Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 LÍFSSTÍLL Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 BLACK FRIDAY VEISLA ALLA HELGINA F élag kvenna í atvinnulífinu styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina til aukins sýnileika, en ný- lega var stofnuð þar nefndin New Icelanders, sem sett var á laggirnar til að auka fjölbreytileika og styðja við erlendar konur. Þær eru ólíkar og með fjölbreyttan bak- grunn en eiga það sameiginlegt að vera nýir Ís- lendingar í atvinnulífinu, margar í stjórnunar- stöðum. Sumar komu þær til Íslands vegna íslensks maka en aðrar vildu flytja hingað til frambúðar. Forsetafrúin, Eliza Reid, er félags- kona FKA og hefur hún látið umræðuna um mikilvægi fjölbreytileikans sig varða. Með nefndinni geta þær hjálpað hver ann- arri, miðlað af reynslu sinni og opnað á sam- talið. Blaðamaður hitti fimm flottar konur sem allar hafa náð að fóta sig á Íslandi þrátt fyrir ýmsar hindranir sem orðið hafa á vegi þeirra. Byggjum brú á milli fólks „Í stjórn erum við átta en okkar hlutverk er að vera til taks fyrir erlendar konur á atvinnu- markaði. Áður voru mjög fáar erlendar konur í FKA en við vissum að þær væru til. Við heyrð- um að þeim konum fyndist þær út undan og fyndist erfitt að tengjast öðrum konum hér. En hlutverk okkar núna er að hjálpa öllum konum í FKA að bjóða fleiri velkomnar í hópinn. Það er hægt að læra svo margt af þessum nýju kon- um,“ segir Kathryn Gunnarsson frá Englandi. „Íslendingar tilheyra allir lokuðum hópum og það er erfitt fyrir erlenda konu að fá að vera með. Hluti af því að vera í þessari stjórn er að breyta þessu og reyna að skapa tengslanet fyr- ir erlendar konur í atvinnulífinu. Byggja brú á milli fólks,“ segir Berenice Barrios Quiñones frá Mexíkó. „Það var ekki alltaf einfalt en ég hef fengið svo frábær tækifæri hér á landi, og oftast ein- mitt vegna þess að ég kem inn með nýja þekk- ingu og reynslu sem þörf var talin á. Ég er nú ekki í atvinnulífi eins og er heldur í stjórnmál- unum en ástæða þess að ég er í þessari nefnd er einmitt þetta – að gera þann mannauð sem konur af erlendum uppruna eru sýnilegan og styðja við þær sem kunna að rekast á hindr- anir,“ segir Sabine Leskopf frá Þýskalandi. Að brjóta múra Hvernig finnst ykkur ganga að skapa tengsl? „Því eldri sem þú ert, því erfiðara er það. Yngri kynslóðin er opnari en eldra fólk er oft erfitt að nálgast. Þau eru kannski vingjarnleg, en samt frekar vör um sig,“ segir Berenice. „Við erum vinnufélagar Íslendinga, en um leið og vinnu lýkur erum við ekki vinir þeirra,“ segir Patience Karlsson frá Gana. „Í bandarískum kúltúr eru vinnufélagar oft líka vinir manns, en það er öðruvísi hér, að minnsta kosti fyrir útlendinga sem hér vinna. Ég fór stundum í kaffi með vinnufélaga og hélt að við værum þar með orðnir vinir, en áttaði mig á því að við værum í raun bara vinnu- félagar í hans huga,“ segir Jessica Poteet frá Bandaríkjunum. „Íslendingar eru aldir upp við að hugsa um sig og sína og þið eruð öll í sama liði, eruð sam- an í rótgrónum saumaklúbbum og hópum. Við sem ekki höfum alist hér upp og gengið hér í skóla fáum ekki aðgang að sömu félagslegum tengslum og hópum. Að brjóta þessa múra getur verið erfitt. Ég er heppin og á nokkra ís- lenska vini sem ég hef eignast síðustu ár hér á Íslandi en það hefur krafist þess að ég leggði á mig að búa til ný sambönd og fara út úr þæg- indahringnum,“ segir Kathryn. „Ég hef eignast nokkra íslenska vini en á fleiri erlenda vini. Það var ákveðið kúltúrsjokk fyrir mig að koma hingað og mikill munur á sið- um hér og í Mexíkó. Ég var vön að kyssa alla í bak og fyrir í heimalandinu en hér verður fólk sjokkerað ef maður gerir það. Ég reyndi að breyta minni hegðun; hvernig ég talaði, hreyfði mig og hagaði mér, allt til þess að passa inn í umhverfið. Kannski ef ég passaði inn myndi allt verða betra. En eftir smá tíma ákvað ég að hætta því. Ég ákvað að vera bara ég sjálf, tala þegar ég vildi, rétta upp hönd þegar mig lysti. Þannig náði ég að tengjast sumu fólki betur, en aðrir urðu hræddari. Ég er hávær og ástríðu- full,“ segir Berenice og brosir. „Margir Íslendingar eru hámenntað fólk sem unnið hefur erlendis. Ég minni þetta fólk á hvernig það var fyrir þau að vera útlendingar í skóla eða vinnu erlendis. Maður þarf bara að finna tengingu við fólk. Fólk þarf að leggja sig fram við að skapa ný tengsl,“ segir Kathryn. „Margt fólk hér hefur ferðast víða um heim og það fólk er opnara en aðrir og vinalegra. En kúltúrinn og bakgrunnurinn flækist fyrir og það er erfitt að eignast alvöruvini sem endast,“ segir Berenice. Hljóma klár á spænsku Konurnar eru sammála um að íslenskan geti verið erfið og mikil hindrun í starfi og leik. „Ein ástæða fyrir því að það er svo erfitt að læra íslensku er einmitt vegna þess að við eig- um ekki nógu marga íslenska vini til að tala við og æfa okkur í íslensku,“ segir Patience. „Svo er það auðvitað þannig að sem yfirmað- ur mun ég ekki reyna að eiga í faglegum sam- skiptum við fólk á íslensku. Ég hljóma þá eins og tveggja ára og það eyðileggur fyrir mér,“ segir Jessica. „Og eins og hjá mér, og mörgum öðrum hér, er ég að tala ensku við fólk, en enska er mitt annað mál, ekki fyrsta. Ég hef sagt við fólk: „Ég get svarið það, ég hljóma mjög klár á spænsku,““ segir hún og þær hlæja dátt. „Ég veit ekki hvað ég þyrfti að leggja mikið á mig í íslenskunámi til að ná nokkru sinni því stigi; að geta talað íslensku þannig að ég fengi þá virðingu sem ég á skilið,“ segir Berenice. „Ég tel íslenskuna reyndar ekki erfiðari en önnur tungumál en það sem flækir allt hér er að bæði er námsframboðið á íslensku ófullnægjandi og svo tala flestir Íslendingar góða ensku, þannig að flestum, jafnt innflytjendum og Íslendingum, finnst það oft einfaldast að halda sig þar, í stað- inn fyrir að leggja sig aðeins fram og gefa inn- flytjendum tækifæri á að tala íslensku án þess að dæma þá fyrir hverja villu,“ bætir Sabine við. Hafið þið upplifað eða orðið vitni að mis- munun eða hreinlega rasisma? Viljum ekki vera ósýnilegar Innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur verið stofnuð nefnd til að auka fjölbreytileika. Á opnunarviðburði FKA í ár var mynduð táknræn keðja í Búrfellsgjá, hlekkjunum fjölgað með gjörningi og búið til pláss fyrir nýjar konur og nýja nefnd, New Icelanders eða Nýja Íslendinga. Morgunblaðið náði tali af fimm sterkum konum frá öllum heimshornum sem allar hafa mikið að leggja til samfélagsins og vilja láta raddir sínar heyrast. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Kathryn Gunnarsson, Sabine Leskopf, Berenice Barrios Quiñones, Patience Karlsson og Jessica Poteet eru dug- miklar konur í íslensku atvinnulífi og tilheyra allar nýrri nefnd innan Félags kvenna í atvinnulífinu, New Icelanders. ’ Fólk heyrir oft bara innflytj-endur nefnda í tengslum viðalls konar vandamál eða áskor-anir en við erum verðmæt í at- vinnulífinu, ótrúlega verðmæt. Ís- land er heppið að fólk vilji koma hingað og gefa landinu séns

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.