Morgunblaðið - 14.12.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu að halda þig sem mest við
skipulagða dagskrá en vertu um leið
sveigjanlegur ef eitthvað kemur upp á.
20. apríl - 20. maí
Naut Heimili þitt þarf að vera eins og hlýtt
og notalegt hreiður. Njóttu þess að fá þér
eitthvað virkilega gott að borða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Loksins eru samstarfsmenn þín-
ir farnir að koma fram við þig á þann hátt
sem þú átt skilið. Starfið verður líka helm-
ingi léttara fyrir vikið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er frábær dagur til rann-
sókna. Lykilatriðið er ekki hversu miklar
tekjur þú ert með heldur hversu mikið þú
getur sparað.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þú fáir nokkur ný ábyrgðar-
hlutverk eru þau lítil í samanburði við það
sem þú hefur haft á herðum þér undan-
farið. Láttu sem ekkert sé því þú munt
uppskera laun erfiðis þíns.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft ekki að hugsa ævintýrið út
í smáatriðinum. Gerðu eins og þú vilt og
gættu þess að enginn sái fræjum efa-
semda innra með þér, ekki einu sinni vitur
og áhrifamikill ráðgjafi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fastheldni þín á alla hluti stendur þér
fyrir þrifum. Ef mikið liggur við skaltu leita
ráða hjá einhverjum sem ekki á hagsmuna
að gæta í þínum málum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt skilið umbun fyrir það
starf sem þú hefur innt af hendi. Njóttu
árangursins og haltu svo ótrauður áfram.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Haltu þig eins nálægt áætlun
þinni og þú framast getur. Að því loknu
geturðu um frjálst höfuð strokið og lyft
þér upp.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sérkennileg atburðarás kann
að leiða til þess að þú hljótir loks umbun
erfiðis þíns. Haltu bara þínu striki og þá
hefst þetta allt saman.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert í rómantískum hugleið-
ingum enda kominn tími til að dekra við
sjálfan sig og aðra í leiðinni. Framkvæmdu
hlutina með þínu lagi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þeir eru margir, sem vilja ná tali af
þér, og þú átt að gera þitt besta til þess að
geta hlustað á hvern og einn.
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.
félaga gegn náttúruhamförum.
Utan vinnunnar hefur Guðrún
vítt áhugasvið og á erfitt með að
skipta sér ekki af málum. Þetta
endurspeglast í því að hún er
stjórnarformaður góðgerðar- og
menningarfélaga eins og Vina-
félags Gljúfrasteins, Styrktarsjóðs
skemmri og lengri tíma.
Guðrún hefur birt fjölda
vísindagreina og kynnt rannsóknir
sínar um allan heim, hlotið fjölda
rannsóknarstyrkja, síðast 500
milljónir króna frá NordForsk til
að reka NORDRESS, öndveg-
issetur um öryggi og seiglu sam-
G
uðrún Pétursdóttir
fæddist í París 14.
desember 1950 og
sleit þar barnsskónum
til fimm ára aldurs.
Næst tók við Laugarásinn hálf-
byggður og þar gekk hún í Laug-
arnesskóla, sem var undir stjórn
hins mikla skólamanns Jóns Sig-
urðssonar. „Skólinn var skreyttur
listaverkum Jóhanns Briem í hólf
og gólf, með morgunsöng og
mátulegum aga.“
Guðrún fór til sumardvalar 11
ára til frænku sinnar á Höskulds-
stöðum í Akrahreppi, Skagafirði;
seinna að Engihlíð í Laxárdal, og
loks með Halldóru vinkonu sinni
Thoroddsen og var matvinnungur
á Hala í Suðursveit hjá hinni
ómótstæðilegu fjölskyldu Stein-
þórs Þórðarsonar.
Guðrún varð stúdent frá mála-
deild Menntaskólans í Reykjavík
1970, eftir fylgdi veturseta í Vín-
arborg, og síðan nám til BA-prófs
í sálarfræði við HÍ, lífeðlisfræði til
MA-gráðu við Oxfordháskóla og
loks nám og rannsóknir á þrosk-
unarfræði taugakerfisins við Osló-
arháskóla, þar sem hún varði
doktorsritgerð sína sumarið 1991.
Frá 1991 dósent í frumulífeðlis-
fræði og fósturfræði við hjúkr-
unarfræðideild HÍ, í hálfu starfi
jafnhliða stöðu forstöðumanns
Sjávarútvegsstofnunar HÍ frá
1995.
Hún hefur verið framkvæmda-
stjóri Stofnunar Sæmundar fróða
um sjálfbæra þróun og þverfræði-
legar rannsóknir frá 2006 þar sem
sjálfbær þróun; sjálfbær nýting
auðlinda, þ.m.t. öryggismál sjó-
manna; og viðnámsþróttur sam-
félaga gagnvart íþyngjandi um-
hverfisbreytingum hafa verið
helstu viðfangsefnin. Hnattræn
hlýnun og mengun umhverfis eru
dæmi um breytingar sem erfitt er
að rannsaka því þær gerast svo
hægt. Hins vegar gerast náttúru-
hamfarir oft mjög hratt, og geta
þjónað sem eins konar líkan fyrir
rannsóknir á breytingum í um-
hverfi mannsins, þar sem snöggar
breytingar kalla á viðbúnað til
hjartveikra barna, Hollvina Grens-
ásdeildar, Íslensku óperunnar og
Auðar í krafti kvenna. Af öllu hef-
ur hún mesta ánægju af skemmti-
legu fólki og valdi sér maka og
tengdafjölskyldu samkvæmt því.
Þau Ólafur Hannibalsson kynntust
þegar hann var nýfluttur í bæinn
Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ – 70 ára
Afkomendurnir Ólafur Hannibalsson með alla afkomendur sína í Selárdal sumarið 2012.
Mest gaman að skemmtilegu fólki
2020 Guðrún með dætrum og tengdabörnum árið 2020.
Frá vinstri: Ieisha, Marta, Ásdís, Hallgrímur og Guðrún.
1998 Ólafur og Guðrún í Biskupstungum en myndin
fangar vel þennan fallega streng sem var á milli þeirra.
Til hamingju með daginn
Seltjarnarnes Helgi Þór
Elíasson fæddist 29. des-
ember 2019 kl. 12.55.
Hann vó 3.525 g og var 51
cm langur. Foreldrar hans
eru Elías Sigurþórsson og
Ásdís Helgadóttir.
Nýr borgari
30 ára Silja ólst upp
á Hvolsvelli en hún býr
núna í Innri-Njarðvík.
Hún vinnur í Sporthús-
inu, en vegna Covid er
það lokað núna. Hún
hefur samt nóg að
gera með stórt heimili.
Helstu áhugamál hennar eru líkamsrækt
og útivist og að vera með krökkunum.
Kærasti: Hafstein Reykjalín, f. 1986,
nemi.
Börn: Gabríella Hill, f. 2012, Baltasar
Hill, f. 2017 og Haukur Hill, f. 2018.
Foreldrar: Sigurður Bjarni Sigþórsson,
f. 1968, flugvirki hjá United í Bandaríkj-
unum, og Ásta María Sigurðardóttir, f.
1964, vinnur hjá Sláturfélagi Suður-
lands.
Silja
Sigurðardóttir
30 ára Hildur Björk
er fædd og uppalin í
Keflavík og býr þar
enn. Hún er flug-
maður að mennt og
hefur starfað hjá Ice-
landair undanfarin ár.
Helstu áhugamál Hild-
ar Bjarkar eru tónlist, ferðalög og öll úti-
vera og einnig samvera með fjölskyld-
unni.
Maki: Jón Árni Benediktsson, f. 1989,
flugmaður.
Barn: Hekla Björk Jónsdóttir, f. 2018.
Foreldrar: Páll Ketilsson, f. 1962, ritstjóri
og eigandi Víkurfrétta, og Ásdís Björk
Pálmadóttir, f. 1963, hárgreiðslukennari í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau búa í
Keflavík.
Hildur Björk
Pálsdóttir