Lögmannablaðið - 2016, Síða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16
Óhætt er að segja að frumvarp til laga um millidómstig hafi verið í deiglunni
meðal lögmanna að undanförnu. Að loknum félagsfundi LMFÍ þann 18. ágúst
sl., þar sem tillögur til frumvarps um breytingar á lögum um lögmenn nr.
77/1998 voru samþykktar, sendi Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags
kvenna í lögmennsku, innanríkis ráðherra bréf þar sem áhyggjum félagsins af
tillögunum var lýst og óskað eftir tækifæri til þess að koma sjónarmiðum FKL á
framfæri áður en frumvarp þessa efnis yrði lagt fyrir Alþingi.
Ekki allir sáttir
Þessi íhlutun formanns FKL vegna
til lagna LMFI olli deilum innan
stjórnar FKL. Varð hún til þess að tveir
stjórnar menn af fimm sögðu sig úr
stjórn inni auk tveggja varamanna. Í
yfirlýsingu stjórnarkvennanna fráfar-
andi kom fram að ekki hefði verið fylgt
starfsreglum stjórnar við stefnumótun
í mikilvægum málefnum í nafni FKL.
Þá sendu yfir þrjátíu konur í lög-
mennsku, þ. á m. félagsmenn bæði
í FKL og LMFÍ, innanríkisráðherra
bréf 26. ágúst sl. þar sem þær lýstu
yfir stuðningi við tillögur LMFÍ og
skoruðu á ráðherra að leggja fram
frumvarp á yfirstandandi þingi sem
endurspegluðu þær.
Boðað var til félagsfundar í FKL 5.
september sl. til að ræða um afstöðu
félagsins til tillagna innanríkis ráðu-
neytis ins um frumvarp til laga um
breytinga á lögum um lögmenn nr.
77/1998 en frumvarpið byggir á nefnd-
um tillögum LMFÍ. Formaður FKL
gerði í upphafi grein fyrir tildrögum
fundar ins og sagði að ákvörðun um
að gagn rýna tillögur LMFÍ í nafni FKL
hefði verið tekin á löglega boð uð um
stjórnarfundi af meirihluta stjórn ar
og að ákvörðunin væri í sam ræmi við
tilgang félagsins. Einnig rifjaði hún
upp að rætt hafi verið á síðasta aðal-
fundi FKL að félagið léti meira til sín
taka á opinberum vettvangi. Félags-
menn hefðu m.a. lýst yfir ánægju með
þá afstöðu sem stjórn FKL hafði tekið í
máli er varðaði skipan í valnefnd sem
metur hæfi umsækjenda um dómara-
embætti þar sem afstaða LMFÍ um
að jafn réttis lögin giltu ekki við þá
skipun var gagnrýnd. Að því loknu
fóru fram málefnalegar umræður þar
sem tillögur LMFÍ voru ræddar og
þá hvort og hvaða afstöðu FKL ætti
að taka formlega til málsins. Hluti
félags manna lýsti yfir ánægju með
það að FKL hefði látið til sín taka í
málinu á meðan aðrir voru á því að
FKL þyrfti ekki að láta málið sig varða
sérstaklega. Að lokum var samþykkt
af meirihluta fundarmanna að FKL
myndi ekki taka formlega afstöðu til
tillagna innanríkisráðuneytisins um
frumvarp um breytingar á lögunum
og því ekki skila inn umsögn til ráðu-
neytisins.
Hlutverk FKL
Umræður um hlutverk FKL og mark -
mið voru í brennidepli á félags fund-
inum 5. september. Fram kom það
sjónar mið fundar manna að til gang ur
félagsins væri að efla samstarf kvenna,
stuðla að fjölgun þeirra í stétt inni og
Tekist á um
hlutverk FKL