Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 Í slendingurinn telst sennilega góður með sig, þótt vonandi sé of mikið sagt að hann sé roggnari en annarra þjóða menn. Góða hliðin á því einkenni er sú að landinn gerir gjarnan harðar kröfur til sín og frammistöðu sinna manna, sem ætti að vera hollt. Og í þessu þjóðarsjálfsáliti felst auðvitað mikil „áskorun“ svo vin- sælasta orð viðtalanna komi við sögu hér. En sem bet- ur fer er þó ekki óravegur í heilbrigt raunsæi og það kemur í ljós í fögnuðinum yfir óvæntum sigri okkar manna. Friðrik þjóðarsómi Hér skal vitnað í formálsorð Helga Ólafssonar skák- snillings í glæsibók um sögu og sigra Friðriks Ólafs- sonar stórmeistara. Friðrik tók landa sína með sér á heimssviðið svo jafnvel þeir í þeim hópi sem þekktu varla mannganginn lifðu sig inn í hinn frækna feril meistarans. Ekki er þó víst að sagan sé rétt sem höfð er eftir ein- lægum aðdáanda sem sagðist ekki dá nokkurn annan meir en Friðrik Ólafsson, en hún gætti þess í öllum sínum bænum að óska þess að Friðrik byrjaði skákir sínar fyrr en hann gerði vanalega, svo að hann lenti ekki aftur í þessu árans tímahraki. En Helgi Ólafsson segir: „Íslenskt samfélag var þrátt fyrir fámennið og einangrunina ríkt af ungum af- reksmönnum og glæsilegu fólki sem veitti hinu ný- stofnaða lýðveldi byr í seglin. Nafn Friðriks hefur stundum verið nefnt í sömu andrá og Gunnars Hus- eby, Clausen-bræðra, Torfa Bryngeirssonar, Ríkarðs Jónssonar, Alberts Guðmundssonar, Vilhjálms Ein- arssonar og Halldórs Laxness.“ Enginn þessara manna var oflátungur en sáu þó ekkert að því að láta á sig reyna, þótt veröldin öll væri undir. Og víðast hvar þar sem fæstir höfðu heyrt eyjarinnar í norðri getið eða um tilvist einstakra manna þar. Þarna eru ekki síst nefndir til sögunnar fræknir íþróttamenn sem þjóðin dáði. Það þurfti mikinn kjark og var auðvitað mikið afrek að geta látið til sín taka svo að merkt væri við nafn þeirra í fjölmörgum löndum og til þeirra horft með aðdáun í greinum sem stórþjóðirnar höfðu gjarn- an einokað. Vonda heimsfrægðin Og breytir þar engu þótt heimsfrægð hafi enginn þessara náð, í víðtækasta skilningi orðsins, enda er það svo að heimsfrægð er ekki endilega ágæt- iseinkunn í sjálfri sér. Þannig er hætt við því að Norð- maðurinn Breivik sé sá af þeirri þjóð sem flestir að- spurðir myndu hafa heyrt nefndan þótt nafnið og persónan kalli á hrylling en ekki aðdáun. Og fáir stjórnmálamenn gætu keppt í frægð við „foringjann“ illa sem enn er með þekktustu nöfnum heimssögunnar og er reyndar annað illþýði ekki langt undan. Kannski þurfa slíkir að vera vel í minni mannkyns sem eilíf áminning um það hveru undraskjótt getur illa tekist til ef ekki er vari hafður á. Og hin góða En hitt er jafnrétt að þeir sem almenna aðdáun vekja fyrir afrek sín og snilld gera heiminn allan að gleðirík- ari stað sem fleiri geta horft glaðbeittir, sannir og von- góðir til. Skemmst er að minnast tónskáldanna okkar góðu, Hildar Guðnadóttur og Jóhanns Jóhannssonar sem hlotið hafa verðskulduð verðlaun, ekki síst í heimi kvikmyndanna, á seinustu árum. Við vitum öll innst inni að árangur slíkra og verð- skuldað lof gerir okkur hin ekkert merkilegri, en samt. Við höfum að minnsta kosti rétt til þess að sam- gleðjast þeim með pínulítið öðrum og örlítið nánari hætti en aðrir vandalausir á sigurstundu, vel meðvituð um að þau varpa hluta af sínu ljósi heim. Og þótt við hefðum ekki slíkan rétt þá gerum við það samt. Ekki gráta mig, Argentína... Meira að segja margfalt fjölmennari þjóðir en okkar lyftast upp í krafti sigursólar eins af sínum. Diego Maradona var á sokkabuxunum ekki líklegur til þess. Þeir sem spruttu úr sama umhverfi og hann og veikast stóðu heima í Argentínu áttu hins vegar skyndilega milljónum saman ósýnilega fótfestu á öxlum hins stutta og marksækna galdramanns fótboltans. Margar eru myndirnar en sumar vantar ’ Ég verð þess stundum var, að þið Íslend- ingar veltið stundum fyrir ykkur hvort þið séuð alvöruríki eða ekki. Þetta atvik var auðvitað dæmi um að eitthvað vanti upp á það. Hvar sem væri í heiminum hefði það þótt óhugsandi ögrun að lögreglan einkenn- isklædd umkringdi Stjórnarráðið. Reykjavíkurbréf27.11.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.