Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 Myndband bandarískufréttastofunnar Bloom-berg kom Íslendingum gleðilega á óvart, en þar sagði Mike Bloomberg, stofnandi hennar og fyrrv. borgarstjóri New York- borgar, að undraverðan árangur Reykvíkinga í baráttunni við kór- ónuveiruna mætti þakka hinum snjalla og læknismenntaða vini sín- um Degi B. Eggertssyni, sem einn síns liðs hefði svo gott sem lagt hana að velli. Nú vissu borgarbúar að Dagur boðaði fagnaðarerindið með lærisveinum sínum og litprent- uðum bæklingum á kostnað út- svarsgreiðenda, en ekki er verra að vita að hann gengi líka þurrum fót- um yfir Tjörnina og læknaði sjúka. Á aukalandsþingi Miðflokksins var samþykkt að leggja varaformanns- embættið niður, en áður hafði Vig- dís Hauksdóttir borgarfulltrúi ein lýst yfir framboði til þess. Sumir vilja túlka það sem gagnrýni á Vig- dísi, sem nokkuð getur gustað af, en aðrir telja það fremur stefnu- yfirlýsingu um að formaðurinn sé ekki í hópi dauðlegra. Annarri umræðu fjárlagafrum- varpsins þurfti að fresta, enda kalla nýkynntar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar vegna áhrifa kórónuveir- unnar á frekari vinnu og yfirlegu fjárlaganefndar þingsins. Vonast er til að að hún fari af stað í vikunni sem er að hefjast. Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, lést eftir stutt veikindi, 66 ára að aldri.    Þrátt fyrir að fregnir af bóluefnum gefi góðar vonir vilja sóttvarna- yfirvöld halda nýjum takmörk- unum út árið. Eins og margir í erf- iðri stöðu kvíða þau jólunum og telja að allur sé varinn góður. Verslunareigendur fóru í gírinn í vik- unni, enda forsala jólavarnings að hefjast. Víða voru sérstök tilboð í að- draganda föstudagsins svarta, en fyrir vikið mátti sjá langar biðraðir utan við búðir, enda strangar sótt- varnarreglur og fjöldatakmarkanir í þeim. Æ fleiri notfæra sér enda net- verslun. Af bílamarkaðnum fréttist einnig af líflegri sölu notaðra bíla, en þar er mest horft til nýlegra og dýrra bíla. Segja bílasalar að margir tæmi ferðasjóð heimilisins til þess, en lágir vextir spilla ekki heldur fyrir. Icelandair hefur til athugunar að fella niður langa nafnið á innanlands- fluginu sem enginn man og kalla það bara Icelandair líka. Reykjavíkurborg var gagnrýnd fyrir að semja við Ríkisútvarpið um kaup á þjónustu án útboðs, en þó ekki síð- ur fyrir að kalla endurgjaldið styrk. Þannig kemst hún hjá greiðslu virð- isaukaskatts. Framhaldsskólanemar hafa miklar áhyggjur af því að raskanir á skóla- starfi komi niður á menntun þeirra og skilningi á námsefni. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands ís- lenskra framhaldsskólanema, segir að þegar nemar séu heima svo mán- uðum skiptir verði aðhald í námi og leiðbeining kennara í engri líkingu við það sem gerist í reglulegu skóla- haldi. Páll Pétursson á Höllustöðum, bóndi, fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins, ráðherra og eft- irminnilegur maður í alla staði, lést á mánudag, 83 ára að aldri.    Samkvæmt tölum Hagstofu hélt launavísitalan áfram að hækka í október, en undanfarna 12 mánuði hefur hún hækkað um 7,1%. Þær töl- ur ríma illa við áhrif kórónuveir- unnar, sem hafa leitt til mikils tekju- falls fyrirtækja og atvinnuleysis almennings. Við blasir að laun hafa ekki aðlagast aðstæðum í efnahags- lífi, sem kann að draga dilk á eftir sér í atvinnulífi fyrr en varir. Sama dag var sagt frá því að á þriðja hundrað fjölskyldur hefðu þegið matargjafir frá Mæðrastyrksnefnd og útlit fyrir að þeim fjölgaði veru- lega næstu daga og vikur. Hjálp- arstofnun kirkjunnar tekur í sama streng, að aðsókn hafi aukist mikið frá sama tíma í fyrra. Nokkuð hefur miðað í viðræðum Landsvirkjunar og Rio Tinto, eig- anda álversins í Straumsvík. Þar er raforkuverð aðalþrætuefnið, en að sögn kunnugra er veruleg verðlækk- un þess til umræðu. Hafa forsvars- menn Rio Tinto enda verið ómyrkir í máli um að sjoppunni verði einfald- lega lokað lækki það ekki. Íslenskt tónlistarlíf getur ekki kvart- að undan athyglisskorti umheimsins. Tilkynnt var að Sinfóníuhljóm- sveitin og Daníel Bjarnason hefðu verið tilnefnd til Grammy- verðlaunanna bandarísku fyrir besta klassískan hljómsveitarflutning. Eins var Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í sjónvarpsþátt- unum Chernobyl, tilnefnd til tvennra verðlauna að þessu sinni, fyrir kvik- myndatónlistina í Jókernum og verk- ið „Bathroom Dance“ úr sömu mynd. Stjórnvöld kynntu áform um að allir landsmenn fengju sitt stafræna póst- hólf, en þangað eiga öll opinber er- indi að berast frekar en með bréf- pósti. Ekki er ólíklegt að ef vel tekst til muni annar póstur frá fyr- irtækjum og félagasamtökum berast með sama hætti.    Samtök ferðaþjónustunnar hafa trú á því að erlendir ferðamenn taki að koma aftur til landsins í einhverjum mæli þegar í apríl, sem gefur vonir um bærilegt ferðasumar. Þessar áætlanir eru miðaðar við að dreifing bóluefnis gangi vel og vona samtökin að í lok næsta árs geti fjöldi ferða- manna verið orðinn um 80% af því sem var árið 2019. Atvinnuástandið er víða erfitt um þessar mundir, en óvíða meira en hjá jólasveinum. Nær engin jólaböll og hefðbundnar jólaskemmtanir verða haldin hjá fyrirtækjum og stofn- unum fyrir þessi jól. Jólasveinarnir heita því þó að láta sitt ekki eftir liggja við að setja í skó barna og að aðfangadagur verði ekki minni í snið- um en endranær. Viðbúið er að skógjafir verði með mesta móti, enda kom fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkj- astofnunar að frá því kórónuveiran kom hafi ungt fólk flutt í miklum mæli aftur í foreldrahús og leigu- markaður rýmkað eftir því. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna greindist með kór- ónuveirusmit í vikunni. Á fé- lagsmiðlum vöknuðu þegar í stað spurningar um hvernig Dagur B. Eggertsson hefði getað látið þetta gerast með myllumerkinu #vanhæf- urborgarstjóri Meirihluti borgarstjórnar var gagn- rýndur fyrir að hafa ekki farið að eigin samþykktum og stefnu um aukna tíðni strætóferða á ann- atímum. Hjálmar Sveinsson, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó ohf., segir það hafa farist fyrir þar sem það hefði reynst kosta peninga að fjölga ferðum og þar fyrir myndu vagn- arnir bara sitja fastir í umferðinni. Vegagerðin áformar að bjóða út tvö- földun Reykjanesbrautar við Straumsvík á komandi ári. Það er einn síðasti kafli brautarinnar, sem ekki hefur verið tvöfaldaður, en þar hafa orðið mörg alvarleg slys und- anfarin ár.    Starfshópur heilbrigðisráðherra lagði nákvæmlega engum að óvörum til sykurskatt með það fyrir augum að hækka sætindi um 20% í verði. Þetta vill hópurinn gera í nafni bættrar lýðheilsu, þó sams konar til- raunir erlendis hafi ekki borið þann árangur. Páll Magnússon, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, kynnti frumvarp sem miðar að því að girða fyrir meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Reykjavíkurborg undirbýr byggingu fjölda íþróttamannvirkja næstu ár, en heildarskipulag Laugardalsins verður endurskoðað með það fyrir augum. Þar verður miðað við þarfir sem flestra íþróttagreina, ekki að- eins hinna vinsælustu. Upp úr samningaviðræðum slitnaði við flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ákvað ríkisstjórnin þá að setja lög á verkfallið. Fregnir voru sagðar af kór- ónuveirusmitum í verslanamiðstöð- inni Kringlunni, sem reyndust rang- ar, smitið kom fram í tengdri skrifstofubyggingu. Samt virtist sóttvarnayfirvöldum ekki liggja á að leiðrétta rangfærsluna og þrátt fyrir mikinn viðbúnað og skipulegar sótt- varnir sátu búðareigendur uppi með tjónið af þessari upplýsingaóreiðu hins opinbera. Allir fá þá eitthvað fallegt Aðventan er hafin og kaupmenn komnir í ham fyrir jólin. Viðskiptavinirnir líka, svo varla fara margir í jólaköttinn í ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 22.11.-27.11. Andrés Magnússon andres@mbl.is Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.