Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 15
sendur heim með skömm eftir aðeins tvo leiki. Dapurleg kveðjustund hjá kónginum en á þessum tíma var skrautlegt lífernið farið að taka sinn toll. Ekki þarf að segja nokkrum manni sem þetta les að Diego Maradona fór ekki nægilega vel með sig. Og á endanum kom að skuldaskilum. Fyrir annan penna, annan pappír En sú saga er fyrir annan penna, annan papp- ír. Nú skal glaðst yfir öllum minningunum sem goðið skilur eftir handa okkur hinum sem botnum hvorki upp né niður í því hvernig þetta allt saman var hægt. Fræg eru ummæli Frakkans Michels Platinis, eins fremsta sam- tímasparkanda Maradona: „Það sem ég gat gert við knött gat hann gert við appelsínu.“ Félagsliðaferill Maradona var líka um margt vel heppnaður. Hann hleypti heimdrag- anum og gekk í raðir Börsunga á Spáni 1982. Ekki varð hann meistari þar en vann spænska bikarinn 1983. Snilligáfan var engum hulin, frægt var þegar áhangendur Real Madríd klöppuðu honum lof í lófa eftir undramark í El Clásico. Nokkuð sem gerist nær aldrei. Samt gekk ekki sem skyldi hjá Maradona í Katalón- íu. Áfram var hann hundeltur af föntum þessa heims og náði sú eftirför hámarki þegar „Slátrarinn frá Bilbao“, Andoni Goikoetxea, fótbraut hann haustið 1983. Vorið 1984 mætt- ust þeir á ný í úrslitaleik bikarsins í ein- hverjum alræmdasta kappleik sögunnar; þar sem hópslagsmál brutust út eftir að þolinmæði Maradona brast og hann missti stjórn á skapi sínu. Jóhann Karl Spánarkonungur og aðrir viðstaddur fylgdust agndofa með. Napólitískur inn að beini Þetta reyndist síðasti leikur Maradona fyrir Börsunga en sumarið 1984 gekk hann í raðir Napoli á Ítalíu, þar sem honum var tekið sem hverjum öðrum Guðssyni. Við tóku sjö ár – þau langbestu á ferli Maradona. Um var að ræða lítið lið á Suður-Ítalíu með sviplausa sögu en áður en Maradona kvaddi hafði hann skilað því tveimur meistaratitlum, 1986-87 og 1989-90, þeim fyrstu og einu í sögu Napoli. Þá lagði liðið Ásgeir okkar Sigurvinsson og félaga í Stutt- gart í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða 1989. Ítalíudvöl Maradona lauk með leikbanni, eftir að hann féll á lyfjaprófi vegna kókaín- neyslu. En hver nennir að muna eftir því í stóra samhenginu? Alltént ekki nokkur maður í Napoli, þar sem menn ræða það nú að nefna leikvang félagsins eftir kempunni. Það yrði virðingarvottur við hæfi. Fáir menn hafa lík- lega gert meira fyrir mannlífið þar um slóðir. Eftir að hafa kvatt Napoli sneri Maradona aftur til Spánar en fór ekki sérlega mikinn með Sevilla eina veturinn sem hann var þar. Neist- inn var að miklu leyti horfinn. Ferlinum lauk heima í Argentínu, fyrst með Newell’s Old Boys og síðan Boca Juniors. Því má ekki gleyma að Maradona spreytti sig síðar sem knattspyrnustjóri, helst ber þar að nefna að hann stýrði landsliði Argentínu í tæp tvö ár, frá 2008 til 2010, meðal annars á HM 2010 í Suður-Afríku, og náði glettilega góðum árangri, vann 18 leiki af 26. Hann var að sjálfsögðu á besta stað í stúk- unni þegar Ísland gerði jafntefli við Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Það var ekki bara snilldin sem hann færði okkur á vellinum, almenn smitandi lífsgleði og einlægni fylgdi Diego Armando Maradona alla tíð, enda þótt hann drægi auðvitað sína djöfla. Fyrir það ber að þakka að leiðarlokum þegar þessi mikli snillingur hefur fengið sér sæti við vinstri hönd Guðs föður almáttugs á himnum. Plássið hægra megin er sem kunnugt er frá- tekið – fyrir eldri bróður hans. Maradona meðan hann var hjá Barcelona. AFP Diego Maradona í þann mund að skora mark (þús)aldarinnar eftir ævintýralegan sprett gegn Englendingum á HM í Mexíkó 1986. AFP Vinátta Maradona við þjóðarleiðtoga eins og Hugo Chávez (sem heldur utan um hann hér) og Fidel Castro var umdeild. José Zapatero fylgist með. AP Maradona kunni að njóta lífsins lystisemda. Hér fær hann sér vindil úti fyrir Havana árið 2000. Reuters 29.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Bæjarlind 4, Sími: 510 7900, www.fastlind.is Byggingaraðili: Hönnun: LIND FASTEIGNASALA KYNNIR NÝJAR OG GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR VIÐ SKÓGARVEG 6-8 Í FOSSVOGSDALNUM Í REYKJAVÍK GLÆSILEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR Vandaðar innréttingar, myndavéladyrasími, gólfhiti. Sér þvottahús í flestum íbúðum. Öll hjónaherbergi með fataherbergi. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en flísar verða á votrýmum. Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og klætt með álklæðningu. Timbur-álgluggar. Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu. Stærð: 73,7-163,9 m2 Herbergi: 2-4 Verð frá: 47.900.000 kr. Afhending er áætluð í lok árs 2021 og vor 2022. LÁRA ÞYRI EGGERTSDÓTTIR Löggiltur fasteignasali B.A. í lögfræði 899 3335 lara@fastlind.is Nánari upplýsingar veitir:

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.