Morgunblaðið - 14.12.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
England
Everton – Chelsea ................................... 1:0
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 83 mín-
úturnar með Everton og skoraði markið.
Arsenal – Burnley ................................... 0:1
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal.
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki
með Burnley vegna meiðsla.
Wolves – Aston Villa ................................ 0:1
Newcastle – WBA .................................... 2:1
Manch.Utd – Manch.City ........................ 0:0
Southampton – Sheffield United ............ 3:0
Crystal Palace – Tottenham.................... 1:1
Fulham – Liverpool.................................. 1:1
Leicester – Brighton................................ 3:0
Staðan:
Tottenham 12 7 4 1 24:10 25
Liverpool 12 7 4 1 27:18 25
Leicester 12 8 0 4 24:15 24
Southampton 12 7 2 3 24:17 23
Chelsea 12 6 4 2 25:12 22
West Ham 12 6 2 4 20:15 20
Everton 12 6 2 4 21:18 20
Manch.Utd 11 6 2 3 19:17 20
Manch.City 11 5 4 2 17:11 19
Aston Villa 10 6 0 4 21:13 18
Crystal Palace 12 5 2 5 18:17 17
Newcastle 11 5 2 4 14:16 17
Wolves 12 5 2 5 11:16 17
Leeds 12 4 2 6 17:22 14
Arsenal 12 4 1 7 10:15 13
Brighton 12 2 4 6 15:21 10
Burnley 11 2 3 6 6:18 9
Fulham 12 2 2 8 12:22 8
WBA 12 1 3 8 9:25 6
Sheffield Utd 12 0 1 11 5:21 1
B-deild:
Middlesbrough – Millwall....................... 3:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall eftir 24 mínútur.
C-deild:
Blackpool – Oxford ................................. 0:0
Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn
með Blackpool.
Þýskaland
Augsburg – Schalke ................................ 2:2
Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs-
burg eftir 71 mínútu.
Leverkusen – Sand.................................. 2:1
Sandra María Jessen kom inn á hjá Lev-
erkusen eftir 81 mínútu.
B-deild:
Darmstadt – Hamburger SV.................. 1:2
Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leik-
mannahóp Darmstadt.
Ítalía
Bologna – Roma....................................... 1:5
Andri Fannar Baldursson kom inn á hjá
Bologna eftir 69 mínútur.
Napoli – Verona....................................... 1:2
Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
Napoli.
B-deild:
Brescia – Salernitana.............................. 3:1
Birkir Bjarnason kom inn á hjá Brescia
eftir 72 mínútur og skoraði. Hólmbert Aron
Friðjónsson var ekki með vegna meiðsla.
Rússland
CSKA Moskva – Ural .............................. 2:2
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA en Arnór Sigurðsson
var allan tímann á varamannabekknum.
Belgía
Cercle Brugge – Oostende ..................... 0:1
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende.
B-deild:
Lommel – Royal Union St. Gilloise........ 0:1
Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 79 mín-
úturnar með Lommel.
Aron Sigurðarson var allan tímann á
varamannabekk Union St. Gilloise.
Tyrkland
B-deild:
Altinordu – Akhisarspor ........................ 3:2
Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 70
mínúturnar með Akhisarspor.
Pólland
Raków – Jagiellonia ................................ 3:2
Böðvar Böðvarsson lék fyrstu 59 mín-
úturnar með Jagiellonia.
Grikkland
Aris – PAOK............................................. 1:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Lamia – Olympiacos................................ 0:6
Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Olympiacos.
Katar
Al-Duhail – Al-Arabi ............................... 2:0
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Danmörk
Horsens – AGF......................................... 1:2
Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu
65 mínúturnar með Horsens og Ágúst Eð-
vald Hlynsson var á varamannabekknum.
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 81
mínútuna með AGF.
B-deild:Silkeborg – Fredericia.............. 2:0
Stefán Teitur Þórðarson kom inn á hjá
Silkeborg á 81. mínútu og lagði upp mark.
Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn í
marki Fredericia.
EM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Noregur mun leika um verðlaun á
Evrópumóti kvenna í handknattleik
í Danmörku undir stjórn Þóris Her-
geirssonar. Liðið hefur unnið alla
leiki sína í keppninni til þessa og
stórsigur gegn Króatíu á laugardag-
inn, 36:25, þýddi að norska liðið er
öruggt um sæti í undanúrslitum.
Þórir hefur því unnið enn eitt af-
rekið sem landsliðsþjálfari Noregs
og verður þetta í tólfta sinn sem lið-
ið leikur til verðlauna undir stjórn
Þóris en hann tók við liðinu árið
2009. Í tíu tilfellum hefur liðið unnið
til verðlauna. Á þessum tíma hefur
Þórir orðið ólympíumeistari, tvíveg-
is heimsmeistari og þrívegis Evr-
ópumeistari. Hér er ekki einu sinni
öll sagan sögð því Selfyssingurinn
var kominn inn í þjálfarateymi
landsliðsins árið 2001 þótt hann hafi
fengið alla ábyrgðina árið 2009. Hef-
ur hann því átt þátt í enn fleiri af-
rekum hjá norska landsliðinu, en lið-
ið varð til dæmis ólympíumeistari
árið 2008. Noregur lék ekki um
verðlaun á EM fyrir tveimur árum
og telst slíkt nánast til stórtíðinda
miðað við hvernig málin hafa þróast
hjá norska landsliðinu undir stjórn
Þóris. Á HM í fyrra fór liðið í undan-
úrslit en mátti sætta sig við fjórða
sætið.
Hjá Þóri og hans konum er því
sennilegt að hungrið í verðlaun sé til
staðar á EM í Danmörku. Ekki er
annað að sjá á leik liðsins en liðið
hafi rutt fyrstu fimm hindrununum
úr vegi með stórsigrum. Minnsta
tap Noregs í fyrstu fimm leikjunum
er sjö marka sigur. Í herbúðum
Norðmanna hafði væntanlega verið
mikil eftirvænting eftir mótinu þar
sem til stóð að Norðmenn yrðu gest-
gjafar ásamt Dönum en þurftu að
gefa það frá sér vegna stífra sótt-
varnareglna.
Noregur á enn eftir einn leik í
milliriðli I en í undanúrslitum mun
liðið mæta hörkuliði hvort sem það
verða núverandi Evrópumeistarar,
Frakkar, Danir á heimavelli eða
Rússar.
Kristín skoraði fimm
Í gær var leikið í milliriðli II og
með öruggum sigri á Spánverjum
geta Danir komist í undanúrslit
keppninnar með sigri á Rússlandi í
síðustu umferðinni í milliriðli.
Svartfjallaland vann Svíþjóð 31:25
en Kristín Þorleifsdóttir lét ekki sitt
eftir liggja í sænska liðinu. Skoraði
hún fimm mörk í leiknum og átti
þrjár stoðsendingar.
Keppir um
verðlaun í
tólfta sinn
Noregur í undanúrslit á EM
AFP
Leiðtoginn Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni á EM í Danmörku.
Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur
Jónasson hefur skrifað undir nýjan
samning við KA sem kveður á um
að hann verði áfram spilandi að-
stoðarþjálfari liðsins í Pepsi Max-
deildinni á komandi tímabili.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá knattspyrnudeild KA.
Hallgrímur tók við sem aðstoð-
arþjálfari þegar Arnar Grétarsson
tók við þjálfun liðsins í sumar.
„[H]efur samstarf þeirra Arnars
og Hallgríms gengið afar vel og [er]
mjög jákvætt að njóta áfram krafta
þeirra á komandi tímabili.“
Hallgrímur leikur
áfram með KA
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Meiddur Hallgrímur sleit krossband
en ætlar að snúa aftur á völlinn.
Skautasamband Íslands hefur valið
Aldísi Köru Bergsdóttur sem
skautakonu ársins 2020. Aldís Kara
keppir fyrir Skautafélag Akureyr-
ar. Hún varð fyrst Íslendinga til að
vinna sér inn keppnisrétt á heims-
meistaramóti í listdansi á skautum
og keppti á heimsmeistaramóti
unglinga í Tallinn í Eistlandi. Þar
hafnaði hún í 35. sæti.
Aldís keppti einnig á Norður-
landamóti á árinu og náði þar í flest
stig sem Íslendingur hefur fengið á
Norðurlandamóti í greininni frá
upphafi. sport@mbl.is
Sögulegt ár hjá
Aldísi á ísnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sögulegt Aldís Kara er á mikilli
uppleið í listdansi á skautum.
Ingibjörg Sigurðardóttir, var valin
leikmaður ársins í norsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Var til-
kynnt um valið í gær en í fram-
haldinu sigraði Vålerenga í
bikarkeppninni og lagði Lilleström
að velli í úrslitaleiknum. Våle-
renga er því tvöfaldur meistari í
Noregi og hefur Ingibjörg verið
tíður gestur á síðum blaðsins síð-
ustu vikurnar. Tímabilið er í
meira lagi viðburðaríkt hjá henni
en bikarúrslitaleikinn vann Våle-
renga 2:0 eftir framlengdan leik.
„Ég veit að það er ekkert oft sem
varnarmaður fær svona útnefn-
ingu þannig að ég tek þessu og ég
veit að ég hef unnið hart að
þessu,“ sagði Ingibjörg við mbl.is í
gær en þar er að finna ítarlegri
viðbrögð frá henni. Ingibjörg
sagði við Morgunblaðið á dög-
unum að fyrsta vikan í desember
hefði verið sú besta á ferlinum.
„Þetta hefur allavega ekki versn-
að!“ sagði Ingibjörg í gær en hún
er önnur íslenska konan sem valin
er best í Noregi. Áður var það
Þóra B. Helgadóttir þegar hún lék
með Kolbotn árið 2009.
Ljósmynd/Vålerenga
Viðburðaríkt ár Ingibjörg hefur haft ríka ástæðu til að fagna.
Með fangið fullt af
verðlaunum í Noregi
Jónas Ingi Þórisson náði eftirtekt-
arverðum árangri í unglingaflokki á
EM í áhaldafimleikum sem fram fór
í Tyrklandi og lauk í gær.
Jónas hafnaði í gær í 7. sæti í
stökki en með árangri sínum í fjöl-
þrautinni tryggði hann sér keppn-
isrétt í átta manna úrslitum á því
áhaldi. Framkvæmdi hann fyrra
stökkið mjög vel en reyndi erfiðari
útfærslu í síðara stökkinu sem gekk
ekki eins vel. Fékk hann samtals
13.316 stig.
Jónas braut blað í mótinu þegar
hann var fyrsti Íslendingurinn sem
keppir í úrslitum í fjölþraut á EM
unglinga í fimleikum. Jónas Ingi
stóð sig mjög vel, sýndi mikið öryggi
í sínum æfingum og náði í svipuð
stig og í undankeppninni. Hann
hafnaði í 17. sæti og fékk 72.630 stig.
Með árangri sínum í undan-
keppninni í fjölþraut var Jónas ekki
langt frá því að komast í úrslit á
fleiri áhöldum en stökki. Var hann
með tíunda besta árangurinn í gólf-
æfingum.
Valgarð alveg við úrslitin
Valgarð Reinhardsson var á með-
al keppenda í fullorðinsflokknum og
var grátlega nálægt því að komast í
úrslit í stökki. Valgarð keppti á sín-
um sterkustu áhöldum: stökki, gólfi
og svifrá. Heildareinkunn Valgarðs í
stökki var 14.033 stig og hafnaði
hann í 9. sæti. Var hann með sömu
einkunn og keppandi í 8. sæti sem
var síðastur inn í úrslit. Þegar sú
staða kemur upp að keppendur fá
sömu lokaeinkunn kveða reglur
mótsins á um að sá keppandi sem
reynir erfiðari útfærslu í stökkinu
hafnar ofar. kris@mbl.is
Jónas Ingi sjöundi
í stökki á EM
Ljósmynd/FSÍ
EM unglinga Jónas Ingi Þórisson
gerði það gott í Tyrklandi.