Morgunblaðið - 14.12.2020, Page 11

Morgunblaðið - 14.12.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sterkar athugasemdir eru gerðar við hugmyndir um landfyllingu í Ölf- usá við Selfoss sem upp á er brydd- að í tillögum til breytinga á aðal- skipulagi fyrir Sveitarfélagið Árborg 2020- 2036. Málið hverfist um að aka mold, grjóti og ýmsum tilfall- andi uppgreftri í vík norðan við Selfossflugvöll. Mikið fellur til af ýmsum jarðvegi á Selfossi, svo sem þegar grunnar eru teknir að húsum, og efninu þarf að koma frá með hagkvæmum hætti. Sjónir beinast því að árbakkanum og að með uppfyllingu þar sé tekið tillit til hugsanlegrar náttúruvár sem leiðir af hækkun sjávar og vatna. Í grennd við hugsanlegt upp- fyllingarsvæði er vaxandi byggð og íbúar þar nýta sér árbakkann mikið til útivistar. Hafa margir séð ýmsa meinbugi á þessum hugmyndum og Kjartan Björnsson, rakari og bæj- arfulltrúi í Árborg, skrifaði á dög- unum grein í héraðsblað um málið. Fallegur staður og fjölskrúðugt fuglalíf „Þessi náttúrulega sandvík sem er rétt sunnan og vestan við götuna Starmóa er fallegur staður og þarna er fjölskrúðugt fuglalíf á sumrin. Margir sem búa á þessum slóðum hafa talað við mig sem bæjarfulltrúa að undanförnu og lýst andstöðu sinni við þessa hugmynd. Ég á því ekki von á öðru en að þeim sjón- armiðum verði mætt, að minnsta kosti þarf sterk rök fyrir uppfyll- ingu á þessum slóðum verði sú leið valin. Breytt aðalskipulag verður þó sennilega ekki afgreitt í bæjarstjórn fyrr en á vordögum. Því er góður tími til þess að melta þetta og gera breytingar í rétta átt,“ sagði Kjart- an Björnsson í samtali við Morg- unblaðið í gærdag. Heimsmarkmið og umhverfisvernd Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun eru meðal þess sem haft er til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulagsins í Ár- borg, að því fram kemur í kynningu. Framfaravogin – vísitala félagslegra framfara sem sveitarfélagið vinnur eftir – er einnig höfð sem leiðarljós. Samkvæmt því er þess gætt að við allar framkvæmdir á vegum Árborg- ar sé röskun á náttúru og lífríki haldið í lágmarki. Vernd umhverfis og náttúru er í hávegum höfð með heilnæmu og aðlaðandi umhverfi. Að því sögðu á skipulag byggðar og um- hverfis að stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins og skapa skilyrði til að menn og náttúra búi saman árekstralaust. Sömuleiðis á að við- halda náttúrlegri fjölbreytni lífríkis og rannsóknir á lífríki eiga að renna stoðum undir verndun þess. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Horft yfir Selfossbæ og Ölfusá til suðvesturs. Hugmyndir eru um það við endurskoðun aðalskipulags Árborg- ar að fylla að einhverju leyti upp í árbakkann í víkinni sem gengur inn í landið til suðurs, til vinstri að sjá á myndinni. Er mótfallinn upp- fyllingu í Ölfusánni  Endurskoða aðalskipulag í Árborg  Bæjarfulltrúi efins Kjartan Björnsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kerfin okkar í barnaverndar- málum geta sannarlega verið skil- virkari,“ segir Arndís Soffía Sigurð- ardóttir sýslumaður í Vestmannaeyjum. „Við höfum verið að leita leiða inn- an núgildandi lagaramma til að ná sem allra fyrst til barna sem hafa búið við ofbeldi. Fyrir- stöðurnar eru helstar óvissa um reglur í persónu- vernd. Einnig þær skorður sem eru settar um miðlun upplýsinga á milli stofnana og skortur á fræðslu til starfsfólks um ólík hlutaverk stofnana.“ Efla og þróa samvinnu milli stofnana Vinna við tilraunaverkefni sem Sýslumanninum í Vestmannaeyjum var falið að stýra er í fullum gangi. Starfið felst í því að efla og þróa samvinnu stofnana þegar kemur að vinnu er varðar velferð og hag barna. Á þetta við um snemmtæka íhlutun í líf barna sem hafa búið við ofbeldi á heimili. Sýslumaður leiðir þetta starf en að því koma einnig lögregla, félagsþjónusta og barna- vernd í Vestmannaeyjum og hlaut verkefnið styrk frá félags- og barnamálaráðuneyti svo og dóms- málaráðuneyti. „Hér í Eyjum eru allar stofn- anir sem að þessum málum vinna í nábýli og samvinnan almennt er góð. Slíkt gefur okkur tækifæri til að þróa vinnubrögð sem gætu nýst á landsvísu,“ segir Arndís Soffía. ,,Framundan eru fundir með öllum skólastigum, heilsugæslu og at- vinnulífi hér í Eyjum um hvernig við getum innleitt fumlaus viðbrögð við því þegar upp kemur grunur um ofbeldi á heimili.“ Vinna við að breyta verklagsreglum Vinnan í þessu verkefni hefur að mestu falist í litlum hópi fulltrúa þessara stofnana, sem kallaði ýmsa fagaðila á sviði barnaverndarmála saman á málstofu í september síð- astliðnum. Upp úr stóð þar, að sögn sýslumanns, eins og fyrr greinir, hve vernd persónuupplýsinga er af- gerandi um að starfsfólk ólíkra stjórnvalda telur sig ekki geta sinnt hlutverki sínu svo best sé. ,,Við höfum meðal annars leit- að til Persónuverndar, Barnavernd- arstofu og Kvennaathvarfsins í vinnu okkar að þessu tilraunaverk- efni. Núna er vinnsla við nýjar verklagsreglur í fullum gangi, með- al annars í samráði við Barna- verndarstofu auk innleiðingar ann- arra þátta sem stuðlað geta að snemmtækri íhlutun. Við vonumst til að okkar vinna geti nýst öðrum stofnunum til að bæta sína þjón- ustu,“ segir Arndís Soffía Sigurð- ardóttir. Skorður eru settar um miðlun á upplýsingum  Tilraunaverkefni í barnavernd í Eyjum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjar Samvinna stofnana um breyt- ingar í mikilvægum málum. Arndís Soffía Sigurðardóttir Samþykkt var að gera ráð fyrir 38,4 milljóna króna halla á rekstri bæj- arsjóðs Norðurþings á næsta ári á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Norðurþing nær yfir Húsavík, Öx- arfjörð, Kópasker, Raufarhöfn og nærliggjandi svæði. Hjúkrunarheimili og höfnin Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi á árinu 2021 verður veltufé frá rekstri A- og B-hluta sveitarsjóðs um 593 milljónir og fjárfest verður fyrir 425,5 millj.kr. Þar ber helst að nefna framlag til byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík, gatna- framkvæmdir á Kópaskeri, end- urnýjun lagna hjá Orkuveitu Húsa- víkur og framkvæmdir við Húsavíkurhöfn. Heildarvelta sveitarfélagsins á næsta ári er áætluð rúmir fimm milljarðar kr. Af því skilar útsvarið um 2,1 milljarði kr. og úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga fást liðlegar 700 milljónir. Laun verða lang- stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Norðurþings á næsta ári, eða rétt um 2,7 milljarðar króna. Íbúar í Norðurþingi eru nú 3.043 og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 10 á ári komanda sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Húsavík Horft yfir hafnarsvæðið að skýjum huldum Kinnarfjöllunum. Velta Norðurþings 5 milljarðar króna  Áætla halla á rekstri sveitarsjóðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.