Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
14. desember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.65
Sterlingspund 167.8
Kanadadalur 99.96
Dönsk króna 20.798
Norsk króna 14.472
Sænsk króna 15.093
Svissn. franki 143.53
Japanskt jen 1.2259
SDR 183.07
Evra 154.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.5615
Hrávöruverð
Gull 1833.65 ($/únsa)
Ál 2031.0 ($/tonn) LME
Hráolía 50.45 ($/fatið) Brent
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ný íslensk vefverslun var opnuð á dögunum
og væri svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að verslunin selur
vindla. Elías Blöndal Guðjónsson er athafna-
maðurinn á bak við síðuna Vindill.is og hefur
hann aldeilis fengið að hafa fyrir því að opna
sérverslun með tóbak á netinu.
Elías er mikill stangveiðimaður og kviknaði
hugmyndin að rekstrinum þegar hann hugðist
kaupa sér vindla fyrir veiðiferð. Uppgötvaði
Elías að ekki var hægt að panta vindla hjá ís-
lenskum seljendum yfir netið. „Það besta sem
ég fann voru erlendar vindlabúðir en vindl-
arnir sem ég pantaði mér þaðan bárust ekki
til landsins fyrr en eftir veiðiferðina,“ segir
hann en einstaklingum er heimilt, upp að
vissu marki, að flytja inn tóbak til eigin nota.
Liðu um þrír mánuðir frá því hugmyndin
kviknaði og þar til Vindill.is fór í loftið. Kom
sér vel að Elías er lögfræðingur að mennt því
megnið af undirbúningnum fór í að rýna í lög
og reglugerðir og eiga í misauðveldum sam-
skiptum við opinbera starfsmenn. Hann segir
að lítill vandi hafi verið að koma á sambandi
við framleiðendur sem voru flestir mjög
áhugasamir um að nema land á nýju mark-
aðssvæði, og það þrátt fyrir að íslenski
vindlamarkaðurinn sé einhver sá minnsti í
Evrópu. „Í þessu verkefni hef ég varið lang-
mestum tíma í samskipti við ríkið og í glím-
una við þessa stofnun sem Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins er. Þar reiknast mér til að
hafa þurft að eiga við níu starfsmenn í fjórum
deildum til þess eins að geta flutt inn um það
bil 50 öskjur af vindlum.“
Þvinguð viðskipti við ÁTVR
Er óhætt að segja að reglurnar um inn-
flutning og sölu á vindlum virðast komnar til
ára sinna. Fyrsta hindrunin sem þurfti að
yfirstíga var hvernig túlka skyldi lögin sem
gefa ÁTVR einklaeyfi á heildsölu tóbaks.
„Vindill.is er ekki heildsölufyrirtæki heldur
innflytjandi og smásali og fellur starfsemin
þannig ekki undir einkaleyfi ÁTVR. Ef ég,
hins vegar, myndi t.d. vilja selja vindlana
áfram til Fríhafnarinnar kallaði það á frekari
flækjur.“
Næsta hindrun sneri að því að vindlarnir
sem Elías flytur inn þurfa engu að síður að
hafa viðkomu í vöruhúsi ÁTVR. „Ég sé alfar-
ið um það sjálfur að koma á tengslum við
framleiðendur, senda þeim pantanir og flytja
vöruna inn, en þegar vindlarnir eru komnir á
frísvæði hér á landi neyðir ÁTVR mig til að
selja þeim hvern einasta vindil á verði sem ég
fæ að ákveða. Því næst sækir ÁTVR vindl-
ana, fer með þá í eigin geymslu og selur mér
svo til baka með 18% álagi,“ útskýrir Elías.
„ÁTVR hefur sumsé ekki gert neitt nema
sækja vöruna og afhenda hana til baka og
tekur fyrir það þessa ríflegu álagningu.“
Hefur Elías gert þann fyrirvara á viðskipt-
unum við ÁTVR að hann áskilji fyrirtæki sínu
rétt til að láta reyna á þetta fyrirkomulag
fyrir dómstólum. Hefur hann falið lögmanni
sínum að undirbúa málsókn enda ekki annað
að sjá en að um þvinguð viðskipti sé að ræða.
„Kerfið er að mínu mati úrelt og sennilega
ólöglegt, og reglurnar ekki ósvipaðar því og
ef Matvælastofnun væri t.d. falið einkaleyfi á
heildsölu á allri matvöru bara til þess eins að
athuga hvort merkingarnar á hverri krukku
væru í lagi – og taka fyrir það ríflega þóknun
í sinn hlut.“
Hið opinbera tekur annan hvern
vindil og aðra hverja vinnustund
Þá bætast við ýmis gjöld og skattar. Þurfti
Elías að fá leyfi til smásölu á tóbaki hjá
Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið er skráð.
„Borgin hugðist í fyrstu ekki veita mér þetta
leyfi vegna þess að um netverslun er að ræða
og sveitarfélagið taldi netið ekki í sínu um-
dæmi. Þurfti að benda þeim á fordæmi sem
var skapað þegar Fríhöfninni var veitt sam-
bærilegt leyfi,“ útskýrir Elías en gjaldið fyrir
smásöluleyfið er 23.700 kr. og þarf svo að
greiða 35.000 kr. í árlegt eftirlitsgjald. Einnig
þurfti innflutningsleyfi frá Tollstjóra sem var
auðfengið og fljótafgreitt.
Virðisaukaskattur er lagður á vindlana við
komuna til landsins og að auki tóbaksgjald
sem nemur 28,7 kr. á hvert gramm af tóbaki.
Álag ÁTVR bætist þar ofan á, og virðis-
aukaskattur rukkaður öðru sinni við endursöl-
una til Vindils.is. Innskattinn fær Vindill.is
endurgreiddan í samræmi við reglur um virð-
isaukaskatt en þó ekki fyrr en eftir dúk og
disk: „Það þarf að staðgreiða þessi gjöld en
endurgreiðslurnar berast ekki fyrr en að
mörgum mánuðum liðnum. Til að gera illt
verra þá ákveður ÁTVR upp á sitt eindæmi
að vera í reikningsviðskiptum við mig og
borgar ekki fyrir vindlana fyrr en fimmtánda
dag mánaðarins eftir að þau hafa tekið við
vörunni. Ég þarf aftur á móti að staðgreiða
þegar ég kaupi vindlana til baka frá ÁTVR.
Þetta eru viðskiptahættir sem hið opinbera
hefur ákveðið að stunda alveg óumbeðið.“
Þegar upp er staðið reiknast Elíasi til, eins
og fyrr var getið, að ríflega helmingur af
vinnutíma hans hafi farið í samskipti við op-
inberar stofnanir en til viðbótar við það tekur
hið opinbera til sín ríflega helminginn af út-
söluverði hvers vindils í formi gjalda og
álagningar.
Elías er, sem betur fer, búinn að fjármagna
reksturinn vel og hefur því það fjárhagslega
úthald sem þarf til að koma vindlaversluninni
vel af stað. Hann má ekki auglýsa vöruna en
segir að opnun vefverslunarinnar hafi spurst
hratt út og pantanirnar teknar að streyma
inn. Sýnist Elíasi að íslenski vindlamarkaður-
inn fari nokkuð ört stækkandi. „Vindlar virð-
ast vera að sækja á. Rétt eins og fólki þykir
gaman að gera sér dagamun endrum og sinn-
um með góðu viskíi eða handverksbjór þá er
áhuginn mikill á alvöru hágæðavindlum til að
njóta í veiðiferðinni, á golfvellinum eða til að
slaka á í vikulok. Með því að bæta aðgengi
fólks að vindlum og með því að auka fram-
boðið á salan vafalítið eftir að aukast.“
Ekki heiglum hent að selja vindla
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirhöfn Elías hefur þurft að eyða miklum tíma í að fást við hinar ýmsu hindranir hins
opinbera. Vindlarnir eru núna komnir á sinn stað og Vindill.is hefur fengið ágætis viðtökur.
Óþarfa flækjur og undarlegt gjaldaumhverfi torvelduðu opnun nýrrar vefverslunar með vindla
Eigandinn vill höfða mál vegna meintra þvingaðra viðskipta við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
Bandaríska samsteypan Authentic
Brands Group freistar þess nú að taka
yfir bresku verslunarveldin Deben-
hams og Arcadia Group sem á og rek-
ur Topshop og fleiri tískuverslanir.
Telegraph greindi frá þessu á laugar-
dag og hefur eftir ónafngreindum
heimildarmönnum í breska fjármála-
geiranum.
Authentic Brands var stofnað árið
2010 og á meðal annars réttinn á nafni
og ásjónu tónlistar- og íþróttastjarna
og íþróttatímaritið Sports Illustrated.
Í sumar keypti félagið Brooks Broth-
ers sem er með rótgrónari merkjum á
bandrískum herrafatamarkaði, sem og
Simon Property Group sem er stærsta
verslanamiðstöðvafélag Bandaríkj-
anna. Fyrir rösku ári eignaðist Auth-
entic Brands lúxusvöruverslunina
sögufrægu Barneys New York.
Bæði Debenhams og Arcadia hafa
átt í miklum rekstrarvandræðum und-
anfarin misseri og sóttu nýlega um
greiðslustöðvun. Authentic Brands
hefur aftur á móti tekist að fjármagna
sig vel á þessu ári og keypt fjölda fyr-
irtækja sem lent hafa í vanda vegna
kórónuveirufaraldursins.
ai@mbl.is
AFP
Rautt Debenhams hefur átt erfitt
uppdráttar í veirufaraldrinum.
Bandaríkjamenn
vilja kaupa Deben-
hams og Topshop