Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020
B
örn eiga ekki að þurfa að búa við
aðstæður sem gera það að verkum
að þau fá ekki að vera börn. Börn
eiga ekki að vera svipt bernskunni
og því sakleysi sem einkennir
barnæskuna segir Ásmundur Einar Daðason,
félags- og barnamálaráðherra. Frumvörp sem
miða að því að gjörbylta aðstæðum barna og
fjölskyldna þeirra eru á leið inn í þingið. Verk-
efnið er risavaxið og sennilega felur það í sér
mestu breytingu sem gerð hefur verið á um-
hverfi barna á Íslandi í áratugi.
Ásmundur brennur fyrir verkefninu enda
þekkir hann af eigin raun að alast upp við erf-
iðar aðstæður.
Hingað til hefur hann ekki viljað ræða þessi
mál opinberlega enda ekki langt síðan hann fór
að vinna með steininn sem hann hefur dröslast
með í maganum áratugum saman. Allt frá því í
barnæsku. „Við getum aldrei komið öllum
börnum til bjargar en ef okkur tekst að hjálpa
fleiri börnum þá er tilganginum náð. Því ekk-
ert barn á að þurfa að búa við aðstæður eins og
því miður of mörg börn búa við á Íslandi, of-
beldi og vanrækslu,“ segir Ásmundur.
Ásmundur segist nú vilja segja sína sögu
bæði til að útskýra af hverju málefni barna
hafa verið mikið áherslumál hjá honum en líka
í þeirri von að það hjálpi öðrum sem glíma við
sambærilegar aðstæður. „Við erum með stór-
an hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa verið
í þessum erfiðu aðstæðum og eru að burðast
með það innra með sér, jafnvel þegar þeir eru
komnir í seinni hálfleik lífs síns. Fólk sem er
reitt og biturt. Við þetta fólk vil ég segja að
ástæðan fyrir því að ég ákvað að stíga fram og
segja mína sögu er sú að það er ekkert athuga-
vert við að leita sér hjálpar. Fá aðstoð við að
vinna á reiðinni og þrátt fyrir að það sé erfitt
er hægt að yfirstíga erfiðleikana og komast á
betri stað. Við sem erum í þessum sporum er-
um alls staðar í íslensku samfélagi, líka í ríkis-
stjórn Íslands,“ segir Ásmundur.
Tekið skal fram að viðtalið í heild er tekið í
samvinnu og með samþykki móður Ásmundar
og nánustu fjölskyldu hans.
Grasið alltaf grænna hinum megin
Ásmundur Einar fæddist árið 1982 í Reykjavík
en bjó ásamt foreldrum sínum í Dölunum til
fimm ára aldurs er foreldrar hans skildu. Ás-
mundur og eldri systir hans fylgdu móður
sinni suður þar sem þau bjuggu á nokkrum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin.
Þaðan lá leiðin á Stokkseyri og síðan í Gnúp-
verjahrepp. Aldrei var stoppað lengi á hverj-
um stað og þegar Ásmundur er á þrettánda ári
flytur hann með móður sinni til Noregs. Systir
hans varð eftir á Íslandi enda orðin uppkomin.
Hann gekk í sjö grunnskóla og af þeim var
hann lengst, tvö og hálft ár, í þeim síðasta sem
var í Búðardal. „Þetta var mikið flakk og við
bjuggum aldrei lengi á sama stað. Alltaf eitt-
hvað sem varð til þess að búferlaflutningarnir
urðu tíðir. Grasið var alltaf grænna hinum
megin og í raun átti það við um ansi margt hjá
mömmu,“ segir Ásmundur. Hann segir að það
hafi hjálpað sér mikið hversu opinn og félags-
lyndur hann hafi alltaf verið. „Ég átti frekar
auðvelt með breytingar, að minnsta kosti á
yfirborðinu,“ segir hann og bætir við að á með-
an þau bjuggu á Íslandi hafi hann alltaf getað
farið í sveitina til pabba síns og afa og ömmu
sem bjuggu félagsbúi í Dölunum. Þangað fór
hann oft um helgar og í flestum leyfum.
Móðir Ásmundar hefur glímt við áfengis-
vanda árum saman og hún á einnig við geðræn
veikindi að stríða og hefur átt lengi. Auk þess
er hún með ADHD á háu stigi ásamt fleiru.
Lífið hefur ekki farið mjúkum höndum um
hana en þegar hún var 18 ára gömul hafði hún
misst báða foreldra sína. Móðir hennar, sem
einnig átti við geðræn veikindi að stríða, lést í
eldsvoða á heimili fjölskyldunnar snemma árs
1978 og nokkrum árum áður missti hún föður
sinn.
Upplifði ýmis áföll í æsku
„Móðir mín upplifði ýmis áföll í æsku og móðir
hennar, amma mín, var reglulega á geðdeild
vegna veikinda sinna. Allir í sveitinni bitu á
jaxlinn og enginn talaði um hvernig þeim leið á
þessum tíma í litlu samfélagi. Við vorum þá
ekki stödd á árinu 2020 þar sem fólk þorir að
tala opinskátt um slík veikindi. Þetta hefur
móðir mín þurft að burðast með á bakinu allt
sitt líf. Það var ekki fyrr en ég fór að eldast að
ég gerði mér grein fyrir því að þessi mikla
áfengisnotkun á heimilinu væri óeðlileg en
mamma var alltaf dugleg til vinnu og það vissu
fáir af því hver staðan var innan heimilisins. Þó
var það ekki óalgengt að hún færi út á lífið og
kæmi ölvuð heim, stundum ein, stundum ekki.
Þessi óregla litaði andrúmsloftið á heimilinu
og það var oft spenna í loftinu. Því var það létt-
ir að fara í sveitina þar sem festa ríkti. Heim-
ilið þar var ekta sveitaheimili og haldið í hefðir
eins og lambalæri á sunnudögum og royal-
búðing í eftirmat,“ segir Ásmundur.
Hann segir að sem barn hafi hann einfald-
lega ekki gert sér grein fyrir því að eitthvað
væri að hjá mömmu hans. „Þegar þú ert barn
skynjar þú ekki svona og þú trúir því að hlut-
irnir séu eins og þeir eigi að vera. Allt frá því
ég man eftir mér voru makaskipti mjög tíð hjá
mömmu. Alls konar menn voru komnir inn í líf
mitt og inn á heimilið mjög fljótt. Ég veit ekki
hvað þeir voru margir. Sumir voru frábærir en
aðrir áttu við sömu vandamál að stríða og
mamma. Oft voru þetta þannig einstaklingar í
mikilli áfengisneyslu. Verst var þegar um of-
beldismenn var að ræða. Ég var ekki sjálfur
beittur líkamlegu ofbeldi en mamma varð fyrir
því. Ég varð vitni að því, fann það, heyrði það.
Það situr enn í mér og mun alltaf gera,“ segir
Ásmundur.
Eitt af því sem lagt er til í nýju frumvarpi er
að unnið sé með börn og foreldra saman. Að
verkefnið snúist um barnið og fjölskyldu þess.
„Við viljum skapa börnum þær aðstæður að
þau fái að vera börn. Að aðstoð komi áður en
allt er farið á versta veg. Ekki með því að fjar-
lægja þau af heimilinu, þótt þess þurfi auðvitað
því miður stundum, heldur að brugðist sé við
erfiðleikum barna og fjölskyldna mun fyrr og í
samvinnu. Fjölskyldan sé gripin, fái nauðsyn-
legar greiningar og viðeigandi aðstoð sé veitt.
Að fjölskyldan fái snemma hjálp við að vinna á
sínum vanda og að barnið búi við betri að-
Ekki svipta börn bernskunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ásmundur Einar Daðason er
barnamálaráðherra. Málefni
barna eru honum hugleikin,
ekki síst barna sem búa við
erfiðar aðstæður enda þekkir
hann það af eigin raun og veit
að það er ekkert sjálfgefið að
rata rétta leið í lífinu.
Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is
Ásmundur segir samband þeirra
mæðgina hafa kennt sér ýmislegt og
hann lært að ráða við ýmsar að-
stæður og takast á við hluti sem
margir aðrir hafa ekki reynt.