Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 17

Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 17
10,1% fretta- bladid.is 14,2% Fréttablaðið 8,9% visir.is 9,9% ruv.is 5,0% RÚV 2,4% vb.is 4,3% DV 6,5% dv.is 38,8% 38,8% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til lesenda á hverjum degi. Ekki missa af því sem skiptir máli. Komdu í áskrift strax í dag Sím i 569 1100 m bl.is/a s kri ft Við skrifum fleiri fréttir Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020 19,2% Morgun- blaðið 19,6% mbl.is Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Almennt er viður- kennd sú grundvall- arregla að allir skulu jafnir fyrir lögum. Mismunun er al- mennt ekki liðin. Þegar metið er hvort mönnum sé mismunað af stjórn- völdum er gjarnan litið til þess hvort aðstæður þess sem telur á sér brotið séu sambæri- legar þeim sem hann miðar sig við. Til eru þau tilvik þar sem réttmætt er talið að mismunun geti staðist. En þá skal það réttlætt með afdrátt- arlausum hætti. Ástæða þessara skrifa er að leiða í ljós klárt dæmi um mismunun sem viðgengst í okkar samfélagi, mis- munun sem studd er með lögum frá Alþingi, sem undirritaður telur aug- ljóst stjórnarskrárbrot sem og brot á EES-reglum. Dæmi sem hér er tekið er af tveim- ur lífeyrisþegum sem báðir eru fé- lagar í lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Annar hefur 250.000 kr. í eftirlaun á mánuði og reiðir sig því á viðbótarframlag frá Almannatrygg- ingum, hinn með 595.789 og á því ekki aukinn rétt. Sá fyrri greiðir 190.198 af rétti sínum til ríkisins, hinn sem hærri hefur lífeyrinn 159.631 kr. Sá sem minna ber þarf að sæta því að greiða 37,5% af því sem honum ber samkvæmt lögum en sá sem hærri hefur lífeyrinn lætur af hendi 26,8 % af sínum löglega lífeyri. Munurinn hér liggur í því að sá sem hærri hefur launin fær allt sitt úr líf- eyrissjóðnum en hinn ekki. Alþingi leggur sjóðnum til fjármagn svo hann geti greitt sinn lífeyri. Alþingi leggur Tryggingastofnun til fé til þess að hún geti greitt sinn lífeyri en það framlag sætir öðrum þrengri skilyrðum en lífeyrissjóð- urinn sætir. Ítrek- að skal að bæði Tryggingastofnun og lífeyrissjóðurinn fá framlag frá Alþingi til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum. Vera má að rökin fyrir mismuninum séu þau að ef sá sem þarf að greiða stærri hluta launa sinna til hins opinbera og fær að njóta jafnréttis við þann sem meira fær og heldur eftir 74% af sínum lífeyri til jafns við hinn, þá muni almannatryggingakerfið fara á hliðina. Þau rök fá engan veginn staðist sé litið t.d. til fjármuna sem Al- þingi telur að rétt sé að verja til að- gerða vegna kórónuveirufaraldursins. Hér er Alþingi klárlega að mis- muna þegnum sínum. Slæmt að hér skuli ekki vera stjórnlagadóm- stóll, þá myndi svona mismunun ekki viðgangast. Loks skal þess getið að öll siðuð samfélög taka mið af grundvall- arreglu við ákvörðun um skattlagningu þegna sinna, þeirri að hver eigi að greiða í sam- ræmi við getu sína. Eftir Bjarna Pétur Magnússon Bjarni Pétur Magnússon » Alþingi mis- munar líf- eyrisþegum. Já, nokkuð áleitin spurning en ekki svo fráleit. Hugsið ykkur að allur heimurinn, til- vera okkar og svo að auki allur himingeim- urinn varð til án þess að nokkur viti með vissu hvernig. Stjarn- fræðingar hafa séð viðburði á stjörnu- himninum, atburði sem gerðust fyrir milljónum ljósára. Eðlisfræði, efnafræði og efnisleg sambönd eru það sem myndar til- veru okkar. Fyrir mér er það orkan sem kemur frá sólinni sem er máttur þess að þessir framansögðu hlutir vinna saman, fyrir mér er í raun sól- in Guð, rétt eins og að minnsta kosti flest trúfélög tala um ljósið, að þá er hið sanna ljós þessi fallega gula sem kveikir allt líf á jörðu og yljar okkur á köldum degi. Trúarbrögð eru með ólíkan vett- vang, ólíkar siðvenjur en þó í grunn- inn snúa að því sama, að lofa sköp- unarmáttinn. Jesús Kristur og lærisveinar hans boðuðu fagnaðar- erindi um frið á jörð en ekki að menn skyldu rífast um hvor trúar- brögðin væru betri eða réttari og hafa síðan háð styrjaldir um það mál svo öldum skiptir. Að mínu áliti er um sömu grund- vallaratriði að ræða en iðkuð á mis- munandi hátt. Daglega mætum við Guði, daglega stöndum við frammi fyrir verkefnum sem við þurfum að leysa, miskunnsemin sem Kristur boðaði er mikilvægasta boðorðið af þeim öllum, siðfræði og heiðarleiki er grunnurinn að heilsusamlegu samfélagi! Að trúa er öllum mikil- vægt og hvernig við trúum og iðk- um, er undir hverjum og einum komið hvernig það er gert. Engin ein leið er betri en önnur og allur sköpunarkraftur er huglægur, sem skilar sér í handverkum eða hug- verkum, hvort um er að ræða sæta snúða eða ljóð á blaði eða þaðan af meiri verk. Loftslag hefur verið mikið í um- ræðunni, hlýnun jarðar, ísaldir og allt þar á milli. Mín skoðun er að vissulega þarf víða að gæta meira hófs við notkun brennanlegra orku- gjafa en það á mest við um um- hverfi þar sem lít- il og léleg loft- skipti eru, svo sem í stórborgum með mikið af há- hýsum og bar- áttan er um súr- efni. Mannkynið hefur notað brennanlega orkugjafa svo langt aftur í tímann sem menn muna eða muna ekki. Náttúran sér um að vinna úr þeim lofttegundum sem þar myndast og umbreyta þeim í súrefni og til þess þarf að vera hags- æll gróður sem vinnur úr því. Hlýnun jarðar ræðst af stöðu sólar og virkni hennar, fjarlægð milli sólar og jarðar er mismunandi og breytist á löngum tíma, það geta stjarnfræðingar stað- fest, því eru hita- og kuldaskeið á jörðinni, því þaðan kemur sköp- unarkrafturinn sem öllu ræður, því hvað svo sem mannskeppnan gerir, þá breytir það ekki heildarmynd- inni. Mengun og mengun er ekki það sama, útblástur er líklega það sem við þurfum minnstar áhyggjur að hafa af en plast í umhverfinu eru margfalt meiri ógn við mannkynið og allt dýraríkið. Síðar eigum við eftir að horfast í augu við allar úr sér gengnar rafhlöður frá öllum raf- væddum ökutækjunum því þær end- ast ekki að eilífu, svo menn skyldu ganga hægt þar um gleðinnar dyr. Tillitssemi, samhygð og kærleikur er það sem mun koma okkur áfram í þolanlegra líf, framtíðin er ókomin og fortíðin er lið- in en það er það skeið sem við átt- um að læra af, en gerðum við það? Hefur þú hitt Guð? Eftir Jón Svavarsson Jón Svavarsson »Daglega mætum við Guði, daglega stönd- um við frammi fyrir verkefnum, miskunn- semi og heiðarleiki er grunnurinn að hollu samfélagi! Höfundur er rafeindavirkja- meistari/ ljósmyndari motiv@simnet.is (C) MOTIV, Jón Svavarsson Mismunun Höfundur er lífeyrisþegi og áhugamaður um jafnréttis- og þjóðfélagsmál. bjarnipmagn- usson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.