Morgunblaðið - 14.12.2020, Page 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
Seinni heimsstyrj-
öldin skók veröldina
svo um munaði. Spurt
var áleitinna spurn-
inga um mannlíf,
stjórnmál, menningu
og vísindi. Gerð var
krafa um jafnrétti
kynjanna. Vinda þyrfti
bráðan bug að því að
fjölga konum í vís-
indum.
Franski heimspek-
ingurinn Simone de Beauvoir (1908-
1986) virtist þó full efasemda um
skynsemi slíkrar kröfu: „Konur
skortir yfirsýn eins og sjá má, þegar
þær vísa á bug siðboðum og lög-
málum rökvísi – og lýsa vantrú á lög-
málum náttúrunnar. Heimurinn
virðist konunni ruglingslegt safn
einstakra atburða. Þess vegna tekur
hún meira mark á slúðri nágrannans
fremur en vísindalegri skýringu.“
Norðuramerísku fræðimennirnir
Daphne Patai (f. 1943) og Noetta
Koertge (f. 1935) benda á að þau ein-
kenni sem Simone lýsir séu reyndar
hæfileikar sem sóst er eftir í kven-
vísindum: „Þeir, sem stunda kven-
frelsunarrannsóknir, skulu sýna
hugmyndafræðilegri aðgerðaskrá
hollustu sína, fremur en sýna hæfni
til rannsókna og rökhyggju.“
Norðurameríski lögfræðingurinn
Catharine McKinnon (f. 1946) gagn-
rýndi vísindi karlanna, taldi karl-
menn fremja vísindi í anda kyneðlis
síns, þ.e. nauðgunareðlis og reð-
urhugsunar. Þeir iðkuðu nauðg-
unarvísindi. Þroski þeirra væri heft-
ur og eðli þeirra eitrað, sagði hún.
Catherine útfærir kenninguna um
heftan þroska og eitraða karl-
mennsku nánar með tilliti til vit-
þroska og vísinda: „Skortur á sjón-
arhorni (aperspectivity) er
afhjúpaður sem drottnunarkænska
af hálfu karlforustunnar. … Óhlut-
drægni er hin þekkingarfræðilega
afstaða karlanna, sem samræmist
þeirri veröld er þeir skapa. … Huga
karlmannsins teljum við í reðurlíki .
… Það er að renna upp fyrir kven-
frelsurum að vita hafi merkt að
serða. “ Og karlar serða veröldina
svo sannarlega.
Elizabeth Fee (1946-2018) heldur
sig við svipað heygarðshorn. Hún
segir í ritgerðinni „Eðli konunnar og
vísindaleg hlutlægni“ (Women’s
Nature and Scientific Objectivity) að
vísindaleg frjálslyndishugsun
grundvallist á „röðum kynfólsku-
legra tvígreininga (sexist dichoto-
mies)“. Hún ítrekar: „Við ætlum, að
eiginleikar vísinda séu eiginleikar
karla; … kaldir, hörkulegir, óper-
sónulegir, hlutlægir. … Ef við sam-
sinnum róttækum kvenfrelsurum
verður að umhverfa vísindunum. …
stofna til nýrra tengsla milli mann-
veru og eðlisheimsins …“
Í ritgerð sinni: „Áleiðis til að-
ferðafræði kvenfrelsunarrann-
sókna“ (Towards a Methodology for
Feminist Research) segir Renate
Klein (f. 1945): „Í stað þeirrar full-
yrðingar, að rannsóknir séu óháðar
gildum [og] hagsmunum – og séu
óhlutdrægar gagnvart viðfanginu,
þarf að koma meðvituð hlutdrægni.
… Óhlutdræg og íhugandi „þekking
rannsakandans“ verður að víkja fyr-
ir aðgerðum, hreyfingum og baráttu
fyrir frelsun kvenna.“
Barbara du Bois seg-
ir í ritgerðinni „Tilfinn-
ingaþrungin fræði-
mennska“ (Passionate
Scholarship): „Í hefð-
bundnum vísindum er
brugðist við samkvæmt
samhljóma skilningi á
veruleikanum. Gengið
er að slíkum skilningi
sem gefnum, raunveru-
legum, innan seilingar
hugans. Hver sem er
getur borið kennsl á
hann utan frá, hlutlægt og hlutlaust.
Kvenfrelsarar vísa á bug skilningi
feðraveldisins á veruleikanum.“
Simone hafði greinilega ekki áttað
sig á því, að vísindaleg nálgun karla
skyldi víkja fyrir yfirburðavísindum
kvenna. „Í nýjum vísindum tutt-
ugustu og fyrstu aldarinnar verður
kraftur andans allsráðandi á kostnað
hins efnislega. Eftirspurn eftir efn-
islegum hæfileikum mun réna, en
aukast eftir hæfileikum til hugar og
anda. Skynvit mun víkja fyrir yf-
irskilviti. Konan mun aftur sýna yf-
irburði á þessu sviði. Hún, sem einu
sinni var dáð og dýrkuð af hinum
fyrsta karli fyrir hæfileikann til að
rýna í hið óræða, mun aftur verða
þungamiðjan – ekki sem kynvera,
heldur sem gyðja. Í hinni nýju
menningu verður hún miðdepillinn.“
(Elizabeth Gould Davis (1910-1974))
Hin nýju gyðjuvísindi runnu sam-
an við kvenfrelsunarþekkingarfræð-
ina að sögn Florence Rosenfeld
Howe (f. 1929), sem var meðal frum-
kvöðla að stofnun kvenfrels-
unarfræða við æðri menntastofnanir
á Vesturlöndum. Í ritgerð sinni
„Kvenfrelsunarfræðimennska:
Framhald byltingarinnar“ (Feminist
Scholarship: The Extent of the Re-
volution) segir hún fullum fetum:
„Kvenfrelsun og kvennafræði … eru
samheiti fyrir mér.“ Í skýrslu henn-
ar til menntamálaráðuneytis Banda-
ríkja Norður-Ameríku ítrekar hún
að „nauðsyn beri til að kennarar séu
ekki einungis vel að sér á eigin
fræðavettvangi heldur einnig í kven-
frelsunarfræðum [kvenfrels-
unargreiningu]“.
Á grundvelli ofangreinds
blómstra kvenfrelsunarvísindin, t.d.
kvenfrelsunarjöklafræðin. Hér er
útdráttur greinar, sem birtist í rit-
rýndu vísindatímariti: „Með sam-
runa vísindarannsókna á sviði nýlen-
dukvenfrelsunar og
stjórnmálalegrar kvenfrelsunarvist-
fræði [skapast undirstaða] kven-
frelsunarjöklafræða, sem elur af sér
traustvekjandi greiningu á kynferði,
valdi og þekkingaröflun, í kvikum,
félagsvistfræðilegum kerfum. Þann-
ig leiðir [greiningin] til réttlátari og
jafnræðislegri vísinda og samskipta
íss og manna.“
Hin nýju vísindi
vífanna
Eftir Arnar
Sverrisson
Arnar
Sverrisson
»Franski heimspek-
ingurinn Simone de
Beauvoir lýsti vantrú
sinni á kvenlegri vísinda-
mennsku. En raun ber
vitni um að konur hafi
gert henni skömm til.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Stutta svarið er nei,
skerðingar á lífeyri
eru ekki eðlilegar.
Ríkisbáknið gerir
hluta af uppsöfnuðum
sparnaði fólks í lífeyr-
issjóðum upptækan.
Ef eldri borgari
freistar þess að stunda
vinnu, sér hann e.t.v.
aðeins 27-35 krónur af
hverjum hundrað sem
hann vinnur sér inn.
Ríkið hirðir afganginn í formi
skatts og skerðinga á mögulegum
lífeyri. Ekki hvetjandi, eða hvað?
Á sama tíma ræða sumir fulltrúar
ríkisins um það fjálglega að hækka
þurfi lífeyristökualdurinn. Með því
á að neyða eldra fólk til vinnu leng-
ur en það e.t.v. kýs sjálft. Ein af-
leiðing gæti orðið sú að með því að
þvinga eldra fólk til vinnu fram yfir
sjötugt opnist færri atvinnutæki-
færi fyrir þá sem eru að koma á
vinnumarkaðinn.
Tilgangurinn með því að ráðstafa
hluta af launum í söfnun lífeyr-
isréttinda í lífeyrissjóðum var m.a.
að gera öldruðum kleift að lifa eðli-
legu lífi sem lengst. Einnig að aldr-
aðir gætu tekið eðlilegan þátt í
menningarlífi og félagslífi á meðan
heilsa leyfir. En ríkið virðist stað-
ráðið í því að halda eldra fólki föstu
í fátæktarhelsi og með því þvinga
það til einfaldra lífshátta sem ein-
göngu snúast um að halda lífi með
nauðþurftum. Spurning hvort
gamla bændasamfélagið sé enn við
lýði á ríkisstjórnarbænum og að
þau ætli okkur þessum eldri að
híma í horninu hjá venslafólki eða
öðrum þangað til ein-
hver tekur eftir því að
viðkomandi hafi hrokk-
ið upp af?
Jólin eru á næsta
leiti og sjá margir
eldri borgarar fram á
að geta ekki tekið þátt
í gleðinni af fullum
krafti. Ellilífeyrir frá
Tryggingastofnun er
langt fyrir neðan
lægstu laun en er samt
skertur um allt að 45%
af uppsöfnuðum ævi-
sparnaði fólks í lífeyr-
issjóðum. Til stendur að frá og með
1. janúar 2021 hækki þessi smán-
arlega lági ellilífeyrir um 3,6% sem
er miklu lægra hlutfall en almenn
launaþróun hefur verið á árinu
2020. Launavísitalan hefur t.d.
hækkað um meira en 7% á yf-
irstandandi ári.
Ríkisstjórnin kynnti fyrir nokkr-
um dögum hverja hún ætlar að
verðlauna með „desemberupp-
bótum“ fyrir jólin. Öryrkjar, at-
vinnuleitendur og hælisleitendur fá
allir svolitla jólagjöf frá ríkisstjórn-
inni og við samgleðjumst þeim sem
njóta. Ekki var minnst á eldri borg-
ara. Þögnin á þingi um lífeyri og
skerðingar sem eldri borgarar sæta
er ærandi.
TR verkfæri ríkisins til að
skammta úr hnefa
Sumir yppta öxlum og segja að
það sé ekkert við þessu að gera.
Reglur Tryggingastofnunar séu
bara svona. En það er ekki stofn-
unin sem setur reglurnar? Það ger-
ir Alþingi, ráðherrar og ráðuneytin
í umboði þess. Þingmenn þurfa ekk-
ert að fela sig á bak við reglugerðir
sem ráðherrar og ráðuneyti setja.
Þingmenn geta breytt lögum þann-
ig að núverandi reglugerðir verði
gerðar ógildar og nýjar komi í stað-
inn með mannlegri háttum. En ekki
er að sjá að neinn vilji sé til þess á
núverandi þingi.
Stutt er í nýjar alþingiskosn-
ingar. Líklegt má telja að ýmis
framboð komi á ný með innihaldslít-
inn loforðaflaum um allt það sem
þau ætla að gera fyrir alla, þ.m.t.
eldri borgara. En slík loforð þarf að
skoða í ljósi fyrri loforða og bera
saman við efndir á yfirstandandi
kjörtímabili.
Stundum guma ráðherrar af því
að ellilífeyrir hafi hækkað um svo
og svo mikið hlutfallslega á ákveðnu
tímabili. Það gleymist þá að nefna
að t.d. 5% hækkun á ellilífeyri á
einu til tveimur árum er líklega ná-
lægt 10 þús. krónur og af því koma
rúmlega 6 þús. kr. í vasann. Sama
hlutfall hækkar laun ráðherra um
hundrað þúsund krónur eða meira.
Það er ekki sama Jón og séra Jón.
Eldri borgarar þurfa að þjappa
sér saman og meta kalt hvaða fram-
boð í næstu alþingiskosningum séu
þess að verð að fá atkvæði.
Eru skerðingar á lífeyri
eðlilegar og réttlátar?
Eftir Guðmund
Inga Gunnlaugsson »Er eðlilegt að ríkið
taki til sín hluta af
uppsöfnuðum sparnaði
af launum? Sparnaði af
launum sem safnast hef-
ur upp á áratugum? Fá-
tæktargildra?
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson
Höfundur er eldri borgari
á eftirlaunum.
gig@rang.is
Á síðustu árum og
áratugum hefur því
miður ekki mikið ver-
ið fjallað um bráð-
gera nemendur í
grunn- og framhalds-
skólum á Íslandi.
Víða í V-Evrópu hef-
ur farið fram ýmiss
konar kennsla og
þjónusta við þessa
nemendur. Nú þegar nokkuð er lið-
ið á 21. öldina er sannarlega kominn
tími til þess að taka fastar á þessu
máli hér á landi. Allir sem fengist
hafa við kennslu og stjórnun skóla
um nokkurt árabil þekkja vel til
þeirra nemenda sem hér um ræðir.
Í mörgum skólum á Íslandi er reynt
að skapa tækifæri fyrir þessa nem-
endur með ýmsum hætti. En því
miður er lítið sem ekkert um vel
skipulagt kennslustarf að ræða.
Margir sérfræðingar í skóla-
málum telja að þessir nemendur
telji um 3-8% af hverjum árgangi en
menn koma sér þó ekki saman um
þessa tölu. Ef við gefum okkur töl-
una 5% þá sjá allir í hendi sér að
hér er um að ræða allmarga nem-
endur. Þetta eru nemendurnir sem
standa sig mjög vel í flestum náms-
greinum, sýna áhuga og eru for-
vitnir. Hver skóli getur gert margt
sem gagnast þessum nemendum og
þá sérstaklega þeir skólar sem eru
með marga nemendur í hverjum ár-
gangi.
Hugmyndir til skoðunar
Í Bandaríkjunum hafa menn
sums staðar gengið svo langt að
kanna af nákvæmni hvaða náms-
efni/námsgreinar henti best hverj-
um nemanda í viðkomandi skóla.
Það var í senn ánægjulegt og eft-
irminnilegt að verða vitni að því
þegar rætt var við nýnema í ungl-
ingaskóla (high school) og mennta-
og háskóla (college) í Bandaríkj-
unum. Námsráðgjafar spurðu þá
jafnan nýnemann í hverju hann
væri góður og/eða hvaða náms-
greinar hann vildi skrá sig í.
Áherslan hjá námsráðgjafanum var
á þessa leið: „Við viljum kenna þér
meira í þeim greinum sem þú hefur
áhuga á eða ert góð(ur) í.“ Auðvitað
höfðu skólastjórnendur þá kynnt
sér vel námsferil nýnemans. Hug-
myndin var sú að nemandinn væri í
námi sem hann hefði áhuga á og
yrði enn betri í þeim námsgreinum,
en þyrfti ekki að verja tíma í nám
sem hentaði honum alls ekki.
Einstaklingsmiðað nám
Frá byrjun skólagöngu blasir oft-
ast við hvaða nemendur eru bráð-
gerir, fljótir að tileinka sér efnið,
áhugasamir og duglegir í hverri
námsgrein. Þeir þurfa verkefni við
hæfi og hvatningu frá kennurum
sínum til að þeir missi ekki þennan
sterka áhuga og metnað. Gott og
náið samstarf umsjónarkennara og
forráðamanna er gríðarlega mik-
ilvægt þegar frá byrjun og fyrir alla
nemendur en ekki síst þá bráðgeru.
Þegar líður á skólagönguna á val
nemenda að aukast og miðast við
áhugasvið þeirra og viðmið-
unarstundaskrá. Í hverjum skóla
verður einstaklingsmiðað nám að
vera eitthvað meira en orðin tóm.
Mörg dæmi sýna að dugmiklir og
bráðgerir nemendur í grunnskóla
nýta stundum aðeins hluta hæfi-
leika sinna þar sem námið er ekki
nægilega krefjandi og þeim því í
raun ekki sinnt nógu vel í skól-
anum. Þeir fá jafnvel námsleiða
vegna skorts á hæfilega erfiðum
verkefnum til þess að glíma við.
Þessu verður að breyta sem fyrst
með faglegri umræðu, góðu skipu-
lagi og vinnu í hverjum einasta
skóla á Íslandi.
Hugmyndavinna
Til greina kemur að bjóða nem-
endum í efstu bekkjum grunnskól-
ans upp á grunnáfanga í tækni- og
starfsnámi og nota bandarísku að-
ferðina við móttöku nemenda í
grunn- og framhaldsskóla og jafnvel
á háskólastigi. Mestu máli skiptir að
skólastjórnendur hefji umræður nú
þegar og skipuleggi hugmynda-
vinnu í hverjum skóla til að sinna
þessu mikilvæga máli sem varðar
bæði hagsmuni nemendanna sjálfra
og samfélagsins, þar sem nám á
ávallt að hámarka hæfni nemenda,
metnað og áhuga til góðra verka.
Eftir Þorstein
Þorsteinsson
og Gunnlaug
Sigurðsson
» Frá byrjun skóla-
göngu blasir oftast
við hvaða nemendur eru
bráðgerir. Þeir þurfa
verkefni við hæfi til að
missa ekki þennan
sterka áhuga og
metnað.
Höfundur eru fyrrverandi skóla-
meistarar.
thorsteinn2212@gmail.com
Gunnlaugur
Sigurðsson
Þorsteinn
Þorsteinsson
Bráðgerir nemendur
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is