið en í bókunum eru Íslendingar í forgrunni og þeim vill fólk kynnast.“ Í þessu sambandi segir Bryndís það hafa ótvírætt gildi að sögurnar gerist vítt og breitt um landið, þannig fái lesendur í senn innsýn í lífið á höfuðborgarsvæðinu og í minni bæjum og þorpum úti á landi. Þá hafi persónusköpunin líka sitt að segja. „Persónurnar sem íslenskir glæpasagnahöf- undar kynna til leiks eru oftar en ekki marg- slungnar og sérlundaðar og það spillir ekki fyrir.“ Ekki er nóg að bók sé vel skrifuð, þýðingin þarf að sjálfsögðu að vera góð líka. Að sögn Bryndísar hefur gengið vel að fá hæfa þýð- endur til starfa á stærstu markaðssvæðunum en um tíma stefndi þó í skort á þýðendum á lykilmörkuðum eins og Frakklandi og Svíþjóð. „Miðstöð íslenskra bókmennta, utanríkisþjón- ustan og sendiráðin í þessum löndum hafa unnið ötullega að því að snúa þessari þróun við og gengið ágætlega að afla nýrra þýðenda. Því ber að fagna.“ Á pari við það besta erlendis Kristján Atli Ragnarsson, formaður dóm- nefndar íslensku glæpasagnaverðlaunanna, Blóðdropans, árið 2020, segir gæði þeirra höf- unda sem ruddu brautina ráða mestu um velgengni ís- lenskra glæpasagna á erlendri grundu. „Ég les mikið glæpasögur, inn- lendar sem erlendar, og leyfi mér að fullyrða að okkar bestu höfundar eru alveg á pari við það besta sem er að gerast úti í heimi,“ segir hann og bætir við kíminn: „Erum við ekki vön að vera best í heimi miðað við höfða- tölu? Á það ekki við um glæpasögur eins og annað?“ Kristján Atli segir „kónginn“ og „drottn- inguna“, Arnald og Yrsu, hafa dregið vagninn af miklum myndarskap. Þau séu „klappstýrur“ þessarar listgreinar. Síðar hafi „prinsinn“, Ragnar, og „prinsessan“, Lilja, bæst við. Fleiri höfundar séu nú kallaðir. „Það kemur ekki á óvart að erlendir útgefendur horfi til Íslands, þeir finna alltaf einhvern fjársjóð. Ekki nóg með að höfundarnir séu hæfileikaríkir, heldur eru sögurnar líka fjölbreyttar.“ Kristján Atli man vel eftir umræðunni þegar íslenska glæpasagnavorið brast á, ekki síst úr- töluröddunum. „Arnaldur bar hitann og þung- ann af þessari gagnrýni og jafnvel háði sem sneri að því að ekki væri hægt að skrifa glæpa- sögur í landi þar sem aðeins eru framin eitt til tvö morð á ári, jafnvel ekkert. Þetta sjónarmið byggðist hins vegar á misskilningi. Lykillinn að glæpasögum er ekki glæpurinn sjálfur, heldur er hann notaður sem tæki til að rýna í samfélagið og eftir atvikum stinga á kýlum. Sama á við um hrollvekjur. Arnaldur var að fjalla um hliðar á íslensku samfélagi sem á þeim tíma fundust ekkert svo gjörla í skáld- sögum. Hann kynnti til sögunnar nýjar raddir sem töluðu til okkar.“ Siglufjörður gæti verið tunglið Hvað erlenda lesendur varðar segir Kristján Atli umgjörð sagnanna og sviðið skipta miklu máli. „Mörgum útlendingum finnst íslenskt landslag og náttúra heillandi en það er áber- andi í þessum sögum. Ragnar kom til dæmis Siglufirði á kortið en umhverfið þar er svo framandi í huga margra að hann hefði alveg eins getað látið sögurnar gerast á tunglinu. Fámennið, sem vissulega litar bækurnar, heillar líka marga en það er auðvitað tvennt ólíkt að rannsaka glæpi á Íslandi og í erlendum stórborgum. Hér kannast allir við hinn látna eða þann sem liggur undir grun.“ Spurður hvort brautin fram undan sé bein og breið fyrir íslenska glæpasagnahöfunda svarar Kristján Atli: „Ég sé ekki annað. Það eru spennandi og skemmtilegir höfundar að bætast við. Margir hafa spreytt sig á þessu formi og alltaf gaman að sjá hverjir hafa út- haldið og endast. Að mínu viti er pláss fyrir enn þá fleiri en íslenskir lesendur lesa þessar bækur upp til agna og ef efnið er gott þá er leiðin greið til útlanda.“ Er ekki við hæfi að ljúka þessari úttekt á sama stað og hún hófst, með tilvitnun í viðtalið við Arnald Indriðason í Bókablaði Morg- unblaðsins 1997. Þar sagði hann það mein- inguna að halda áfram á sömu braut, þetta hefði verið skemmtileg lífsreynsla – en „maður veit aldrei hvað verður“. Þér vitið það núna, yðar hátign. Þér vitið það núna. Ég myndi halda að við höfum í grunninn notið velgengninorrænna glæpasagna almennt,“ segir Yrsa Sigurð-ardóttir, einn þeirra íslensku höfunda sem hafa notið hylli erlendis. „Nordic noir er vörumerki sem lesendur tengja við ákveðin gæði og dýpt sem skortir í tilvikum hluta glæpa- sagna frá sumum öðrum löndum. Víða í bókabúðum eru sér- stakar hillur með Nordic noir-bókum sem mikill akkur er í fyrir okkur.“ Þannig opnaðist glugginn en Yrsa vonar eigi að síður að bækur íslensku höfundanna séu ekki síður læsilegar en hinna norrænu höfundanna. Væru þær það ekki þá myndi Nordic noir-vörumerkið að öllum líkindum duga skammt. „Mín reynsla er sú að lesendur gefi nýjum höfundi alla jafna ekki fleiri en tvö tækifæri; nái bók númer tvö ekki til þeirra á við- komandi höfundur enga von.“ Arnaldur Indriðason flaug fyrstur út í heim og Yrsa segir engum vafa undirorpið að velgengni hans hafi beint sjónum að þeim sem á eftir komu. „Forlög eru í mikilli samkeppni um höfunda og þegar ákveðnu landi gengur vel vilja þau ólm taka þátt í gleðinni.“ Venjulegar persónur Yrsa segir norrænu glæpasögurnar oftar en ekki gerast í kuldalegu og eyðilegu vetrarumhverfi og í þeirri sviðsmynd liggi ákveðinn sjarmi. Eins séu persónurnar oft og tíðum venjulegar; eðlilegt fólk sem auðvelt sé að tengja við, bæði fórnarlömbin og löggurnar. Minna fari fyrir mafíunni og öðr- um glæpasamtökum, eins og víða tíðkast í glæpasögum fjöl- mennari þjóða. „Fámennið heillar líka marga, sérstaklega lesendur sem búa í stórum og fjölmennum samfélögum.“ Yrsa nefnir orðspor Norðurlandanna líka í þessu sambandi. „Það orð fer af þeim að þau séu góð samfélög, þar sem vel- megun ríki. Mörgum finnst áhugaverðara að lesa um glæpi og annað ömurlegt í slíkum samfélögum en í löndum þar sem allt er í kalda koli.“ Fjölbreytileiki sagnanna er líka styrkur, að dómi Yrsu. „Til allrar hamingju erum við ekki að afrita hvert annað; allir ís- lensku höfundarnir skrifa með sínu nefi. Þess vegna er ekkert endilega sami hópurinn að lesa mig, Arnald eða Ragnar. Við eigum það sameiginlegt að við skrifum það sem okkur langar að skrifa og einblínum á okkar upprunalegu lesendur hér heima. Þannig er maður sannur. Ætli maður bara að hengja sig á Nordic noir og skrifa fyrir erlenda lesendur eru að mínu mati ekki eins miklar líkur á því að ná í gegn.“ Bækur Yrsu hafa verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál og segir hún mjög gaman að sjá þær á framandi málum eins og kóresku og makedónísku, þar sem hún skilur ekki orð. „Ann- ars þykir mér vænt um alla mína lesendur, sama hvaðan þeir koma, og alltaf jafn gaman að geta fjölgað í hópnum.“ Margar myndir af Hallgrímskirkju Yrsa hefur oft farið utan til að kynna bækur sínar og segir lesendur sem koma að máli við hana fyrst og fremst heyra til tveimur hópum. „Til að byrja með var mest um fólk sem hafði farið til Íslands eða var á leiðinni þangað. Ég hef séð margar myndir á símaskjáum af Hallgrímskirkju á ferðum mínum og reyni alltaf að vera jafn spennt,“ segir hún hlæjandi. „Núna er hins vegar meira um lesendur sem unna glæpasögum og koma til að hitta mann vegna bókanna en ekki vegna þess hvaðan maður er. Það er frekar að bækurnar hafi vakið áhuga þeirra á Íslandi og því að koma hingað en öfugt, þótt þær séu alla jafna ekki túristavænar. Ætli þetta sé ekki orðin ákveðin samlegð með glæpasögunum og túrismanum. Úti í heimi þykir Ísland almennt mjög forvitnilegt land.“ Yrsa er bjartsýn á áframhaldandi útrás íslensku glæpasög- unnar. „Það verður enginn höfundur vinsæll ofan í gröfina, lesendur vilja breyta til annað slagið. Það þekkir maður sjálf- ur sem lesandi. En sem betur fer bætast alltaf nýir höfundar í hópinn og gaman hefur verið að fylgjast með rosalegri vel- gengni Ragnars Jónassonar núna. Mér segir svo hugur að ný- liðinn Eva Björg eigi einnig eftir að slá í gegn úti í heimi. Mað- ur kemur í manns stað og framtíð íslensku glæpasögunnar er björt.“ Hver skrifar með sínu nefi Yrsa Sigurðardóttir segir fámennið á Íslandi heilla marga lesendur glæpasagna. Morgunblaðið/Ásdís 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 BÆKUR Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa selst í langt yfir 15 milljónum eintaka á heimsvísu, að sögn Valgerðar Benediktsdóttur hjá Rétt- indastofu Forlagsins. Um árabil var salan mest í Þýskalandi og má til dæmis nefna að Napóleonsskjölin seldust í yfir einni milljón eintaka þar í landi og sátu í öðru sæti þýska metsölulistans um langt skeið. „Nú hefur Frakkland tekið við af Þýskalandi í sölu og það er verulega spennandi að sjá hve sólgnir Frakkar eru í glæpasögur úr norðrinu,“ segir Valgerður. Glæpasögur Yrsu Sigurðardóttur hafa selst í á sjöttu milljón eintaka, að sögn Péturs Más Ólafssonar, útgefanda Bjarts & Veraldar. Hún hefur alltaf haft sterka stöðu í Þýska- landi en er líka tíður gestur á metsölulistum í Noregi. Bækur Ragnars Jónasonar hafa selst í um tveimur milljónum eintaka, þar af 900.000 í Frakklandi, 350.000 í Þýskalandi, 350.000 í Bretlandi, 150.000 í Bandaríkjunum. „Það stefnir í að Arnaldur langsöluhæstur ein milljón eintaka seljist af bókum hans á þessu ári sem jafngildir því að það seljist bók eftir hann á 30 sekúndna fresti einhvers stað- ar í veröldinni,“ segir Pétur Már. Af öðrum glæpasagnahöfundum Forlags- ins á erlendri grund má nefna bækur Árna Þórarinssonar og Lilju Sigurðardóttur. Þær hafa gengið vel víða, sérstaklega í Frakklandi, og hafa ratað á metsölulistana þar í landi og reyndar víðar. Bækur Árna hafa selst í hátt á fimmta hundrað þúsund eintaka á heims- vísu, en útgáfurétturinn að bókum hans hef- ur selst til 18 landa, að sögn Valgerðar. Bæk- ur Lilju hafa selst í um 300.000 eintökum og hefur rétturinn verið seldur til 13 landa. Fimm af þeim löndum hafa ekki enn gefið bækurnar út en unnið er að þýðingum þeirra. Þriðji höfundurinn sem Pétur Már nefnir er Eva Björg Ægisdóttir. „Marrið í stiganum er nýkomið út í Bretlandi var tilnefnd sem frumraun ársins og hefur meðal annars verið lofuð í Times og Financial Times. Hún kem- ur síðan út í Frakklandi á næstu dögum.“ ’Mörgum þykirþetta merki-legt, það er aðmorð séu mun tíðari í bókum en veruleikanum á Íslandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.