Morgunblaðið - 14.12.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mamma, pabbi, börn og bíll hef-
ur gjarnan verið sagt, því sú var
tíðin að einkabíllinn var tákn-
mynd þess frelsis sem kjarna-
fjölskyldan vildi og kaus sér. En
nú eru tímarnir breyttir. „Já,
best væri ef aukin umhverfisvit-
und hjá fólki í dag næði betur til
dags daglegra venja í sam-
göngum, þannig að fólk væri
meðvitaðra um hverja ferð, hug-
leiddi hvort strætó, hjól eða
ganga geti verið valkostur í
hvert sinn,“ segir Ólöf Kristjáns-
dóttir samgönguverkfræðingur.
Reiknað er með að árið
2040 verði íbúar á höfuðborg-
arsvæðinu orðnir liðlega 280
þúsund, borið saman við 212
þúsund í dag. Um ferðamáta á
höfuðborgarsvæðinu og í þétt-
býlum svæðum í helstu sam-
anburðarlöndum Íslendinga er
almennt litið svo á að göturnar
beri ekki að íbúum og bílum
fjölgi í sama taki. Því þurfi fjöl-
breyttari ferðamáta en útreikn-
ingar og margvíslegur und-
irbúningur í því sambandi er
starf Ólafar hjá verkfræðistof-
unni Mannviti.
Vindur í hárið
og vellíðan á göngu
„Margt ungt fólk í dag hef-
ur aðrar væntingar í samgöngu-
málum og ég held líka að sam-
gönguverkfræðingar í dag hugsi
hlutina í víðara samhengi, því
samgöngur eru stórt umhverf-
ismál og heilbrigðismál og hafa
áhrif á gæði borga og hvernig
okkur líður í því umhverfi. Með
góðu samspili samgangna og
skipulags má draga úr ferða-
þörf, til dæmis með þéttri og
blandaðri byggð með mikilli
nærþjónustu. Samgöngulausnir
þurfa alltaf að miðast við um-
hverfi og aðstæður. Það er erfitt
að þjónusta dreifbýl úthverfi vel
með almenningssamgöngum rétt
eins og mikil bílaumferð á þétt-
býlum svæðum getur haft slæm
áhrif hvað varðar öryggi, meng-
un og plássþörf bílastæða og
gatna. Sú þörf eykur göngu-
vegalengdir svo úr uerður víta-
hring,“ segir Ólöf og áfram:
„Með síaukinni umferð í
borgum er einkabíllinn ekki svo
meðfærilegur á háannatíma. Þá
geta aðrir samgöngumátar jafn-
vel veitt meira frelsi. Við getum
tekið strætisvagn þegar hentar
og ef ferðir verða á sjö mínútna
fresti, eins Borgarlínan á að
vera, þurfum við hvorki að líta á
klukku né tímatöflu. Við getum
lagt hjólinu hvar sem er og
fengið vindinn í hárið og göngu-
ferðir veita vellíðan.“
Almenningur er tilbúinn
Loftslagsbreytingar og
sterkari umhverfisvitund ráða,
að mati Ólafar, miklu um að al-
menningur er tilbúnari til breyt-
inga í samgönguvenjum sínum.
Margir hafa búið erlendis og á
undanhaldi sé sú hugmynd að
aðstæður á Íslandi þýði að fara
verði allra ferða á bíl. Áhugi á
líkamsrækt og útivist hafi áhrif
á ferðavenjur. Aðstæður í kófinu
hafi líka kennt okkur mikilvægi
öflugrar nærþjónustu og góðra
hjóla- og göngustíga.
„Við skipulag nýrra íbúða-
hverfi er hægt að huga að sjálf-
bærni í öllum þáttum. Raunar
hafa það verið mín helstu verk-
efni undanfarið að meta sjálf-
bærni skipulags út frá til þess
gerðu vottunarkerfi,“ segir Ólöf.
Tiltekur að Urriðaholt og Vífils-
staðaland í Garðabæ, Blikastaða-
land í Mosfellsbæ og Orku-
húsreiturinn í Reykjavík fari nú
í gegnum slíkt mat. „Ég fer yfir
skipulagsgögn út frá umhverf-
ismálum og til dæmis því hvort
skipulagið stuðli að vistvænum
og öruggum samgöngum.“
Gjár í gegnum
í íþróttasvæði
Nýlega kom fram tillaga á
Alþingi að lækka hámarkshraða
bíla í þéttbýli og það sjónarmið
segir Ólöf að sé allrar athygli
vert. Hætta á alvarlegum slysum
aukist í veldivexti með hærri há-
markshraða. Því sé mikilvægt að
fara yfir hraðatakmörk og önn-
ur atriði í öryggisátt.
„Víða mynda götur gjár í
gegnum hverfi sem eru eitt
íþróttasvæði barna, samanber
Hringbrautin í Vesturbænum og
Miklabraut í Hlíðunum. Tryggja
þarf öryggi óvarinna vegfarenda
og að börn geti farið um hverfið
sitt á eigin spýtur, gangandi og
hjólandi. Samgöngur og lýð-
heilsa haldast í hendur. Að búa í
hverfi þar sem stutt er að fara
gangandi eða hjólandi í skólann,
sundlaugina, hverfisbúðina eða á
útivistarsvæði eru eftirsóknar-
verð lífsgæði. Innviði sem þessa
er nú verið að efla og styrkja og
er mjög gott mál.“
Einkabíllinn er ekki góður kostur á háannatíma í borgarumferðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verkfræðingur Einkabíllinn ekki meðfærilegur á háannatíma í borgarumferð, segir Ólöf Kristjánsdóttir.
Umhverfisvitund í samgönguvenjum
Ólöf Kristjánsdóttir fæddist
1980 í Reykjavík og er uppalin í
Laugardalshverfinu í Reykjavík
að mestu leyti, en einnig á
Hvammstanga. Hún er sam-
gönguverkfræðingur að mennt,
með B.sc. í byggingarverkfræði
frá Háskóla Íslands og lauk
M.Sc. í samgönguverkfræði ár-
ið 2006 frá University of Wash-
ington í Seattle í Bandaríkj-
unum.
Ólöf hefur starfað hjá Mann-
viti verkfræðistofu og forvera
hennar, Hönnun, frá 2003. Hún
er fagstjóri samgöngufaghóps
hjá Mannviti og situr í stjórn
fyrirtækisins.
Hver er hún?
Umferð Bílalest á leið til vesturs á Miklubraut. Þörf er á breytingum.
„Að finna veraldarsöguna svona
óvænt inni á sínu heimili er
skemmtileg upplifun,“ segir Mi-
roslawa Helga Þorleifsson á Fá-
skrúðsfirði. Að undanförnu hefur
hún föndrað við að gera upp
gamla kommóðu sem talin er
meira en 100 ára gömul, og í því
starfi gerðist merkilegt atvik.
Kommóðan var upphaflega í
eigu hjónanna Helgu Sigurðar-
dóttur og Sigurðar Jónssonar
múrameistara í Reykjavík, sem
látin eru fyrir margt löngu. Þau
Helga og Sigurður arfleiddu Há-
skóla Íslands að öllum sínum eign-
um. Seinna bauðst tengdafor-
eldrum Miroslöwu, séra Þorleifi
Kjartani Kristmundssyni sóknar-
presti á Kolfreyjustað við Fá-
skrúðsfjörð og konu hans Þórhildi
Gísladóttur, munir úr búinu, með
vísan til þess að Helga var föður-
systir Þórhildar. Með því barst
kommóðan austur á land og eftir
þeirra dag til Kristmundar, sonar
þeirra, og Miroslöwu.
„Kommóðuna er ég búin að
pússa með sandpappír á alla
kanta. Þetta gekk vel en mikið
varð ég hissa þegar ég fór að
skoða bakhliðina og tók frá speg-
ilinn sem þar var,“ segir Miro-
slawa. „Öll hliðin var þakin blaða-
úrklippum, þar sem mátti finna
myndir og frásagnir af Hitler,
Stalín og Mússólíni. Mest af þessu
eru úr fréttir úr Mogganum á ár-
unum fyrir seinni heimsstyrjöld,
löngu liðnum tíma en áhugaverð-
um. Nú þarf ég bara að finna út
hvernig best megi varðveita úr-
klippurnar. Þetta eru menningar-
verðmæti sem halda verður til
haga.“ sbs@mbl.is
Stríðssaga á bak-
hlið kommóðu
Óvæntur fundur á Fáskrúðsfirði
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fróðleikur Miroslawa Helga virðir
fyrir sér fróðleik fyrri tíma.
STOFNAÐ 1956
Ísafold 41
fundarstóll m. örmum
5.415 kr. m.vsk
Tilboðsverð
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
3
Fjöldi áklæða í boði