Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
✝ Reynir Kjart-ansson fæddist
í Reykjavík 5. febr-
úar 1948. Hann lést
26. október 2020 á
Droplaugarstöðum.
Foreldrar Reynis
voru Kjartan Stef-
ánsson versl-
unarmaður og mál-
ari, f. 15.9. 1899, d.
25.5. 1988, og
Ragnheiður Elín
Jónsdóttir húsfreyja, f. 13.10.
1902, d. 25.10. 1968.
Systkini Reynis eru þau Jóna
Kristín, f. 22.11. 1931, Stefán, f.
9.3. 1937, og uppeldisbróðir
Reynis er Kjartan Kjartansson f.
16.1. 1949.
Reynir giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Maríu Ólafson, f.
16.9. 1948, hinn 14.12. 1968.
Börn þeirra eru: 1) Þuríður, f.
14.3. 1970, eiginmaður hennar
er Ágúst Guðmundsson, f. 7.11.
1964. Dóttir þeirra er María, f.
9.4. 2003. Þau eru búsett í Lond-
on. 2) Elín, f. 6.4. 1971, d. 8.8.
isdegi sínum vegna Levy Body-
heilabilunar sem var farin að há
honum við vinnu og olli að end-
ingu andláti hans.
Reynir byrjaði ungur að æfa
fótbolta hjá Þrótti og var sannur
Þróttari alla tíð. Hann fór í tvær
siglingar með Þrótti í keppn-
isferðir til Danmerkur á ung-
lingsárum. Um tíma þjálfaði
hann yngri drengina í Þrótti í
sjálfboðavinnu ásamt Óla Viðari
Thorstensen æskuvini sínum.
Síðar fylgdist hann með og
starfaði fyrir íþróttafélagið
Gróttu þegar börnin hans Þur-
íður og Viðar æfðu handbolta
með félaginu. Hann kom að
stofnun Asparinnar sem er
íþróttafélag fyrir fatlaða og tók
hann að sér mörg verkefni fyrir
félagið sem Elín dóttir hans æfði
með. Tæp tvö síðustu ár ævinnar
dvaldi Reynir á hjúkrunarheim-
ilinu Droplaugarstöðum þar
sem hann lést í faðmi eiginkonu
sinnar og barna.
Útför Reynis fer fram í Nes-
kirkju í dag, 14. desember 2020.
Vegna fjöldatakmarkana er út-
förin lokuð en streymt verður
frá henni á slóðinni: https://
www.sonik.is/reynir
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
2012. 3) Viðar, f.
16.7. 1981, eig-
inkona hans er
Anna Lilja Másdótt-
ir, f. 8.3. 1983. Dæt-
ur þeirra eru Guð-
rún, f. 24.3. 2011,
Þuríður, f. 17.2.
2014, og Katla, f.
20.12. 2017. Þau
eru búsett í Garða-
bæ.
Reynir ólst upp á
Bragagötu í Reykjavík til 10 ára
aldurs þegar fjölskylda hans
flutti á Dunhaga í Reykjavík þar
sem hann bjó fram að giftingu.
Hann hóf skólagöngu sína í Mið-
bæjarskólanum og fór þaðan í
Hagaskóla. Reynir og María
voru bekkjarfélagar í Haga-
skóla og luku þaðan gagnfræða-
prófi árið 1965. Reynir lauk
burtfararprófi í húsasmíði frá
Iðnskólanum 6. júní 1970. Reyn-
ir starfaði allan sinn starfsaldur
við smíðar, ýmist sjálfstætt eða
sem launþegi. Hann hætti á
vinnumarkaði á 67 ára afmæl-
Við systkinin erum sammála um
að við duttum sannarlega í lífsins
lukkupott hvað varðar foreldra.
Pabbi var einstaklega hlýr og
elskulegur maður með mikið jafn-
aðargeð. Hann var heiðarlegur,
greiðvikinn, vandvirkur, ákaflega
traustur og umhyggjusamur.
Hann var léttur í lund og mikill
pabbi og síðar afi. Við systkinin og
síðar barnabörnin vorum ásamt
mömmu það allra mikilvægasta í
lífi pabba.
Alla tíð var pabbi fyrsti maður
til að bjóða fram aðstoð sína í
hverju því sem við systkinin tókum
okkur fyrir hendur. Hann var
fremsti stuðningsmaður okkar og
hafði óbilandi trú á okkur. Hann
mætti á alla okkar íþróttaleiki og
var alltaf fyrsti maður í stúkuna.
Pabbi var afar vinsæll þar sem El-
ín systir kom við sögu og drógust
vinir Elínar og samferðafólk henn-
ar að honum enda einstaklega hlýr
og skemmtilegur við þau. Pabbi
starfaði töluvert fyrir Foreldra- og
kennarafélag Öskjuhlíðarskóla og
einnig kom hann að stofnun
íþróttafélagsins Aspar sem Elín
æfði og keppti fyrir.
Pabbi gat verið mjög stríðinn og
eru ófáar sögurnar af honum þeg-
ar hann gerði at í fólki. Hann hafði
bæði mjög gaman af að atast í
barnabörnunum og dekra við þau,
sem kölluðu hann afa nammigrís af
ástæðu. Pabbi var mjög stundvís
sem okkur mömmu þótti oft nóg
um. Hann var mikill morgunhani
og það var vaninn að hann færi út á
morgnana löngu áður en hann átti
að vera mættur til vinnu því hon-
um þótti mikilvægt að mæta fyrst-
ur á staðinn og vera búinn að hella
upp á áður en vinnufélagarnir
mættu. Um helgar fór hann líka
snemma á fætur og var búinn að
drekka nokkra kaffibolla með öðr-
um hressum morgunhönum á
Kaffivagninum eða Kaffi París áð-
ur en annað heimilisfólk fór á fæt-
ur. Pabbi vandaði alltaf til verka og
aldrei mátti stytta sér leið sem gat
stundum reynt á þolinmæðina
þegar við systkinin vildum drífa í
hlutunum.
Pabbi fylgdist vel með íþróttum
almennt, en þó helst handbolta og
fótbolta. Við systkinin fórum með
honum í eina af hans síðustu utan-
landsferðum þegar Ísland spilaði í
lokakeppni EM í fótbolta í Frakk-
landi 2016. Það var yndislegt að
hafa getað farið með pabba á svo
stóran atburð í íþróttasögu þjóð-
arinnar og að eiga svo hlýjar minn-
ingar saman þrátt fyrir að þá hafi
verið farið að bera á veikindum
hans.
Það er ákaflega sárt að hugsa til
þess að pabbi hafi byrjað að veikj-
ast svo ungur og svo fljótt eftir að
Elín systir lést. Í staðinn fyrir að
pabbi og mamma hefðu getað notið
efri áranna þegar vinnan og
umönnun Elínar tók ekki alla þá
orku sem hún hafði gert, þá veikt-
ist pabbi. Það var aðdáunarvert að
sjá hvað pabbi tók veikindum sín-
um af miklu æðruleysi. Það er
fyrst og fremst mömmu að þakka
hve vel var hugsað um pabba í
hans veikindum. Hún sá til þess að
pabbi fengi bestu umönnun sem
hugsast getur bæði meðan hann
bjó heima og eftir að hann lagðist
inn á Droplaugarstaði. Við viljum
nota tækifærið og þakka starfs-
fólki Droplaugarstaða og Hlíðar-
bæjar fyrir þeirra stuðning og
óeigingjarna starf í umönnun
pabba.
Það er söknuður að hafa ekki
pabba lengur hjá okkur, en við
huggum okkur við að Elín systir
hefur örugglega umvafið hann ást
og kærleik við komuna í Sumar-
landið.
Hvíl í friði elsku pabbi.
Þín
Þuríður og Viðar.
Okkur bræðrum langar að
minnast mágs okkar, Reynis
Kjartanssonar.
Við bræður eigum margar góð-
ar minningar um Reyni og Mæju.
Til að byrja með var Reynir
kærasti stóru systur, það var
meira en lítið mál fyrir okkur litlu
bræður.
Hann var líka smiður og fót-
boltamaður. Ekki bara fótbolta-
maður heldur spilaði hann með
Þrótti, við ungarnir vissum varla
að til væri annað félag en KR, en
pabbi hélt með því. Þróttarabún-
ingurinn var miklu flottari en KR,
hann var í lit, rauður og hvítur.
Þegar Reynir kom inn í fjöl-
skylduna sá maður nýja umræðu-
hefð. Það dugði ekki að apa eitt-
hvað upp, maður þurfti að
rökstyðja skoðanir sínar, hann
opnaði augu mín og líklega fleiri
fyrir því að taka hlutum ekki sjálf-
gefnum heldur spyrja gagnrýnna
spurninga. Ekki setja fram skoð-
anir eða hugmyndir af því bara,
heldur þurfti maður að geta rök-
stutt sitt mál.
Oft kom það fyrir að hann þótt-
ist vera á móti þangað til maður
var búinn að rökstyðja sitt mál,
jafnvel fara upp um nokkrar tón-
hæðir, þá kom oft það svar að hann
væri sammála en vildi bara rökin,
þá var stórt glott og bros á andliti.
Eins og gengur áttum við bræð-
ur mismikil samskipti við Reyni,
ég sem þetta skrifa var til dæmis
handlangari hjá honum eitt sumar
við byggingu Hólabrekkuskóla.
Þar kynntist ég nýrri hlið á Reyni,
hann naut mikillar virðingar ann-
arra trésmiða og þetta sumar
lærði ég mikið sem hefur reynst
mér vel í mínum verkum. En hjá
honum og hinum smiðunum var
stutt í grínið, oft voru handlang-
ararnir sendir eftir einhverjum
óþarfa sem bar skrítin nöfn.
Þegar fólk hittist var oft tekið í
spil, oftast spilað bridge og það
lengi, Reynir og Mæja spiluðu vín-
arsagnakerfið, okkur hinum fannst
það löngu úrelt. Oft var lengi spil-
að, hlegið og mörg skot látin fljúga
yfir spilaborðið. Enginn vildi tapa,
erfitt að játa sig sigraðan sem var
þó gert að lokum með semingi.
Reynir var fjölskyldurækinn,
hafði oft samband og fylgdist vel
með hvað var að gerast. Minnti
mig reglulega í símtölum á að það
væri ekki alltaf logn á Ísafirði en
þau símtöl komu samtímis storm-
viðvörunum í veðurfréttum.
María og Reynir eignuðust þrjú
börn, Þurý, Elínu, sem nú er látin,
og Viðar. Þau eiga tvö tengdabörn
og fjórar barnadætur.
Við Páll og Guðrún, Einar og
Sara, Jóhann og Kolbrún, börn,
tengdabörn og barnabörn þökkum
Reyni margar yndisstundir og þol-
inmæðina í gegnum tíðina um leið
og við sendum þeim öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir okkar hönd,
Jóhann Ólafson.
Í dag kveðjum við kæran vin og
félaga.
Ég kynntist Reyni fyrst þegar
ég, 11-12 ára, byrjaði að æfa fót-
bolta með Þrótti.
Ég var mikið í marki á þessum
árum. Það var oft erilsamt starf að
verja mark Þróttar og því gott að
hafa góða menn í vörninni. Þar var
Reynir mjög áberandi. Hann var
bæði stór og sterkur eftir aldri,
sparkviss og fáir sem stóðust hon-
um snúning í skallaboltum. Reynir
var oftast miðvörður, klettur í
vörninni og líka oftast fyrirliði liðs-
ins á þessum árum. Það er allavega
víst að allmargar sóknartilraunir
mótherja okkar strönduðu á
sterkri vörn Reynis og gat hann
þannig forðað mér frá að hirða
boltann úr netinu oftar en ella.
Við Reynir urðum fljótt góðir
vinir, bæði innan vallar og utan, og
entist sú vinátta alla tíð og einnig
eftir að við vorum báðir komnir
með fjölskyldur. Reynir og Maja
voru okkar bestu vinir alla tíð. Við
hittumst nokkuð reglulega, borð-
uðum gjarnan saman, spiluðum
bridds og ræddum landsins gagn
og nauðsynjar. Þó við værum ekki
alltaf sammála breytti það engu
um okkar góðu vináttu.
Reynir var mikill matgæðingur
og góður kokkur. Það klikkaði t.d.
aldrei að þegar við fórum saman í
sumarbústaðaferðir, sem gerðist
nokkuð oft í gegnum árin, þá var
Reynir alltaf með einhverja sér-
staka rétti sem hann vildi prófa og
var þá jafnan með það hráefni sem
við átti.
Og sama var heima við. Ef
Reynir var kominn með svuntuna
á sig, þá mátti alltaf búast ein-
hverju óvæntu og góðu, að
ógleymdri sviðasultunni!
Reynir gat verið einstaklega
stríðinn og átti það til að plata mig
og aðra upp úr skónum.
Einhvern tímann um 1980 var
ég t.d. að reyna að selja gamlan bíl
og setti smáauglýsingu í Vísi sem
lýsti kostum og göllum. Svo loks
síðla dags hringir maður sem vill
bara endilega koma og sjá þennan
eðalgrip. Það voru auðvitað Reynir
og Maja sem komu nokkru síðar,
skellihlæjandi með púkasvip, „við
erum komin að kíkja á gripinn“.
Reynir var mikill fjölskyldu-
maður sem hugsaði vel um börnin
sín og var stoltur faðir og afi.
Lífið var þó ekki alltaf auðvelt,
en Elín miðbarnið þeirra veiktist
sem ungbarn og var fötluð eftir
það. Það var aðdáunarvert að sjá
hversu vel fjölskyldan öll hugsaði
um Elínu. Reynir og Maja voru
mjög virk í starfi Öskjuhlíðarskóla
og síðan meðal frumkvöðla að
stofnun Asparinnar, íþróttafélags
fatlaðra, þar sem Elín stundaði
sund og fleiri íþróttir í mörg ár.
Það voru margar ánægjustund-
ir með þeim hjónum. Ein af mörg-
um eftirminnilegum var ferðin til
London, þar sem þau voru öllum
hnútum kunnug. Borgin var skoð-
uð og svo var ákveðið að fara á fót-
boltaleik að sjá íslendingaliðið
Reading. Það var mikið ævintýri,
mikið hlegið og mikill misskilning-
ur varðandi miðana, sem við vor-
um ekki viss um hvernig við áttum
að nálgast. En auðvitað biðu mið-
arnir eftir okkur í aðalmiðasölunni,
í umslagi kirfilega merktu með
nöfnum okkur, auk þess sem við
fengum regluleg boð um félagsað-
ild í nokkur ár á eftir.
Kæri vinur, takk fyrir sam-
fylgdina.
Elsku Maja, Þurý, Viðar og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Óli og Anna.
Kær vinur hefur kvatt okkur og
er vert að minnast hans. Fyrir
rúmlega 50 árum kynntist hópur
ungmenna sem komu sitt úr hverri
áttinni og voru með mismunandi
bakgrunn. Ekkert okkar vissi í
raun hvað var fram undan en öll
horfðum við björtum augum til
framtíðarinnar og þeirra áskorana
sem lífið bauð upp á. Allir voru
bjartsýnir á vegferðina framund-
an. Það er oft tilviljun hvernig
vinahópar myndast í upphafi, en
engin tilviljun hvernig vináttan
þróast og þroskast eða hvort hún
haldi. Þrátt fyrir ólíka sýn á lífið,
mismunandi skoðanir og viðhorf
styrktist hópurinn. Þá kemur í ljós
að það eru einstaklingarnir sem
eru örlagavaldarnir í langri sam-
heldni og vináttu. Í þessari vegferð
„hópsins“, en svo kölluðum við
okkur þessar fimm fjölskyldur, tók
Reynir stóran þátt ásamt konu
sinni, henni Maríu vinkonu okkar.
Það er margs að minnast þegar
horft er til baka. Glettni Reynis,
hlýlegt viðmót, gestrisni, stríðni og
allskonar uppákomur voru hans
aðalsmerki og skemmtileg
hugmyndaauðgi þar að baki. Í
gegnum tíðina oft verið rifjað upp
og minningarnar vakið kátínu og
innilega gleði.
Einstaklega gott hefur verið að
koma til þeirra hjóna í áranna rás
hvort sem var í persónulega heim-
sókn eða með „hópnum“. Frum-
leiki í matargerð, hlýleiki, góð
nærvera og gestrisni ávallt í há-
vegum höfð.
Vináttan hefur dýpkað hin síð-
ari ár. Við eigum minningar um
tjaldútilegur á yngri árum með
barnahópnum. Ferðalög innan-
lands og utan með þeim hjónum,
þar sem þau kynntu okkur töfra
suðrænna slóða. Minning um frá-
bæra siglingu á Rínarfljóti og Mo-
sel fyrir nokkrum árum með Reyni
og Maju er okkur hjónum kær. Á
langri samleið höfum við séð hvað
þau hjónin Reynir og Maja voru
einstaklega samhent í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Þar var
greinilega ást og virðing í háveg-
um höfð.
Það hefur verið sárt að fylgjast
með veikindum vinar okkar und-
anfarið, sjá hvernig veikindin tóku
smátt og smátt öll völd og lögðu
þennan sterka og öfluga vin okkar
að lokum.
Hugur okkar er með Maju,
Þurý, Viðari og fjölskyldum
þeirra.
Að leiðarlokum erum við hjónin
full þakklætis fyrir langa samleið
og vináttu og kveðjum með sárum
söknuði.
Örn og Guðbjörg (Gugga).
Reynir
Kjartansson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA ELSA BREIÐFJÖRÐ,
Jöldugróf 4,
108 Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á
Landspítalanum 9. desember.
Ámundi Friðriksson
Friðrik Ámundason Hrafnhildur Harpa Skúladóttir
Agnar Þór Ámundason
Agnes Ámundadóttir
barnabörn og langömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN FANNDAL
frá Garðshorni í Kálfshamarsvík,
Víðimel 78, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala,
laugardaginn 28. nóvember 2020.
Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í
Kópavogi fimmtudaginn 17. desember kl.
13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins fjölskylda og
nánustu aðstandendur viðstaddir.
Jón Óskar Ágústsson
Margrét Ósk Óskarsdóttir Jón Hermann Ingimundarson
Ágúst Sigurður Óskarsson Júdit Alma Hjálmarsdóttir
Stefán Páll Óskarsson
Haukur Óskarsson Ásta D. Baldursdóttir
Magnús Óskarsson Erla Guðrún Guðbjartsdóttir
Sverrir Óskarsson Ingunn Vattnes Jónasdóttir
Sigrún Óskarsdóttir Ásmundur Einar Ásmundsson
Sigursteinn Óskarsson María Gunnarsdóttir
Þráinn Óskarsson Elma Atladóttir
og fjölskyldur
Elskuleg systir okkar og mágkona mín,
PAULA SEJR SØRENSEN,
Smáraflöt 37, Garðabæ,
lést 7. desember á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum. Hún verður jarðsungin
frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn
16. desember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða nánustu aðstandendur viðstaddir en
hægt verður að fylgjast með athöfninni í streymi og verður
slóðin aðgengileg á: mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/
Else Madsen
Hanne Nielsen
Árni Kristinsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar