Morgunblaðið - 14.12.2020, Page 15

Morgunblaðið - 14.12.2020, Page 15
Vestfi rðir Breiðfjörður Dynjandi Flatey Hornstrandir Hrísey, Reykhólahreppi Vatnsfjörður Norðurland vestra Guðlaugs- og Álfgeirstungur Hrútey Hveravellir á Kili Kattarauga Miklavatn Spákonufellshöfði Norðurland eystra Böggvisstaðafjall Dettifoss Dimmuborgir Fólkv. Glerárdal Svarfaðar dalur, friðland Goðafoss Hraun Hverastrýtur Hverfjall Krossanesborgir Mývatn og Laxá Seljahjallagil Skútustaðagígar Vatnajökulsþjóðg. Vestmannsvatn Vesturland Andakíll Bárðarlaug Blautós Breiðafjörður Búðahraun Einkunnir Eldborg Geitland Grábrókargígar Grunnafjörður Hraunfossar Húsafellsskógur Kalmanshellir Melrakkaey Steðji Stapi og Hellnar Vatnshorns- skógur Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Austurland Álfaborg Blábjörg Díma Fólkv. Neskaupstað Háalda Hálsar Helgustaðanáma Hólmanes Ingólfshöfði Kringilsárrani Lónsöræfi Ósland Salthöfði Skrúður Teigarhorn Vatnajökuls- þjóðgarður Suðvesturland Akurey Álafoss Ástjörn Ásfjall Bakkatjörn Bláfjöll Borgir Bringur Búrfell Eldborg Eldey Kasthúsatjörn Fossvogsbakkar Garðahraun Gálgahraun Grótta Hamarinn Háubakkar Hleinar Hlið Hvaleyrarlón Kaldárhraun Laugarás Litluborgir Rauðhólar Reykjanesfólkv. Skerjafjörður Stekkjahraun Tröllabörn Tungufoss Valhúsahæð Varmárósar Vífi lsstaðavatn Víghólar Suðurland Álftaversgígar Árnahellir Dverghamrar Dyrhóley Friðland Fjallabaki Geysissvæðið Gullfoss Herdísarvík Ingólfshöfði Jörundur Lambahrauni Kerlingarfjöll Kirkjugólf Oddafl óð Pollengi/Tunguey Skógafoss Surtsey Þjórsárdalur Vatnajökulsþjóðg. Viðey Þingvellir Þjórsárver By gg t á u pp lý si ng um a f v ef U m hv er fi s st of nu na r Náttúruvernd er samofin þjóðarsálinni. Hún á sér uppsprettu og talsmenn í öllu lit- rófi stjórnmálanna. Sama má segja um loftslagsmálin. Stærsta framlag okk- ar til þeirra er orku- framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum. Atvinnu- vegir komandi kynslóða munu byggja á þeim möguleikum sem felast í nýtingu orkunnar í land- inu; til að skapa hér fjölbreytt störf í nýjum greinum. Vetn- isframleiðsla og hátæknigeiri framtíðarinnar mun krefjast hreinu orkunnar okkar. Íslend- ingar mega því ekki loka á aðgang að auðlindum framtíðarinnar með ótímabærri löggjöf. Ætlum við að uppfylla Parísarsamkomulagið? Frumvarp um hálendisþjóðgarð nær yfir um 30% af flatarmáli lands- ins. Þessir 33.000 ferkílómetrar þjóðgarðs að viðbættum jaðar- svæðum munu hafa áhrif á virkj- unarkosti en stærsti hluti raforku- framleiðslu landsins (tæplega 70%) er upprunninn innan marka fyrir- hugaðs þjóðgarðs og þar liggur einnig stór hluti ónýttra endurnýj- anlegra orkuauðlinda landsins. Stærð virkjunarkosta innan marka þjóðgarðsins nemur samtals 2.200 MW eða 79% af uppsettu raf- orkuafli á Íslandi. Hluta þeirrar orku, eða um 300 MW, þarf að nýta til að Íslendingar uppfylli Par- ísarsamkomulagið um loftslagsmál sem Íslendingar eru aðilar að.  300 MW þarf til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreinan inn- lendan orkugjafa í samgöngum til að uppfylla Parísarsamkomulagið  600 MW þarf til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir bílaflotann fyrir 2030  1.200 MW þarf fyrir full orku- skipti bíla, skipa og flugvéla innan- lands fyrir 2030 Hvaða áhrif mun stofnun þjóðgarðs hafa? Hugmyndin er að fyrirhugaður hálend- isþjóðgarður verði flokkaður í vernd- arflokkun samkvæmt IUCN-verndarflokk- unarkerfinu. Það kerfi útilokar hefðbundna orkuframleiðslu og tengingu nýrra virkj- ana með loftlínum. Einnig mun það útiloka styrkingu og endurnýjun á flutningskerfi raf- orku til framtíðar, innan hálend- isþjóðgarðsins og áhrifasvæða hans. Þessar áætlanir munu loka á tæki- færi framtíðarinnar. Sveitarstjórnir og bændur hafa hingað til séð um að vernda og græða miðhálendið. Í stjórn hálend- isþjóðgarðs, sem ráðherra skipar, munu sitja 11 fulltrúar. Í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að ráðherra skipi níu fulltrúa í umdæmisráð sem fara með málefni rekstrarsvæða há- lendisþjóðgarðsins. Rekstrarsvæðin verða 6 talsins. Þetta verða því 54 fulltrúar, auk 11 manna stjórnar. Það er fátt eðlilegt við það að 14 fulltrúar umhverfis- og útivistar- samtaka á höfuðborgarsvæðinu beri þessa ábyrgð enda ekki til þess kjörnir af fólkinu á svæðunum í beinum lýðræðislegum kosningum. Það er kannski tímanna tákn að umboðslaust fólk af malbikinu setji bændum og íbúum dreifbýlisins reglur um þeirra nánasta umhverfi. Fólkið sem hefur byggt afkomu sína á gæðum hálendisins og skapað þar tækifæri til atvinnulífs í ferða- þjónustu á betra skilið. Í frumvarpinu hefur verið fellt brott ákvæði um að sveitarstjórnir verði bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins sem er meginstjórntæki þjóðgarðsins. Í stjórnunar- og verndaráætlun verð- ur hins vegar að finna almenn skil- yrði um atvinnustarfsemi innan þjóðgarðsins sem mun hafa áhrif á gerð atvinnustefnu og leyfisveit- ingar fyrir atvinnutengda starfsemi. Þannig þurfa allar ákvarðanir og at- hafnir innan þjóðgarðs að samræm- ast stjórnunar- og verndaráætlun. Ráðherra hefur farið mikinn í að tala um að virkjanakostir verði á skilgreindum jaðarsvæðum og ekki hluti hins friðlýsta svæðis. Stjórn- unar- og verndaráætlun hálend- isþjóðgarðsins mun hins vegar einn- ig ná til jaðarsvæða þjóðgarðsins þar sem gera má ráð fyrir orkunýt- ingu. Sökum nálægðar við þjóðgarð- inn eru í frumvarpinu og í stjórn- unar- og verndaráætlun þjóðgarðsins settir tilteknir skil- málar um umgengni á þessum jað- arsvæðum. Alþjóðlegt mont? Það virðist vera markmiðið með frumvarpinu að koma á fót stærsta þjóðgarði í Evrópu og slá þar með ryki í augu Rússa, sem eru nú með einn stærsta þjóðgarðinn sem þek- ur nærri 11% af öllu landinu. Ég velti því hins vegar fyrir mér hverju þjóðgarðurinn muni raunverulega skila fyrir þjóðarbúið, sér í lagi þar sem atvinnutækifærin innan marka hans verða takmörkuð. Þjóðgarðar eru að mínu mati mikilvægir fyrir verndun náttúrunnar, þó ekki sé nauðsynlegt að taka 30% landsins undir slíka starfsemi. Á það hefur verið bent að skynsamlegra hefði verið að sameina þau landsvæði á miðhálendinu sem þegar hafa verið skilgreind sem sérstök verndar- og friðlýst svæði undir einn hatt há- lendisþjóðgarðs. Þjóðgarðarnir á Íslandi eru nú þrír. Í byrjun nóvember kynnti um- hverfisráðherra áform um stofnun fjórða þjóðgarðsins á sunnan- verðum Vestfjörðum. Þá eru frið- lýst svæði og svæði sem njóta sér- stakrar verndar í kringum 120 á landinu öllu (sjá töflu) og þeim fjölgar ört. Hugsunargangur og stjórnkerfi í frumvarpi um hálend- isþjóðgarð sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi gengur ekki upp. Það er hlutverk okkar að tryggja aðgengi framtíðarkynslóða að sjálf- bærum endurnýjanlegum orkugjöf- um, jafnt til heimilisþarfa og grænnar atvinnuuppbyggingar. Eftir Ásmund Friðriksson »Hálendisþjóðgarður mun ná yfir 30% af flatarmáli landsins og mun hann hafa áhrif á virkjanakosti til fram- tíðar og atvinnutæki- færi á svæðinu. Ásmundur Friðriksson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Á að loka framtíðina inni? 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Jólaleikur Blikið í augum barnanna var skært þar sem þau sátu við Þjóðleikhúsið á laugardag og fylgdust með þegar persónur Kardimommubæjar og fleiri til komu þangað með gleði og sprell. Íris Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.