Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 LESBÓK HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is HEIÐUR Menn velja sér misjafnar fyrirmyndir í þessu lífi. Bandaríski rapparinn Tyla Yaweh lítur upp til glys- tröllsins Tommys gamla Lees og tileinkaði honum lag fyrr á árinu sem einfaldlega kallast Tommy Lee. Okkar maður hlýtur þá endanlega að vera orðinn ódauðlegur. Sjálfur var Lee hálfklökkur yfir þessu í hlaðvarpi Kyles Mere- diths vestra; bæði yfir því að eiga orðið sitt eigið lag og ekki síður með úr hvaða ranni það kemur. Ekki þótti Lee verra að Post Malone leggur Yaweh lið í laginu en hann er „líklega mesti listamaður heims um þessar mundir fyrir utan Billie Eilish“. „Þetta er helsvalt. Eins og að vera í klúbbi og menn hafa ekki aðeins hleypt þér inn, heldur eru að heiðra þig líka,“ sagði Lee og henti inn nokkrum blótsyrðum sem við hreinsum hér burt. Minnisvarði um Lee Tommy Lee er mörgum hugleikinn. AFP GOÐSÖGN Dolly Parton gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Fram hefur komið að hún lagðist af alefli á árarnar gegn árans kórónuveirunni með því að styðja rannsóknir á einu bóluefninu og nú skýtur hún óvænt upp kollinum í jólamynd á efnisveitunni Net- flix; sinni fyrstu mynd í átta ár. Dolly Parton’s Christ- mas on the Square nefnist myndin og er innblástur sóttur í söguna um Skrögg gamla sem ætlaði að stela jólunum. Dolly leikur engil sem beinir söguhetjunni, sem Christine Baranski leikur, inn á rétta braut og bjargar þannig jólunum. „Absúrd,“ er eitt af orðunum sem blaðið The Independent notar um myndina, en um leið „heillandi“. Dolly Parton er með ráð undir rifi hverju. AFP Frank Zappa lést aðeins 52 ára. Ný mynd um Zappa RÁÐGÁTA 27 árum eftir dauða sinn er bandaríski tónlistarmað- urinn Frank Zappa mörgum enn talsverð ráðgáta. Á þessu vill bresk/bandaríski leikarinn og leik- stjórinn Alex Winter ráða einhverja bót í glænýrri heimildarmynd, sem einfaldlega kallast Zappa, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir helgina. „Mig langaði ekki að búa til dæmi- gerða tónlistarheimildarmynd um einhverja rokkstjórnu og gítar- hetju,“ segir Winter við breska blaðið The Guardian. „Ég hafði áhuga á manninum Frank Zappa og sambandi hans við listina og heim- inn í kringum sig. Hver voru gildi hans og þrautir? Ég vildi líka vera heiðarlegur gagnvart mótsögn- unum, sem voru ófáar.“ Hvernig bregst miðaldra end-urskoðandi á milli starfa viðþegar fjögurra ára gömul dóttir hans kemur heim af leikskól- anum og kveðst vilja teikna typpið á honum? Hvernig á að eiga við ókunnugt fólk sem frestar sífellt að sækja húsgögn sem maður auglýsir gefins? Hvernig bregst Magnús Skúli við þegar hann fær yfirmann frá hel- víti á lagernum? Svörin við þessum spurningum og ýmsum öðrum er að finna í bókinni Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Krist- ján Hrafn Guðmundsson en hún inni- heldur sjö tengdar sögur. Höfundur tekur undir með blaða- manni að hér séu á ferðinni svip- myndir úr hversdagsleikanum. „Það má alveg segja það. Þetta eru senur úr samtímanum, en ég lauma líka að pælingum fyrir lesendur til að kjamsa á sem kannski mætti kalla tíma- lausar. Flestar sögurnar gætu hafa gerst á síðustu fimm árum, utan ein sem gerist að mestu snemma á þess- ari öld. Ég er líka að fjalla um hluti sem ýmsir geta tengt við og legg mig eftir kómískum þráðum sem þar geta leynst, eins og í samræðum við nýjan vinnufélaga, klaufalegum sam- skiptum þegar börn eru sótt á leik- skóla, húsaskipti við fólk í útlöndum er eitt af sögusviðunum og svo fram- vegis. Sögurnar eru þannig allar í raunsæisstíl nema sú síðasta sem stingur aðeins í stúf.“ Hann kveðst hafa verið býsna lengi að finna tóninn í bókinni en hafi gert það á endanum. „Það er húmor á yf- irborðinu en vonandi eru fleiri setlög þarna líka. Kynferðisofbeldi og vísir að eftirmálum þess er til dæmis frek- ar veigamikill þáttur í tveimur sög- um. Og lesendur sem hafa gaman af því að finna eilítið faldar vísanir í bók- menntir og kvikmyndir, jafnvel dæg- urlög, ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir hann. Fyrsta sagan í bókinni varð til í jólafríinu 2017 og síðan hefur Krist- ján Hrafn á víxl tekið skorpur og látið handritið liggja óhreyft, jafnvel svo mánuðum skiptir. Snemma á síðasta ári fór hann í fæðingarorlof með þriðja barni sínu og náði að skrifa mikið áður en sá stutti vaknaði á morgnana eða meðan hann tók dag- lúrinn. Hann lauk við sögurnar seint á síðasta ári og var handritið valið úr tugum handrita til að hljóta Nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta. Hófst þá leit að útgefanda. „Mín löngun stóð til þess að fá topp- ritstjórn, það er að segja frá fólki sem hefur mikla reynslu af ritstýringu og hafði þrjú forlög sérstaklega í huga. Til að gera langa sögu stutta voru við- ræður við eitt þeirra langt komnar þegar þær runnu út í sandinn vegna heimsfaraldursins.“ Niðurstaðan varð fyrir vikið sú að Kristján keypti ritstjórn frá sjálf- stæðum reynslubolta í þeim geira og hann og eiginkona hans, Heiðrún Grétarsdóttir, gáfu bókina svo út undir merkjum eigin útgáfu, Áróru. Spurður hvernig það hafi gengið svarar hann: „Það hefur bara gengið vel en ég hef auðvitað ekki sam- anburðinn við að koma út hjá stóru forlagi. Við erum að keyra bókina út sjálf í verslanir og heim til lesenda sem panta á vefsíðu Áróru útgáfu. Okkur hefur tekist að komast aðeins inn á radarinn hjá fólki, þótt við höf- um ekki fjármagn til að búa til sjón- varpsauglýsingar og slíkt. Verst er að maður nær ekki að lesa upp og hitta fólk vegna ástandsins.“ Ekki innan normsins Spurður um persónusköpun kveðst Kristján Hrafn alltaf hafa haft gaman af fólki sem sumir myndu ef til vill segja að væri öðruvísi eða jafnvel skrýtnar skrúfur. „Eftir að ég kynnt- ist konunni minni, þegar ég var 26 ára, hittum við kannski vini og kunn- ingja á förnum vegi sem ég átti svo langt spjall við. Endurtekið fór ég svo að heyra smá undrunartón hjá henni með spurningum á borð við „Hver var þetta eiginlega?“ varð það til þess að ég áttaði mig á því að ég hef mjög gaman af því að vera í félagsskap fólks sem telst ekki vera innan normsins að öllu leyti – er jafnvel „á rófinu“. Svipaða sögu er að segja úr kennslunni. Ég hef verið að kenna unglingum í tíu ár og mér þykir oftast dásamlegt að spjalla við þá, ekki síst unglinga sem sjá heiminn ekki eins og aðrir.“ Einnig sitja í Kristjáni Hrafni ýms- ar týpur sem hann hefur kynnst við störf sín á lífsleiðinni en hann hefur komið víða við, svo sem í járnabind- ingum, lögreglunni, blaðamennsku og keyrt leigubíl, auk kennslunnar. „Ég hef deilt kaffistofu og bíl með alls konar týpum og það gefur manni mikið. Það er til dæmis ákveðin lífs- reynsla að sitja í málmdollu um stund með mönnum stútfullum af kókaíni eða hjónum sem voru að koma úr matarboði hjá öðrum hjónum. Þau kveðja gestgjafa sína gjarnan með virktum úti á hlaði en í leigubílnum heyrir maður stundum hvað þeim finnst í raun og veru um þá.“ – Ættu ekki allir rithöfundar að prófa að keyra leigubíl? „Jú, það held ég,“ svarar hann hlæjandi. „Er Jón Gnarr ekki ennþá að fiska upp úr þeim fjársjóði eftir sín leigubílstjóraár?“ Kristján Hrafn spreytti sig fyrst á skrifum fyrir tveimur áratugum en hann er 41 árs í dag. „Ég setti fyrst eitthvað á blað upp úr tvítugu en fann fljótt að ég hafði ekki lifað nóg á þeim tíma, auk þess sem ég þurfti að lesa Kristján Hrafn Guð- mundsson rithöfundur Kristján Hrafn Guð- mundsson rithöfundur Hef gaman af skrýtnum skrúfum Kristján Hrafn Guðmundsson, bókmenntafræðingur og kennari, hefur sent frá sér sína fyrstu bók, sagnasafnið Þrír skilnaðir og jarðarför. Hann sækir innblástur í ýmis störf sem hann hefur sinnt og kynlega kvisti sem á veginum hafa orðið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Þau kveðja gestgjafasína gjarnan með virkt-um en í leigubílnum heyrirmaður hvað þeim finnst í raun og veru um þá. Dolly Parton bjargar jólunum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.