Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 29
meira sjálfur. Ég ólst ekki upp á heimili þar sem Laxness og Íslend- ingasögurnar voru uppi í hillum og átti lengi vel í basli með að komast í gegnum þyngri bækur. Átján ára gamall fór ég á hraðlestrarnámskeið og við það opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég endaði með að skrá mig í bókmenntafræði í háskólanum.“ Þýddi Murakami Kristján Hrafn gerði áratugar hlé á tilraunum sínum til að skrifa. Þá var hann um þrítugt og undir miklum áhrifum frá höfundum á borð við Gyrði Elíasson og Vigdísi Gríms- dóttur. „Endurvinnsla mín á hand- anheimum og mystík úr verkum þeirra urðu full yfirgnæfandi. Ég var líklega óafvitandi að rembast við að vera þau. Slíkt getur aldrei endað vel. Af erlendum höfundum man ég að verk eftir til að mynda Raymond Car- ver og Helle Helle höfðu líka tekið sér ansi afdrifaríka bólfestu í mér. Eins frábær og þau eru þá verður alltaf holur hljómur í skrifum þínum ef þar heyrist eingöngu bergmál af textum annarra. Ég lauk við tvær sögur á þessum tíma en sýndi þær ekki nein- um. Sögurnar voru í tölvu sem farin er á haugana, þannig að þær eru glat- aðar fyrir fullt og allt. Því miður fyrir íslenska bókmenntasögu,“ upplýsir hann hlæjandi. Árið 2010 flutti fjölskyldan til Ak- ureyrar og Kristján Hrafn fór að kenna eftir sex ár í blaðamennsku. Kennarar fá ennþá ríflegt sumarfrí á við margar stéttir og Kristján Hrafn fór að spreyta sig á þýðingum. „Ég er stórhrifinn af Haruki Murakami, og þar sem ég byrjaði að stunda mark- viss langhlaup þegar við fluttum norður datt ég niður á hina dásam- legu hlaupabók hans. Ég dundaði mér við þýðinguna næstu misserin og það var mikill skóli. Það er ekki nóg að vera ríflega slarkfær í málinu sem þýtt er úr, ensku í þessu tilviki. Góður orðaforði á íslensku og tilfinning fyrir til dæmis hrynjandi og myndmáli tel ég skilja þarna á milli feigs og ófeigs.“ Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup kom út 2016 og varð í öðru til þriðja sæti Bóksalaverðlaunanna það ár. Það varð Kristjáni Hrafni hvatning til að taka upp þráðinn og skrifa sitt eigið efni. – Þú ert kominn á bragðið. Muntu ekki halda áfram að skrifa? „Jú, það búa alla vega fleiri sögur innra með mér. Ég skrifa hjá mér hugmyndir í svo til hverri viku, þann- ig að af ýmsu er að taka. En svo er það þessi spurning um rétta tóninn og samtvinnun hugmynda. Svo ekki sé talað um tímann í sólarhringnum sem liggur ekki alltaf á lausu.“ Í vetur er Kristján Hrafn í leyfi frá kennslunni til að stunda meistaranám í bókmenntum við Háskóla Íslands en á ekki von á öðru en að snúa aftur í Garðaskóla næsta haust og klára námið, sem tekur tvö ár, með vinnu. „Maður reynir að púsla þessu saman. Ég á sem betur fer skilningsríka konu. Vonandi fer titill bókarinnar ekkert að raungerast.“ Hann hlær. Jólabókavertíðin leggst vel í Krist- ján Hrafn þrátt fyrir heimsfarald- urinn. „Bóksala lofar góðu – er meiri nú en á sama tíma í fyrra. Það eru já- kvæð teikn. Hvort það breytir ein- hverju fyrir nýjan höfund eins og mig er svo annað mál. Ef til vill njóta stóru höfundarnir bara góðs af þessu en ekki minni fiskarnir í djúpríkinu? Annars á ég erfitt með að meta stöð- una, þar sem ég er í fyrsta skipti að stinga mér í brimrót jólabókaflóðsins. Fyrir litla útgáfu eins og okkar skipt- ir orðið á götunni eða á samfélags- miðlunum miklu máli og vonandi láta ánægðir lesendur í sér heyra.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 29.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu ÓDREPANDI Þegar allir héldu að gömlu rokkhundarnir í AC/DC væru á leið á Árbæjarsafnið, eða ígildi þess í útlöndum, þá risu þeir óvænt upp á afturfæturna og sendu frá sér nýja plötu, Power Up, með sandpappírsbarkann heyrnar- skerta Brian Johnson við hljóðnem- ann. Heimsbyggðin lét ekki segja sér það tvisvar en fyrir helgina var platan á toppi sölulistanna í hvorki fleiri né færri en átján löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bret- landi og Ástralíu. Á toppnum í átján löndum Brian Johnson og Angus Young í ham. AFP BÓKSALA 1.-22. NÓVEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason 2 Orri óstöðvandi – bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson 3 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 4 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir 5 Vetrarmein Ragnar Jónasson 6 Una – prjónabók Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld 7 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. 8 Fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir 9 Útkall - á ögurstundu Óttar Sveinsson 10 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir 11 Lára fer í leikhús Birgitta Haukdal 12 Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal 13 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson 14 Silfurvængir Camilla Läckberg 15 Jólaföndur – engin skæri, bara gaman 16 Kóngsríkið Jo Nesbø 17 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. 18 Ísskrímslið David Walliams 19 Bakað með Elenoru Rós Elenora Rós Georgsdóttir 20 Verstu kennarar í heimi David Walliams Allar bækur Ég les í gusum og er þá með nokkrar bækur í gangi í einu og dreifðar um húsið. Núna er ég að lesa Aprílsólar- kulda, nýju bókina hennar Elísabetar Jökulsdóttur. Þetta er feikilega vel skrif- uð og kraftmikil bók um brennandi ást og geðveiki. Texti bókarinnar flæðir ekki, hann fossar. El- ísabet er svo flink að búa til mynd- ir með orðum. Önnur bók sem ég er að lesa er krimmi frá „Reg- ency“-tímanum á Englandi, Death at Brighton Pavilion (Captain Lacey) eft- ir Ashley Gardner. Þó held ég í raun meira upp á C.S. Harris sem skrifar um Sebastian St. Cyr, hefðar- mann á „Regency“-tímanum í sjálfskipuðu lögregluhlutverki. Ég hef mjög gaman af að lesa vel grundaðar sögulegar skáldsögur. Þær geta veitt manni svo góða innsýn í liðna tíma. Eftir að hafa lesið Outlander-bækur Diönu Ga- baldon hef ég fengið mikinn áhuga á sögu Skotlands fyrir og eftir sameininguna við England árið 1707 og uppreisn Skota, orrust- unni á Culloden 1746 og eftirleik hennar. Um þessar mundir eigum við magnaða rithöf- unda í hópi kvenna; Auði Övu Ólafs- dóttur, sem alltaf ber smyrsl á hjarta- sár, og Sigríði Haga- lín, sem sló nýjan tón með fyrstu skáldsögu sinni Eylandi. Ég hlakka til að lesa nýju bækurnar þeirra, Dýralíf og Eldana. Líka Guðrúnu Evu Mínervudóttur, sem svo oft strýkur manni öfugt, og hina opin- skáu Auði Jóns- dóttur. Fleiri mætti nefna, en þetta eru mínar konur. Ég kynntist hljóð- bókum á síðasta ári þegar ég fór að prófarkahlusta bækur fyrir Story- tel. Mig langar til þess að nefna tvær perlur sem ég hef prófarkahlu- stað: Geirmundar sögu heljarskinns eftir Bergsvein Birgisson og Sjö stutta fyrirlestra um eðlisfræði eftir Carlo Rovelli, báðar í frábærum lestri Friðriks Erlings- sonar. Þegar ég hlustaði á Sjö fyr- irlestra skildi ég næstum því af- stæðiskenninguna – það er nú horfið. Að lokum langar mig til þess að nefna bók sem hef- ur haft hvað dýpst áhrif á mig, Mad in America eftir Ro- bert Whitaker, sem fjallar um meðferð á geðsjúku fólki gegnum aldirnar, málefni sem stendur hjarta mínu nærri. Næsta bók sem ég ætla að lesa, að hvatningu sonar míns, er AÐ HUNDELTA ÓPIÐ (war on drugs bók) eftir Johann Hari. ÞÓRA GYLFADÓTTIR ER AÐ LESA Bækur dreifðar um húsið Þóra Gylfa- dóttir er upplýsinga- fræðingur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.