Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 19
Sabine er frá Þýskalandi en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar síðan 2018 en var áður vara- borgarfulltrúi frá 2014. Sabine er gift íslenskum manni og á þrjú börn. Hún er með háskóla- menntun í ensku, rúss- nesku, viðskiptafræði, kennslu í þýsku sem öðru máli og íslensku en er auk þess löggiltur skjalaþýðandi. „Ég tók þátt í því að byggja upp Samtök kvenna af er- lendum uppruna, var lengi virk í þessum málaflokki og vann um stund í Alþjóðahúsi. Í kjölfarið fékk ég tæki- færi til að taka þátt í stjórnmálastörfum einmitt vegna þess að fólk vildi fá slíka rödd inn í pólitík, bæði í mál- efnum innflytjenda en einnig til að sýna fram á að við innflytjendur getum verið virkir þátttakendur í sam- félaginu á öllum sviðum,“ segir hún. „Það var mér mikill heiður að vera beðin að vera með í þessum hópi, en Félag kvenna í atvinnulífinu hefur áður sýnt konum af erlendum uppruna í sínum röðum mikinn stuðning og er þessi nefnd sem nú hefur verið stofnuð hluti af sterkum samtökum. Vonandi þurfum við ekki alltaf að hafa slíkar sérnefndir í framtíðinni en í millitíðinni er þetta mikil styrking fyrir okkur hámennt- aðar konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu.“ Sabine Leskopf 20% AFSLÁTTUR AF HÚSGÖGNUM* * Gildir ekki ofan á önnur tilboð og hvorki af Skovby né sérpöntunum. 30% AFSLÁTTUR AF SMÁVÖRUM ALLT AÐ BLACK FRIDAY EXTRAAFVÖLDUMVÖRUM www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N S E N DUM FR Í T T 29.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Sumar kvennanna svara því játandi en aðrar telja sig hafa orðið fyrir því sem kalla mætti öráreitni. „Það hafa verið sagðir ýmsir litlir brandarar eða það er starað á mann í búðum. Svo ef maður segist ekki tala íslensku halda samt margir áfram að tala við mann íslensku,“ segir Berenice. „Svo er það oft þannig að ég tala íslensku en er svarað á ensku,“ segir Patience. „Ég spyr oft hvort fólki sé ekki sama þótt ég tali ensku og set þannig mörkin strax,“ segir Kathryn. „Tökum sem dæmi, ef við Patience færum saman í Krónuna myndi fólk tala íslensku við mig en ensku við hana,“ segir Jessica og á við að hún sé í útliti eins og Íslendingur. „Þetta er dæmi um mismunun sem er ómeð- vituð. En tungumálið er alltaf hindrun,“ segir hún. „Sums staðar er ég hvött til að tala íslensku, þótt hún sé ekki góð, og mér finnst það gott,“ segir Patience. „Ég held að þetta eigi við um alla útlend- inga, líka í öðrum löndum, þessi vandamál varðandi tungumálið. En eina leiðin til að kom- ast áfram í atvinnulífinu hér er að eignast gott tengslanet,“ segir Kathryn. „Við erum ekkert að biðja um að allt sé á ensku, en við viljum vera hluti af samfélaginu. Við viljum vera metnar að verðleikum fyrir okkar reynslu og menntun og viljum ekki vera ósýnilegar bara vegna þess að við tölum ekki tungumálið. Við viljum fá tækifæri til að vera með,“ segir Berenice. Tungumálið lykillinn að aðlögun „Við getum bara aðlagast ef okkur finnst við vera boðnar velkomnar og við fáum að sýna hvað við höfum fram að færa. Við viljum kynn- ast og byggja upp sambönd við flottar íslensk- ar konur í viðskiptalífinu því þær geta kennt okkur margt, en það gengur í báðar áttir. Við getum líka kennt þeim ýmislegt,“ segir Kat- hryn og segir að því sé nauðsynlegt að stofna slíkt félag eins og New Icelanders. Hver eru ykkar markmið? Þær útskýra að aðalmarkmið sé að hjálpa erlendum konum að aðlagast og taka þátt ís- lensku í samfélagi og hyggjast þær halda við- burði til að styðja við þessar konur. Einnig er tilgangur nefndarinnar að fræða Íslendinga og sýna fram á kosti þess að búa í fjölmenning- arlegu samfélagi. „Við verðum með viðburði mánaðarlega, til dæmis um hvernig á að stofna fyrirtæki á Ís- landi. Einnig erum við að byggja upp lang- tímaverkefni. Eitt varðar ómeðvitaða mis- munun við ráðningu í störf. Við viljum vinna Morgunblaðið/Ásdís Berenice er frá Mexíkó og hefur búið hér í tæp sjö ár, er gift íslenskum manni og á tvo syni. Hún vann lengi í tæknigeiranum í Mexíkó og er með BA-próf í markaðs- fræðum. Í dag starfar hún sem deildarstjóri hjá Advania. „Ég giftist Íslendingi sem ég hitti á Microsoft- ráðstefnu í Houston en ég hef unnið lengi með og hjá Microsoft í Mexíkó. Það tók mig heilt ár að fá vinnu á Íslandi. Fólki fannst ég með of mikla reynslu og menntun. Í gegnum tengslanet fékk ég loks vinnu hjá Origo. Það er ekki sjálfgefið að fá svona tækifæri þannig að ég prísaði mig sæla, þrátt fyrir að hafa verið í mun hærri stöðu í Mexíkó, og byrjaði upp á nýtt með það fyrir augum að vinna mig upp,“ segir hún. „Advania bauð mér vinnu hjá sér í byrjun ársins og braut ég þar blað með að vera ráðin sem deildarstjóri en ekki margar erlendar konur fá slíkt tækifæri. Það eru ótrúlega fáar erlendar konur á Íslandi í yfirmanns- stöðum. Ég var mjög heppin. Ég veit að ég keppti um vinnuna við nokkra íslenska karlmenn en stjórnendur Advania tóku þá djörfu ákvörðun að ráða mig og ég er svo hamingjusöm með það og finnst ég vera metin að verðleikum.“ Berenice Barrios Quiñones Jessica er frá Bandaríkjunum og hefur búið hér í tvö og hálft ár. Hún er með meistarapróf í jarð- fræði og MBA-próf. Hún vinnur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Mönnum og músum. Jessica hefur búið víða um heim síðustu átta ár; í Singapúr, Frakklandi og Ítal- íu, en er nú sest að á Íslandi. „Ég stofnaði mitt eigið fyrir- tæki og hef unnið víða um heim. Í dag vinn ég hjá Mönnum og mús- um sem framkvæmdastjóri við- skipta og sé um viðskiptaþróun og sölu,“ segir hún en Jessica er alin upp á bóndabæ í Kansas. „Ég er bókstaflega sveitastelp- an sem lagðist í heimsreisu. Það spyrja mig allir hvar ég hafi hitt ís- lenska eiginmanninn en ég svara: láttu mig vita ef þú sérð ein- hvern!“ segir hún og hlær. „Ég flutti hingað því mig lang- aði að búa hér. Ég hafði einu sinni komið í þrjár vikur í göngu og vin- ur minn stakk upp á að ég myndi flytja hingað, sem mér fannst al- veg galin hugmynd. Flytja til Ís- lands!? Ég flutti þá til San Franc- isco og hugsaði um það daglega en ég kunni alls ekki við mig þar. Kunni ekki við hraðann, lífsstílinn og fannst ég ekki örugg þar,“ seg- ir Jessica og ákvað að taka stökk- ið. „Ég keypti mér miða aðra leið til Íslands!“ segir hún og skelli- hlær. Þess má geta að Jessica var ekki búin að finna sér vinnu fyrir fram. „Ég tók mér mánuð í að hitta fullt af fólki. Ég drakk 45 kaffibolla með 45 manns og bað alla að nota tengslanetið sitt til hjálpa mér að finna vinnu. Svo fór ég aft- ur heim og á innan við þremur vikum fékk ég atvinnutilboð og hóf þá ferlið að fá vegabréfsárit- un,“ segir Jessica sem er ánægð með þessa afdrifaríku ákvörðun. Jessica Poteet 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.