Morgunblaðið - 14.12.2020, Síða 22
✝ HrafnhildurTryggvadóttir
fæddist á Þórshöfn
á Langanesi 31.
október 1935. Hún
lést á öldr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri 5. des-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Elínborg
Þorsteinsdóttir frá
Djúpalæk á Langa-
nesströnd, f. 6. janúar 1906, d.
4. apríl 1941, og Tryggvi Halls-
son verslunarmaður á Þórs-
höfn, f. 24. desember 1904, d. 5.
september 1988. Stjúpmóðir
Hildur Salína Árnadóttir, f. 11.
ilfirði. Börn Hrafnhildar og
Þorgríms eru: 1. Elínborg, f. 4.
nóvember 1952. Maður hennar
er Hallsteinn Guðmundsson.
Börn þeirra eru Þorgrímur,
Sólveig og Helgi Hrafn.
2. Björn, f. 17. desember
1959, kona hans er Drífa Krist-
jánsdóttir. Börn þeirra eru
Björn, Hrafnhildur og Elvar
Aron. 3) Anna Guðrún, f. 29.
júní 1970. Börn Önnu Guðrúnar
eru Snorri Karl, Ástrós Edda
og Adrían Freyr. Sambýlis-
maður hennar er Eirik Blix
Madsen.
Hrafnhildur vann hin ýmsu
störf auk húsmóðurstarfa, m.a.
á saumastofu, við verslunar-
störf og hjá Landsbanka Ís-
lands um árabil.
Útför Hrafnhildar fer fram
frá Höfðakapellu í dag, 14. des-
ember 2020. Í ljósi aðstæðna er
útförin aðeins fyrir nánustu
fjölskyldu.
nóvember 1919, d.
15. desember 1985.
Systir Hrafnhildar
var Fjóla Tryggva-
dóttir, f. 10. maí
1933, d. 27. mars
2005. Systkini
Hrafnhildar sam-
feðra: 1) Sigurður,
f. 11. febrúar 1928,
d. 18. júní 1988, 2)
Kristín, f. 29. októ-
ber 1946, 3) Ævar
Karl, f. 9. júlí 1948, 4) Árni
Hallur, f. 12. júlí 1951.
Hrafnhildur gekk í hjóna-
band þann 17. febrúar 1955
með Þorgrími Þorsteinssyni, f.
3. janúar 1927 í Garði, Þist-
Ástkæra tengdamamma,
mamma og amma Hrafnhildur
hefur kvatt okkur, það verður
mikill söknuður að henni. Ég kom
fyrst til Raufarhafnar 1980 og
bjuggum við Böddi hjá þeim í
kjallaranum í Bæjarásnum. Eftir
að við fluttum til Eyja var stund-
um löng leiðin til Costa de Reben
eins og ég sagði stundum við hana,
auðveldara þegar þau fluttu til Ak-
ureyrar, yndislegar stundir áttum
við með þeim í sumarbústaðnum í
Öxarfirði, Birkilundi, þar sem
krakkarnir undu sér vel í skógin-
um. Þegar krakkarnir voru lítil
vélritaði hún barnasálma og sendi
þeim í umslagi sem átti að lesa fyr-
ir þau á kvöldin frá ömmu og afa.
Hún var mikil heimiliskona, elsk-
aði að baka, elda mat og gerði
hannyrðir þótt hún ynni úti frá
heimilinu. Hún fylgdist vel með
krökkunum, hvernig þeim gengi í
lífinu, og þegar þau fóru að búa
sjálf og eignast börn var hún í
góðu sambandi við þau. Seinustu
ár eru búin að vera henni erfið
vegna veikinda og ætlaði hún ekki
að gefast upp. Doddi þinn verður í
góðri umönnun, þökkum fyrir allt
á lífsleiðinni, vonum að englarnir
beri þig inn í sumarlandið.
Drífa tengdadóttir.
Hún amma mín Hrafnhildur
var algjörlega einstök kona. Hún
var góð, skemmtileg, hlý, elskuleg,
málglöð og síðast en ekki síst of-
boðslega góður kokkur. Var ég
það heppinn að fá að eyða heilu
sumrunum með henni og afa
Dodda í Birkilundi í Þverárdal.
Allt frá því ég var polli og fram á
þrítugsaldur, þegar heilsu þeirra
fór að hraka og þau hættu að fara
austur. Það eru einhverjar bestu
minningar sem ég á. Að vakna fyr-
ir austan við heitt kakó, ristað
brauð með osti og heimalagaðri
bláberjasultu, rúntarnir til Rauf-
arhafnar, sundferðirnar í Lund,
gönguferðirnar í Ásbyrgi, allar
sögurnar og síðast en ekki síst all-
ar lummurnar.
Ég er búinn að vera að reyna að
reikna það út síðustu daga hversu
margar lummur amma Hrafnhild-
ur hefur steikt ofan í mig og ég
myndi halda að þær væru í tugum
þúsunda. Þegar maður heimsótti
ömmu þá voru alltaf kræsingar á
borðum og amma skammtaði okk-
ur afa á diskana og hellti í glösin.
Enda segir sagan að amma hafi
beðið afa Dodda einu sinni á þess-
um 65 árum sem þau voru gift að
sjóða kartöflur og kallinn gleymdi
að setja vatn í pottinn. Amma sá
bara um þessa hluti.
Hún amma mun alltaf vera í
hjarta mínu og allar góðu minn-
ingarnar. Ég veit að hún er núna í
sumarlandinu góða að ræða ætt-
fræði og steikja lummur ofan í sitt
fólk.
Helgi Hrafn.
Hrafnhildur
Tryggvadóttir
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við
leiðbeinendur. Kaffikrókurinn kl. 10.30. Jóga kl. 10 fyrir íbúa
Skólabrautar og kl. 11 fyrir íbúa utan úr bæ. Samveran og handa-
vinnan í salnum kl. 13 er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar vegna
sóttvarnarreglna. Grímuskylda er í félags- og tómstundaraðstöðunni
á Skólabraut. Þvoum, sprittum og virðum fjarlægðamörk.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Ford C-Max 2/2104 ekinn aðeins
115 þ. Km.
Diesel. Sjálfskiptur. Álfelgur.
Samlitur. Ofl. Ný skoðaður.
Rúmgóður fjölskyldubíll á góðu
verði. Verð: 1.450.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ SigurðurHaukdal fædd-
ist í Flatey á
Breiðafirði 14.
desember 1930.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 6. nóvember
2020.
Foreldrar hans
voru Sigurður S.
Haukdal prófast-
ur, f. 7.8. 1903, d.
31.7. 1985, og eiginkona hans
Benedikta Eggertsdóttir Hauk-
dal húsmóðir, f. 5.6. 1905, d.
22.5. 1996.
Bróðir hans var Eggert
Haukdal alþingismaður, f. 26.4.
1933, d. 2.3. 2016, og uppeld-
issystir Ásta Valdimarsdóttir,
3) Anna Björg, f. 28.7. 1959, gift
Gísla Gíslasyni, f. 16.6. 1957.
Þau eiga fjögur börn og átta
barnabörn.
Hófu þau búskap í Reykjavík
en lengst af bjuggu þau á Lind-
arflöt í Garðabæ.
Ungur að árum hóf Sigurður
flugnám og árið 1954 réðst
hann til starfa hjá Flugfélagi Ís-
lands, síðar eftir sameiningu
flugfélagana hjá Flugleiðum,
þar sem hann átti farsælan
starfsferil sem flugstjóri út sína
starfsævi.
Eftir að fluginu lauk gerðist
hann trillusjómaður austur á
Djúpavogi í nokkur ár.
Á efri árum keyptu þau hjón-
in sér landspildu á Rang-
árvöllum og gerðust skóg-
arbændur.
Útför Sigurðar fer fram í
dag, 14. desember 2020, í kyrr-
þey að ósk hins látna.
f. 25.5. 1933.
Á unglingsaldri
flutti hann með
fjölskyldu sinni að
Bergþórshvoli,
Vestur-Landeyjum.
Hinn 5. júní 1954
giftist Sigurður
Önnu Elínu Ein-
arsdóttur, f. 10.7.
1931, d. 8.6. 2020.
Dætur þeirra eru:
1) Hólmfríður, f.
22.7. 1954, gift Eðvaldi Smára
Ragnarssyni, f. 5.12. 1951. Þau
eiga fjögur börn, 14 barnabörn
og eitt barnabarnabarn. 2)
Benedikta, f. 14.4. 1957, gift
Runólfi Maack, f. 15.11. 1949. Á
hún fjögur börn og hann eitt,
saman eiga þau átta barnabörn.
Í dag er Sigurður Haukdal
flugstjóri borinn til grafar, hann
hefði orðið níræður í dag. Sigurð-
ur eða Siggi eins og hann var alltaf
kallaður var giftur Önnu Elínu
föðursystur minni, en lengst af
bjuggu þau í Garðabæ. Í æsku
dvaldi ég hjá þeim í tvö sumur
sem barnapía, bjuggu þau þá í
Reykjavík. Ég naut mikillar um-
hyggju og velvildar, fór í mína
fyrstu flugferð með Sigga og Anna
saumaði á mig föt. Lærdómsríkur
og góður tími. Síðar hafa Siggi og
Anna verið okkur hjónum og fjöl-
skyldu allri einstaklega hjálpleg
og vinveitt, svo náin að drengirnir
okkar kölluðu þau ömmu og afa í
Garðabæ. Á þeirra fallega heimili
við Lindarflöt áttum við margar
góðar og eftirminnilegar stundir
sem gleymast seint. Minnisstæð
voru þorrablótin með stórfjöl-
skyldu þeirra, þar sem Siggi
stjórnaði öllu og sá til þess að allir
hefðu nóg að bíta og brenna. Var
þá alltaf glatt á hjalla, spilað
bingó, borðaður góður matur og
sungið fram á kvöld. Oftar en ekki
þróaðist söngurinn inn á áhuga-
svið Sigga og Nessun Dorma
sungið hástöfum. Það sagði svolít-
ið um hug þeirra hjóna í okkar
garð að þegar Siggi bauð okkur á
þorrablótin vildi hann eindregið
að við hefðum með okkur eitt
barnabarnið. Eiga því barnabörn-
in okkar ljúfar og góðar minning-
ar frá heimsóknum til ömmu og
afa í Garðabæ. Það var aðdáun-
arvert að sjá hvað Siggi og Anna
voru samtaka í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur. Ræktuðu falleg-
an garð við húsið sitt í Garðabæ,
ferðuðust um landið, fóru í heims-
ferðir til margra heimsálfa og
stunduðu trilluútgerð með dóttur
sinni og tengdasyni austur á
Djúpavogi. En síðustu tuttugu ár-
in byggðu þau sér sumarhús á
óræktuðu landi austur í Rangár-
vallasýslu og gróðursettu þar tugi
þúsunda trjáplantna á tæplega 40
hektara landi. Þau sátu ekki auð-
um höndum, voru með óbilandi
vilja og áhuga á að rækta upp
landið og skila því til framtíðar. Þó
mikið hafi verið að gera hjá Sigga
stundum gaf hann sér alltaf tíma
til að lesa Moggann og sækja hann
jafnvel langan veg þegar hann
dvaldi í sumarhúsi sínu. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á lands-
málum og vildi gjarnan ræða þau í
góðu tómi. Eftirminnilegar eru
sumarhátíðirnar sem fjölskyldan
stóð fyrir við sumarhús þeirra.
Það var áhrifarík stund og minn-
isstæð þegar Siggi byrjaði hátíð-
ina á að ganga með okkur yfir
landareignina og segja okkur hvað
búið var að gera og hvað væri
framundan. Einstakur dugnaður
af fólki sem komið var af sínu létt-
asta skeiði. Að endingu viljum við
þakka fyrir alla vináttu og tryggð í
garð okkar fjölskyldu, erum einn-
ig þakklát fyrir allar þær stundir
sem við fengum með þeim í gegn-
um tíðina. Elskulega fjölskylda,
við sendum ykkur öllum innilegar
samúðarkveðjur og erum þess
fullviss að góðar minningar um
yndislega foreldra, afa og ömmu
og tengdaforeldra munu lifa um
ókomin ár. Blessuð sé minning
þeirra.
Hólmfríður og Björn
Ingi Gíslason.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
Sigurður Haukdal, fv. flugstjóri,
en hann hefði orðið níræður í dag.
Það eru rúm 30 ár síðan ég kynnt-
ist Sigurði ásamt hans elskulegu
eiginkonu, Önnu Elínu Haukdal,
sem kvaddi fyrr á árinu. Er ég hóf
búskap með Benediktu dóttur
þeirra var stutt í að Sigurður færi
á eftirlaun. Þó leiðir okkar Bene-
diktu hafi skilið áratug síðar, hélst
vinasamband mitt við þau hjón.
Sigurður átti farsælan feril sem
flugmaður og flugstjóri í áratugi.
Ekki hafði hann mörg orð um
starfsferil sinn, en í áranna rás
kom í ljós hversu glæsilegur ferill
hans var. Í spjalli í haust kom til
tals staða flugmanna í dag og
fannst honum hún ekki vera
glæsileg, og þar talaði maður með
reynslu sem fv. formaður FÍA um
áraskeið.
Þau hjón voru höfðingjar heim
að sækja og buðu gjarnan til
veislu um stórhátíðir og vel var
veitt í mat og drykk. Ósjaldan
voru raddir þandar í söng er líða
fór á kvöld, Anna kunni alla texta
og Sigurður með góða söngrödd.
Uppáhaldslag hans var Nessun
Dorma sem hann byrjaði gjarnan
á en fáir gesta kunnu textann.
Eftir að fjölskyldutengslin
rofnuðu urðu samskiptin minni, en
vinasamband hélst áfram og heim-
sótti ég þau hjón reglulega. Sig-
urður bar ekki tilfinningar utan á
sér, en það var aðdáunarvert
hvernig hann og Anna önnuðust
móður hans síðustu ár hennar og
dáðist ég að ræktarseminni og
auðsýndum kærleik. Á sama veg
annaðist Sigurður Önnu sína eftir
að veikindi hennar ágerðust og
minnið smáhvarf. Hvern dag
heimsótti hann hana og passaði
upp á að hún fengi bestu þjónustu.
Er ég heimsótti hann í Boðaþingið
síðustu ár spurði hann nær ávallt
hvort ég hefði komið við hjá ömmu
áður (Anna dvaldi á hjúkrunar-
deild handan götunnar síðustu 4
árin), sem ég hafði gert, og þá var
spurt hvernig henni hefði þá liðið.
Sigurður hafði alla tíð verið
heilsuhraustur og var ávallt að
fram undir það síðasta. Við eft-
irlaunaaldur komu þau hjón sér
upp húsi á Djúpavogi og stundaði
hann þar sjóróðra á Sómabát. Eitt
sinn bauð hann mér með í róður
og ég hefði betur sleppt því, liggj-
andi í káetu bullandi sjóveikur all-
an túrinn. Um áratug síðar var
söðlað um og fest kaup á stóru
landi undir Heklurótum. Ekki
leist mér á landið við fyrstu sýn,
mestmegnis sandauðn og melur.
En hann vissi hvað þau voru að
gera. Landið var girt af, melurinn
hreinsaður og jafnaður, borið á og
sáð. Og innan skamms var allt orð-
ið grænt og snemma var þar kom-
in lendingarbraut þar sem hann
æfði lendingarflug. Þau settu svo
niður fínt hús á nesið og þarna
undu þau sér afar vel. Hann hefur
gróðursett á landinu yfir 40 þús-
und trjáplöntur og nú er landið
grænt og þakið myndarlegum
trjágróðri.
Við fráfall Önnu í júní sl. urðu
þáttaskil í lífi Sigurðar og í kjölfar
veikinda síðustu mánuðina var
hann sáttur og reiðubúinn að
fylgja Önnu sinni í sumarlandið og
varð svo aðeins hálfu ári eftir
hennar andlát.
Ég vil þakka afar góð kynni og
vinskap þeirra hjóna Sigurðar og
Önnu til þriggja áratuga og sendi
dætrum hans og fjölskyldum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þessara mætu
hjóna.
Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Kæri Sigurður, ég má til með
að senda þér kveðju núna þegar
þú ert lentur. Anna Björg dóttir
þín sagði mér að þú hefðir lent í
hremmingum síðasta spölinn.
Þurftir að vera í biðflugi í marga
daga á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi áður en þú fékkst lend-
ingarleyfi. Þú varst ekki sáttur en
tókst því með æðruleysi eins og
þér er svo eðlilegt.
Manstu Sigurður, vinátta okkar
byrjaði árið 1958, fyrsta sumarið
mitt hjá Flugfélagi Íslands. Við
vorum að fljúga til Akureyrar á
Þristinum (DC 3) og kviknaði eld-
ur í hægri hreyflinum. Þurftum að
stöðva hreyfilinn og slökkva eld-
inn og lentum síðan á Akureyr-
arflugvelli. Þú tókst þessu af
miklu æðruleysi, gerðir þetta ró-
lega og yfirvegað og að fljúga
þessari stóru flugvél aðeins á ein-
um hreyfli. Þetta var mikill skóli
og reynsla fyrir mig byrjandann.
Varst þú mín fyrirmynd þegar ég
var orðinn flugstjóri.
Þurfti flugvirkja frá Reykjavík
til að gera við flugvélina. Þetta var
á sólríkum sumardegi og við
ákváðum meðan við biðum að fá
lánaðar veiðigræjur og bíl hjá
hjálparhellunum okkar í flugturn-
inum á Akureyri og fara að veiða.
Ég fékk einn tveggja punda silung
en þú engan og þetta var eina
skiptið sem ég veiddi meira en þú í
okkar mörgu veiðiferðum saman.
Byrjuðum að fara að veiða í Þing-
vallavatni. Síðan kom Urriða-
svæðið efst í Laxá í Aðaldal,
Haukadalsá og Hofsá og fleiri ár
og oftast voru Anna og Dunna
með, sem gerði þessar veiðiferðir
enn skemmtilegri.
Það var gaman að vera með þér
og Önnu á árshátíðum Flugfélags
Íslands. Þú varst vinsæll meðal fé-
laganna og upp úr miðnætti mátti
bóka þig í hópi félaga með glas í
hendi syngjandi og það var sko
ekki verið að líta á klukkuna.
Þú varst valinn til trúnaðar-
starfa fyrir Félag íslenskra at-
vinnuflugmanna, þú varst varafor-
maður 1958 til 1961 og formaður
1961 til 1963. Þetta voru miklir
umbrotatímar í stéttarfélaginu
okkar. Þú varst líka eftirlits- og
þjálfunarflugmaður hjá Icelandair
og vinsæll í báðum störfunum. Þú
varst eini vinur minn sem ég gat
leitað til þegar líf mitt var komið í
miklar ógöngur. Þú talaðir í mig
kjark og ég tók stóra ákvörðun
sem gjörbreytti lífi mínu til hins
betra.
Þakka þér vináttu í 60 ár,
sjáumst.
Kæru systur Anna Björg,
Benedikta og Hólmfríður, votta
ykkur og fjölskyldum ykkar sam-
úð mína.
Rúnar Guðbjartsson.
Sigurður Haukdal
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar