Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að lendi tilheyrir Hrunamannahreppi; það er svæðið ofan byggðar milli Hvítár og Stóru-Laxár og eftir að án- um sleppir svæðið allt inn að Hofs- jökli og þá eru Kerlingarfjöll með- talin. Margir áhugaverðir staðir eru á þessum slóðum og telur Halldóra að stofnun þjóðgarðs geti eflt ferðaþjón- ustu á svæðinu – og geti aukinheldur styrkt ímynd sveitarfélagsins al- mennt. Asi við lagasmíði og spurningum ósvarað Jón Bjarnason bóndi í Hvítárdal er oddviti sjálfstæðismanna í sveitar- stjórn Hrunamannahrepps. „Hér tók fólk afstöðu út frá eigin sannfæringu í máli sem skiptir okkur miklu,“ segir Jón. Hálendi sveitarfélagsins segir hann vera þjóðlendur, sem lúti sam- eiginlegri forsjá sveitarfélaga og for- sætisráðuneytis. Sú samvinna hafi slípast ágætlega og breytingar á fyrirkomulagi séu óþarfar. „Stofnun þjóðgarðs er ágæt fyrir- ætlun en asinn er of mikill, nægilegt samráð er ekki viðhaft við lagasmíði og spurningum ósvarað. Margir hér í sveit, eins og annars staðar á landinu, hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á há- lendi og afrétti sveitarinnar svo sem við uppgræðslu, minjavernd og fleira. Slíkt starf verður að efla, en því er hætta búin með yfirtöku ríkisins.“ dreifðum byggðum landsins. Starf að náttúruverndarmálum verði eflt og umsjón með viðkvæmum svæðum styrkt. Farið verði í uppbyggingu ýmissa innviða og stofnun þjóðgarðs hamli ekki umbótastarfi á hálendinu sem mörg sveitarfélög hafa unnið að eða styrkt. Um skipulagsmál segir Halldóra að miklar endurbætur hafi verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrstu drög að því voru kynnt. Í fyrstu hafi verið gert ráð fyrir að svæðisstjórnir réðu för varðandi til dæmis mann- virkjagerð innan þjóðgarðsins, sem yrði þá að vera skv. stjórnar- og verndaráætlun. Nú hafi sú breyting verið gerð að skipulagsmálin verði áfram í höndum sveitarfélaganna. Fulltrúar þeirra hafi úrslitavaldið hvað varðar skipulag, mannvirkja- gerð og aðrar framkvæmdir, sem sé mjög þýðingarmikið. Víðfeðmt há- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Blokkir riðluðust í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í sl. viku þegar frumvarp um stofnun hálendis- þjóðgarðs var þar til umfjöllunar. Sigurður Sigurjónsson, einn þriggja fulltrúa H-listans í meirihluta sveitar- stjórnar, tekur í þjóðgarðsmálinu undir bókun minnihluta tveggja full- trúa sjálfstæðismanna sem eru and- vígir þjóðgarðsfrumvarpinu í núver- andi mynd. Þeirra sjónarmið er að skipulagsvald sveitarstjórna skerðist mjög með þjóðgarði. Skv. frumvarp- inu megi sveitarfélag ekki gera neitt innan landamæra sinna á hálendinu, nema með samþykki svæðisráðs þjóðgarðs, sem aftur sé undirselt stjórn garðsins og umhverfisráðherra ef út í það er farið. Frumvarpið hefur verið lagfært Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps og leiðtogi H- listans, telur ofmælt að meirihlutinn í sveitarstjórn sé fallinn með þessu. „Frumvarp um hálendisþjóðgarð er umdeilt og þverpólitískt í eðli sínu. Að um þetta mál séu skiptar skoðanir er mjög eðlilegt og þetta smitast ekki til annarra málefna,“ segir Halldóra. Sjálf telur Halldóra stofnun þjóð- garðs fela í sér margvísleg tækifæri í Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öræfin Við landamæragirðingu efst í Hrunamannahreppi þar sem hálendið tekur við af byggðum bólum. Þjóðgarðsfrumvarp klýfur sveitarstjórn  Hálendismál í deiglu  Þverpólitískt, segir oddvitinn Jón Bjarnason Halldóra Hjörleifsdóttir Launagreiðendur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli á árinu 2020 geta óskað eftir auknum fresti til að standa skil á staðgreiðslu skatta af launum og tryggingagjalds fram á næsta sumar. Þetta segir Willum Þór Þórs- son, formaður fjárlaganefndar, í samtali við Morgunblaðið. Meðal fyrstu laga sem sam- þykkt voru í vor sem viðbragð við kórónuveiru- faraldrinum var heimild fyrir- tækja til að óska eftir fresti á greiðslu afdreginnar staðgreiðslu og greiðslu tryggingagjalds sem hefðu átt að falla í gjalddaga frá 1. apríl 2020 til 1. desember 2020. Var hægt að óska eftir frestun til 15. janúar 2021 að uppfylltum skil- yrðum um að fyrirtækið ætti í rekstrarörðugleikum en væri ekki í vanskilum með opinber gjöld og skýrsluskil. Hafa fjölmörg fyrir- tæki nýtt sér þetta úrræði. Engir frekari frestir ákveðnir Í lögunum er enn fremur gert ráð fyrir að fyrirtæki geti óskað eftir auknum fresti kalli aðstæður á það. Óska þarf eftir auknum fresti og greiðsludreifingu hjá Skattinum fyrir 15. janúar, en sé hann sam- þykktur verður greiðslum dreift á mánuðina júní, júlí og ágúst. Aðspurður segir Willum að engin ákvörðun hafi verið tekin um frek- ari frestanir, en slíkt verði tíminn að leiða í ljós. Hægt að sækja um staðgreiðslufrest fram á sumar  Fyrirtæki geta sótt um aukinn frest  Umsóknarfrestur til 15. janúar Willum Þór Þórsson Morgunblaðið/Eggert Faraldur Úrræðinu er ætlað að létta undir með fyrirtækjum í vanda. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sterkir fyrirvarar eru gerðir, bæði innan Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, við frumvarp um há- lendisþjóðgarð sem Guðmundur Ingi Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformaður VG, lagði fram á Al- þingi á dögunum. Hjá ríkisstjórninni er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu meðal stefnumála. Það snýst um að gera miðhálendið, það er um 40% af flatarmáli Íslands, að þjóðgarði, en 85% þess svæðis eru þjóðlendur og í eigu ríkisins. „Fyrirvarar okkar framsóknar- manna eru alveg skýrir og frumvarp- ið fer ekki í gegn nema þeir haldi alla leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins. Framundan sé mikilvæg umræða um frumvarpið, bæði úti í samfélaginu og á Alþingi. Þar hafi þingmenn Framsóknar lagt til að þjóðgarðurinn verði stækkaður í áföngum. Ekki þurfi að stíga skrefið til fulls í fyrsta áfanga. Byrja megi á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með Hofsjökli og aðliggjandi frið- lýstum svæðum. Halda svo áfram eftir því sem stemning sé fyrir. Samtalið hefur mistekist „Þó að þjóðgarðshugmyndin hafi lengi verið í deiglu hefur samtalið mistekist. Ekki hefur náðst að vinna málinu brautargengi til dæmis meðal íbúa í sveitunum; fólks sem margt er gjörkunnugt öllum aðstæðum á há- lendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. Í sveitunum á Suðurlandi, þar sem ég þekki vel til, er andstaðan sterk. Fólk þar ann há- lendinu og hefur sinnt þar margvís- legum umhverfisverkefnum, því finnst nú sem traðkað sé á sjónar- miðum þess og verk þess að litlu gerð í frumvarpinu,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra með rörsýn Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi, segir að ekki sé horft nægilega vel á stóru myndina í frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Rörsýn ráði af hálfu umhverfisráð- herra. „Ég samþykki ekki frumvarp- ið eins og það liggur fyrir núna,“ seg- ir Njáll. Tiltekur jafnframt að sér finnist vanta í þessu máli að horft sé til stefnumarkandi plagga um innviði sem fyrir liggja, svo sem ramma- áætlunar um orkunýtingu og um samgöngur og flutningskerfi raforku o.fl. „Nýleg orkustefna til 2050 var unnin í þverpólitískri sátt en slíkt skortir í frumvarpi um hálendisþjóð- garð. Ekki liggur fyrir hvernig vind- orkan á að spila með raforkukerfinu innan þjóðgarðs eða í nágrenni hans. Einnig hef ég fyrirvara um stærð hálendisþjóðgarðs, hvernig verður farið með skipulagsvald sveitarfé- laga og málefni bænda og ferðaþjón- ustu,“ segir Njáll. Sterk andstaða við þjóðgarðsmál  Umdeilt frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð  Traðkað er á sjónarmiðum fólks í sveitunum, að mati Sigurðar Inga  Ekki er horft á stóru myndina, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks Njáll Trausti Friðbertsson Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.