Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 20
með fyrirtækjum og þeirra mannauðsstjórum til þess að þau útiloki ekki erlendar konur bara vegna þess að þær eru með erlenda ferilskrá,“ segir Berenice. „Einnig viljum við hafa áfhrif á ríkisfyrirtæki að hafa efni aðgengilegt á ensku líka,“ segir hún. Sabine bendir á skýrslu sem Réttur gaf út í fyrra um jafnrétti innflytjenda á atvinnumark- aði. Þar kom fram að einungis einn innflytj- andi er í hópi 750 starfsmanna í ráðuneytum. Þótt Reykjavíkurborg standi sig betur þar að hennar mati er enn mikið verk að vinna. Skil- greina þurfi til dæmis betur með viðurkennd- um matsaðferðum nákvæmlega hversu mikilli íslensku er virkilega þörf á fyrir hvert starf og hvenær þurfi nauðsynlega að kunna Norð- urlandamál. Annars er þetta útilokunaraðferð. „Einnig viljum við vekja athygli á því að fjöl- breytileikinn er mikill kostur fyrir vinnustað- inn, það þarf bara góða breytingastjórnun og fræðslu og þá græða allir, segir hún. Viljið þið sjá lagabreytingar? „Já,“ segir Patience. „Kannski ekki lög, en mér finnst að ís- lenskukennsla fyrir útlendinga ætti að vera ókeypis og hún ætti að vera skylda. Mér finnst að fólk sem flytur hingað ætti að læra íslensku í þrjú ár og vera á lágmarkslaunum á meðan eða atvinnuleysisbótum, það þarf að tryggja að innflytjendur með lögheimili á Íslandi læri ís- lensku og búi ekki við hræðslu og kvíða um að missa vinnuna. Það eru kostir sem nýtast okk- ur öllum sem samfélagi,“ segir Patience og bendir á að innflytjandi sem lærir íslensku geti sjálfur hjálpað barni sínu með heimanám að mestu, geti lesið íslensku og þurfi síður á túlk- un að halda. „Á sumum íslenskunámskeiðum eru bara kennd íslensk orð sem nýtast í þjónustu eða á leikskólum,“ segir Jessica og Berenice tekur undir. „Ég spurði hvort við gætum lært að búa til ferilskrá á íslensku og það var horft á mig eins og ég væri biluð,“ segir Jessica. „Lykillinn að aðlögun er tungumálið; þess vegna er þetta svo mikilvægt,“ segir Patience og nefnir að ekki sé hægt að kvarta yfir ís- lenskukennslu barna. „Það er frábært kerfi fyrir börnin sem ganga í skóla,“ segir hún. „Sonur minn fékk frábæra þjónustu með ís- lenskukennslu en foreldrar eru að ströggla,“ segir Berenice. Verðmætar í samfélaginu Konurnar telja að íslenskt samfélag njóti góðs af þekkingu sem þær komi með frá sínum heimalöndum. „Gerum landið að betri stað fyrir okkur öll. Ef allir leggja sitt af mörkum verður kakan stærri fyrir alla. Það er mikilvægt að við sem erum í þessum forréttindahópi sönnum að við getum bætt samfélagið með okkar menntun og okkar sýn á heiminn. Ég finn til ábyrgðar gagnvart þeim sem á eftir koma,“ segir Ber- enice. Konurnar segjast allar hafa fundið fyrir því á vinnustöðum að frekar sé horft fram hjá þeim við stöðuveitingar vegna þess að þær séu er- lendar. Þær vilja breyta því viðhorfi og vonast til að nefndin geti stuðlað að því. Berenice segir að það sé rótgróið í samfélaginu að erlendar konur geti einungis unnið láglaunastörf. „Fólk heyrir oft bara innflytjendur nefnda í tengslum við alls konar vandamál eða áskor- anir en við erum verðmæt í atvinnulífinu, ótrú- lega verðmæt. Ísland er heppið að fólk vilji koma hingað og gefa landinu séns,“ segir Sab- ine og segir að með því að kynna til leiks konur sem þessar muni augu fólks opnast meira fyrir framlagi innflytjenda almennt. Félagskonur Félag kvenna í at- vinnulífinu FKA gengu sameinaðar Búrfellsgjá í haust. Þar beindi FKA kastljósinu að New Icelanders, nefndinni Nýir Íslendingar FKA. Gangan var táknræn, nokkurs konar gjörningur þar sem mynd- uð var keðja ólíkra félagskvenna, hlekkjunum fjölgað í keðjunni og búið til pláss fyrir nýjar konur. Ljósmynd/Silla Páls 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 LÍFSSTÍLL Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Kathryn Gunnarsson er frá Bretlandi. Hún hefur víðtæka reynslu innan mannauðsmála og starf- aði lengi sem yfirmaður mannauðsmála á al- þjóðasviði í London. Kathryn á íslenskan mann og tvö börn. Hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár og á og rekur fyrirækið Geko. „Ég yfirgaf frábært mannauðsstarf sem ég elskaði því ég hafði nýja forgangsröðun sem voru börnin. Þannig að við fluttum hingað og ég vissi í raun ekkert hvaða vinnu ég myndi fá hér á landi í mínu fagi og hafði heyrt að það gæti verið erfitt fyrir innflytjendur að fá vinnu á Ís- landi sem passaði fyrri reynslu eða menntun. Í tuttugu ár hef ég unnið við mannauðsmál og -stjórnun. Ég hóf leit að starfi hér á landi og fékk hjálp hjá íslenskri fjölskyldu okkar, en það er erfitt fyrir innflytjanda að fá hér vinnu án tengslanets. Það þarf að kynna mann fyrir fólki; annars er þetta nánast ómögulegt. Ég fór því af stað og hitti fullt af fólki og lét fólk vita að ég væri mætt á svæðið. Ég fékk vinnu á ráðningarstofu en ég hafði talverða reynslu í því. Það var að minnsta kosti tengt mínu fyrra starfi en ég saknaði mannauðsmála mikið. Ég stofnaði síðan fyrirtækið Geko, en við finnum hæfileikafólk fyrir fyrirtæki en aðstoðum fyrirtæki einnig við að skapa vinnumenningu þar sem fólk þrífst í starfi, er ánægt og vex og dafnar. Við stofnuðum Geko nú í byrjun Covid,“ segir hún. „Við erum þrjár í fyrirtækinu og ég er stofnandinn og er með tvo ís- lenska fjárfesta. Við vinnum mikið með stórum fyrirtækjum, eins og CCP, Lucinity, Controlant og fleirum. Ég vinn sem eins konar ráðgjafi í mannauðsmálum og sé um ráðningar innan tækni og nýsköpunar. Þetta er mjög skemmtileg vinna. Svo er ég að reyna að læra íslensku. Kathryn Gunnarsson Patience er frá Gana en þar var hún kennari og í námi til endurskoðunar þegar hún hitti Íslending sem er maður hennar í dag og eiga þau þrjú börn. Hún er með próf í kennslu- fræðum frá HÍ og MBA-próf frá HR. Pati- ence hefur búið hér í sautján ár og vinnur nú sem kennari í Breiðholtsskóla. Hún rekur einnig búðina Afrozone í Breiðholti og er að setja á laggirnar umönnunarfyrirtæki. „Ég kynnstist manninum mínum fyrir sautján árum. Hann seldi mér þá hugmynd að flytja til Íslands, hér væri svo fallegt. Ég vildi halda áfram með mína menntun en átt- aði mig fljótt á því að ég þyrfti fyrst að kunna íslensku. Það var mesta hindrunin. Ég þurfti því að byrja að vinna og fékk vinnu sem skólaliði, sem var frábært starf, ég er ekki að kvarta. En svo fór ég í kennslufræði í HÍ og þaðan í MBA-nám í HR. Ég kláraði ekki doktorsnámið, svo ég ætla ekki að tala um það,“ segir hún og hlær. „Fyrst þegar ég kom varð ég fyrir smá vonbrigðum að fá ekki starf við hæfi miðað við mína menntun. Mér fannst eiginlega til- gangslaust að læra íslensku; ég myndi ekki fá gott starf. En nýlega byrjaði ég að vinna sem umsjónarkennari í Breiðholtsskóla og enskukennari. Þá þarf ég vissulega að tala mikið íslensku og hún hefur batnað mikið á síðustu mánuðum,“ segir hún. „Ég er líka búin að opna búðina Afrozone í Breiðholti. Svo var ég að stofna með tveimur vinkonum mínum frá Gana og Jamaíku einkaumönnunarfyrirtæki,“ segir hún. „Homecare Iceland er í starthol- unum.“ Patience Karlsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.